Morgunblaðið - 08.04.1965, Síða 27

Morgunblaðið - 08.04.1965, Síða 27
Fimmtudagur 7. apríl 1965 MORGUNBLAÐIÐ 27 Berlin, 7. apríl (AP) — Forseti V-Þýzkalands, Dr. Eugen Gerst- enmaier, flytur ræðu sína við setningu fundar V-l»ýzka Sam- bandsþingsins í Kongresshalle í Vestur-Berlín í dag. Sjö ár eru siðan þingið kom síðast saman í V-Berlín. — Sovézkar þotur Framh. af bls. 1. hvelli yfir þeim. Kakettunum var skotið upp í A-Berlín, og er þær sprungu, þeyttist úr þeim ara- grúi áróðursmiða, þar sem harka lega var ráðizt að v-þýzku stjórn inni. M.a. var á bleðlum þessum krafizt þess, að þing V-Þýzka- lands skipti sér ekki af V-Berlín, þar sem V-Berlín væri sjálfstæð stjórnmálaleg eining og aðskilin frá V-Þýzkalandi. Dr. Eugen Gerstenmaier, forseti sambands- þingsins, svaraði þessum ásökun- um kommúnista í setningarræðu sinni, og kvað rétt Sambands- þingsins til þinghalds í V-Berlín óumdeilanlegan. Mestan hluta dagsins voru sovézkar þotur á þönum yfir Berlín, ýmist einar eða í hópum. Var bæði MIG-19 og MIG-21 orrustuþotum beitt. Milli þess sem þoturnar geystust í lítilli hæð yfir borgina, steyptu þær sér úr mikilli hæð yfir hana, og fóru í gegnum hljóðmúrinn þann ig að' allt lék á reiðiskjálfi. Lögreglan segir, að mikill fjöldi kvartana hafi borizt frá borgurum í V-Berlín vegna tjóns sem sovézku þoturnar hafa vald- ið með aðgerðum sínum. Rúður hafa brotnað í stórum stíl, vegg- ir sprungið, múrhúðun molnað af veggjum, og ein fjölskylda greindi frá því að 40 glös, sem stóðu í skáp, hafi brotnað mélinu smærra öll með tölu. Þá fékk kona nokkur á bandaríska her- námssvæðinu taugaáfall vegna lágflugs þotanna. Á brezka her- namssvæðinu var upplýst í dag að sovézkar þotur hefðu hvað eftir annað flogið mjög lágt yfir herflugvöll Breta við Gatow síð- degi* í dag. Mótleikur í dag létu Vesturveldin til sin taka hernaðarlega séð í Berlín eftir 7 daga sleitulausa áreitni af hálfu sovézkra og a-þýzkra yfirvalda, sem lokað hafa aðal- veginum til V-Berlínar hvað eft- ir annað og síðast í morgun. Þá var veginum lokað í þrjár klukkustundir, en það mun styzta samfellda lokunin á veginum sem gerð hefur verið undanfarná daga. Fyrir hádegi í dag var níu skriðdrekum ekið um hernáms- svæði Breta og síðdegis gengu 400 brezkir hermenn fylktu liði um svæðið. Skömmu eftir að þetta gerðist var vegurinn til Berlínar opnað- ur umferð á ný, en honum hafði þá verið lokað þriðja daginn í röð. Meðal bíla þeirra, sem stöðvaðir voru á veginum í morgun voru sex bandarískir. Hernámsstjórar Vesturveld- anna í Berlín komu saman til fundar í dag og í sameigin- legri yfirlýsingu þeirra var yfir- flugi Sovétmanna harðlega mót- mælt. Mótmæli hafa verið fram borin við hernámsstjóra Sovét- ríkjanna í hvert sinn, sem flug- vélarnar hafa farið í lágflugi yfir borgina í dag og í gær. Um tvennt að velja! Willi Stoph, forsætisráðherra A-Þýzkalands, sagði í A-Berlín í dag, að binda yrði enda á hin ó- löglegu fundahöld Sambands- þingsins í V-Berlín, og varaði hann jafnframt íbúa V-Berlínar við því, að þeir yrðu að velja á milli þess og vegabréfa til A- Berlínar. Um ein milljón vega- bréfa hefur verið gefin út til V- Berlínarbúa fyrir páska og hvíta sunnu. f setningarræðu sinni í dag - íslenzk málnefnd Framh. af bts. 6 legum fyrirspurnum, sem borizt hafa. En sýnt er, að þessu verður að breyta. Efa ég ekki, að því máli verður vel tekið af stjórnar völdum að auka framlög til nefndarinnar til aðstoðarstarfa. IV. Nýyrðanefndin hefir um nokk- urra ára skeið unnið að nýyrða- hefti um hagfræði- og viðskipta- mál. Safn það, sem hún hefir