Morgunblaðið - 26.03.1965, Blaðsíða 8
8
MORCUNBLAÐIÐ
1
Fostudagur 26. marz 1965
r
um fiskveiðilandhelgi
I G Æ R birtist hér í blaðinu
ræða Jóhanns Hafstein, dóms-
málaráðherra, í umræðum i
fyrradag á Aiþingi um þings-
ályktunartillögu um víkkun
Iandhelginnar fyrir Vestfjörðum.
Auk dómsmálaráðherra tóku
margir aðrir til rnáls,, þar á með-
al Bjarni Benediktsson, forsætis-
ráðherra. Sagði hann m.a., í
ræðu sinni, að þeir sem halda,
að við ofan í það, sem talin yrðu
viðurkennd alþjóðalög, getum
tekið upp baráttu gegn stórveld-
um, eru að leika sér að fjöreggi
frelsis íslenzku þjóðarinnar,
möguleika þess, að réttur okkar
tU þess að lifa sem sjálfstæð þjóð
fái staðizt.
Hér verður nánar greint frá
þessum umræðum.
Matthías Bjarnason (S) talaði
næstur á eftir Jóhanni Hafstein
dómsmálaráðherra. Hann minnt-
ist í upphafi á ummæli Hanni-
bals Valdimarssonar, annars
tillögunnar frá
því fyrra mið-
vikudag, er
Hannibal fylgdi
þingsályktunar-
tillögunni úr
hlaði, en þá
sagði Hannibal,
að hann hefði
joðið þingmönn
um stjórnar-
flokkanna á Vest
fjörðum að vera meðflutnings-
menn að tillögunni, en þeir ekki
viljað.
í sambandi við þetta kvaðst
Matthías Bjarnason vilja taka
það fram, að það væri rétt, að
Hannibal Valdimarsson hefði boð
ið sér og að því er hann héldi
öðrum þingmönnum Vestfjarða
að vera meðflutningsmenn til-
lögunnar síðari hluta dags 10.
febr. sl., og svo mikið lá á, að
það þurfti að svara fyrir kvöld-
ið hvort menn vildu vera með-
flutningsmenn að tillögunni,
sem var algerlega tilbúin til
prentunar og í suma af þessum
þingmönnum náði flutningsmað-
ur ekki og næsta dag, þegar kom
ið var í þingið, þá var þessari
tillögu útbýtt fullprentaðaðri
ásamt þeirri löngu greinargerð
sem henni fylgir. Mætti því ætla
jafnvel, að flutningsmaður hafi
verið búinn að leggja þessa þings
ályktunartili. inn til prentunar,
þegar hann bauð samstarfsmönn-
um sínum úr Vestfjarðarkjör-
dæmi að vera meðflutningsmenn
að henni.
Matthías Bjarnason tók það
fram, að fáar óskir ætti hann
heitari en þá, að landgrunnið úti
fyrir Vestfjörðum verði friðað
að öllu leyti á grundvelli lag-
anna frá 5. apríl 1948 um vís-
Indalega verndun fiskimiða land
grunnsins. En það mætti líka
segja það, <að það væri mjög
auðvelt verk að samþykkja þessa
hispurslausu tillögu, sem hérna
væri lögð fram, en hins vegar
verður flestum þingmönnum
sem og öðrum mönnum á að
hugsa nokkuð lengra. Þeir hugsa
þá um það, hvernig verður um
framkvæmd þessarar tillögu og
hvernig verður sambúð og sam-
vinna við aðrar þjóðir í því sam-
bandi og hvernig verður fyrir
okkur að framfylgja þessari sam
þykkt á hafi úti. Erum við þá
um leið að vernda það fólk, sem
á hér brýnna hagsmuna að gæta,
og náum við yfirleitt framgangi
þessa máls með góðu móti. Það
væri vegna þess, að hann fyrir
sitt leyti gæti ekkí fylgt þess-
flutningsmanns
ari tillögu, að hann teldi, að
henni væri kastað hér fram í
skyndi, og hann harmaði það,
að Hannibal Valdimarsson skyldi
ekki heldur hafa farið þá leið
að ræða sérstaklega við alla
þingmenn úr Vestfjarðakjör-
dæmi um þetta mál, til þess að
ákveða á hvern hátt er skyn-
samlegast að hreyfa þessu máli
til þess að ná sem beztum árangri
fyrir það fólk„ sem Vestfirði
byggja.
