Morgunblaðið - 07.04.1965, Page 15
Míðvikudagur 7. apríl 1965
MOIRGIJINBIABIB
15
Þjóðleikbúsiið (Lifla swiðíið):
Kamnerfénlist
og tveir balletfar
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýndi sl.
sunnudagskvöld á litla sviðinu í
Lindarbæ stutta balletta, Visions
fugitives og Stúlkuna með blöðr-
una, við tónlíst eftir Prokofieff
og Dave Brubeck, »n ballettmeist
ari Þjóðleikhússins Fay Werner,
hefur samið báða dansana. Hinn
fyrti er í klassískum stíl en hinn
siðari mætti líklega kalla jazz-
ballett eða öllu heldur ballett í
nútíma stíl. — Þá leika þarna
einnig nokkrir nemendur Tónlist-
arskólans tvö tónverk eftir
Mozart, Kvartett fyrir flautu og
strengi K 2&5 o.g kvintett^ fyrir
klarinett og strengi K 581. Ég hef
ekki faglega þekkingu á þessum
listgreinum, hn hef þó haft nokk
ur kynni af þeim bæði hér og
erlendis einkum á Edinborgarhá-
tíðinni, þar sem jafnan koma
fram heimefrægar hljómsveitir
■og tónlistarmenn og ballettflokk-
ar frá ýmsum löndum. — Ég
hafði mikið yndi af þessari kvöld
stund í Lindarbæ. Virtist mér
flutningur hinna ungu hljóðfæra-
leikara á hinum fögru tónverkum
sniltingsins mi'kla með ágætum
og bæði þeim sjálfum og Tónlist-
arskólanum til sóma. Sérstaka
athygli vakti flautuleikur Jóns
H. Sigurbjörnssonar og klarinett-
leikur Sigurðar Steinþórssonar,
er bar vott um næma músikgáfu
þeirra og örugga kunnáttu. Þá
þótti mér og mikið koma til fiðlu
Ieiks Guðnýjar Guðmundsdóttur
og celloleiks Gunnars Björnsson-
ar. Þetta unga fólk er vissulega
góðir fulltrúar islenzkrar æsku og
vekja hjá manni bjartar vonir
um framtíð hennar.
Ballettar ungfrú Werner þótti
mér mjög skemmtilegir og falla
einkar vel að tónlistinni. Hinar
ungu og fríðu stúikur svifu um
sviðið með mjúkum hreyfingum
og miklum yndisþokka og eini
karlmaðurinn, sem tók þátt í
dansinum, Þórarinn Baldvinsson,
gerði sínu hlutverki einnig hin
ágætustu skil.
Síðari dansinn, Stúlkan með
blöðruna, vakti sérstaka hrifni
áhorfenda, enda var hann bráð-
skemmtilegur og tónlistin við
hann prýðisgóð. Með aðalhlut-
verkið í þessum dansi fór Jytte
Moestrup, glæsileg stúika, björt
og fagurlimuð. Vakti dans henn-
ar og svipbrigði mikinn fögnuð
GRUSS AUS ISLAND
Úbersetxungen islándischer
von Alexander Jóhannesson.
ÞETTA er ekki stór bók, aðeins
91 bls. í litlu broti. Falleg bók,
vel frá henni gengið að öllu leyti.
Pappír góður, ágætt letur, smekk
legt band. í bókinni eru 31 kvæði
eða brot úr kvæðum, þýdd á
þýzku af prófessor dr. Alexand-
er Jóhannessyni, sem er einn af
þekktustu mönnum núlifandi
vegna vísindastarfa um langan
aldur. Hann var háskólakennari
frá 1915 til sjötugs og lengst allra
manna háskólarektor. Fyrir hans
atbeina og dugnað kom Háskóli
vor upp myndarlegri byggingu
og stúdentagarði áður en verðlag'
áhorfenda. Hygg ég að hún gæti
náð miklum frama í þessari list-
grein en til þess þarf langt og
erfitt nám og mikla þjálfun.
hækkaði til muna, þótt fleiri
menn ynnu að því með hopum.
