Morgunblaðið - 07.04.1965, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.04.1965, Blaðsíða 26
f>n <á-J \J MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 7. april 1965 Sex félög meö 680 fél. í Kjalarnesþingi 42. ÞING Ungmennasambands Kjalarnesþings var haldið 7. marz síðastliðinn í Fél&gsheimili Kópavogs. Sambandsformaður Haukur Hannesson setti þingið og bauð þingfulltrúa og gesti velkomna til þingsins. 27 fulltrúar sóttu þingið frá 5 sambandsfélögum, auk gesta, sem voru Skúli Þorsteinsson, fram- kvsemdastjóri, U.M.F.Í., _ Gísli Halldórsson, v forseti Í.S.Í. og Sveinn Björnsson, stjórnarmeð- limur Í.S.Í. Fluttu þeir ávarp á þinginu. í sambandið bættist við nýtt félag, Æskulýðsfélagið „Stjam- an“, Garðahreppi, og eru nú 6 félög innan sambandsins með 680 félagsmenn. Forsetar þingsins voru Jón M. Guðmundsson og Sigurður Geir- dal, og þingritarar Gestur Guð- mundsson og Úlfar Ármannsson. Haukur Hannesson, formaður sambandsins flutti skýrslu stjórn arinnar, um starfsemi sambands- ins á síðasta ári, og gjaldkeri Sigurður Skarphéðinsson las upp reikninga þess. Fjölþætt íþrótta- starf var innan sambandsins á árinu og möng mót haldin með Ungmennafélagið Breiðablik í Kópavogi í broddi fylkingar. Þingið tók fyrir mörg mál og gerði margar ályktanir í íþrótta- Og æskulýðsmálum. Þingfulltrú- ar lögðu áherzlu á uppbyggingu og gott Skipulag iþróttamála á þessu ári, með tilliti til lands- móts U.M.F.Í. að Laugarvatni í sumar. Var áherzla á það lögð að senda þangað sem stærstan hóp íþróttamanna og snérust um- ræður mikið um það mál. Stjórn félagsins skipa nú: Úlfar Ármannsson formaður, Gestur Guðmundsson varaform- aður, Sigurður Skarphéðinsson gjaldkeri, Ólafur Þór Ólafsson ritari, Séra Bragi Friðriksson og Jón Ólafsson meðstjórnendur. Innanfélagsmót TB R; Jón Árnason badminion- meistari TBR URSLITALEIKIR í innanfélags- móti T.B.R. voru leiknir laugar- daginn 3. apríl. Til úrslita léku i einliðaleik karla, Jón Ámason núverandi Reykjavíkurmeistari og Viðar Guðjónsson, Leikurinn var mjög jafn og skemmtilegur og sigraði Jón Viðar með 15:7 — 8:15 og 18::16. Kepptu í 111. sinic Einn af elztu og söguríkustu skot. Oxford vann keppnina íþróttaviðburðum í Englandi sem er róður frá Putney til er kappróður milli ensku há- Mortlake og var 4 bátslengd- skólanna Oxford og Cam- um á undan og reri vegalengd- bridge á Thames. Róðurinn fór ina á 18 mín. og 7 sekúndum. fram í 111. sinn 3. apríl s.l. í fyrsta sinn í sögu róðursins Myndin sem hér fylgir er tek- voru 4 Bandaríkjamenn í 8 in af Hammersmith-brúnni manna áhöfn Oxfordháskól- og hefur þá áhöfn Oxfordhá- ans. skólans I bátslengdar for- í tvíliðaleik fcarla léku fjögur lið til úrslita. Fyrri leikirnir fóru þannig, að Jón Höskuldsson og Steinar Peteisen sigruðu Jón Árnason og Viðar Guðjónsson í jöfnum leik: 15:7 — 12:15 — 16:17, Garðar Alfonsson og Rafn Viggósson sigruðu Lárus Guð- mundsson og Karl Maack einnig í mjög jöfnum leik með 15:8 — 9:15 8:15. Innanfélagsmeistarar í tvíliða- leik karla urðu Garðar Alfonsson og Rafn Vigigósson eftir mjög skemmtilegan úrslitaleik við Jón Höskuldsson og Steinar Petersen: 15:9 — 11:15 — 15:7. Innanfélagsmeistarar í tvennd- arleik urðu hin margreynda keppnismanneskja Júlíana íse- barn og Garðar Alfonsson, sem spiluðu úrslitaleik móti Jóni Höskuldssyni og Huldu Guð- mundsdóttur og unnu með algjör- um yfirburðum: 15:7 og 15:8. í tvíliðaleik kvenna sigruðu þær örugiglega Hulda Guðmunds- dóttir og Jónína Nieljóhníusar- dóttir þær Guðmundu Stefáns- dóttur og Halldóru Thoroddsen með 15:7 og 15:7. í einliðaleik drengja sigraði Haraldur Jónsson Axel Jóhanns- son með 11:7 og 11:0. Verðlaun í tvíliðaleik karla voru til eignar, gefin af Aristo- umboðinu, en