Morgunblaðið - 07.04.1965, Side 16

Morgunblaðið - 07.04.1965, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 7. apríl 1965 Krist£án Pálsson, bygg- ingameistari KRISTJÁN Pálsson húsasmíða- meistari, íæddur 4. des. 1928, dá- inn 4. marz 1965. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Mig setti hljóða er mér barst sú harmafregn, að minn ástkæri bróðir væri dáinn. Hve erfitt er ekki að sætta sig við það þagar ungt fólk i blóma lífisins er svo skyndílega kvatt burt úr þess- um heimí, burt frá ungri konu og 6 indælum börnum, sem öll elskuðu hann og dáðu, því vart er hægt að hugsa sér betri eigin- mann og föður, en hann var sín- um. í>au hafa mikið misst. Harm ur þeirra er sár. Guð styrki þau ©1] á þessum erfiðu tímamótum ævi þeirra. Það er erfitt að gera — mínníng sér það ijóst að hann sé horfinn fyrir fullt og allt. Hann veiktist fyrir tæpu ári og sá sjúkdómur leiddi hann til bana. I lengstu lö,g vonaði mað- ur að kraftaverkið gerðist og að hann fengi fullan bata, en sú von brást. Elsku Kiddi minn. Sökn- uður fyllir huga minn. Guð einn veit hve sárt er að sjá þér á bak, en þótt þú sért horfinn sjónum okkar þá eigum við hugljúfar og sólskinsbjartar minningar um góðan og göfugan dreng. Þú sem alltaf varst svo blíður Oig góður, vildir öllum gott gera, varst boð- inn og búinn að hjálpa og gleðja aðra. Sérstaklega þakka ég þér hve þú varst alltaf góður og ást- úðlegur við mömmu, góði bróðir. Þakka þér allar samverustundirn ar, sem við áttum saman. Eg kveð þig með sárum söknuði. Konu þinni og börnum, sem svo sár harmur er kveðinn, votta ég mína dýpstu samúð og innileg- ustu hluttekningu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. A.P. Eóra Egilson - Kveðja HINZTA kveðja til Mariu Dóru TSgilson frá vinkonum hennar á Akureyri Jórunni Guðmundsdótt- ur og Helgu Jónsdóttur. Ein helfregn snertir hjarta manns sem húmköld nótt, þá verður allt svo eyðilegt og undra hljótt. Þú víst ert horfin, vina okkar, viðmótsblíð, sem hug og trúnað okkar áttir alla tíð. En minnimgin hún á sér alltaf annan brag, líkt og sól um sælurikan surnardag, hún veitir birtu og unaðsyl sem aldrei dvin, svo mild er hún og munarfögur, minning þín. Víð njótum göfgra, góðra vina í gleði og þraut, og óskum þeirra liðs sem lengst á lífsins braut, en fyrr en varir komið er að kveðjustund, -----við kveðjum þig með MORGUNBLADIO VEVEDA smyrnateppi Listafalleg og au.ðvelt að búa tiL NEVEDA SMYKNA koma með áprentuðum og lit- uðum stramma, 3 — 4 kg. NEVEDA alullar, möl- vörðu garni og öðru sem til þarf. NEVEDA SMYRNATEPPIN fást í stærðunum 80 x 140 og 100 x 150 cm. og kosta kr. 2440.— til 2985,— NEVEDA SMYRNATEPPIN eru hrein listaverk og -veita varanlegt yndi þeim sem þau eignast. Takmarkaðar birgðir. H O F Laugavegi 4. Bjarni Kristjánsson IHinningarorð HINN 12 .febr. sl. andaðist í Landsspitalanum Bjarni Krist- jánsson, bóndi i Syðra-Langholti Hrunamannahreppi. Mig langar að minnast þessa mæta manns og nágranna mins með nokkrum orðum, en Bjarni hefði orðið 57 ára í dag. Harm fæddist 7. apríl 1908 í Bolafæti hér í sveit, sonur hjón- anna Kristjáns Magnússonar frá Syðra-Langholti og Gróu Jóns- dóttur frá Sandlækjarkoti. Þau fluttu síðar að Syðra-Langholti og bjuggu þar síðan allan sinn bú skap. Þau eignuðust sex börn, fimm dætur og einn son, Bjarna. Einnig ólu þau upp dótturson sinn, Þórð Þórðarson og systur- son Gróu, Sigurjón Kristbjörns- son. Bjarni vandist snemma öllum algengum sveitastörfum, enda hneigður til búskapar og búsýslu. Þann 17. júlí 1936 kvæntist Bjarni Laufeyju Sigurðardóttur frá Syðra-Langholti, ættaðri úr Mýrarsýslu. Þessi unigu og glæsilegu hjón i'eistu sér hús í Syðra-Langholti og hófu búskap í tengslum við foreldra Bjarna. Þau eignuðust fjögur börn, Hrefnu, Gróu Kristínu, Braga og Kristjönu Sig- rúnu, sem öll eru á lífi og hin mannvænlegustu, eins og þau eiga kyn til. Bjarni missti konu sína 25. ágúst 1950 eftir 14 ára hamingju- . ríka sambúð. Hún var þá 37 ára cg yngsta barnið á öðru ári, en . það elzta 12 ára. Þetta var mikið | áfall fyrir Bjarna, en hann flík- I