Morgunblaðið - 07.04.1965, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 7. apríl 1965
-MYNDASIDA-
Indverskir kommúnistar eiga einna mestu fylgi að fagna í Kerala liéraði, og hafa krafizt þess að fá
að taka héraðsstjórnina þar í sínar hendur. En hérðinu hefur verið stjórnað samkvæmt forsetaúr-
skurði frá Nýju-Delhi frá því í fyrra. Hér sést kommúnistaleiðtoginn E. M. S. Namboodiripad flyíja
ræðu á utifundi í Calcutta til stuðnings kröfu kommúnista í Kerala.
Styrjóldin í SuðurVietnam er ekki alltaf rekin eftir þeim siðareglum, sem viðurkenndar hafa verið
með öðrum þjóðum. Erfitt er að fá mynidir af hryðjuverkum kommúnista þar, því þeir eru lítt gefnir
fyrir að auglýsa þau. Hinsvegar er ekki legið á myndum af framkomu hermanna Suður-Vietnam, og
hér er ein þeirra. Sýnir hún hermenn stjórnarinnar pína Viet Comg skæruliða til sagna, og nota tit
þess spjótsodd. Skæruliðinn leysti frá skjóðunni og vísaði hermönnunum á birgðir af kínverskum
handsprengjum.
Mynd þessi var tekin af bandarísku geimförunum Virgil Grissom
(th.) og Joung er þeir komu til Kennedyhöfða að lokinni geim-
ferðinni.
Það er víða ógreiðfært um vígvellina í Suður Vietnam, eins og þessi mynd sýnir. Eru þarna nokkrir
hermenn stjórnarinnar á ferð í leit að skæruliðum Viet Cong. Aftastur er einn af bandarísku ráðgjöf-
unum, sem starfa með stjórnarhernum. Þurftu hermennirnir að brjótast gegnum hitabeltisgróður, þar
sem búast mátti við jarðsprengjum i hverju spori og spiengjum, sem festar voru við trjágreinarnar.
Þessi mynd var tekin, er japanskur Ijósmyndari Kiichi Hashimoto,
hafði fallið út úr flugvél sinni, (þyrlunni á'myndinni) og hrapaði
til jarðar. Hashimoto var að taka myndir af íþróttakeppni mennta-
skólnemenda, er slysið vjrö Missti hann allt í einu stjórn á þyrlunni
og féll fyrirborð af því að hann hafði gleymt að spenna öryggis-
beltið. Hann beið bana í fallinu. Sá, sem tók myndina af Hashim-
oto. var einnig í þyrlu að ljósmynda kappleikinn.
og skoða pýramídana. — Hér
sézt danski utanríkisráðherr-
ann og kona hans á úlfalda-
baki, með pýramídana í bak-
PER Hækkerup, utanríkisráð
herra Danmerkur, hefur þessa
dagana verið í opinberri heim
sókn í Egyptalandi. Hann hef
ur rætt þar við ráðamenn, en
tími gafst