Morgunblaðið - 08.04.1965, Page 12

Morgunblaðið - 08.04.1965, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. apríl 1965 Guðmundur Daníelsson skrifar ferðabréf Bdkin heldur og vinnur á Rætt við Folmer Christensen forstjóra forlagsins Fremad BNGAN þarf að undra þótt manni af minni gerð verði á stundum reikað inn í hinar stóru bókaverzlanir þessarar borgar. Hverjir skrifa allar þessar bsekur? Hverjir gefa þær út? Síðari spurningunni og nokkrum í viðbót íékk ég skilmerkilega svarað, þegar ég heimsótti Folmer Christen- sen forstjóra í bókaforlaginu Fremad, sem er einn stærsti útgefandi Danmerkur. Erind- ið var að fá hjá honum við- tal fyrir Morgunblaðið um danska bókaútgáfu, ástand og horfur í þeirri grein menn- ingarinnar. Ekki höfðum við lengi mælzt við áður en ég sannfærðist um, að þessi við- mótsihlýi, skemmtilegi maður vissi ekki aðeins allt um út- giáfu og dreifingu bóka í Dana veldi, heldur var hann og jafn fróður um sömu efni í Finn- landi, Svíþjóð og Noregi. Vi'ð- tal okkar einskorðast því alls ekki við hans eigið land, en kemur víðar við. Áður en Folmer Ohristen- sen réðist til Fremad fyrir um það bil tíu árum, hafði hann um átta ára skeið verfð rit- stjóri stærsta fagtímarits á Norðurlöndum um bókaútgáfu og bókasölu: „Det danske bog marked“. Hann hefur starfað á vegum danskrar bókaútgáfu frá því hann var unglingur, í 33 ár samfleytt * Áður en við komumst fyrir alvöru að efninu, segir Folm- er Christensen meðal annars: „Hin síðasta mikla mann- kynsstyrjöld, sem olli stór- breytingum á flestum sviðum, umturnaði ekki síður gömlum sfðum og reglum í heimi bók- anna. f hernumdu löndunum hófst sú þróun jafnvel áður en stríðinu lauk. Almenning- ur var þvingaður til að halda kyrru fyrir inni á heimilum sínum hin löngu kvöld í al- myrkvuðum borgum landsins, þar sem þýzka hernámsstjórn- in refsaði fólkinu með út- göngubanni. Þetta leiddi af sér stóraukinn bókalestur, sem hefur ha'ldizt alla tíð síðan. Svartsýnismenn, sem töldu að útvarp og sjónvarp yrðu skað valdar bókmenntanna, hafa ekki reynzt sannir spámenn. öllu heldur hafa þessi tvö nýju fjölmiðlunar- og skemmtitæki á margan hátt hlaðið undir og örvað áhug- ann fyrir bókunum. „Hver eru aðaleinkenni bók sölunnar á síðustu árum?“ er fyrsta beina spurningin, sem ég legg fyrir Folmer Ohristensen. ,;í sem stytztu máli er það einkum tvennt, sem setur svip sinn á bóksöluna upp á síð- kastið: Stórkostleg vasabóka- útgáfa, sem í upphafi lagði aðaláherzilu á skálðverk, en hefur síðar fært út kvíarnar og lagt undir sig fræðibækur af öllu mögulegu tagi: svo sem heimspeki, list, sagn- fræði, stjórnmál, tækni og hag nýt fræði margs konar. Þessi mikli fjöldi ódýrra bóka, hafa aflað bóksölunum margra nýrra viðskiptavina, ekki sízt úr hópi unga fólksins, sem ekki hefur efni á að kaupa bækur í venjulegri útgáfu. í raun og veru getur nú hver sem er eignazt gott og gilt bókasafn, saman sétt af sígild um skáldverkum, menningar sögulegum bókmenntum og ritum nútímahöfunda — fyrir aðeins nokkur hundruð krón- ur. Hitt aðaleinkennið á bók- sölunni er stærra í sni'ðum, því að hér er átt við stórar dýrar útgáfur skreyttar úr- vals myndum og litprentun, verk sem spanna yfir öll svið menningarinnar, í alþýðlegri framsetningu, sem er sniðin við hæfi flestra. Hin efnahags lega velmegun, sem hér hefur ríkt um skeið, er auðvitað grundvöllurinn undir markaðs möguleikunum fyrir útgáfur af þessu tagi, en annars má bæta því við, a'ð þrátt fyrir fburðinn og tæknilega full- komnun þessara bóka, er verð- ið á þeim furðulega lágt. Þetta er að þakka byltingarkenndri þróun í aiþjóðlegri samvinnu útgáfufyrirtækja í mörgum löndum, einnig norrænna út- gefenda inmbyrðis. Þeir prenta einfaldlega í félagi hinar dýru litprentuðu arkir og síðan er textinn settur inn á því tungu- máli, sem við á, í þann hluta upplagsins, sem selja á í við- komandi landi.