Morgunblaðið - 07.04.1965, Blaðsíða 8
9
MORGUNBLADIÐ
Miðvikudagur 7. apríl 1965
FRUMVARP til nýrrar tollskrár
var til 1. umræðu í Efri deild í
gær og mælti Gunnar Thorodd-
sen fjármálaráðherra fyrir því.
Þá gerði Þorvaldur G. Kristjáns-
son grein fyrir nefndaráliti og
breytingartillögum heilbrigðis-
og félagsmálanefndar um frum-
varp um Húsnæðismálastofnun
ríkisins.
I Neðri deild urðu enn miklar
umræður um frumvarp til lækna
skipunarlaga, sem þar var til 3.
umræðu.
EFRI DEILD
Tollskrá
Gunnar Thoroddsen fjármála-
ráðherra mælti fyrir frumvarpi
til nýrrar tollskrár og sagði að
frumvarpið fjallaði að meginefni
til um lækkun tolls af ýmsum
vélum og tækjum atvinnuveg-
anna. Með setningu tollskrárlaga
‘ á árinu 1963 var ákveðin veruleg
lækkun á tollum af landbúnaðar-
vélum og sömuleiðis lækkaðir
tollar á ýmsum vélum og tækj-
um til fiskveiða. Hins vegar var
að svo stöddu ekki talið fært að
lækka tolla á vélum almennt frá
því, sem verið hafði, en á þeim
var yfirleitt 35% tollur og er svo
ákveðið í tollskránni frá 1963.
Þessi mál þurftu nánari athug-
unar og með bréfi 16. desember
1963 fól hann tollskrárnefnd að
kanna möguleika á lækkun tolla
af vélum og tækjum almennt. í
því bréfi voru sérstaklega rakin
viss atriði, sem
þyrftu sérstakr-
ar athugunar
við, i fyrsta lagi
að hve miklu
leyti væri fram-
kvæmanlegt að
ákveða tolla af
vélum og tækj-
um til vinnslu
útflutningsaf-
urða væru á vélum og tækj-
um til annarra nota, og í öðru
*^gi ^.Ye Þ0ð mundi kosta
nkissjóð, ef lækkaðir væru toll-
ar á vinnuvélum og öðrum tækj-
um þess iðnaðar, sem framleiðir
vörur og veitir þjónustu fyrir
innlendan markað. Enn fremur
átti nefndin að athuga, hvaða
aðrar breytingar kynni að þurfa
að gera á tollskránni, ef tollar á
vélum og tækjum yrðu Isékkað-
ir, og jafnframt fjárhagslegar af-
leiðingar af öllum þessum fyrir-
huguðu breytingum. í>á var lögð
á það sérstök áherzla, að í þessu
sambandi um lækkun véla og
tolla þyrfti að athuga áhrif lækk
unar þeirra á samkeppnisaðstöðu
innlendra vélaframleiðslu eða
hins íslenzka iðnaðar. Tollskrár-
nefnd hefur fyrir nokkru skilað
tillögum sínum um þetta efni og
frumvarpið, sem hér liggur fyrir
í meginatriðum í samræmi við
þær tillögur. Meginatriðin eru
þessi.
í fyrsta lagi að lækka tolla á
almennum iðnaðarvélum úr 35%
í 25%. í öðru lagi að lækka tolla
á vélum og tækjum til vinnslu
útflutningsafurða almennt úr
35% niður í 10%. í þriðja lagi,
að séu slíkar vélar jafnframt
framleiddar hér innanlands,
skulu tollur af þeim innfluttu
vélum, sem eru hliðstæðar, vera
15% en ekki 10%. f fjórða lagi
er gert ráð fyrir að lækka tolla
á síldardælum, sem nú eru mjög
að ryðja sér til rúms, niður í 4%
og er það í samræmi við toll á
kraftblökkum. Það eru nú sam-
kvæmt tollskránni einstakar iðn-
aðarvélar, sem bera 50% toll, og
þær eru lækkaðar niður í 35%.