Dr. Alexander var aðalhvatamað
ur að stofnun Happdrætis Há-
skóla Islands. Hann er mikill at-
orkumaður um ýmis konar fram-
kvæmdir enda áhugasamur um
mörg framfaramál. Má þar nefna
flugmál, enda flaug dr. Alexand-
.er í hinum litlu og yeikbyggðu
flugvélum er fyrst voru notaðar
hér. Hann er kjarkmaður mikill
og sá það fyrir að öflugar og
traustar flugsamgöngur voru
nauðsyn okkar afskekkta landi.
— Dr. Alexander er málfræðing-
ur, hefur m.a. þýtt nokkuð af
öndvegisbókmenntum heims á ís
lenzku og sýnt með því að hann
Dansendumir eru allir nemendur
í Listdansskóla Þjóðleikhússins.
Búningana hefur Lárus Ingólfs
son teiknað af mikilli smekkvísi.
er skáldmæltur vel og orðhagur.
— En þetta átti nú ekki að vera
nein ævisaga dr. Alexanders Jó-
hannessonar, heldur stutt umsögn
um hinar nýju ljóðaþýðingar
hans, en nokkrar þeirra munu þó
gerðar fyrir löngu. I bókinni
eru kvæði eftir 21 höfund, eitt
eða fleiri kvæði eftir hvern höf-
und, flest eftir þá Stefán frá
Hvítadal og Davið Stefánsson,
fjögur eftir hvorn, en tvö eftir
þá Tómas Guðmundsson, Jónas
Hallgrimsson, Matthías Jochums-
son og Grím Thomsen, hvern. —
Annars eitt kvæði eftir hvert
skáld. — íslenzki textinn er
prentaður á fremri siðu hverrar
opnu en þýzka þýðingin á aftari
síðu, þannig að samanburður
verður lesendum auðveldari. Er
þetta rnikill kostur Þá er ísl. tón
skáld hafa gert lög við kvæðin
er þess getið á eftir hverju
kvæði,
Mér virðast þýðingar þessar
Ljósameistarinn Ingvi Hjörteíts-
son átti oig góðan þátt í þessari
sýningu.
S. Gr.
mjög vel gerðar, þannig unnar,
að kvæðin hafa ekki tapað skáld-
legum blæ né reisn. Bera kvæðin
það með sér að þýðandinn eí
starfi sínu vel vaxinn og hefði
vafalaust getað orðið liðtækt
skáld og er það kannski, þótt
ekki hafi hann flíkað svo svo mér.
sé kunnugt nema í þýðingum.
Dr. Alexander er jafnvígur á
bæði málin, íslenzku og þýzku,
en það er ólíkt vandameira að
þýða af sínu eigin máli á erlent
mál en á sitt eigið mál úr er-
lendu. Það er ekki smáræðis
vandi að ná litblæ þeim er mörg
af þeim erindum og kvæðum,
sem dr. Alexander hefur þýtt,
geisla frá sér. Oft notar hann
íslenzkar bragreglur svo sem
höfuðstafi og fer það ágætlega
og er það til mikillar prýði.
Ég mun ekki fara út í það, að
lýsa hverju einstöku kvæði nú,
þó vil ég nefna, sem glæsilegar
þýðingar kvæðin Til Þýzkalandbs
Framhald á bls. 1S
„Griiss aus ísland"
Sigfinnur Sigurðsson, hagfræðingur, ritar vettvanginn í dag. Hann fjallar tfm
ríkisrekstur — Vandamál eignamyndunar meðal launþega — Heilbrigðan verJ^
bréfamarkað — Kísilgúrverksmiðju við Mývatn — Umráðin yfir sparit'énu
ÞAÐ mun almennt víðurkennt,
að eðlileg og æskileg sé hlut-
deild launþega að framleiðslu-
tækjunum. Þó greinir menn mik-
ið á um það, hvaða leiðir skuli
valdar, til þéss að svo geti orðið,
og ennfremur í hvaða mynd hlut-
deildin skuli vera.
Þar sem hér á landi mun yfir-
leitt vera ríkjandi andúð á vald-
beitingu af hálfu ríkisvaldsins í
formi „þjóðnýtingar vegna al-
menningsheilla“, eins og það er
sums staðar nefnt erlendis, ef
valdahafarnir þurfa að tryggja
sér völd og áhrif, þá má reikna
með, að slík lausn sé ekki farsæl
hér.