valið til útgáfu, mun vera eitt- hvað á fimmta þúsund. En orð- takan ná'ði vitanlega til miklu fleiri orða, að minnsta kosti átta þúsund. Orðin, sem ætlazt er til að komi í heftinu, hafa svo til öll verið þýdd á ensku og all- mörg á dönsku einnig. Ekki er ákveðið enn, hvort dönsku þýð- ingarnar verða birtar. Gert er ráð fyrir, að heftið komi út á næsta ári. Aðalráðunautur nefnd arinnar við þetta hefti hefir ver- ið Árni Viihjálmsson prófessor. Ætla má, að heftið bæti úr brýnni þörf, því að viðskiptamál eru nú mjög til umræðu og varða miörg svið þjóðlífsins. Ég er sann færður um, að það verður blaða mönnum, stjórnmálamönnum og skjalaþýðendum til mikils gagns. Næsta nýyrðaverkefni nefndar innar verður væntanlega ferða- mannamál. Sænska málverndar- nefndin (Namnden för svensk sprákvárd) hefir látið safna orð- sagði Dr. Eugen Gerstenmaier, forseti Sambandsþingsins, að um- ferðarráðstafanir a-þýzku stjórn- arinnar væru skýlaust brot á réttindum til samgangna við Berlín. „Hér er um að ræða til- litslaus brot af yfirlögðu ráði á alþjóðasáttmálum. Sambands- þingið hugði ekki á ögranir gagnvart nokkrum aðila með fundi sínum í V-Berlín. Við elsk- um friðinn og við eigum samleið með öllum þeim, sem þjóna mái- stað friðarins. En málstað friðar- ins í Þýzkalandi og heimi öllum er ekki þjónað með því að menn gerizt sekir um beitingu órétt- laetis í stað þess að berjast gegn því. Með tilliti til bandamanna okkar hefur Sambandsþingið ekki haldið fundi í Berlín. Og í framtíðinni geta þeir reitt sig á okkur. En það breytir engu varð- andi ákvörðun okkar um að koma til V-Berlínar þar til við getum þjónað öllu Þýzkalandi aftur í höfuðborg þess“, sagði Dr. Gerstenmaier. Veitzt að farþegaflugvél Loftfimleikar sovézku þotanna yfir Berlín í dag stóðu samfellt í fjórar klukkustundir, og ekki var þar við látið sitja, heldur skutust sovézku flugmennirnir upp að farþegaflugvélum, sem voru á leið til og frá Tempelhofs- flugvelli. Ein MIG-vota flaug hættulega nærri brezkri Vis- count-flugvél aðeins tveimur mín útum áður en farþegaflugvélin lenti. Einn áhafnarmeðlima lýsti þessu svo: „Hávaðinn í hreyfli þotunnar þegar hún geystist hjá var líkastur sprengingu og flug- vélin hristist öll og skalf líkt og hún væri hrist í risakrumlum“. Áreiðanlegar heimildir í Was- hington greindu frá því í dag, að Bandaríkjamenn hafi verið þess albúnir að flytja v-þýzku þing- mennina flugleiðis til Berlinar undir vernd orrustuflugvéla ef Sovétrikin og A-Þjóðverjar hefðu lokað flugleiðunum til borgarinn ar. Sömu heimildir hermdu að hin harkalegu viðbrögð komm- únista við fundi Sambandsþings- ins í Berlín hafi komið allmjög á óvart. Fulltrúaráðsfundur FULLTRÚAR Sjálfstæðisfélag- anna í Kópavogi heldur fund föstudaginn 9. apríl kl. 8.30 i Sjálfstæðishúsi Kópavogs. Fund- arefni: Kosið á landsfund. 2) Ax- el Jónsson skýrir frá nýjum mál- um á Alþingi. — Alþingi Framhald af bls. 28 fræðaskóla samkvæmt heimild þessarar lagagreinar. 1 athugasemdum með frum- varpinu segir: í . gr. laga nr. 58/1946, um menntaskóla, segir, að mennta- skólar séu tveir, annar í Reykja- vík, en hinn á Akureyri, og að stofna skuli hinn þriðja í sveit, þegar fé sé veitt til þess í fjár- lögum. Samkvæmt þessum á- kvæðum eru nú þrír mennta- skólar starfandi, í Reykjavík, á Akureyri og að Laugarvatni, en sá skóli var stofnaður árið 1953 samkvæmt heimild í nefndum lögum. Auk þessa er svo lær- dómsdeild við Verzlunarskóla Is- lands í Reykjavík, sem starfar samkvæmt reglugerð nr. 95 frá 5. nóvember 1942. Með frumvarpi þessu er lagt til, að menntaskólum