Nú er það svo, að ýmsar af þeim
vélum og ýmiss af þeim tækjum,
sem þessi tollalækkun nær til,
eru framleiddar hér í landinu og
því hefur verið ákveðið að end-
urgreiða tolla af efni í slíkar vél-
ar, sem framleiddar eru innan-
lands að svo miklu leyti, sem toll
ar af efninu í vélarnar eru hærri
en tollar af vélunum sjálfum. Nú
er heimilt í 3. gr. tollskrárinnar,
12. tölulið, til að lækka gjöld af
efni í innlendar framleiðsluvör-
ur, þegar efnisvaran er með
hærra gjaldi heldur en hin full-
unna, innflutta vara. Þetta á-
kvæði er rýmkað með upphafi 2.
gr. í þessu frumvarpi, þannig að
í stað heimildarinnar til að lækka
gjöld af þessu efni í þessar inn-
lendu framleiðsluvörur, sé heim-
ilt að lækka eða endurgreiða sem
sagt að fullu. En varðandi inn-
lendu framleiðsluna er það að
segja, að auk slíkrar lækkunar
eða endurgreiðslu á efni í vélarn-
ar, hefur verið ákveðið að fella
niður söluskatt af framleiðslu vél
anna, til þess að auðvelda hinum
innlendu framleiðendum að
standast samkeppni við innflutt-
ar vélar. Þetta þykir nauðsyn-
legt vegna þess, að hér er um svo
verulega lækkun tolla á þessum
vélum fyrir útflutningsatvinnu-
vegina að ræða eða úr 35% niður
í 15%, að sjálfsagt þykir og nauð-
synlegt að veita hinum innlenda
iðnaði þann stuðning, sem felst
í því að fella niður söluskattinn
af hinum innlendu vélum.
Auk lækkananna á vélatollum,
eru í frv. nokkur ákvæði tækni-
legs eðlis um staðfestingar á eldri
úrskurði, sem telja verður, að
muni standa til frambúðar og
þykir rétt að taka slíkt inn í toll-
skrárlögin nú með viðeigandi
tollaprósentum. Sum þessara at-
riða standa í sambandi við milli-
ríkjasamninga, eins og að er vik-
ið í greinargerð frv. Sú nýjung
mun vera nú að ryðja sér til rúms
varðandi mjólkurgeymslu og
mjólkurflutninga, að nota stóra
geyma til þess 'að geyma í mjólk
heima á sveitabæjum og mjólkin
síðan tekin úr þessum geymum
beint á stóra tankbíla og flutt
þannig til mjólkurbúanna. Þá
má gera ráð fyrir því, að þessir
geymar, sem eru úr ryðfríu stáli,
komi á næstunni að verulegu
leyti í stað mjólkurbrúsa og er
lagt til, að tollar á slíkum geym-
um séu lækkaðir úr 50%, eins og
er í gildandi tollskrá, niður í
25%.
í gildandi tollskrá er heimild
til þess að fella eða lækka gjöld
af bifreiðum fyrir öryrkja eða fyr
ir lamað og fatlað fólk, allt að
150 á ári. Það er sérstök nefnd
lækna, sem ákveður það, hverjir
njóta þessara hlunninda á hverj-
um tíma, en þessi læknanefnd
hefur eindregið farið fram á það,
að þessi tala, 150, verði hækkuð
upp í 250 á ári og enn fremuf
ætlaðar 50 til endurveitinga á
áður veittum undanþágum. Þess-
ar tillögur læknanefndarinnar
eru teknar upp í þetta frv. Þá er
lagt til, að tekin sé upp heimild
til þess að endurgreiða gjöld af
rúmum, sem flutt eru inn til notk
unar í sjúkrahúsum. Rúm þessi
bera nú 90% toll, en ef þau eru
ekki með sérstökum meckaniisk-
um útbúnaði fyrir sjúkrahús, en
með þessum breytingum er gert
ráð fyrir, að endanlegur tollur
verði 35%, þegar endurgreiðslu-
heimildin er nú notuð. Loks er
nýmæli, sem stendur í sambandi
við það frv. um nafnskírteini,
sem liggur fyrir, og er það í 3.
gr. frv., að ef ákveðið verður í
lögum, að hver einstaklingur og
hvert fyrirtæki skuli hafa auð-
kennisnúmer, sé fjármálaráð-
herra heimilt að mæla svo fyrir,
að sérhver innflytjandi skuli til-
greina númer sitt á aðflutnings-
skýrslu. Þetta nýmæli er sett inn
eftir tillögu hagstofustjóra. Hug-
myndin er sú, að stofnað yrði við
hagstofuna eða komið á fót við
hagstofúna sérstakri fyrirtækja-
skrá, sem yrði að því, er fyrir-
tæki snertir, hliðstæð þjóð-
skránni að því, er varðar skrán-
ingu einstaklinga.
