Morgunblaðið - 08.04.1965, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 08.04.1965, Qupperneq 17
fV | HRINGVER VEFNAÐARVORUVERZLUN Jón Múli og Jónas Ámasynár. „Járnhausinn" æfður í Þjóöleikhúsinu UM þessar mundir standa yfir æfingar í Þjóðleikhúsinu á nýju leikriti eftir þá hræður Jónas og Jón Múla Árnasyni og nefnist leikur þeirra járnhausinn. Frum- sýningin á leiknum verður senni- lega um 20. þ.m. Þetta er mjög fjölmenn sýning og koma um 50 leikarar og aukaleikarar fram í sýningunni. Hljómsveitarstjóri er Magnús Ingimarsson og hefur hann útsett tónlistina og seft söngvana. Hljómsveitin verður skipuð 16 hljóðfæraleikurum. Leikstjóri er Baldvin Halldórs- son, en dansatriðin eru æfð af hinum þekkta leikstjóra Svend Áge Larsen og hefur hann einnig samið dansana. Það er óþarfi að kynna Svend Áge Larsen fyrir íslenzkum leikhúsgestum, svo vel er hann þekktur fyrir leikstjórn á ýmsum söngleikjum hjá Þjóð- leikhúsinu, My Fair Lady, Kysstu inig Kata, Káta ekkjan og fl. Þeir, sem fara með helztu hlut verkin í Jámhausnum, eru: Róbert Arnfinnsson, Rúrik Har- sldsson, Kristbjörg Kjeld, Bessi Bj arnason, Árni Tryggvason, Valur Gíslason, Helga Valtýs- dóttir Gunnar Eyjólfsson og Gísli Alfreðsson. 16 félagar úr Þjóðleikhúskórnum taka þátt í 6ýningunni Og auk þess nokkrar dansmeyjar úr Listdansskóla Þjóðleikhússins og margir fleiri koma fram í leiknum bæði í smáhlutverkum og sem aukaleik- arar. Járnh&usinn er gamanleikur með söngvum og gerist á okkar tímum á síldarplani um hábjarg- ræðistímann, þegar allt snýst um þennan duttlungafulla fisk, sem öll lífsbjörg okkar veltur á. Það virðist næstum ótþarfi að kynna þá bræður Jónas og Jón Múla Árnasyni svo vel eru þeir þekktir. Söngleikur þeirra ,,Del- eríum búbónes“ var sýndur fyrir nokkrum árum hjá Leikfélagi Reykjavíkur við met aðsókn, bæði hér í höfuðstaðnum og úti á landi. Jón hefur um árabil verið einn þekktasti útvarpsmað- ur þessa lands og hin vinsælu lög hans eru nú á allra vörum. Jónas er aftur á móti löngu þjóð- kunnur rithöfundur og hefur einnig sent frá sér afburða snjall ar þýðingar fyrir leiksvið, t. d. á leikritinu Gísl, sem var sýnt á sl. leikári í Þjóðleikhúsinu. Leikmyndir eru gerðar af Gunn- ari Bjarnasyni. (Frá Þjóðleikhúsinu). — Sildarflutningar Framhald af bis. 15 sem allra fyrst, að næg síld veið- ist samtímis á Norðurlands- og Austfjarðamiðum. — En ef svo hörmulega skyldi fara einhvern- tíma á okkar dögum, að síldin hyrfi af Austfjarðamiðum um lengri eða skemmri tíma, en veiddist þá af fullum krafti ann- arsstaðar, t. d. á Húnaflóa eða Grímseyjarsundi, þá get ég sagt greinarhöf. það, að það er lítil sálubót forráðamönnum sveitar- félaga og því síður atvinnubót þeim, sem byggja afkomu sína á vinnu handa sinna, — að horfa ár eftir ár á stórvirk atvinnu- Mannalæti og hótanir Grein sinni lýkur svo höf. Hr. I. með grímulausum hótunum og misheppnuðu spaugi. Mér kemur ekki til hugar að reyna að giztka hér á, hvað hann kann að eiga við, þegar hann ræðir um þann möguleika, að gripði verði til einhverra dular- fullra „gagnráðstafana“ til að hindra eða torvelda flutninga síldar til staða fjarri veiðisvæð- um, sem enginn veit fyrirfram hvar kunna að verða, t. d. næsta sumar. — Ekki skil ég þó í öðru en að séð yrði um, ef síldarflutn- ingar yrðu á annað borð taldir nauðsynlegir, til að reyna að koma í veg fyrir löndunarbið á síld og/eða til að nýta, að ein- hverju leyti, afkastagetu ann- ars aðgerðarlausra síldarvinnslu- stöðva — að allar slíkar „gagn- ráðstafanir“ myndu fyrst og fremst hitta þá sjálfa fyrir,-sem reýndu að beita þeim. — Trúi ég þó því ekki að óreyndu, að nokk- ur maður láti sér til hugar koma að reyna að beita slíkum dular- fullum „gagnráðstöfunum“. Ég vil svo að lokum óska þess og vona það í lengstu lög, að greinarhöf Hr. I. tali ekki í um- boði annarra Austfirðinga en sínu eigin í margumtalaðri Tíma- grein. Ég hefi fram að þessu kynnzt mörgum Austfirðingum og yfirleitt að góðu einu. A.m.k. •hefi ég yfirleitt ekki hingað til orðið var í fari þeirra þess hroka og gleiðgosalegs sjálfsbyrgings- háttar, sem í grein þessari virð- ist vera alls ráðandi. Verkamenn Vanir verkamenn óskast í byggingarvinnu í Borgarsjúkrahúsinu í Fossvogi. Byggingafélagið BRÚ h.f. Sími 16298. VerkstæðSsvinna Bifvélavirkja, járniðnaðarmenn eða menn vanir verkstæðisvinnu óskast. ÍSARN HF. Sími 20720. Atvinna Stúlka vön Overlock vélum óskast á saumastofu. Ennfremur stúlka í frágangsvinnu. Upplýsingar kl. 5—6 Lækjargötu 4. Fimmtudagur 7. aprfl 1965 MORGU N BLAÐIft tæki, t. d. síldarverksmiðjur, sem reistar hafa verið af fyrirhyggju eða .fyrirhyggjuleysi, aðgerðar- lausar, vegna hráefnisskorts, ég tala nú ekki um, ef allir síldar- flutningar væru bannaðir og bann færðir. — Þetta segi ég því frem- ur sem greinarhöf. fer um það háðulegum orðum, að ekki hafi enn tekizt að koma fótum undir atvinnurekstur á Siglufirði í stað þess, sem brugðizt hefir að meiru eða minna leyti, vegna stopulla síldveiða fyrir Norðurlandi und- anfarin 20 ár. Dreg ég þó í efa, að greinarhöf. kannske ólöstuð- um, að hann hefði sjálfur verið því viðbúnari að mæta þeim erf- ið'leikum, sem að Siglufirði hafa steðjað undanfarna 2 áratugi — en Siglfirðingar hafa sjálfir reynzt. Ég mun ekki eyða orðum að tilraunum greinarhöf. Hr. I. til að hrekja ummæli og skrif þeirra Björns Jónssonar alþm., Jóns Kjartanssonar forstj. og Sveins Benediktssonar framkv.stj. um þessi mál. Ég veit sem er, að þeir eru til þess fullkomnir menn að eiga orðastað við hann, ef þeir telja það þess virði. Opnum í dag A Ð LAUGAVEGI 68. Verzlunin ValfelB (áður Sólheimum 29). Málverkasýning MálvcrkauppM Snorri Halldórsson sýnir 33 myndir í Hótel Skjald- breið. — Ókeypis aðgangur. Næstkomandi laugardag kl. 4 e.h. verða myndirnar boðnar upp. — Notið tækifærið komið á uppboðið það er oft hægt að gera beztu kaup á uppboðum. KRISTJÁN FR. GUÐMUNDSSON málverkasali Laugavegi 30, sími 17602. Vestmannaeyja • Surtseyjarferðir ms. Hálu um páskana Fyrirhugaðar eru tvær ferðir, sem hér greinir: Fyrri ferð: Frá Reykjavík miðvikudaginn 14. apríl kl. 22.00 að Surtsey fimmtudaginn 15. apríl kl. 06.00 til Vestmeyja fimmtudaginn 15. apríl kl. 09.00 frá Vestm.eyjum föstudaginn 16. apríl kl. 21.00 að Surtsey föstudaginn 16. apríl kl. 22.00 til Reykjavíkur laugardaginn 17. apríl kl. 07.00 Síðari ferð: Frá Reykjavík laugardaginn 17. apríl kl. 22 00 að Surtsey sunnudaginn 18. apríl kl. 06.00 til Vestm.eyja sunnudaginn 18. apríl kl. 09.00 frá Vestm.eyjum mánudaginn 19. apríl kl. 21.00 að Surtsey mánudaginn 19. apríl kl. 22.00 til Reykjavíkur þriðjudaginn 20. apríl kl. 07.00 Öllum kemur saman lim að fróðlegast og tilkomumest sé að sjá Surtsey bæði í björtu og skuggsýnu, en með of- angreindri tilhögun ætti að vera fullnægt óskum um þetta. Meðan skipið liggur í Vestmannaeyjum mun farþegum er þess óska, gegn sanngjörnu aukagjaldi, gefinn kostur á hópkynnisferð um Heimaey með leiðsögu, en þar er sem kunnugt er fjölbreytilegt landslag og fagurt útsýni um eyjarnar og upp til landsins. Ferðir þessar virðast tilvaldar fyrir margt fólk til fróð- leiks, hvíldar og ánægju um páskahelginá. Fargjöld með 1 flokks fæði og þjónustugjöldum verða sem hér greinir: A kr. 1.560,00; B kr. 1.280,00; C kr. 1.120,00. Pærpont-úr Favre-Leuba-úr Nýtízkulegar gerðir. Mikið úrval. Sendi gegn póstkröfu. HELGI GUÐMUNDSSON, úrsmiður Laugavegi 65.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.