í fyllstu alvðru, að því er virð-
ist, stungú nokkrir þingmenn
upp á því ekki alls fyrir löngu,
að athugaðir yrðu möguleikar á
því, að launþegar „vel rekinna
fyrirtækja“ nytu hlutdeildar í
arði þeirra. í fljótu braigði kann
þetta að líta vel út til hækkun-
at tekjum viðkomandi launþega.
En rétt er í því sambandi að geta
þess, að til eru vel rekin fyrir-
tæki, þótt rekin séu með tapi eða
hagnaðarlítið um nokkurt tíma-
bil, og öfugt eru til illa rekin fyr-
irtæki, þótt þau sýni á sama tíma
stórgróða. Orsakir þess geta ver-
ið mjög margvislegar. Því mætti
spyrja, hverjir eigi að taka á sig
tap þeirra, sem illa gengur um
tima.
i stað áður nefndrar tillögu er
ek ú úr vegi að núnnast á aðra,
semi.áð athuguðu máli er betur
til þeás fallin að gera ekki upp
á milli hinna vmsu starfshöpá.
því að ekki nytu samkvæmt of-
anrituðu opinberir starfsmenn
arðs af vel reknu ríkisapparati.
En hún er sú, að ríkisvaldið
stuðli að því, að sem flestir nytu,
eða ættu þess kost að njóta eign-
arhlutdeildar og þar með arðs í
framleiðslutækjunum. Ekki væri
þó samkvæmt lýðraeðisreglum
hægt að skylda neinn til að eign-
ast hluti, heldur væri hægt að
hvetja menn beint og óbeint með
hjálp tækja efnahagsstjórnarinn-
ar.
Sú reynsla, sem fengizt hefir á
undanförnum áratugum, af opin-
berum rekstri framleiðslufyrir-
tækja hefir fært mönnum heim
sanninn um það, að happasælla
sé það fyrir almenning, ef ríkis-
valdið s'kipti sér ekki beint af
framleiðslutækjunum, heldur
vinni að því að jafna leikreglurn-
ar og hafi yfirumsjón með efna-
hagslífinu í heild. Ríkisvaldið hér
hefir mjög marga möguleika til
þess að fara þessa leið, þar eð
það ræður sjálft yfir miklum
fjölda framleiðslutækja.
Með setningu laganna um
Seðlabanka íslands nr. 10, 29.
marz 1961 hefir löggjafinn þegar
gert ráð fyrir því, að inn á þessa
braut yrði farið, því að í 15. gr.
segir svo: „Seðlabankinn má
kaupa og selja ríkisskuldabréf og
önnur trygg verðbréf, og skal
hann vinna að því, að á komist
skipuleg verðbréfaviðskipti. Er
honum í því skyni heimilt að
stofna til og reka kaupþing, þar
sem verzlað yrði með vaxtabréf
og hlutabréf sanikvæmt reglúnv.
sem bankastjórnin setur og ráð-
herra staðfestir."
Heilbrigður verðbréfamarkað-
ur er talin ein farsælasta leiðin
til dreifingar fjármagnsins yfir á
mangar hendur, um leið og fram-
leiðslutækjunum er aflað fjár til
aukinna og bættra afkasta. Oft
heyrist því haldið fram, að brask
með verðbréf sé helzta einkenni
kaupþinga. Þetta er rétt, ef ekki
er byggt fyrir það í byrjun með
strangri löggjöf um starfrækslu
kaupþings. Einnig heyrist því
fleygt, að opin hlutafélög komist
smám saman í hendur fárra að-
ilja. Þeir sem óttast þetta geta
verið óhræddir. Það er þegar
komin reynsla á fjölmörg tæki
efnahaigsstjórnarinnar víða er-
lendis til þess að forða slíku, og
verður að samræma þau í lög-
gjöf, sem sett yrði um opin hluta-
félög'.