“ „Er forlagið Fremad með í þessari alþjóðlegu samvinnu?" „Ég vil leyfa mér að segja, að við hérna í Danmörku vor- um meðal landnemanna á þessu sviði og að við höfum sént inn á danskan bókamark að mikið magn af fræðandi bókum um margar mismun- andi greinar. Ein hinna síð- ustu er stór dýrafræði upp á 600 síður, með meira en þús- und myndum: „Fremads store Dyrebog", sem til þessa hef- ur verið prentuð 40 þúsund eintökum, og kostar aðeins 28,75 krónur. Reyndar var það einnig forlagið Fremad, sem hleypti af stokkunum fyrstu nútíma vasabókaseríunni með skáldsögur: „Fremads Fblke- byrjáði að koma út árið 1932, og til þessa dags eru komnar út í honum 130 bækur, með samanlögðum eintakafjölda allt að 5 milljónum." „Hversu margar bækur gef- ur Fremad út á ári?“ „Árið sem leið gáfum við út 10 bækur, skáldverk, ferðabækur, sérfræðibækur og barnabækur, og mikill meiri hluti þeirra var ritað- ur af útlendum höfundum. í „Fremads folkebibliotek“ (vasabókaútgáfunni) höfum við meðal annars gefi'ð út bæk ur eftir íslendingana Gunnar Gunnarsson og Kristmánn Guðmundsson. Þriðji höfund- urinn, hálf-íslenzkur (móðir hans er íslenzk) er hinn ungi Knud Barnholdt, sem fékk sína fyrstu bók „Kontrakten" gefna út á dönsku á forlagi Odds Björnssonar á Akur- eyri." „Hvaða stór bókaforlög önn ur eru hérna í Danmörku?" „Hið stærsta þeirra er Gyld endal, sem var stofnað árið 1770. Þetta foriag gefur út 400 til 500 bækur á ári, og hefur meðal annars forustuna í út- gáfu danskra skáldrita, og í útgáfu skólabóka keppi-r Gyld endal um fyrsta sæti vi'ð Jul. Gellerups Forlag, sem næst- um eingöngu gefur sig að kennslu- og skólabókum. Bkk- ert danskt forlag hefur tekið jafn skjótum vexti sem „Poli- tikens forlag", sem eftir stríð- ið hefur komizt í fremstu röð með útgáfu á sérhæfðum fag- bókum og handbókum, sem að ytra útliti líkjast hver ann-. arri og eru ódýrar. Sama for- lag hefur einnig náð metsölu í margra binda sagnfræðiverk um, bókmenntasögu og lista- sögu.“ „Hversu mörg bókaforlög fyrir finnast í Danmörku?" „f sambandi danskra bóka- útgefenda eru 57 félagar. Sam bandið var stofnað 1837. Að- eins örfá bókaforlög standa utan sambandsins." „Getið þér sagt mér, Folm- er Ohristensen, hvað m.argar bækur eru gefnar út á ári í Danmörku?" „Jiá, um það eru færðar mjög nákvæmar skýrslur, og þaer sýna að til dæmis árið 1964 hafa komið út 3709 bæk- ur. Þar af voru 977 þýddar úr erlendum málum, flestar enskar eða amerís'kar." „Hvað er að segja um bóka útgáfuna í Svíþjó'ð, Finnlandi og Noregi?" „í þessum löndum hefur þróunin lagst í sömu farvegi og hjá okkur, í aðalatriðum. í Finnlandi hefur bókasala í seinni tíð aukizt risaskrefum, enda höfðu' Finnar ekki áður jafn ræktaðan akur á því sviði eins og til dærnis í Danmörku. En þar sem bókaforiög eru fremur fá í Finnlandi, líklega tæplega tuttugu, sem nokkuð kveður að, þá eru rnörg þeirra Folmer Christensen opnar með ræðu dönsku bókasýninguna í Listamannaskálanum í Reykjavík 1955. mjög stór. Werner