aði ógjarna tilfinningum sinum og bar harm sinn í hljóði. Mar- grét, systir hans flutti þá á heim- : ilið og annaðist það ásamt Gróu, móður þeirra, þangað til dæturn- ar gátu annazt um heimilisstörf- j in. Yngsta barnið ólu þau upp Jóhanna, systir Bjarna og maður rennar, Sigurjón Guðjónsson, bif- reiðarstjóri. Bjarni var maður hlédrægur og ljúfmenni hið mesta, en þó glaður og reifur í góðra vina hólpi. Mér er minnisstætt frá upp vaxtarárum mínum, að við krakk arnir á bæjunum í Langhólti sótt umst efti.r samvistum við Bjaí'na. Margar ferðir fórum við með hon um til húsa í gegningar og báðum hann að segja okkur sögur á leið inni. Síðar kynntist ég enn betur mannkostum hans í margvísleg- um samskiptum við þennan góða granna. Síðustu tíu árin bjó Bjarni í náinni samvinnu við Þórð, systur son sinn, sem reisti sér nýbýli í Syðra-Langholti. Var kært með þeim frændum og samvinna hin bezta. Kristján, faðir Bjarna, lézt ár- ið 1947, en Gróa, móðir hans, lifir enn háöldruð og á nú á bak að sjá einkasyni sínum, en mikið ástriki var með þeim mæðginum og var hann henni hinn bezti son ur. Fyrir um það bil ári síðan kenndi Bjarni sér þess meins, sem síðar dró hann til dauða. Hann var jarðsettur við hlið konu sinn- ar að Hrepphólum hinn 20. febr. að viðstöddu fjölmenni. Blessuð veri minning hans. Jóhannes Sigmundsson. Bjjarni Péfursson frá Hesteyri — Minning Fæddur 28. 4. 1905. Dáinn 24. 2. 1965. TEKINN í fóstur af þeim mætu hjónum Margréti Guðmundsdótt- ur og Vagni Benediktssyni bónda á Hesteyri Eina dóttur áttu þau Vagn er Soffía heitir, voru þá komin óskabörnin, bæði voru þau alin upp við að elska Guð og biðja, svo sem þá var siður í þessu litla byggðarlagi. Soffía — IMý bók Framhald af bls. 15. (Sigurður frá Arnarholti), Eg bið að heilsa (Jónas Hallgrímsson), Kveldríður (Grímur Thomsen), íslenzk tunga (Matthias Joch- umsson), Örninn (Þorsteinn Gíslason), Lofsöngur (Davíð Stefánsson), Japanskt Ijóð (Tóm as Guðmundsson) og svo Ein- kunnarorð (Þorst. Erlingsson) og vísuna Yfir kaldan eyðisand eft- ir Kristján Jónsson. Hinn lærði söngfræðingur, dr. Hallgrímur Helgason hefur ritað ágætan for- mála (á þýzku) og geri ég ráð fyrir að honum hafi fundizt þýð- ingarnar falla vel að söng, hefði varla ritað formálann að öðrum kosti. Enda beinlínis þakkar hann dr. Alexander í nafni ís- lenzkra tónskálda fyrir þýðing- arnar. Á bls. 87 í 3. erindi er tvítekin ein lína. Næst fyrsta lína ei’ind- isins á að vera „und Studien ging langsam und nicht gern.“ í efn- isyfirliti er kvæði Gríms Thom- sen Kveldríður talið eftir annan höfund, en á bls. 26—29 kemur það, að vísu, fram hver er höf- undurinn, auk þess að flestir vita hver er höfundur kvæðisins. Þorsteínn Jónsson. giftist Guðmundi J. Guðmunds- syni, þá bónda á Hesteyri, nú fluttur til Reykjavíkur. Við vor- um þrír er ólumst upp samtímis, allir tökubörn. Sá þriðji var HögnL fóstursonur læknisins. Héldum við mest saman að leikj- um af Hesteyrarbörnunurru Stundum gátu það orðið all harð- ir leikir, en ávallt drengilegir og þakka ég þér fyrir þinn hlut þess liðna tíma hann mun ei aftur upp renna hér, en minningin er ó- gleymanleg. Þú varst þann veg gerður að þú vildir vera sjáif- bjarga, bjóst til þinn eiginn at- vinnuveg og varst sjálfum þér nógur, lifðir lerngst af á Hesteyri, aflaðir þér héya og fluttir það til ísafjarðar, seldir það þar. Oft voru þessir flutningar mjög erf- iðir á smábát langan veg að fara og með háfermi. Oft breyttist veð ur á þessarí leið, en þú ávallt einn, en Guð var í verki með þér og hverju var þá að kvíða, enda varð það svo að lending varð samkvæmt ósk, þótt stundum væri hætt komið, trúin var þinn styrkur og sannarlega flutti hún fjöll hvað þig snerti, ávalit einn á ferð, en alltaf á áfangastað. Þessi trú var þitt veganesti frá fósturforeldrum þínum Oig hún entist þér betur en gull, trú þín var falslaus og hrein. Guð blessi þig og minningu þína. Leikbróðir. ATHUGIÐ að borrð saman -jið útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu en öðrum blöðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.