Undanfarið hefir verið látið að
því liggja í umræðum um stofn-
un nýrra fjárfrekra stórfyrir-
tækja, að svo mikið fjármagn sé
ekki fyrir hendi meðal launþega
í landinu, og sé það þess vegna
eingöngu á færi rfkisvaldsins. í
síðasta Vettvangi var vikið að
þessari röksemdafærslu. En svo
bar við í vetur að fjármálaráð-
herra bauð út 75 millj. kr. skulda
bréfalán sem seldist upp á svip-
stundu. Þá var sagt, að sparendur
hetðu almenht keypt þessi bréf.
En ásamt innlendu fjármagni
þarf auðvitað töluvert erlent fjár
magn. Að því verður þá að stuðla
að það vinni ekki með verðbólg-
unnL
Kísilgúrverksmiðju við Mý-
vatn er sem sltkri yfirleitt vel
tekið af almenningi. En rí’kis-
valdið sá sér ekki annað fært en
að breyta lögunum um hluta-
félög frá 1921 sér í hag, til þess
að tryggja ríkisreksturinn í sessi.
Segja má, að ríkisvaldið sé nú
bara samsett af mönnum sem
haldnir eru mannlegum breyzk-
leika varðandi völd og áhrif, þótt
aðgerðirnar séu „vegna almenn-
ingsheilla." En er ekki nóg, að
rí'kisvaldið ráði svo til hverjum
eyri sparifjárins í landinu? Er
ekki kominn tími til að launþeg-
um verði treyst til annars en að
leggja spariféð til langs tíma á
vexti, til þess svo að taka það
út aftur ásamt vöxtum og vaxta-
vöxtum helmingi rýrara en höfuð
stóllinn var í upphafi, eða að
öðrum kosti að éta hann-strax?
Væri ekki rétt að bjóða fólki
almennt aðild að fyrirtækinu við
Mývatn, og setja um leið lög um
það, að rfkisvaldið skuli þar
hverg'i nærri koma? Hlutabréfin
ættu að vera nafnhlutabréf, og
þannig að hinir lægst launuðu
nytu við kaupin hinna beztu
kjara. Síðan yrði félagssamtök-
um þ.e. stéttarfélögum, samvinnu
félögum og öðrum, boðin hluta-
bréfin með skilyrðum, sem
tryggðu lýðræðislega stjórn fyrir
tækisins. Ákveðinn hluta bréf-
anna mætti svo gefa frjálsan á
fullu verði á almehnum verð-
bréfamarkaði.
Þær leiðir. sem ríkisvaldið
virðist fara við þessa og aðrar
framkvæmdaáætlanir, eru annars
vegar hin beina verðbóliguleið,
þ.e. útgáfa peninga, sem ékki er
til innstæða fyrir í efnahagslíf-
inu og hins vegar skattinnheimta,
sem því nemur. En hætt er við,
að vísitölubundið launakerfi þoli
ekki almennar skattahækkanir
án kauphækkana, þ.e. verðbólgu.
Erlend lán gætu hlutafélög al-
mennings tekið á sama hátt og
rikisvaldið.
Fengju aftur á móti sparendur
að ráða, myndu þeir láta sparifé
sitt í misjafnlaga mikla hættu
vegna arðvonar, en örugglega án
þess að höfuðstóllinn þyrfti að
skerðast. Fljótlega myndi þetta
virka á spariinnlánin í bönkun-
um, þ.e. rýra sparifjáraukning-
una. En menn gæta þess, að spari
féð er ekki til annars en að nota
annars staðar til fjármunamynd-
unar. En meira virði er það, að
brátt myndi draga úr þeirri óeðli
lega miklu neyzlu, sem hér á sér
stað. Það myndi bitna fyrst og
fremst á munaðarvarningi og
„ópródúktivri“ fjármunamynd-
un. Með öðrum orðum, það vrði
farið að leggja fyrir i arðberandi
eignum, að svo mi'klu leyti sem
hver einstaklingur metur sparnað
og neyzlu. Bráðlega væri hægt að
koma fram raunverulegum kaup-
hækkunum og öðrum kjarabót-
um. Alþingi hefði í millitíðinni
tima til þess að helga sig öðr-
um vandamálum svo sem ail-
mannatryggingum og sjúkrasam-
lögum, þar sém þingmenn yrðu
losaðir undan „ábyrgðinni" af at-
vinnurekstri „vegna almennings-
heilla."