Auk fjármálaráðherra tóku til
máls í umræðum um þetta mál
þeir Helgi Bergs (F) og Björn
Jónsson (Alþbl.)
Var frumvarpinu síðan vísað
til 2. umræðu og fjárhagsnefnd-
ar. —
Húsnæðismálastofnun ríkisins
Þorvaldur G. Kristjánsson (S)
gerði grein fyrir áliti meiri hluta
heilbrigðis- og félagsmálanefnd-
ar um frumvarp um Húsnæðis-
málastofnun rikisins, sem var til
2. umræðu, svo og fyrir breyt
ingartillögum, sem meiri hluti
nefndarinnar heJ
Sagði Þorvaldur,
að meiri hluti
nefndarinnar
mælti með sam-
þykkt frum-
varpsins. Ræddi
Þorvaldur síðan
um nýmæli frv.,
en þau eru eink
um, að auknar
verði tekjur
byggingasjóðs ríkisins með því
að leggja á almennan launaskatt,
sem renni í sjóinn, sbr. lög, sem
þegar hefðu verið sett um það
efni. Enn fremur er lagt til, að
ríkissjóður greiði árlega framlag
til sjóðsins, að fjárhæð 40.000.000
krónur.
Þá er í frumvarpinu gert ráð
fyrir að heimild veðdeildar
Landsbanka íslands til útgáfu
bankavaxtabréfa, sem nú nemur
150 millj. kr. á ári í 10 ár, verði
hækkuð í 400 millj. kr. og er lagt
til að öll þessi bréf verði með
vísitölukjörum. Einnig skal ár-
legu framlagi ríkissióðs til at-
vinnuleysistrygginga verða var-
ið til kaupa á vaxtabréfum veð-
deildarinnar.
í frumvarpinu er enn fremur
lagt til, að hámarkslán til íbúða
verði hækkað úr 150 þúsund kr.
í 280 þús. kr. og að verja skuíi
15—20 millj. kr. til þess að veita
hærri lán til efnalítilla meðlima
verkalýðsfélaga.
Samkvæmt frumvarpinu er
lagt til, að lánskjörum verði
breytt þannig, að lánin verði til
25 ára með 4% ársvöxtum og af
borganalaus fyrsta árið.
Helzta ákvæðið í breytingar-
tillögum meiri hluta nefndarinn
ar er, að til þess að mæta fram-
lagi ríkissjóðs, að fjárhæð kr. 40
millj. skuli miða eignarskatt við
gildandi fasteignamat þrefaldað.
Þetta gildir þó ekki fyrir þá
skattgreiðendur, sem eiga lög-
heimili á sveitabæjum.
Þorvaldur G. Kristjánsson gat
þess í lok ræðu sinnar að með
hinu nýja frumvarpi myndi
verða unnt að veita 750 lán upp
á kr. 280.000.00 kr. auk umfram
lánanna til efnalítilla meðlima
verkalýðsfélaga eða 220—230
millj. kr. á ári til íbúðalána Hús-
næðismálastjórnar. Hafa lán hús
næðismálastjórnar hækkað um
280—300% á sama tíma og vísi-
tala byggingakostnaðar hefur
hækkað um 77% þ.e. frá árslok-
um 1958.
NEÐRI DEILD.
Læknaskipunarlög
Einar Olgeirsson (Alþbl.) tal-
aði fyrstur í umræðunum um
læknaskipunarfrumvarpið, sem
nú var til 3. umræðu. Mælti hann
að nýju fyrir tillögu sinni um
námslaun handa læknastúdent-
um, en hann hafði tekið þessa
tillögu við 2. umræðu frumvarps
ins aftur til 3. umræðu.
