Morgunblaðið - 07.04.1965, Page 21

Morgunblaðið - 07.04.1965, Page 21
Miðvikudagur 7. apríl 1965 MORGUNBLAÐID 21 Steypudælan er hún var reynd í gær við byggingu Landakotsspitala. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Steypudæla, rLýjung 1 byggingaihnabinum FYRIR skömmu var fluttinn hingað til lands fyrsta steypu- dælan en hún er algjör nýjung í Ibyggingariðnaðinum, og aðeins um tvö ár síðan að framleiðsla á Ihenni hófst í Bandaríkjunum. Þetta er einnig fyrsta steypudæl- an í Evrópu. Það hefur lengi verið áðkall- andi fyrir byggingariðnaðinn að fram kæmi tæki er hefði í för með sér lækkun á kostnaðarhlið- inni við byggingar og hefði einn- ig í för míe'ð sér vinnuhagræð- ingu. Margar tilraunir hafa verið gerðar í þessa átt og má segja að með tilkomu steypudælunnar sé þetta vahdamál leyst. Helztu kostir þessarar steypudælu eru, að henni fylgir mannafla- og tímasparnaður, þar sem hún get- ut dælt aillt að 20 rúmmetrum á klukkutíma. Þá á það að vera útilokað að nokkur efni fari til og er nú verið að reyna hana við byggingu Landakotsspítalans. spillis, þar sem slanga dælunnar skilar steypunni alveg niður að næsta lagi í steypumótunum og fallhæð steypunnar því lítill. Einnig á dælan sjálf að geta stað ið í allt að 100 metra fjarlægð frá vinnustaðnum, sem þýðir mjög mikinn hægðarauka og sparnað við hvers konar undirbúning á vinnustað, er reynst hefur hér mjög kostnaðarsamur. Fyrirtæki það sem keypti þessa dælu hingað til lands nefn- ist Steypudælan s.f. og að því standa byggingarmeistararnir Þórður Kristjánsson, Þórður Þórð arson, og Benedikt Magnússon frá Vallá. Nutu þeir aðstoðar Jóhannesar Bjarnasonar venk- fræðings en hann hefur fylgzt með tilraunum með steypudœl- una frá því að hún kom fram. Steypudælan verður í þjónustu Steypufélags Benedikts frá Vallá^ Jazzkvöld að Hótel Sögu í KVÖLD kl. 9 efnir Ameri- can Field Service til jazz- kvölds í Súlnasal Hótel Sögu Koma þar fram hljómsveitir Gunnars Ormslev og Arnar Ármannssonar, en auk þeirra þrettán manna hljómsveit frá Keflavíkurflugvelli. Er þetta fyrsta jazzkvöldi'ð, sem félagið efnir til, en ráða- menn félagsins vænta þess, að framhald verði á, ef vel tekst til að þessu sinni. Flutt verða ýmis afbrigði jazztónlistar, m.a. dixieland, en í lokin verð ur „jambession". Kynnir verð ur Ólafur Stephensen, en hann er jazzunnendum að gó'ðu kunnur fyrir jazzþætti sína í útvarpinu. ísl. stúlko í Ckile-jarðskjólítiun HÉR í blaðinu hefur verið sagt frá hinum gífurlegu jarðskjálft- um, sem urðu í Chile, þegar hús hrundu og jafnvel nokkrir tind- er í Andesfjöllum. íslenzk stúlka, Agla Sveinbjörnsdóttir, býr í Chile hjá móðursystur sinni, Maríu og manni hennar Robert Knut. Móðir Öglu, Rannveig Helgadóttir Óðinsgötu 2, hefur inú fengið frá henni bréf, þar sem hún segir frá jarðskjálftunum. Fjölskyldan var í húsi sínu í San Diago, en ekki i sumarhúsi- BÍnu nálægt Val Pariso, þar sem mestu skemmdirnar urðu. í San Diago hrundi þó fjöldi húsa og brotnaði víða allt lauslegt, þó húsin sjálf stæðu, að sögn Öglu. Hús frænku hennar stóð þó og skemmdist ekkert. Fjölskyldan var öll heima, ætl- aði að fara að setjast að matar- borði, þegar jarðskjálftinn varð. Kvaðst Agla aldrei hafa upplifað annað eins, hávaðinn og lætin urðu svo mikil. Allt skalf og hentist til. Robert Knut, sem hef- ur verið þarna nærri alla æfi, hafði einnig sagt að þó jarð- skjálftar væru tíðir, þá hefði hann aldrei verið í öðrum eins. Agla í chilönskum búningi. Hallormsstaðtir sem ferða- mannaland FERÐAFÉLAG íslands efnir á fimmtudagskvöld til kvöldvö'ku í Sigtúni. Þar mun Hákon Bjarna- son, skógræktarstjóri tala um Hallormsstað oig nágrenni sem ferðamannaland og sýna myndir þaðan. Að fyrirlestrinum loknum verður myndagetraun og síðan dansað til kl. 24. Húsið verður opnað kl. 20. — V.