Morgunblaðið - 08.04.1965, Síða 1

Morgunblaðið - 08.04.1965, Síða 1
S2. árgangur. 28 síður Vesturveldin mót- mæla harilega — framferði Rússa í Berlín % ■ slSÍllil Moskva og Washington 7. apríl. — NTB — AP. BANDARÍKIN, Bretland og Frakkland seridu Sovétstjórninni i dag mótmælaorðsendingu vegna aðgerða hennar í Berlín, en Vesturveldin telja samninginn »jm réttindi tii samgangna við Berlín freklega brotinn. í orð- eenidingu var þess krafizt að Sovétríkin láti þeg.ar af umferð- arhindrunum við Berlin og jafn- Jramt var á það áherzla lögð að Vesturveldin telji Sovétríkin á- fcvrg fyrir öryggi á flugleiðunum til Berlínar. Þá hafa Bandaríkin ■nótmælt mjög harðlega fr.am- ferði sovézkra orrustuþota yfir Berlín í dag. Á sérstökum blaðamannafundi í utanríkisráðuneytinu í Was- hington í dag sagði talsmaður ráðuneytisins, Marshall Wright að tilgangur Sovétstjórnarinnar væri augljóslega sá einn að auka spennuna í alþjóðamálum með athæfi sínu í Berlín. Orðsending Vesturveldanna, sem fyrr getur, er svar við orð- sendingu Sovétstjórnarinnar frá 23. marz sl., en í henni mótmælti Sovétstjórnin því að Sambands- þing V-I>ýzkalands kæmi saman til þingfundar í Berlín Vestur- veldin segja að umferðartálmanir á vegum til V-Berlínar séu aug- ljóst brot á fjórveldasamningn- um um Berlín, og enn á ný hafi a-þýzk yfirvöld heft ferðafrelsi manna í Berlín. Viet Cong hyggjast taka gisl af lífi — verði einn tilræðismannanna, sem stóðu fyrir sendiráðs- sprengingunni, dæmdur til dauða Tókíó, Saigon, 7. apríl. AP - NTB. VIET CONG kommúnistar til- kynntu í dag að þeir myndu taka af lífi háttsettan bandarískan embættismann, ef yfirvöldin í Saigon létu taka af lífi Nguyen Van Thai, smiðinn sem handtek- inn var sl. sunnudag eftir hina miklu sprengingu við bandaríska pendiráðið í Saigon, en í henni fórst fjöldi manns. Útvarpið í Hanoi, höfuðborg N-Viet N.am, *kýrði frá þessari ákvörðun Viet Cong í dag. — Embættismaður sá, sem um ræðir, heitir Gustav Hertz, frá Leesburg, Virginia, en bann hvarf 2. febrúar sl., er hann var á ferð á mótorhjóli skammt frá Saigon. Segjast Viet Cong kommúnistar hafa Hertz í haldi. í Washington hefur ekkert verið látið uppi um hvaða ráðstafanir verði gerðar, ef Viet Cong komm únistar taka Hertz af lifi. Van Thai hefur ekki verið dæmdur, en mun svara til saka fyrir her- rétti. Flugvélar frá bandaríska flug- þiljuskipinu Coral Sea gerðu í dag miklar árásir á aðalþjóðveg- jnn í N-Viet Nam, en vegur þessi liggur að landamærum S-Viet Nam og fer mestallur flutningur hergagna og vista til Viet Cong ekæruliða í S-Viet Nam fram um veg þennan. Árásirnar í dag etóðu látlaust í sjö og hálfa klukkustutnd, og var um 20 smá- ilestum af eldflaugum og napalm- Enginfi sáttafundiir ENGI.NfN sáttafundux hafði verið boðaður í deilu Lc»ftleiða og flug- etjóranna á Rolis Hoce 400 vél- nnum, er Morgurjbiaðiö fór i pientun í nótl sprengjum beitt að sögn flug- mannanna. Hér var um að ræða svonefnt vopnað könnunarflug, en þ^ð þýðir að flugmennirnir velja skotmörk sín sjálfir, og bendir þetta til þess að Banda- ríkjamenn leggi nú áherzlu á að skapa ringulreið á flutningaleið Viet Cong frá Norður-Viet Nam. Framhald á bls. 27 v ■/» T’t > ; y BERLÍN, 7. apríl. (AP): — Sovézk þota steypir sér í lágflugi yfir turn Reichstag-þyggingar- innar, hins gamla þinghúss Þjóðverja, sem nazistar kveiktu í á sínum tíma. Kongresshalle, byggingin sem hýsti fund Sambandsþings Vestur-Þýzkalands í gær, er aðeins kippkorn frá Reichstag-byggingunni. Á myndinni má glöggt sjá hversu lágt orrustuþotur Rauða hersins fóru í lof tfimleikum sínum yfir Berlín í dag. Sovézkar þotur hleypa af fallbyssum yfir V-Berlín — Flfúga fneó nraóa hljóðsins í lítilli hæð um borgina þvera og endilanga, og steypa sér yfir þinghúsiÓ — Berlínarbúar felmtri slégnir Berlín, 7. apríl — AP-NTB. ^ Vestur-þýzka sambands- þingið kom saman til fundar í V-Berlín á tilsettum tíma í dag. Aðeins minniháttar mál voru á dagskrá fundarins, sem var hinn fyrsti, sem þingið hefur haldið í V-Berlín í sjö ár. | Skömmn eftir að fundur hófst í K®ngresshalle-bygg- ingunni, tóku suvézkar her- þotur að fljúga lágt yfir þök- um húsa í V-Berlín, og m.a. yfir Kongresshalle. þar sem þingfundur stóð. Ennfremur var skotið upp „rakettum“ af kommúnistum í A-Berlín, og dreifðu þær áróðursmiðum yfir borgina. | Mikill fjöldi af rúðum brotnaði í húsum V-Berlínar í dag er sovézku þoturnar fóru í gegnum hljóðmúrinn í lítilli hæð. Heiðríkja var og fylgdist allur alinenningur með þessum tiltektum Rússa. Var margt fólk mjög felmtri slegið. | Þá segir v-þýzka lögregl- an, að er þoturnar flugu yfir Kongresshalle í eitt skiptið hafi þær skotið af fallbyssum sínum, og er það í fyrsta sinn, sem slíkt hefur hent. Ekki er vitað hvort skotið var skörp- um skotum éða aðeins priður- skotum, en mikinn ugg setti að mönnum við þetta. I þeim svifum, að Ludwig Er- hard, forsætisráðherra, gekk inn í bygginguna til að sitja þing- fundinn, steypti ein MIG-þota, skreytt stórri rauðri stjörnu, sér niður yfir bygginguna, og rét-ti flugmaðurinn ekki úr dýfunni fyrr en í 60 metra hæð. 20 mín- útum síðar flugu fjórar MIG- þotur flughers Hússa yfir bygg- inguna í um 90 metra hæð. Dreifimiðar úr rakettum Um 1000 manns höfðu safnazt saman fyrir utan Kongresshalle til þess að fagna Erhard kanzl- ara. Brá ílestum illilega í brún er fjórar rakettur sprungu með Fiamh. á bls. 27.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.