öðrum greinum keppninnar voru verðlaun far- andgripir, gefnir af nok'krum vel- viljuðum félagsmönnum. Þróttur tekur nýja svæöið í notkun Ákveðið hefur verið að hefja knattspyrnuæfingar á hinu nýja íþróttasvæði félagsins við Njörva sund fyrir 4 og 5 flokk. Æfing- ar þessar verða á eftirtö'ldum dögum: Sunnudaga kl. 10-12 f.h. þriðjudaga kl. 7,30 og 9 og föstu da,ga kl. 7,30-9. Er það eindregin ósk stjórnar Þróttar að drengir og unglingar í Kleppsiholti, Vog- um og Heimurn og öðruim nær- ligigjandi hverfum sem ekki eru Norrænu skíðn- göngunni lýkur 30. npríl ÁKVEÐIÐ hefur verið að Norr- ænu skíðagöngunni ljúki þann 30. apríl n.k. Öll gögn varðandi gönguna skulu send til hr. Þor- steins Einarssonar, íþróttafulltrúa Fræðsluskrifstofunni, Reykjavífc, fyrir 15 maí n.k. Undirbúningsnefnd skíðagöng- unnar skorar fastlega á alla þá, sem standa fyrir göngunni á hverjum stað, að iáta ekkert tækifæri ónotað til þess að gefa ^jfiönnum kost á að ganga, og einnig er skorað á allan almenn- ing að notfæra sér snjóinn, þar sem hann er, til þess að ganga. félagsbundnir í öðrum félö'gium og áhuga hafa á knattspyrnu not færi sér þessa æfingartíma og verði með frá byrjun. Þeir foreldrar sem hug hafa á því að rétta félaginu hjálpar hönd og taka vilja þátt í stanf- semi félagsins og stuðla með því að bættri aðstöðu fyrir ungling- ana í leik og starfi eru hvattir til þess að gefa sig fram við for- swarsmenn félagsins í æfingar- timunum. Verður Ármunns- liðið þröskuldur ÍR í kvöld? í KVÖLD verður Körfukijatt- leiksmótinu haldið áfram að Hálogalandi og hefst keppnin kl. 26.15. Meðal leikjanna í kvöld eru tveir leikir í 1. deild og vekur sérstakan spenning leikur ÍR og Ármanns. Það er síðari leikur liðanna en hinn fyrri vann ÍR með fárra stiga mun. Þá leika og í 1. deild KR og KFR og í 3. fl. karia er leikur milli KR og Ár- manns. Þessi mynd var tekin um s.l. i . helgi í leik Arsenal og West ] Bromwich Cram — hægri bak- I vörður WBA framkvæmdi | ) vítaspyrnu en mistókst á þann | I hátt að knötturinn fór yfir ] þverslá. Markvörður Arsenal j ' sem á vellinum liggur er ( | Fumell. Ckelseu vunn „lígu“-bikurinn CHELSEA vann á mánudags- kvöld bikarkeppni sem árlega fer fram milli liða í 1. deildinni ensku. En jafnframt missti fé- lagið forystu í 1. deildinni ensku sama dag. Chelsea og Leicester skildu jöfn 0-0 í úrslitaleik um bikar 1. deildarliðanna. Þetta var síðari leikur liðanna oig Chelsea fékk bikarinn þar sem liðið vann fyrri lei'kinn 3-2. Samtímis náði Leeds forystu i 1. deild með 3-1 sigri gegn Stoke. Hefur Leeds þá 54 stig en Chelsea 53 og Manch.' United 51 og hafa öll liðin leikið 36 lei'ki. Chelsea lék hreinan varnarleik gegn Leicester og skemmdi þvi leikinn mjög fyrir áhorfendum. MÖLÁR I Frakkland vann Svíþjóð ! | 20—14 í úrslitaleik í Evrópu- . keppni í handknattleik lög- reglumanna. í keppni um Iþriðja sætið vann V-Þýzka- j land Danmörku með 22—10. West Ham sem vann alþjóð- legu knattspymukeppnina í New York fyrir tveimur ámm hefur verið boðin þátttaka í keppninni aftur í sumar. Lundúnaliðið hefur áhuga o.'í hefur sótt um leyfi til þátt- tökunnar hjá enska samband- Donna de Verona, 17 ára gömul sundstjarna sem vann tvenn gullverðlaun á Olym- píuleikunum í Tókíó fyrir Bandaríkin hefur ákveðið að hætta sundkeppni. Mun hún í framtíðinni vinna sem íþrótta- fréttaritari að hluta og einnig sem sýningarstúlka fyrir sundfatafirma. Konastantin Andrianov (55 ára gamall) var endurkjörinn formaður rússnesbu Olympíu- nefndarinnar á dögunum. Hann hefur verið formaður nefndarinnar frá stofnun hennar 1951 — og næsta fáir farið með völd eða for- mennsku svo lengi og hann þar í landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.