-Berlin Framhald af bls. 1 Berlínar. Meðan opið var gekk öll afgreiðsla mjög erfiðlega, og virtust austur-þýzku eftirlits- mennirnir gera allt til að tefja umferðina. Hefur þetta leitt til þess að einstaka ferðamenn hafa tafizt um allt að 50 klukku- stundir á leiðinni. Rauði kross- inn í Berlín hefur beðið Rauða kross Vestur-Þýzkalands að gera ráðstafanir til að sjá ferðamönn- um fyrir mat og drykk ef þeir eru stöðvaðir langt frá manna- byggðum. Vestur-þýzka stjórnin hefur sent stjórn Austur-Þýzkalands orðsendingu varðandi umferðar- stöðvanirnar. Segir þar að þess- ar truflanir á umferðinni geti leitt til þess að Vestur-Þjóðverj- ar dragi úr viðskiptum sínum við Austur-Þjóðverja. Fól Bonn- stjórnin verzlunarfulltrúa sínum í Berlín, Alfred Pollack, að koma orðsendingunni til Helmut Böhrendt, aðstoðarverzlunarmála ráðherra Austur-Þýzkalands. — Benti Pollack ráðherranum á að viðskiptasamningur ríkjanna væri háður því skilyrði, að um- ferð til Berlínar væri frjáls. Tíu prósent alls innflutnings Austur- Þjóðverja kemur frá Vestur- Þýzkalandi, þar af megnið af öll- um stálinnflutningnum. í Vestur-Berlín voru áhrif um- ferðarstöðvanana að koma í ljós í dag. Talsmaður ávaxta- og grænmetisinnflytjenda í borg- inni sagði að þegar væri vöntun á nýmeti farin að gera vart við sig, en ávextir og grænmeti er flutt með 30—40 vörubifreiðum frá Vestur-Þýzkalandi daglega. í dag komu aðeins þrjár vöru- bifreiðir með grænmeti til borg- arinnar, og voru þær bifreiðir frá Hollandi. Sögðu ökumennirn- ir að félagar þeirra frá Vestur- Þýzkalandi hefðu verið stöðvað- ir við Helmstedt, við vestur- þýzku landamærin, en þar biðu um hádegið í dag um 300 vöru- bitreiðir og 800 farþegabifreiðir. Þegar vegunum var lokað í gær var ákveðið að vestur-þýzku þingmennirnir, sem ætluðu til Vestur-Berlinar, skyldu fara þangað flugleiðis. Komu þeir þangað í dag, og hófust nefnda- s • • Oryggi eflt á sundstöium borgarinnar Margvislegar ráðstafanlr hafa verið gerðar til þess að auka öryggi þeirra, sem sækja sundstaði Reykjavíkur. Þess- ar ráðstafanir eru gerðar að tilhlutan íþróttaráðs borgar- innar, sem hefur eftirlit með sundstöðunum. Gísli Halldórs son, borgarfulltrúi, skýrði frá þessu á borgarstjórnarfundi í s.l. viku, þegar fjallað var um tillögu frá Alfreð Gíslasyni um þessi mál. Með tilvísun til þeirra atriða, sem Gísli rakti á fundinum, var tillögu Al- freðs visað frá. Gísli skýrði frá því að all- ar sundigrímur, sem setja má fyrir munn og nef, hafi veri'ð bannaðar, en þær hafi þótt varasamar. Þá væri nýlokið námskeiði í lífgun með biást- ursaðferð fyrir starfsfólk sund hallarinnar, en námskeið fyr- ir starfsfólk sundlauganna og Sundlaugar Vesturbæjar verði í byrjun þessa mánaðar. Slysa varnaféiagið sér um kennsl- una, en slík námskeið eru hald in öðru hverju. Þá væri nú í athugun kaup á sérstökum öryggistækjum fyrir sundstað ina. í þessu sambandi skýrði Gísli frá því, að 1963 hefðu rúmlega hálf milljón gesta sótt sundstaðina á borg- inni og svaraði það til þess, að hver borgarbúi færi sjö sinnum í sund á ári. Af þess- um sundgestum væri rúmlega tvö hundruð þusund undir fjórtán ára aldri. Á öllum þremur sundstöðum borgar- innar væru tveir laugarverð- ir, sem skiftust á um eftirliti'ð, auk sundkennara og forstöðu manna sundstaðanna sem einn ig væru laugarverðir. Síðan sagði Gísli: „Frá árinu 1960 hafa engin dauðsföll orðið í Sundhöll Reykjavíkur eða Sundlaugum Reykjavíkur en tvö í Sund- laug Vesturbæjar. Krufning leiddi í ljós að dánarorsök var í hvorugu tilfellinu drukknun heldur hjartabilun. Laugarverðir sundstaðanna hafa hinsvegar mörgum sinn um bjargað fólki sem fatast hefur sundið. Ragnar Steingrímsson, sem lengst hefur verið laugarvörð- ur af þeim, sem nú starfa við sundstaðina hefur. a.m.k. 8 sinnum lífgað fólk, sem misst hefur meðvitund. Hefur í