Þá ræddi Matthías um það, að
við útfærslu landhelginnar 1958
fengu Vestfirðingar tiltölulega
minnst vegna legu Vestfjarða og
bar því fljótt á því, að ágangur
togara ykist á Vestfjarðamiðum
eftir að fjörðum og flóum syðra
hafði verið lokað. Sæist það
glöggt af hinum tíðu og auknu
komum, einkum brezkra togara
til Vestfjarða og þá einkum til
ísafjarðar. Hefðu og Vestfirðing-
ar orðið fyrir miklu veiðarfæra-
tjóni af völdum togaranna.
Vestfirðingum væri umhugað
um, ,að breyting yrði hér á, og
hann hefði hreyft við þessu máli
ásamt mörgum þingmönnum
Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarða-
kjördæmi, en sér væri það alveg
ljóst, að enginn árangur næðist
með einstrengingslegri tillögu
sem þessari.
Sér fyndist, að bæjarstjóra ísa-
fjarðar hafi tekið ólíkt vitur-
legar á þessu máli með sam-
þykkt, sem hún gerði í janúar-
lok og send var til Alþingis og
ríkisstjórnarinnar svohljóðandi:
Gera verður nú þegar ráðstafan-
ir til að friða ákveðin veiðisvæði
bátaflotans fyrir Vestfjörðum og
bendir bæjarstjórnin í því sam-
bandi á brýna nauðsyn þess að
friða Djúpálinn, Nesdýpið og Vík
urál frá því að haustvertíð báta-
flotans hefst og til vetrarvertíð-
arloka. Jafnframt verði unnið
markvíst að því yfirlýsta tak-
marki að friða allt landgrunnið
hið skjótasta. Útvegsmenn á
Vestfjörðum komu saman um
líkt leyti og þeir og sjómenn
hafa brýnustu hagsmuna að gæta
og í þeirra viðræðum og álykt-
unum, sem samþykktar voru, var
mjög bent á það sama, sem bæj-
arstjórn ísafjarðar gerði. Nú
væri það ekki fyrir það, að bæj-
arstjórn ísafjarðar eða Útvegs-
mannafélag Vestfjarða vilji ekki
friða allt landgrunnið heldur er
það, að þeir telja að það verði
að fara gætilega í þessu máli,
og undirbúa það enn betur en
gert hefur verið, og þá er bent
á það vegna þess alvarlega
ástands, sem hefur skapazt sér-
staklega á fiskimiðunum úti fyr-
ir norðanverðum Vestfjörðum
og á Húnaflóa, sérstaklega þó
á norðanverðum Vestfjörðum,
hvort það sé ekki rétt að reyna
þessa leið og ræða hana auðvit-
að við sérfræðinga, hvort hún
sé framkvæmanleg eða ekki, og
á það leggjum við mikla áherzlu,
að hun sé athuguð mjög gaum-
gæfilega, enda hefur dómsmála-
ráðherra tekið þessu máli mjög
vel, og það er í athugun, en
hinsvegar er- of- snemmt að segja
neitt um á þessu stigi mlásins,
hvað út úr því kemur.