verði nú þegar fjölgað um einn í Reykja- vík og heimild veitt til að stofna heimavistarmenntaskóla á Vest- fjörðum og á Austurlandi, þegar fé er veitt til þess í fjárlögum. Þá er einnig veitt heimild til, þegar Aliþingi veitir til þess fé, að stofna fleiri menntaskóla í Reykjavík eða nágrenni. Enn- fremur er menntamálaráðuneyt- inu heimilað að koma á fót kennslu í námsefni 1. bekkjar menntaskóla við gagnfræðaskóla, þar sem nemendafjöldi og önnur skilyrði gera slíka ráðstöfun eðli- lega og framkvæmanlega. Jafn- framt er menntamálaráðuneytinu veitt heimild til að setja reglur um þetta skólahald, þ. á m. skil- yrði um lágmarkstölu nemenda. Ætlazt er til, að heimilt sé að koma framangreindum mennta- skólum á’ fót í áföngum, bæði að því er varðar kennslu og bygg- ingu þúsnæðis fyrir þá. í lok síðustu heimsstyrjaldar var nemendafjöldi menntaskól- ans í Reykjavík rúmlega 300, en nú er hann rúmlega 900. Þessi mikla nemendafjölgun hefur átt sér stað á sama tíma og byggt hefur verið heimavistarhús við menntaskólann á Akureyri, menntaskóli hefur verið stofnað- ur að Laugarvatni og lærdóms- deild við Verzlunarskóla íslands í Reykjavík. Ríkisstjórnin markaði á sínum tíma þá stefnu, að menntaskóli skyldi framvegis vera í Reykja- vík á núverandi skólastað við Lækjargötu, en að jafnframt yrði byggður annar menntaskóli í Hamrahlíð. Var síðan hafizt handa um skipulagningu svæð- isins umhverfis gamla mennta- um frá þessu sviði, og mun það safn koma okkur að miklu gagni. Þá er nú mikill áhugi á nýyrðum, sem varða stærðfræði og eðlisfræði. En um fram allt vil ég benda á, að leiðbeiningarstarf fyrir stofn- anir og almenning er og verður höfuðþáttur í starfi nefndarinn- ar, ekki aðeins um nýyrði, held- ur önnur þau svið tungunnar, sem um verður spurt. V. Sam.starfinu við norrænu mál- nefndirnar, sem um getur í regl- unum (1. gr., 4. lið), verður hald ið áfram. Orðabókarnefnd Há- skólans hafði á sínum tíma nokk urt samstarf við dönsku og sænsku nefndina, og nýyrða- nefndin hélt þessu samstarfi á- fram. Norska nefndin bauð full- trúa frá henni að sækja þing norrænu nefndanna í Ósló 1962 og halda þar fyrirlestur, og á þingi nefndanna í Stokkhólmi 1963 var íslenzkur áheyrnaar- fulltrúi. Á þingi nefndanna i Gentofte í Danmörku síðast liðið haust átti íslenzk málnefnd fyrst reglulegan fulltrúa, og svo mun einnig verða á þingi þeirra í Helsingjafossi næsta haust. Þótt frændur okkar á Norðurlöndum eigi að sumu leyti við önnur mál- leg vandamál að strfða, er þó undarlega margt sameiginlegt. Ég skal a'ðeins nefna sem dæmi samræmingu á stafsetningu er- iendra eiginaafna, t.d. stáðaheita Er það mál, sem íslenzkir blaða- menn ættu að hafa áhuga á. íslenzk málnefnd óskar góðrar samvinnu við blöð, útvarp, skóla og allan almenning í landinu, væntir þess, að þessir aðiljar styrki hana í því starfi a’ð efla íslenzka málvöndun á heilbrigð- um og öfgalausum grundvelli. Halldór Halldórsson Viskíþjófarnir gripnir ÞRÍR rúmlega tvítugir piltar hafa játað að vera valdir að inn broti í hús Carls Olsen, stór- kaupmanns, fyrir nokkrum dög- um og hafa haft á brott með sér um 70 flöskur af áfengi, aðal- lega skozku viskíi, auk mikils magns af vindlum og vindling- um. Rannsóknarlögreglan fékk grun um það, hverjir á ferðinni hefðu verið, enda munu piltarnir henni kunnir áður, og fóru lög- reglumenn í heimsókn til eins piltanna á nnánudagsmorgun. Fundu þeir þá nokkurn hluta þýfisins og játaði piltur. Ekki fannst þýfi á heimilum félaga hans, sem rannsóknarlögreglu- menn heimsóttu þegar á eftir, en þeir hafa játað hlutdeild í