flestum tilfellum verið um vel syftt fólk að ræða, en sem hefur við köfun misst meðvitund og sokkið. Stundum hefur laugarvörð- ur kafað eftir fólki, í öðrum tilfellum hafa baðgest- ir orðið fljótari að ná til hins nauðstadda manns. Er það heldur ekki óe’ðlilegt þegar margir gestir eru í lauginni. Tveir laugarverðir eru í hverri laug. Skiptast þeir á um að gæta laugarinnar. Þrátt fyrir þetta er ómögulegt að tryggja að ekki geti slys hent“ fundir strax eftir komu þeirra. Hefst þingfundur síðdegis á morgun eins og fyrirhugað hafði verið. Nokkrar austur-þýzkar orustu- þotur flugu alls 21 sinni yfir V- Berlín, og ein sovézk sprengju- þota fór sem fyrr segir mjög lágt yfir Tempelhof-flugvöllinn. Er þetta algjört brot á loftferða- samningum, og stofnuðu vélarn- ar mörgúm mannslífum í hættu. Orustuþoturnar flugu hraðar en hljóðið, en við það urðu miklar sprengingar í lofti og brotnúðu margar gluggarúður víðs vegar í borðinni. — Brezka stjórnin Framh. af bls. 1. Brezkir ferðamenn, sem fara vilja til útilanda, geta enn fengi'ð erlendan gjaldeyri fyrir sem svarar 2Ö0 pundum. „En þeir, sem fara fram á meira, verða að færa Englandsbanka sannanir fyrir að þar sé raunverulega um ferðakostnað að ræða“, sagði ráð- herrann. Árlegur herkostnaður Breta erlendis hefur farið stö’ðugt vax- andi að undanförnu. Var kostn- aðurinn 155 milljónir punda árið 1959, en 300 milljónir síðasta ár. Sagði Callaghan að finna yrði leiðir til að draga úr þessum kostnaði. Meðal annars sagði hann að hætt hafi verið við smíði á sprengjuflugvélum af gerðinni TSR 2, sem miklum deilum hafa valdið í Bretlandi. — Krúsjeff Framhald af bls. 1 ingunni eftir nærri klukkustund- ar viðdvöl. Lars Bringert, frétta- ritari Politiken, segir að Krúsjeff hafi litið vel út og verið sól- brenndur. Virtist hann hafa grennst nokkuð frá því sem var. Mennirnir verða að læra að lifa saman í sátt og samlyndi,“ sagði Krúsjeff. „Það verður að heyria fortíðinni til að reyna að leysa ágreiningsmálin með vopna valdi. Aninars mun óhamingjan dynja yfir okkur. Þetta hefst allt af með smáárekstrum, eins og í Vietnam, og endar með tortím- ingu. Þessvegna óska ég heimin- um friðar.“ Fréttaritararnir segja að Krús- jeff hafi verið alvarlegur í bragði, en með bros á vör og glampa í augum eins og áður fyrr þegar hann tók á móti frétta mönnum í Kreml. Fregnin um dvöl hans á sýningunni barst óð- fluga út, og hópur forvitinna sýn ingargesta safnaðist kringum hann. — „Ég er kommúnisti," sagði Krúsjeff. „Ég trúi á kommúnism- ann og endanlegan sigur hans. En þið eruð efnishyggjumenn og auðvitað trúið þið á auðvalds- stefnuna. En samt verðum við að búa saman í friði." Auðséð var að hann ætlaði að halda áfram að tala, en þá greip frú Nina Petrovna í handlegg hans og sagði: „Við verðum að fara“. „Já, við verðum að fara“. sagði Krúsjeff, kvaddi fréttaritarana með handabandi og óskaði þeim góðs gengis. Fyrir framan sýn- ingarstaðinn beið þeirra einka- bifreið, og elti mannfjöldinn þaú hjón að bílnum. Fréttaritari Politiken segir að Krúsjeff hafi í viðræðunum gefið stuttorðar yfirlýsingar, sem sýndu að hann hefði enn trú á leiðtogahæfileikum sínum. En ýmsum spurningum sé enn ósvar- að, því hanin minntist ekki einu orði á það hve nauðugur hann yfirgatf stjórnvölinn í Sovétríkj- unum, hvernig stjórnarskiptin bar að, hvert álit hann hefði á eftirmönnum sínum, né hvernig hann hefði það nú. Á listsýningunni hafði Krúsjeff skoðað málverk eftir rússneska listamenn, sem máluð eru í þeirri raunsæisstefnu, er hann kann bezt að meta. Það eru myndir af brosandi bændum á kornökrun- um, sovézkum hermönnum í bardagahug, veifandi geimferða- mönnum o. s. frv. Þetta er sú lista stefna, sem Krúsjeff barðist fyrir er hann reyndi að útiloka nú- tímalist í Sovétríkjunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.