Matthías Bjarngson benti á
það, að það væru fleiri þingmenn
Vestfirðinga, sem ekki væru
flutningsmenn að þessari þings-
álytkunartillögu, en þingmenn
stjórnarflokkanna. Hermann Jón
asson væri þar ekki og kvaðst
Matthías ekki trúa því, að Hanni
bal hefði ekki boðið Hermanni
að vera flutningsmaður að tillög-
unni. Lauk Matthías ræðu sinni
með því að segja, að hann teldi,,
að landhelgismálið eigi að vera
hafið yfir alla flokkadrætti og
pólitískt dægurþras og að ís-
lenzkir stjórnmálamenn eigi að
ræða það mál fyrst sín á milli,
áður en það er rætt opinberlega
til þess að finna skynsamlegar
leiðir hverju sinni, en einstakir
þingmenn eigi ekki að stefna að
því að fá í sambandi við land-
helgismálið einhverjar sérstakar
rósir eða fjólur í hnappaagtið.
Lúðvík Jósefsson (Alþbl.)
sagði m.a., að með lögunum frg
1948 um vísindalega verndun
landgrunnsins hefði komið fram
sú stefna, að allt
landgrunnið
bæri að friða
fyrir íslendinga.
Síðan hefði ver
ið unnið að því
að ná þessu
marki í áföng-
um. Sagðist Lúð
vík álíta þings-
ályktunartillögu
þá, sgm fram væri komin, mjög
eðlilega og í samræmi við það,
sem gerzt hefði áður í landhelg-
ismálinu. Taldi Lúðvík, að rík-
isstjórnin ætti að skipa sérstaka
nefnd til þess að vinna að fram-
gangi þessa máls og að því að
samræma sjónarmið þingmanna
varðandi það. Þá kvaðst Lúðvík
vera þeirrar skoðunar, að við
yrðum að víkka landhelgina
með einhliða aðgerðum okkar,
og þá væri spurningin, ef Bretar
myndu mótmæla því, og það
myndu þeir örugglega gera,
hvort við yrðum þá að bera mál-
ið undir Alþjóðadómstólinn. —
Hann væri þeirrar skoðunar, að
sá dómstóll myndi ekki geta
kveðið upp úrskurð um þetta
efni, með því að engin alþjóða-
lög væru um það.
Við þetta vaknaði sú spurn-
in, hvort ríkisstjórnin hefði í
hyggju að gefast upp við frek-
ari útvíkkun landhelginnar,
nema að samþykki Breta kæmi
til. Sagði hann, að ríiksstjórnin
yrði að lýsa yfir afstöðu sinni
til þessa máls og þá hvernig
hún ætlaði sér að taka málið
upp.
Þá taldi Lúðvík Jósefsson, að
Vestfirðingar hefðu fengið minna
í sinn hlut, en aðrir landsmenn
við stækkun landhelginnar. Þá
hefði einnig ágangur erlendra
togara vaxið mjög úti fyrir Vest-
fjörðum við stækkun landhelg-
innar. Lúðvík sagði ennfremur,
að einnig með öðrum ráðstöfun-
um mætti bæta aðstöðu Vestfirð-
inga og annarra, sem hallað væri
á í þessum efnum og hefði hann
sjálfur borið fram tillögur um
strangari og áhrifaríkari viður-
lög, en nú tíðkast, gagnvart land
helgisbrjótum, og mýndi þáð
draga úr ágangi erlendra tog-
ara.
Davíð Ólafsson (S) sagði m.a.,
að öllum væri það ljóst, hve
þýðingarmikil hafsvæðin í kring
um landið væru.
Ræddi Davíð
síðan um, hvern
ig með landhelg
ismálið hefði
verið farið á al-
þjóðavettvangi,
bæði á fiskimála
ráðstefnum, hjá
Sameinuðu þjóð
unum, í Evrópu
ráðinu, í NATO, hjá Norðurlanda
ráði og enn víðar. Þá hefði enn-
fremur átt sér stað mikil útgáfu-
starfsemi, þar sem birtar hefðu
verið margvíslegar skýrslur og
rök verið færð fyrir málstað ís-
lands. Á þennan hátt hefði ver-
ið unnin viðurkenning fyrir 12
milna landhelginni.
