Morgunblaðið - 26.03.1965, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLADIÐ
Föstudagur 26. marz 1965
Þórshöfn, 25. marz: —
EINS OG áður er getið sást
hér á þriðjudagskvöld stór
hópur af höfrungum, sem ísinn
hafði króað inni skammt frá
Sauðanesi. í gærdag fórum
við nokkrir út á ísinn og höfð
um með okkur bát, því ísinn
er mjög ótraustur þarna. Safn
aðist brátt stór hópur af fólki.
Var nú byrjað að deyða þess
ar stóru skepnur, sem áttu sér
ekki lífs von. Náðust þrjátíu
höfrungar, en margir sukku til
botns. Má búast við að mikið
reki hér á land af dýrunum,
þegar ísa leysir.
Þá höfrunga, sem náðust
upp úr vökinni, varð að draga
upp með bílum, því þeir voru
mjög þungir, um og yfir 200
kíló. Nokkuð voru dýrin mis-
munandi að stærð, en þau
stærstu hafa verið um fjórir
metrar að lengd.
Alls munu hafa verið hér
upphaflega um 100 höfrungar,
en eins og áður er sagt náðust
aðeins um 30 þeirra. Er óvenju
legt að sjá höfrunga svo norð
arlega.
Einhverjir þeirra, sem
veiddu höfrungana, munu
hafa lagt sér höfrungakjöt til
munns, þegar heim var komið.
Þykir það ágætis matur, þegar
búið er að steikja það. Annars
hafa Akureyringar boðið 17
kr. í kílóið af höfrungunum og
verður mestur hluti veiðinnar
seldur þangað.
*>« y' ^ v
- V •; >. 7 ,
**&***— <-
<►
Hötrungarnir reka trjónurnar upp úr ísnum.
Höfrungarnir 100 við Þdrshöfn
Höfrungur skorinn úti á ísnum.
Einn höfrungur kominn á land.
Frjálslyndir vinna lcosn-
ingasigur í Skotlandi
*
— á kostnað Ihaldsflokksins
— Eiga nú 10 þingmenn
□--------------------------□
Sjá Utan úr heiml bls. 14.
□--------------------------□
London, 25. marz — NTB
FRJÁLSLYNDI flokkurinn í
Bretlandi vann mikinn kosninga
sigur í aukakosningum sem fram
fóru í gær í héruðunum Rox-
burgh, Selkirk og Peebles í Skot-
landi, en í þingkosningunum í
fyrra sigraði frambjóðandi I-
haldsflokksins með 1739 atkvæða
meirihluta. Frambjóðandi frjáls-
lyndra sigraði í gær með meira
en 4,000 atkvæða meirihluta, og
hefur Frjálslyndi flokkurinn nú
aukið þingmannafjölda sinn úr
níu í tíu. Talið er að úrslit þessi
bendi til þess að á ýmsu muni
velta ef til almennra þingkosn-
inga kæmi, og þau eru jafnframt
talin mikið áfall fyrir Sir Alec
Douglas-Home, leiðtoga íhalds-
flokksins, en það er á heima-
slóðum hans í Skotlandi sem
kosið var.
1 kosningunum í gær hlaut
frambjóðandi Verkamannaflokks
ins ekki einu sinni þann Vs hluta
atkvæða, sem tilskilinn er svo
menn fái greidd aftur þau 150
sterlingspund, sem þeir verða að
leggja fram er þeir bjóða sig
fram.
Leiðtogi Frjálslynda flokksins,
Jo Grimond, sagði í nótt að úr-
slitin sýndu glöggt að kjósendur
vildu sýna í verki óánægju sina
með skuggaverk stóru flokk-
anna.
Úrslitin í aukakosningunum i
gær enduróma að vissu leyti það
sem gerðist í aukakosningum í
East Grinstead í Suður-Englandi
fyrir sjö vikum, en þá jókst fram
bjóðanda frjálslyndra svo fylgi,
að hann varð aðalkeppinautur
frambjóðanda íhaldsmanna.
Ef þessi þróun heldur áfram
og sýnir sig í verki við næstu
almennu þingkosningar í Bret-
landi, munu margir þingmenn
íhaldsflokksins í hættu. í siðustu
þingkosningum fóru leikar þann-
ig í 17 kjördæmum að frambjóð-
endur frjálslyndra urðu í öðru
sæti á eftir fhaldsflokknum, en
í þessum kjördæmum sigruðu í-
haldsmenn með naumum meiri-
hluta víðast hvar.
f brezka þinginu eru 630 þing-
sæti og skiptast þau nú svo:
Verkamannaflokkurinn 315, í-
haldsflokkurinn 302, Frjálslyndi
flokkurinn 10. Þrjú þingsæti eru
auð.
— Stríðsglæpir
Framhald af bls. 1
beindu því til a-þýzkra landa-
mæravarða að þeir miðuðu ekki
á flóttamennina sjálfa er þeir
létu skothríðina dynja á eftir
þeim, og að hver landamæra-
vörður sé sjálfur ábyrgur fyrir
gerðum sínum. „Sömu rök gilda
einnig um stríðsglæpamenn“,
sagði Jahn og tók þingheimur
undir þetta með dynjandi lófa-
taki.
Mikojan sendir
Johnson heilla-
óskir
Moskvu, 25. marz — N'I’S
ANASTAS Mikojan, forseti Sov-
étríkjanna, hefur að sögn Tass-
fréttastofunnar sent Johnson,
Bandaríkjaforseta, skeyti og ósk-
að honum til hamingju með hina
velheppnuðu Gemini-geimferð
Bandaríkjamanna sl. þriðjudag.
Jafnframt tilkynnti fréttastofan
að sovézku geimfararnir tveir, Le
onov og Beljajev, muni skýra frá
geimferð sinni á blaðamanna-
fundi í Moskvu á föstudag. Búizt
er við að blaðamannafundur
þessi muni standa í þrjár klukku
stundir, og verður sjónvarpað
og útvarpað frá honum til margra
landa.