Morgunblaðið - 08.04.1965, Page 3

Morgunblaðið - 08.04.1965, Page 3
Fimmtudagur 7. aprf! 1965 MORCUNBLAÐIÐ 3 SIGURÐUR Benediktsson heldur listmunauppboð 1 Súinasal Hótel Sögu í dag og hefst það kl. 5 e.h. Á þessu uppboði verða boðin upp um 60 málverk og vatnslitamynd ir eftir rúmlega 30 listmálara og eru þar á meðal margir af okkar þekktustu málurum. ■— Myndirnar verða til sýnis milli kl. 10 og 4 í dag. Við höfðum í gær tal af Sigurði og spurðum hann nánar um þetta listmunauppboð. Málverkið Heyannir eftir Svein Þórarinsson er stærst allra mál verka á uppboðinu að flatarmáli, eða 173x195 cm. — En hvað er annars að þín um dómi eftirtektarverðast í sambandi við þetta uppboð? — Það er athyglisvert að á þessu uppboði eru margar myndir eftir unga málara, sem hafa aldrei áður átt myndir á uppboði hjá mér. Eru þetta málarar eins og Þórdís Tryggvadóttir, Helgi Guð- mundsson, Eggert Laxdal (yngri), Hreinn Elíasson, Haukur Dór Sturluson og Hringur Jóhannesson. Þar að auki eru myndir eftir marga okkar þekktustu málara. — Sverrir Haraldsson á hér þrjár myndir og Sveinn Þór arinsson á eina, Heyannir, sem er olíumálverk og eitt stærsta málverk að flatarmáli, sem ég hef haft á uppboði. Jón Helga son biskup á eina mynd, oliu málverkið Reykjavíkurhöfn, sem er merkt og með ártalinu 1905. Þá er ein vatnslitamynd eftir Brynjólf Þórðarson, en það er mjög fátítt að mynd ir eftir hann séu á uppboðum hjá mér. Þeir Gunnlaugur Blöndal og nafni hans Schev- ing eiga sinn hvora myndina, og einnig eru tvær' fallegar myndir eftir Kristínu Jónsdótt ur, olíumálverkið Viðey og Esja og svo Keilir, sem einn ig er olíumálverk. Þá á Mugg ur þrjár myndir á þessu upp boði og er eitt þeirra olíu- málverk, Inger skrifar heim. En auk þessara, sem hér eru að framan taldir upp, er svo myndir eftir ýmsa aðra góða listamenn, en það yrði of langt mál að telja þá alla upp hér. Hér er Sigurður Benediktsson ásamt hinu nýja málverki Kjar- vals, sem hann nefnir Fjallalæki. izt 55 myndir og það má reikna með að eitthvað eigi eftir að bætast við, svo ég gæti trúað að myndirnar yrðu svona í kringum 60. —*— Ég sé að þú ert með marg ar myndir eftir Kjarval hérna. — Já, hann á hérna 12 mynd ir og þar á meðal eru tvær al- veg nýjar, Fjallalækir og Haf ís, en auk þess myndir eins og Vor við Flosagjá og Vanga- svipur af barni. OiíumálverklS Kelllr eftir Kristínu Jónsdóttur listmálara. — Hvað eru listmunaupp- Lítið sýnishorn af öllum þeim myndum er verða a uppboðinu í dag. Um 60 málverk fara undir hamarinn aðeins málverk eru boðin upp. — Verða ekki óvenju marg ar myndir á þessu uppboði — Venjulega eru í kring- um 40 myndir á uppboðunum en núna hafa mér þegar bor- boðin orðin mörg hjá þér, Sigurður — Þetta er 112. listmunaupp boðið, sem ég held. Þetta er annað listmunauppboðið á þessu ári, en fyrsta þar sem STAK8TEII\SAR Sérstaða Siglufjarðar I ritstjórnargrein í Siglfirð- ingi, blaði Sjálfstæðismanna á Siglufirði, segir: „Mjög fáir gefa því gaum, að Siglufjörður hefur á margan hátt algjöra sérstöðu meðal íslenzkra kaupstaða. Höfuðeinkenni þess- arar sérstöðu er hið einhæfa at- vinnulíf, sem nær eingöngu hef- nr byggzt á vinnslu síldar, bræðslu, söltun og vísi að niður- lagningu. Margt hefur stuðlað að þessari raun, þróun liðinna ára- tuga í atvinnusögu þjóðarinnar, og ekki sízt tilurð Sildarverk- smiðja ríkisins og staðsetning þeirra hér, en það fyrirtæki hef- ur verið og er einn meginþáttur- inn í atvinnulífi bæjarbúa. Má því segja að sjálft ríkisvaldið hafi ekki hvað sízt stuðlað að þeirri þróun atvinnumála hér, sem nú ér staðreynd. Hitt er svo annað mál, að hvorki ríkisvald, bæjarmálafor- usta né nokkur mannlegur mátt- ur ræður göngum síldar, gæftum né aflabrögðum. En áratuga veiðibrestur sildar fyrir Norður-. Iandi er staðreynd, og afleiðing- ar þeirrar staðreyndar í bæ hins einhæfa atvinnulifs eru auðséðar og hafa sagt átakanlega til sín í atvinnuleysi, takmörkuðum tekj- um bæjarbúa og bæjarfélags, fólksflótta og minnkandi at- hafnagetu. Siðastliðið ár var þó verst allra, enda gat varla heitið að hér væri söltuð síldarbranda, og hafa hér nú skapazt þeir erfið leikar, sem bókstaflega kalla á ó- hjákvæmilega aðstoð Alþingis og ríkisstjórnar, og er raunar sið- ferðileg skylda rikisvaldsins, að bregða skjótt við og setja þær stoðir undir fjölhæfara atvinnu- líf hér, að hér geti verið bær i byggð, og tiltækur vinnukraftur á þau atvinnutæki í eigu rikis og einstaklinga, sem verið hafa helztu mjólkurkýr þjóðarbúsins, þegar síld hefur veiðzt fyrir Norðurlandi“. Ummæli Jakobs Jakobssonar f Siglfirðingi er getið um þau ummæli Jakobs Jakobssonar, að síldin muni aftur koma fyrir Norðurlandi. Þar segir: „Aðspurður um möguleika á síld fyrir Norðurlandi, sagði Jakob orðrétt: „Sildin getur komið hvenær sem er til Norðurlandsins aftur. Að minu áliti stafar sildarleysið þar ekki af því, að síldin hafi snúið bakinu við Norðurlandi fyrir fullt og allt, heldur hinu, að ástandið í sjónum hefur verið þar með þeim hætti, að sildar- göngurnar hafa ekki þrifizt þar, en það getur breytzt. Strax og þetta ástand í sjónum batnar, eru miklar likur á því, að sildargöng- ur komi til Norðurlandsins á nýjan leik“. Reynist spá fiskifræðingsins um aukið síldarmagn á miðunum á komandi sumri rétt, er augljós þörfin á sildarflutningum, ef síld veiðiflotinn á að geta afsett afla sinn með viðunandi hraða“. Byggðin þarf að haldast Auðvitað er engin ástæða til annars en ætla að síldin komi aftur fyrir Norðurlandi, og ef til vill hefur hafísinn nú einhver á- hrif á göngur síldarinnar í sum- ar. A.m.k. væri óðs manns æði að viðhalda ekki byggðinni og mannvirkjum til móttöku síldar- innar fyrir norðan. Þess vegna þarf að aðstoða þau bæjarfélög, sem í erfiðleikum eiga um þess- ar mundir. Þau eiga áreiðanlega eftir að skila þjóðarbúinu mikl- um verðmætum, þótt síðar verðL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.