Davíð Ólafsson sagði enn-
fremur, að hvað þingsályktunina
varðaði, sem hér væri til um-
ræðu, þá tæki hún einungis til
ákveðins landsvæðis og þótt
sjónarmið þess fólks, sem þar
byggi væri mjög skiljanlegt,
myndi örðugt að taka upp mál-
ið á öðrum grundvelli en að um
hagsmuni allra landsmanna
væri að ræða, og þess vegna
myndi tillaga þessi ekki verða
til framdráttar í landhelgismál-
inu.
Sigurvin Einarsson (F), sem er
annar flutningsmanna þingsálykt
unartillögunnar, sagði að þetta
mál snerti fleiri en Vestfirðinga
og kvaðst hann álíta, að ágang-
ur togara fyrir
Vestfjörðum
myndi hafa á-
hrif á fiskigengd
fyrir Norður-
landi og gæti
þar verið að
finna m.a. skýr-
ingu á fiskileys-
inu fyrir Norð-
urlandi. — Þá
sagði hann það ekkert einsdæmi,
að landhelgin hefði verið færð
út við einstaka landshluta, eins
og gert hefði verið fyrir Norð-
urlandi árið 1950. Þá taldi Sig
urvin, að vegna þverrandi afla
fyrir Vestfjörðum gæti byggð
þar lagzt niður, ef ekkert yrði
^ ~ iil /i rVxÁf Q VtrúiSlpcfíl
Þórarinn Þórarinsson (F) sagði
m.a., að nú væri tímabært fyrir
íslendinga að hefjast handa um
sókn í því skyni að helga sér
landgrunnið en
kvaðst álíta, að
með samningn-
um 1961 við
Breta hefði ver-
ið skertur ein-
hliða réttur ís-
lendinga til þess
að gera frekari
ráðstafanir í
landheligsmál-
inu, með ákvæðinu um, að frek-
ari ráðstafanir skyldi bera und-
ir alþjóðadómstól, en mjög væri
hæpið að eiga nokkuð undir slík
um dómstól. — Þá ræddi
hann nokkuð um það, að ekk-
ert uppsagnarákvæði væri í
samningnum og kvað hann slíkt
einsdæmi meðal samninga, sem
ísland væri aðili að.
Bjarni Benediktsson forsætis-
ráðherra mótmælti þeirri skoð-
un Þórarins og Lúðyíks, að telja
það fyrirfram
víst, að alþjóða-
dómstóll hljóti
að vera á móti
okkur í ákvörð-
unum, sem við
kunnum að taka
um að helga okk
ur landgrunnið
allt. Sagði ráð-
herrann, að rök-
færsla þeirra fyrir þessu væri
ákaflega hættuleg. Með því væru
þeir fyrirfram að smíða vopn í
hendur andstæðinga okkar og
þegar Þórarinn Þórarinsson teldi,
að það væri skilyrði fyrir því að
við fáum landgrunnið allt, að við
losum okkur við þá skuldbind-
ingu, • að ágreiningur um þetta
eigi að lokum að koma undir al-
þjóðadómstólinn, væri þá að
halda því þar fram, að við ætl-
um ekki að fara að alþjóðalög- _
um. Verri ógreiða heldur en að
halda þessu fram í upphafi sókn-
ar í þessu máli, sem hann sagði,
að væri nú einmitt að hefjast,
væri ekki hægt að gera málstað
íslands.