þjófnaðinum. skólahúsið, og er miðað við, að menntaskólanum verði í frám- tíðinni ætlað allt svæðið milii Lækjargötu, Amtmannsstígs, — Þingholtsstrætis og Bókhlöðu- stigs, að fráteknu nokkru betti vegna húsaraðar við Þingholts- stræti. Hefur nú verið byggt og tekið í notkun kennsluhúsnæði rétt hjá gamla skólahúsinu. Er þessi nýbygging raunar stærri að rúmmáli en gamla skólahúsið eða 5000 tenings'metrar, en gamla skólahúsið er 4450 teningsmetrar. Hið nýja húsnæði er fyrst og fremst ætlað til kennslu í sér- greinum, þ. e. náttúrufræðigrein- um, efnafræði, eðlisfræði og kennslu í tungumálum'ög miðað við, að þarna verði hægt að beita nýjustu tækjum og aðferðum í þessum kennslugreinum. Þá hef- ur verið hafizt handa um undir- búning að byggingu menntaskóla húss við Hamrahlíð. Hefur teikn- ing verið gerð að húsinu, og er miðað við að byggja það og taka í notkun í áföngum. Er stefnt að því, að sex kennslustofur verði öyggðar í sumar og teknar í notkun haustið 1965, Lýtur það frumvarp, sem hér er flutt. m. a. að því, að hinn nýi menntaskóli verði sérstök stofnun. # Þá hefur verið ákveðið að stækka Menntaskólann að Laug- arvatni í áföngum á fimm árum þannig, að nemendur verði 20®, en nú eru þeir um 189. Næstu byggingarframkvæmdir við Menntaskólann að Laugar- vatnj eru heimavistir þær. sem á vantar til þess, að skólinn verði 200 nemenda skóli. Síðan verði kennslurými aukið svo, að kom- izt verði hjá tvísetningu í skói- anum. Menntaskóli má ekki vera minni en 200 nemenda skóli til þess að starfsemi hans verði eðli- leg og með hagkvæmum hætti, t. d. um nýtingu kennslukrafta. Þótt byggt hafi verið fyrir skömmu heimavistarhús við Menntaskólann á Akureyri, þá þarf að horfast í augu við, að sjálft skólahúsið er gamalt timb- urhús sem krefs't endurnýjunar innan tíðar. Er nú í undirbúningi athugun á því, með hverjum -hætti haganlegast sé að bæta að- stöðu til kennslu í sérgreinum við skólann. Ástæða er til að vekja athygU á því, að heimildin til stofnunar nýrra menntaskóla er miðað við, að fé sé veitt í fjárlögum. Er þá vitanlega átt við, að nægilegt fé sé veitt til að ganga frá 1. áfanga eða þeim áföngum, sem ráðizt er í hverju sinni. Rétt þykir að hafa í frumvarp- inu heimild til þess að hefja menntaskólakennslu við gagn- fræðaskóla, þar sem nemenda- fjöldi og önnur skilyrði gera slíka ráðstöfun eðlilega og framkvæm- anlega. Þetta hefur t. d. verið reynt á ísafirði um nokkurt skeið, og raunverulega var stík kennsla upphaf Menntaskó-lans að Laugarvatni. — S-Vietnam Framh. af bls. 1. Árásirnar í dag voru gerðar á 2:10 km kafla af ríkisveginufn í N-Viet Nam. Bandarísku flugvélarnar urðu varar við minniháttar Ioftvarnar skothríð, en engar flugvélar frá N-Viet Nam sáu flugmennirmr. Bandarísku flugvélarnar sneru allar heimleiðis heilar á húfi. Af hálfu Bandaríkjamann* var í dag tilkynnt að tveir flugmenn til viðbótar hefðu týnt lífi í ár- ásunum 4. apríl, þannig að nú er opinberlega staðfest að fitnm bandarískir flugmenn hafi farizt í árásum á N-Viet Nam. í Da Nang, þar sem mikilvæg- ur herflugvöllur Bandaríkja- manna er til staðar, voru 149 menn handteknir í dag eftir um- fangsmikla húsleit, sem lögregia og herlið framkvæmdu eftir að einn meðlima Viet Cong hafði skýrt lögreglunni frá áformum um að4 sprengja gistihús eitt í loft upp. Sex hinna handtek-nu eru Viet Cong hryðjuverkamenn, að því er yfirvöld í S-Viet Ns«n. segja. Maður sá, sem upplýsmg- arnar veitti, verður tekinn af Hfi á morgun, en hann var höfuð- paurinn i sprengjutilræðinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.