Þá gerði Sigurvin Einarsson
(F) grein fyrir breytingartillögu,
sem hann hafði einnig tekið aftur
við 2. umræðu til 3. umræðu og
var efni hennar á þá leið, að veitt
yrði fjárhagsleg aðstoð til fólks,
sem þarf að leita sér læknishjalp
ar, ef það er búsett í læknishéraði
þar sem læknislaust er orðið.
Ragnar Arnalds (Alþbl.) gagn
rýndi ummæli Gylfa Þ. Gíslason
ar, menntamálaráðherra, um að-
stoð við stúdenta, sem ráðherr-
ann viðhafði í fyrri viku, er frum
varpið var til umræðu, þar sem
hann sagði, að framlög til stuðn-
ings íslenzkum námsmönnum
hefði sextánfaldazt á sl. 15 ár-
um.
Matthías Bjarnason (S) kvaðst
vilja taka það fram, að heilbrigð-
is- og félagsmálanefnd hefði
fjallað um breytingartillögur
þeirra Einars og Sigurvins fyrr
um morguninn og áliti meiri hl.
hennar þessar tillögur ekki nógu
fullkomnar né nógu vel undir-
búnar. Benti hann á þá tillögu,
sem í frumvarpinu er um ríkis-
lán handa læknastúdentum gegn
skyldu um læknisstprf um tíma
að námi loknu í héraði.
Hvað snerti tillögu Sigurvins
Einarssonar væri meiri hluti
nefndarinnar þeirrar skoðunar,
að hraða bæri endurskoðun laga
um læknavitjunarsjóð. Kvaðst
Matthías álíta, að tillaga Sigur-
vins væri gölluð að því leyti, að
vel gæti verið, að fólk yrði að
kosta miklu til læknisvitjana,
enda þótt læknir væri í héraðinu
og þannig myndi skapast mis-
ræmi í aðstöðu fólks í dreifbýl-
inu. Hann áliti miklu réttar að
efla læknavitjunarsjóð.
Bjarni Benediktsson, forsætis-
ráðherra, sagði m.a., að tillaga
Sigurvins Einarssonar fengi ekki
staðizt eins og hún væri. Það
væri ekki úrskurðaratriði um
þörf til aðstoðar við læknisvitj-
un, hvort læknir er fyrir hendi í
læknishéraði hverju sinni, held-
ur það, sem
skæri úr um
kostnaðinn,
skæri úr pm það
hvort réttmætt
sé eða ástæða að
hjálpa til við
greiðslu hans
handa þeim ein-
staklingi, sem í
hlut á hverju
sinni. Fram hjá þessu meginat-
riði málsins væri alveg gengið í
tillögu Sigurvins og þegar af
þeirri ástæðu væri ekki hægt að
veita henni stuðning. Væri ljóst,
að málið allt þyrfti miklu nán-
ari athugunar við.
Forsætisráðherra vék síðan að
ummælum Ragnars Arnalds, sem
í ræðu sinni hafði lesið upp
hluta af yfirlýsingu frá Félagi
læknanema og hafði sá hluti eink
um beinzt að ummælum forsæt-
isráðherra áður í umræðum um
frumvarpið. Sagði forsætisráð-
herra, að þegar að öll atriði
væru skoðuð, þá væri það álit
sitt, að betur væri búið að náms-
mönnum hér en í flestum ná-
grannalöndum okkar og kvaðst
hann vænta þess að fram færi
á því hlutlaus skoðun, enda hefði
þessu ekki verið hnekkt og það,
sem öllu máli skipti varðandi
rétta skoðun á þessu máli, væri
hvort í heild er verr búið að
mönnum á námsárum þeirra hér
á landi eða í þeim löndum, sem
þeir sækja til og vilja að öðru
leyti miða laun sín hér við.
Hitt væri svo alveg rétt, að
sjáifsagt stæði hér margt til bóta
enn og eðlilegt væri, að þessi mál
verði endurskoðuð á ný. Hins
vegar þarfnaðist tillaga Einars
Olgeirssonar miklu nánari íhug-
unar við.