Forsætisráðherra gat þess, að
allt Alþingi hefði 5. maí 1959
sameinazt um að lýsa yfir, að
við myndum þurfa á viðurkenn-
ingu á rétti okkar til landgrunns
ins alls. Þessarar viðurkenning-
ar væri unnt að afla með ýmsu
móti. Það væri hægt að afla
hennar með samningum við þau
ríki, sem mest eiga í húfi um
það, að við tileinkum okkur
beitingu þess réttar, sem við
teljum okkur eiga. Ráðherrann
kvaðst vera Lúðvík Jósefssyni
sammála um það, að ef við ætl-
uðum að bíða eftir fyrirfram sam
þykki þessarra aðila, þá yrði mál
ið seint sótt. Glögglega hefði
hins vegar komið í ljós, að í þesa
um málum öllum ætti sér stað
mjög ör réttarþróun. Það sem
hér lægi fyrir, væri, að við yrð-
um að meta, hvenær réttarþró-
unin væri komin á það stig, að
einhliða yfirlýsing af okkar hálfu
hafi von til þess að standast að
alþjóðalögum. Skoraði ráðherr-
ann á þá Lúðvík Jósefsson og
Þórarinn Þórarinsson að lýsa
því yfir:
Telja þeir, að við höfum hing-
að til nokkurn tíma gert nokk-
uð, sem ekki stóðst að alþjóða-
lögum? Ef þeir telja, að við höf-
um hingað til farið að alþjóðalög-
um, og ég skora á þá að lýsa
yfir, ef þeir telja, að við höfum
ekki gert það, þá hefðum við
sigrað í máli fyrir alþjóðadóm-
stólnum. Það er hann, sem að
lokum sker úr um það, hver al-
þjóðalög séu í þessu, alveg eins
og það var hann, sem lagði með
dómnum í deilumáli Breta og
Norðmanna grundvöllinn að öllu
því, sem við höfum síðan gert f
málinu og hefur átt stórkostleg-
an þátt í þeirri þróun, sem hin-
ar formlega árangurslausu ráð-
stefnur í Genf 1958 og 1960 eru
þó vitni um,, vegna þess að all-
ir gera sér ljóst, að þó að þær
kæmust ekki að formlegri niður-
stöðu, þá áttu þær mjög mik-
inn þátt í þeirri réttarþróun, sem
gerði það að verkum, að við náð-
um að lokum samningnum við
Breta 1961.
Þá minntist forsætisráðherra á
ummæli framangreindra þing-
manna um, að það séu engin al-
þjóðalög, sem segi til í þessu
efni og hafi engin alþjóðalög
verið til, sem heimiluðu tólf
mílna landhelgi. Kvaðst ráðherr-
ann ekki vilja þræta við þá um
þau atriði, en það hefði einmitt
legið fyrir álit alþjóðalögfræð-
inganefndarinnar um„ að það
væri heimil útfærsla allt upp í
tólf mílur og hefði þetta legið
fyrir, þegar málið kom til úr-
slitameðferðar á þessum alþjóða-
ráðstefnum. Hins vegar væri þró-
unin komin skemmra varðandi
aðstöðuna fyrir utan tólf mílur,
þó á landgrunni sé og við yrðum
að bíða eftir því, að sú þróun
komist á það stig, að við höfum
von til sigurs, að það sé hyggi-
legt fyrir okkur að hefja athafn-
ir og það er einmitt á þann
sama veg, sem hann hefði skilið
orð Davíðs Ólafssonar, þegar
hann efaðist um, að þessi tillaga,
sem hér liggur fyrir, væri lík-
leg til þess að gera málinu gagn.
Það er ekki vegna þess, að neinn
okkar hér sé andstæður því, sem
þarna eigi að gera eða sé ekki
sannfærður um, að þetta sé nauð
syhlegt, enda liggur það fyrir.
Það liggur fyrir frá 1948, það
liggur fyrir frá 1959, það liggur
fyrir eins og hér var sagt frá
1961, að við viljum allir eftir
þessu keppa, en það verður að
velja þá réttu aðferð til þess að
sækja eftir þessu keppikefli okk-
ar, og það verður að velja þann
rétta tíma, og það eru margar
mismunandi leiðir, sem þar koma
til álita eíns og Lúðvík Jósefsson
réttilega hefði bent á.
Forsætisráðherra kvaðst ekki
álíta, að það væri illa farið, að
Framihald á bls. 21