Morgunblaðið - 26.03.1965, Blaðsíða 28
Mættum ísn-
um út af
Vopnafirði
í G/FR átti blaðið tai við
Masnús Þorsteinsson skip-
stjóra á Bakkafossi, en hann
varð að snúa skipi sínu frá
íslnum fyrir Austurlandi og
komst ekki á hafnir þær norð ,
anlands, sem skipinu var ætl '
að að koma á, en þær voru
Raufarhöfn, Húsavík, Akur-
eyri off Siglufjörður.
— Yið urðum að snúa frá
ísnum í fyrradag út at Vopna
firði, sagði Magnús, — en þá
kom ísbreiðan æðandi á móti !
okkur. Við héldum þá inn á
Seyðisfjörð, en komumst það
an út í gærmorgun, annars
lægjum við þar enn. Héldum
við þá til Reyðarfjarðar, en
þaðan fórum við út i morgun
og áleiðis til Leith.
— Vörurnar, sem áttu að
fara til Norðurlands, eru enn
um borð í skpinu. Það eru um
50ð tonn. í Leith lestum við i
það rými, sem til er i skip-
inu en hönldum svo til Reykja
víkur.
— f dag fréttum við af
Kyndli og Rangá, sem bæði
voru á leið norður með Aust-
fjörðum, en komust ekki
vegna íss. Við höfðum ís i dag
allt að 30 milur suður af Hval
bak. Siðan hefir verið íslaust.
Höfrungurinn á Þistilfirði
undan Þórshöfn leitar upp um
vök og Ijósmyndari Mbl.: —
Birgir Antonsson, er þar stadd
ur og tekur mynd í sömu
andrá. Þar lögðust á eitt til
að granda höfrungatorfunni,
helkuldinn og byssukúlan. —
(Sjá greni og myndir á bls. 10)
Skipið komst
ekki til IMes-
kaupstaðar
Neskaupstað, 25. marz.
ÍSINN, sem í gær svo til girti
fyrir Norðfjarðarflóa, er nú allur
(horfinn utan nokkrir stakir jak-
ar. í morgun sást þó í ísröndina
við hafsbrún svo varla er hann
langt undan. Oliuskipið Kyndill,
sem átti að koma hingað með
ol-iu í dag, hefir ekki komizt lei'ð
ar sinnar þar sem ís er landfast-
tw við Gerpi. Nú hefir dregið
mikið úr frosthörkunni, ekki
nema 5 gráðu frost í dag og hall-
pst margir á skoðun að nú muni
draga til austanáttar, en það geti
jþýtt að þá rki ísinn að landi aft-
nr. — Ásgeir.
Dauðaslysið
LITLI DRENGURINN, sem varð
fyrir bifreið á Reykjanesbraut
í fyrradag og beið bana, hét Sig-
urður Erlendur Högnason og
átti heima að Melási 6 í Garða-
hreppi. Sigurður heitinn var að-
eins fjögurra ára gamall, fædd-
ur 5. september 1960.
Elías Þorsteinsson
Elías Þorsteinsson, for-
maður SH, látinn
1 GÆR andaðist á sjúkrahúsi hér
í borg Elías Þorsteinsson útgerð-
armaður og stjórnarformaður
Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna. Hann var fluttur á sjúkra-
húsið um kl. 2 í gær og andaðist
nokkrum klukkustundum síðar.
Banamein hans var hjartabilun.
EJías Þorsteinsson var fæddur
1. marz 18Ú2 sonur Þorsteins
kaupmanns í Keflavík Þorsteins-
sonar 'og konu hans Margrétar
Jónsdóttur. Ungur hóf Elías kaup
inennsku í Keflavík og síðar gerð
iet hann útgerðarmaður. Hann
var framkvæ-mdastjóri beina-
verksmiðjunnar Þórólfs og
stofnandi, framkvæmdastjóri og
stjórnarformaður hraðfrystihúss-
ins Jökuls hf í Keflavik, en það
var eitt með fyrstu hraðfrysti-
húsum landsins.
Hann var í stjórn og lengst af
formaður Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna og í framkvæmda-
ráði þess og hin siðari ár í dag-
legu starfi hjá Sölumiðstöðinni.
Hann hefir auk þess, sem hér
hefir verið upp talið, verið í for-
göngumaður og í stjórn margra
fyrirtækja, sem flest snerta út-
gerð.
Elias var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Ingibjörg Einars-
dóttir frá Sandgerði. Missti hann
hana fyrir mörgum árum. Síðari
kona hans var Ásgerður Eyjólfs-
dóttir, sem - lifir hann ásamt
dóttur þeirra hjóna og tveimur
dætrum af íyrra hjónabandi Elí-
asar.
Með Elíasi er genginn mikill
tramkvæmdamaður og dugandi
félagsmálamaður íslenzkrar út-
gerðar.
Isinn leggur að Austfjörðum
BLAÐIÐ átti í gær tal við frétta-
ritara sína á Húsavík, Kópaskeri,
Vopnafirði og Borgarfirði eystra
og spurðist fyrir um veðurfar og
ís. —
Á Húsavík liggur Herðubreið
og kemst ekki þaðan sökum íss,
en hafís er þar ekki nálægt, hef-
ur ekki farið að ráði inn fyrir
Lundey, og því ekki þörf að girða
fyrir höfnina, en þar er nú að
myndast lagis sökum undan-
genginna frosta.
