Morgunblaðið - 11.04.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.04.1965, Blaðsíða 1
32 síður 52. árgangnr. 85. tbl. — T m april T V'f ■Jagui. t-fr. apríl 1965 í/ * * - Prentsmiðja Morgunblaðsins. Híommúnistar dæmdir Lissabon, 10. apríl — NTB: SEX PORTÚGALSKIR háskóla- stúdentar á aldrinum 20—23 ára hafa verið dæmdir í 12—17 mán- aða fangelsi fyrir undirróðurs- starfsemi, svo og vegna þess að Jjeir hafi verið meðlimir í komm- únistaflokknum, en sá flokkur cr bannaður í Portúgal. Réttar- höldin yfir piltunum sex fóru íram fyrir opnum dyrum. Jarðskjálfti Krít, 10. apríl — NTB: ÖFLUGUR jarðskjálfti skaut fólki á grísku eyjunni Krít skelk í bringu í nótt. Af fregnum að dæma mun manntjón ekkert hafa orðið og tjón á eignum lítið. Að undanförnu hefur oft orðið vart jarðskjálfta í Grikklandi og nær liggjandi eyjum. \ýtt heimsmet College Station, Texas, 10. apríl (NTB-AP) 1 HEIMSMETIÐ í kúluvarpi var | I bætt um 3 sentimetra af * j Bandaríkjamanninum Randy , Matson í gærkvöldi. Gerðist þetta í keppni milli háskóla í I Texas. Matson varpaði kúl- | unni í síðustu umferð 20,71 m. , Gamla metið átti Dallas Long einnig Bandaríkjamaður. Talið er að met Matsons J verði staðfest, þar sem öllum i alþjóða reiglum hafi verið i framfylgt á móti þessu. 30 námumenn íar- ast á Iwo Jima Tokíó 10. apríl — AP. TILKYNNT var af opinberri hálfu hér í dag að 30 námumenn Skothríð við höll jr Iranskeisara Teheran 10. apríl — NTB. EINN hermaður beið bana og Jwrir menn særðust er skothríð upphófst fyrir utan Marmara- Ihiöll íransikeisara í Teheran í >"orgun. Ekki mun þó hafa verið m fyrirhugað tilræði við keis- arann að ræða, því er forsætis- ráðherra írans, Amir Abbas Ho- veida, segir, heldur varð atburð- ur þessi vegna missættis eins lifvarða keisarans, og hermanns- ins. Deila þeirra spannst orð af orði þar til byssurnar voru látnar tala. Hermaðurinn beið bana, en lífvörðurinn, einn garðyrkju- manna hallarinnar og einn þjóna þar, særðust. Keisarinn hafði móttöku í höll inni er atburður þessi varð. Forsætisráðherra landsins hef- ur og sagt, að hér hafi á engan .iáit Vir.j um samsæri að ræða, og að keisarinn sé vi'ð beztu heilsu. hefðu týnt lífi í mikilli spreng- ingu, sem varð í kolanámu á eyjunni Iwo Jima í gær, föstu- dag. 177 námumenn voru að störf- um í námunni er sprengingin varð, en við hana varð hrun mik- ið í námunni á 4,000 metra dýpi. 132 námumenn björguðust upp úr nómunni að heita strax, en 45 loku'ðust inni. 15 af þessum 45 tókst að grafa sig út úr námu- göngunum eða var bjargað af björgunarsveitum, en hinir 30 fórust. Rannsókn á slysi þessu er haf- in, en ekkert liggur fyrir um or- sakir þess að svo komu máli. Eyjan Iow Jima liggur fyrir su-nnan Nagasaki, og er heims- þekkt vegna hinna gífurlegu bar daga sem á henni geisuðu undir lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Eyjan tilheyrir Japan. Þessa loftmynd af Surtsey tók ljósmyndari Morgunblaðs- ins í Vestm.eyjum, Sigurgeir Jónasson, fyrir nokkrum dög- um. Örin, sem teiknuð er á myndina, sýnir stefnu þá, sem hraunið rennur nú í. Áður rann hraunið til suðurs og suðvesturs, en nú streymir það norðaustur með eynni, svo að gufumökkinn leggur upp báð- um megin með henni; að sunn an og norðan. Þetta er alveg nýtt hjá Surti, og má því bú- ast við því, að flugbrautin, sem hingað til hefur verið notuð, fari undir hraunelfuna, haldi hraunrennslið áfrana hinni nýju stefnu. Fleiri myndir frá Surtsey eru á bls. 10. Anstur-þýzkir skriðdrekar aka «f'tir þjóðveginum milli Helm- stedlt í V-Þýrkaiandi ng V- Berlínar á meðan á heræfing- wm Sovétmanna og A-Þjóð- verja stóð í vikunni. Bandaríkjamenn gera loftárás á N-Vietnam Saigon, 10. apríl — AP-NTB: FLUGVÉLAR flughers og flota Bandaríkjanna gerðu í morgun lotárásir á Norður Viet Nam og sprengdu meðal annars í loft upp brú eina á þjóðveginum að- eins um 180 km suður af Hanoi, höfuðborg N-Viet Nam. Alls tóku 75 þotur frá flugþiljuskipunum Coral Sea og Ranger þátt í árás- inni. Skýrt hefur verið frá því, að allar þoturnar hafi komið heilar á húfi úr förinni. Flugmennirnir sáu engar þotur frá N-Viet Nam og urðu aðeins fyrir óverulegri loftvarnaskothríð, er þeir vörp uðu um 70 smálestum af sprengj um á umrædda brú. Þoturnar voru 30 mínútur yfir henni. Sprengjuþoturnar, sem árásina gerðu, voru 35 talsins af gerðinni Skyraider en þeim fylgdu 40 orrustuþotur af gerðunum Crusa- der og Phanthom F-4. Umferbartakmörk- unum aflétt? Flutriirtgar bandarískra her- manna ganga snurðulaust Berlín, 10. april. — NTB: ÞRJÁ flutningalestir bandarískra hermanna óku í dag um þjóðveg- inn til Vestur Berlinar, og lögðu kommúnistar engan stein í götu þeirra. Ekki hefur heldur verið gripið til þess að stöðva akstur venjulegra hifreiða um þjóðveg- inn gegnum A-Þýzkaland til Berl ínar, en í morgun voru þó enn langar biðraðir hila við varðstöðv arnar á mörkum borgarinnar. í nótt var létt af öllum tak- mörkunum á flugleiðunum til Berlínar, en Sovétríkin og A- Þýzkaland höfðu varað við um- ferð í lítilli hæð á flugleiðunum vegna heræfinga sinna, sem að sögn héldu enn áfram í dag. Bandarísku hermannalestirnar voru um hálfa klukkustund að komast um varðstöðina í Maren- borg í dag, en það er talinn eðli- legur tími. Bandarísku hermennirnir hafa verið að æfingum í V-Þýzkalandi, og var á það lögð áherzla í dag, að hér væri aðeins um það að ræða að flytja þá aftur til Berl ínar. Hermennirnir héldu beint til stöðva sinna í borginni, er þangað kom.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.