Söder- ström OY í Helsingfors, sem rekur prentsmi'ðjur sínar og bókband í smábænum Borgá, er stærsta bókaforlag á Norð- urlöndum, gefur árlega út 650 bækur. Fast starfslið for- lagsins er 1100—1200 manns. Að einu leyti er talsverður munur á ásigkomulagi bóka- útgáfunnar hjá okkur og hin- um norðurlandaþjóðunum. Eintakafjöldi skáldsagna, eink um heima-höfunda, er tals- vert hærri hjá þeim en okk- ur. Það er ekki sjaldgæft að skáldsögur í venjulegri útgáfu í þeim löndum séu prentaðar í 20.000 eintökum, og oft enn fleiri. Annars er athyglisver'ðast umræðuefni okkar bókaút- gefenda um alla Skandinavíu um þessar mundir það, að yfir völdin í Svíþjóð hafa nú bann að fast útsöluverð á bókum, en sú nýskipan hefur hvergi þekkst áður, nem.a í Kanada. Þetta mun óhjákvæmilega leiða til svo róttækra skipu- lagsbreytinga í sænskri bóka útgáfu, að engin leið er í svip- inn áð gera sér ljósa grein fyrir afleiðingunum." „Seljið þér mikið af dönsk- um bókum á íslandi?" „Við höfum skínandi góða samvinnu við „Innkaupasam- band bóksala h.f.“ og er for stjóri þess, Grímur Gís'lason, góður vinur minn. Við vitum allir að íslendingar eru mestu bókalesendur heimsins, og við Danir erum mjög ánæg'ðir með að þeir skuli enn í dag sýna lifandi áhuga fyrir bókum á dönsku máli.“ „Hafið þér nokkum tíma verið á ísilandi, Folmer Christ ensen?" „Já, þrisvar sinnum. Fyrir mörgum árum tók ég þátt í rannsóknarleiðangri Lauge Kochs til Grænlands og heim sótti það sumar bæði Reykja- vík og Akureyri. Ást mín á íslandi og ekki sízt íslenzkum sbáldskap á annars rætur sín ar að rekja alla leið til barn- æsku minnar. Ég er fæddur á Suður-Jótlandi, og á næsta bæ bjó þá um tíma, þegar ég var smádrengur, ungur Islend ingur, sem gekk á lýðháskól- ann í nágrenninu, — nafn hans er Gunnar Gunnarsson. Á tímum fyrri heimsstyrjald- arinar bjó fa’ðir minn eitt ár í Reyikjavík, þar sem hann var með í að stofna fyrstu smjörlíkisverksmiðju á ís- landi. Hann gaf mér eftir heimkomuna íslenzka svipu fagurlega silfurbúna. Sjálfur hafði hann fyrst notað hana á fjórtán daga ferð sinni inn í öræfin, áður en hann hélt til Danmerkur á ný. Og nú hangir svipan uppi á vegg heima hjá mér, uppáhalds minjagripurinn minn, fágæt- ur og fagur.“ „Hvenær heimsóttuð þér ís land síðast?" „Það var árið 1955, þegar danska bókaútgefanda sam- bandfð sendi mig til Reykja- víkur til þess að skipuleggja danska bókasýningu í Lista- mannaskálanum. Það var stærsta bókasýning danskra bóka, sem sýnd hefur verið utan landamæra Danmerkur. Mér hlotnaðist sá mikli heið- ur að fylgja forsetanum, Herra Ásgeiri Ásgeirssyni, um sýn- ingarsalinn, og varð furðu- lostinn yfir hinni fjölbreyttu og djúpstæðu þekkingu hans á dönskum bókmenntum. Ég minnist ennþá með gleði og þakklæti hins ósvikna áhuga, sem fslendingar almennt sýndu dönsku bókunum, og jafnoft ver'ður mér hugsað til hinnar glöðu og óþvinguðu samvinnu við mína íslenzku starfsbræður, þá Grím Gísla- son og Oliver Stein. Ég kynnt ist einnig Pétri Ólafssyni för stjóra ísafoldar, Helga Sæ- mundssyni ritstjóra og mörg- um fleirum. Tími minn leyfði mér ekki að skoða mikið af stórbrotinni náttúru landsins, en það sem ég sá hafði varanleg og ómet- anleg áhrif á mig. Já, ég væri fús til að heimsækja enn einu sinni ýðar fagra eyland, þó það væri strax á morgun." Kaupmannah. 1. apríl 1965 Guðmuntdur Dgníelsson. J I I 1 I I I ' 1 ( ' 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.