Forsætisráðherra gat þess 1 lok
ræðu sinnar, að það væri beint
spor aftur á bak í þjóðfélagshátt
um okkar, ef við ættum að taka
upp þann gamla sið yfirstéttanna
á meginlandi Evrópu, að það
þyki til skammar og lítilsvirð-
ingar að námi sé þannig hagað,
að stúdentar og aðrir námsmenn
geti ekki unnið með því fólki,
sem þeir síðan eiga að lifa með
í landinu. Og hann teldi að þó að
það sé mikilsvert, að menn læri
mikið í læknisfræði, og vitan-
lega eigum við allir læknunum
meira að þakka en orð fá lýst og
metum þeirra þekkingu rétti-
lega, þá er þó hitt mikilsvert varð
andi þá og aðra hina svo kölluðu
lærðu stéttir, að þær haldi
tengslum við sitt samfélag, við
sitt þjóðfélag, að menn átti sig á
því, að viss kröfugerð getur ver
ið réttmæt, en ef á að gleyma
því, að við höldum uppi einstæðu
þjóðfélagi fámennur hópur á
norðlægu eylandi, sem ýmsir
mundu telja óbyggilegt, og að
til þess að slíkt verði að gera,
þá verða jafnvel þeir langlærð-
ustu að sætta sig við önnur kjör
hér en þeir geta hlotið með sín-
um lærdómi í öðrum löndum, og
það er eðlilegt að þeir sætti sig
við önnur kjör heldur en þeir
gætu hlotið annars staðar, vegna
þess að sína aðstöðu hafa þeir
fengið fyrir, að við höfum öll
hjálpazt til að afla þeim þeirreir
fræðslu, er þeir hafa hlotið.
Auk framangreindra ræðu-
manna tóku til máls Gylfi Þ.
Gíslason, menntamálaráðherra,
Hannibal Valdimarsson (Alþbl.)
og Þórarinn Þórarinsson (F) ea
síðan var málið tekið af dagskrá.
Landamerki
Björn Fr. Björnsson (F) gerðl
grein fyrir áliti allsherjarnefnd-
ar um breytingu á lögum um
landamerki, þar sem mælt var
með samþykkt frumvarpsins, en
eitt helzta ákvæði þess er, a<5
kostnaður dómenda af landa-
merkjamáli verði greiddur af al-
mannafé eins og er í öðrum dóms
málum.
Var frumvarpinu síðan vísað
til 3. umræðu.
Tekur sæti
á Alþingi
Sigfús Johnsen
SIGFÚS JOHNSEN, Vestmanna-
eyjum, 2. varamaður Sjálfstæðis
flokksins í Suðurnesjakjördæmi
tók í gær sæti á Alþingi í stað
Guðlaugs Gíslasonar, sem verður
fjarverandi um sinn. Fór fram
rannsókn á kjörbréfi Sigfúsar,
með því að hann hefur ekki áð-
ur átt sæti á Alþingi, og var það
samþykkt samhljóða.
Bækur um sjó-
tryggingar
SAMBAND íslenzkra trygginga-
félaga hefur rekið hér trygging-
arskóla undanfarin 3 ár. Hefur
skólinn haldið námskeið í hinum
ýmsu greinum trygginga fyrir
starfsfólk tryggingafélaganna. Nú
hefur á skólans vegum verið ráð-
izt í að gefa út hentugar kennslu-
bækur í sjótryggingum, en slíkra
bóka hefur ekki verið völ til
þessa. Bækurnar, sem nú eru
komnar út, eru fjórar talsins:
Saga sjótrygginga, eftir Þorstein
Egilsson og „Lloyds“ eftir Gísla
Ólafsson, forstjóra, í einu bindi,
Skipatryggingar eftir Þorstein
Egilsson, Farmtryggingar eftir
Jón Rafn Guðmundsson, deildar-
stjóra og Sameiginlegt sjótjón
eftir Björn Helgason, lögfræðing.
Ætlunin er að síðar komi út 2—3
bækur til viðbótar um sama svið
trygginga.
Bækur þessar ættu að geta
komið ýmsum öðrum en trygg-
ingafólki að notum og geta menn
keypt þær hjá Þóri Bergssyni,
skólastjóra að Vitastíg 4A.