Á Kópaskeri er allt fullt af ís.
Lausafregnir herma að spor eftir
hvítabirni hafi sézt á Melrakka-
sléttu, en talið er að það hafi
ekki við rök að styðjast. Tals-
vert er af ísi út af Tjörnesi og
eftir að kemur austur fyrir Axar-
fjörð er ís samfellt með Núpa-
sveit eins langt og sér út. í ís-
Akureyringur drukknar
Akureyri, 25. marz: —
ÞAÐ SVIPLEGA slys var« í
gær að Gunnar Geirsson mat
sveinn á togaranum Svalbak
féll niður á milli skips og
bryggju þar sem Svalbakur lá
í höfninni í Grimsby. Um nán
ari tildrög er ekki kunnugt.
I.ík hans náðist og siglir Sval
bakur áleiðis heim með það
um borð.
Gunnar heitinn var lengi bú
inn að starfa á togurum Út-
gerðarfélags Akureyringa,
lengst af sem kyndari, en var
matsveinn í þessari ferð. Hann
var 29 ára að aldri, ókvæntur
og til heimilis að Þverholti 12,
Akureyri. — Sv. P.
breiðunni er einn og einn stór
jaki.
Á Vopnafirði er enginn ís sjá-
anlegur, en ísþoka að sjá út fló-
ann. Þar hefur verið geysilegt
frost og síðast 21 stig í fyrradag.
Á Borgarfirði eystra er ailt
samfrosið í ís að landi sunnan
megin og að Geitavíkurtanga að
norðan. Þaðan er autt út með
landinu og sér yfir ísinn í auðan
sjó. í gærmorgun var ísbrún með
öllu hafi, en horfin síðari hluta
dags.
Engin dýr er að sjá á ísnum
frá þessum stöðum. Frost hefur
verið mikið fyrir Austurlandi að
undanförnu, en lækkaði að marki
í gær og var t.d. 8 stig á Borgar-
firði síðdegis.
Þaö eru áreiðanlega
bjarndýrsöskur!
ísirtn sést frá
Brei5dalsvík
Gísiárstetkk, Breiðdal 25. marz.
HÉR HAFA að undánförnu
verið miklar frostörkur, 15—18
stiga fi’ost og jörð nærri snjólaus
og fer því illa. í gærkvöldi sást
hafísinn hér úti í hafi allangt
úti. Menn vona að ísinn eigi
ekki eftir að heimsækja okkur
!hér, en um þa’ð verður engu spáð
á þessu stigi máisins. Norðanátt-
in heldur honum frá landi hér
eins og er.
Héðan er gerður út einn bátur
frá Breiðdalsvik, Sigurður Jóns-
son og er hann búinn að landa
hér um 170 tonnum, meiriftilut-
inn er ufsi. Um tuttugu manns
vinna í frystihúsinu og þarí að
fá menn að úr náiægum sveitum
til vinnunnar, enda er mjög lítið
utm atvinnu á Stöðvarfirði og
Djúpavogi. — PálL
MORGUNBLAHIÐ átti í gær
tal við Egil Sigurðsson. bónda
á Máná á Tjornesi og spurði
hann um bjarndýrsöskur þau
er heyrðust þar nyðra í fyrm-
dag. Egill sagði að hér sæist
ekki mikið til íssins því yfir
honum hvíldi þoka og mistur.
Austurfall væri og ísinn kvik-
1 aði frá landinu og til eftir
vindi og sjávarföllum.
— Ég er sannfærður um að
þetta er „bjarndýrsöskur. Ég
heyrði þau 1918 og sá þá bjarn
dýr hér. öskrin eru líkust
nautsöskri og það er enginn
vafi á því að þau koma úr
lifandi dýrum en stafa ekki
frá ísbroti eða því að jakar
rekist samun. Árið 1918 heyrð-
ust þessi öskur oft umlir
kvöld.
Egill sagði ennfremur:
— Það er ekki gott að
segja hvað þessi öskur eru
la.ngt undan landi, kannske
2—3 kílómetra, eða jafnvel
meira. Hljóðið er sterkt og
berst langa leið, ekki sízt þeg-
ar kul stendur af ísnum. Son-
ur minn, Aðalgeir, fór með
nokkrum mönnum í minka-
leit í gaer og þá heyrðu þeir
félagar allir óskrin mjóg
greinilega. Hér er rétt aðeins
föl á jörðu og frost er ekki
minna daglega en 10—12 stig.
Morgunblaðinu hefir í þessu
tilviki verið bent á aðvörun
Skotfélags Reykjavikur um að
menn skyldu ekki leggja til
atlögu við hvítabirni nema
með góð skotfæri í höndum,
riffla mcð minnst 6,5 mm
biaupvídd eða haglab.vssum
búnum sérstökum kúluskot-
um. Eigi menn þau ekki geta
þeir steypt blýkúlur en gæta
verður þess að þær renni lið-
ugt fram úr hlaupi og séu
ekki þ.vngri en venjuleg hagla
hleðsla.