Morgunblaðið - 11.04.1965, Side 3

Morgunblaðið - 11.04.1965, Side 3
/ Sunnudagur 11. apríl 1965 MORGUNBIAÐIÐ 3 Nýr norskur sendi- herra á Islandi (MORÐMEINISÍ hafa skipt um sendi iherra á Islandi. Nýi sendiherr- ann, Tor Myklebost, kom til Reykjavíkur fyrir viku. Mbl. ihitti hann aðeins að máli á skrif etofu sendiráðsins á Hverfisgötu 45 í gærmorgun. • Sendiherrann kvaðst upphaf- lega vera blaðamaður, hafa stundað það starf frá 1933 og þar til stríðið brauzt út. Og eftir stríð starfaði hann í nokkur ár 6em ritstjórnarfulltrúi hjá Verd- ens Gang. Á stríðsárunum þurfti Ihann að flýja frá Noregi og fór !þá að starfa í utanríkisiþjónust- unni í Stokkhóimi og Washing- ton, og seinna varð hann sendi- ráðsritari í Washington. Áður en hann kom hingað, var Myklebost sendiherra yfirmaður fréttadeild ar norska utanríkisráðuneytisins 1 8 ár. En fyrsta starf hans sem ambassador Noregs er í Reykja- vik. — Nú er ég að koma mér hér fyrir, sagði hann. Bý enn á ÍHótel Sögu, en búslóð mín er á 'leiðinni og ég vonast til að geta fljótlega flutt inn í sendiherra- bústaðinn. Fjölskylda mín er í Noregi. Börnin, sem eru þrjú, eru í skólum. Skólaárinu lýkur í lok maí Og þá munum við taka sumarfrí í sumarhúsi, sem við eigum í Noregi, aöur en þau koma hirigáð. — Mér lízt ljómandi vel á mig í Reykjavík. í>etta er yndæll bær og fallegur, sagði sendiherrann ennfremur. S.l. haust kom ég hér á mót blaðafulltrúa Norðurlanda. Yfirmenn blaðadeildanna hittast einu sinni á ári og síðast hér. Þá vissi ég ekki að ég mundi verða sendur hingað. — Svo þér eruð svolítið kunn- ugur á íslandi? — Eg hef auðvitað fylgzt með íslenzkum málefnum, eins og maður gerir um norræn mál. Ég á hér líka nokkra góða vini, svo sem Bjarna Guðmundsson blaða- fulltrúa, sem ég hefi þekkt í fjöl mörg ár, og Agnar Kl. Jónsson, ráðuneytisstjóra. Svo mér finnst það svolítið eins og að vera heima að vera hér kominn. Mér hefur verið mjög vel tekið af forseta, forsætisráðherra og utan ríkisráðuneytinu, sem ég er þeg- ar búinn að heimsækja, og eftir helgina mun ég halda áfram að hitta fleiri stjórnmála- og em- bættismenn. — Uppfinning Framhald af bls. 32. 1 Af þessum mikilvægu næring arefnum er mikil gnægð í fisk- vöðvum og beinum, en hingað til hefur verið ómögulegt að vinna úr fiskinum þá vöru, sem þolir geymslu í hitabeltisloftslagi, án þess að kostnaður og fjárfesting keyri úr hófi fram. Hagnýting fiskaflans til mann- eldis hefur einnig verið mjög lé- leg. Fiskiðnaðurinn til dæmis nýt ir aðeins 1/3 hluta hins slægða fisks til manneldis sem flök en 2/3 eru flökunarleifar, sem að mestu leyti er unnið úr fiskimjöl til skepnufóðurs, og flökunar- leifarnar þannig rýrðar í verði um 80%, Þennan skort hitabeltisþjóð- anna á eggjahvítuefnum og stein efnum væri hægt að minnka, ef það fyndist vinnsluaðferð, sem breytti flökunarleifunum í fisk- afurð, sem hæf væri til mann- eldis og gæti þolað flutning og geymslu i hitabeltinu án of mik- ils tilkostnaðar eða fjárfestingar. Þessi vinnsluaðferð hefur nú verið fundin upp af cand. agric. Magnúsi Andréssyni, útgerðar- manni. Hentugasta hráefnið til fram- leiðslunnar er fiskur af þorskætt inni. Allir hlutar hins slægða íiskjar eru hentugir til vinnsl- £t&bél% ffl&orannMa£s*«* fylgir blaðinu i dag ag er efnl hennar sem hér segir: Bls. — 1 Stanley greifi af Alterlev A íslandi sumarið 1789. Jén Eyþórsson skrifaði formála og þýddi kafla um heimsókn — 2 Svipmynd; McGeorge í Skáíholt. Bundy — 3 Maurinn og engisprettan, smá saga eftir W. Somerset- Maugham — - Stef í skammdegi, Ijóð eftir Þóri Bergsson. — 5 Salvardor Dali, eftir Edwin Mullins. — - Rabb, eftir HJH — 7 Mála-Davið, eftir Sigurjón Jónsson frá Þorgeirsstöðum. Önnur grein. — 8 Framboðsmessa & Keldum, eftir séra Gísla Brynjólfs- son. — 9 Eins og mér sýnist, eftir Gísla J. Ástþórsson. — 10 Fjaðrafok — 13 Sögur af Ása-Þór. Ör Eddu Snorra Sturlusonar. Teikn- lngar eftir Harald Guðbergs son. — 14 Melton 8. Davis: Anthony Quinn — Hrakfallabálkur — duttlungaiullur — ómögu- legur? — 15 Ferdinand — 16 Krossgáta, — - Ðridge. unnar, að meðtöldum vöðvum, beinum, haus og roði. Hinn slægði fiskur er hreinsað ur vandlega og þveginn úr við urkenndri gerileyðandi upplausn. Þeir fiskhlutar, sem ætlaðir eru til annarar vinnslu, eru fjarlægð ir. Hráefnið er síðan skorið í hæfilega stór stykki til þurrk- unnar og þurrkað með sérstakri þurrkunaraðferð. Hið þurrkaða efni er malað og síðan pressað í föst stykki. Afurðin inniheldur nú yfir 80% af eggjahvítuefnum og stein éfnum og minna en 20% raka og hefur eðlisþyngd um 1-1,2 g/rúm sentímetra. Rakastiigið er svo lágt, að talið er, að gerlagróður geti engum skemmdum valdið. í þessu ástandi er talið, að efnið þoli mikinn hita í langan tíma, en einnig verður að verja það fyrir raka með rakaþéttri himnu um hvert stykki fyrir sig eða nökkur saman. Hin rakaþétta himna verður einnig að vera skordýraheld og hana verður að verja fyrir hnjaski. Hentugasta himna, sem vitað er um er gerð úr þrem lög- um, plio, aluminium og acetati. Þessi himna er bæði skordýra- held oig rakaþétt. Venjulegur trékassi er hent- ugur sem yztu umbúðir. Vegna þess hve efnið er þétt í sér eru þessar umbúðir tiltölulega ódýr- ar. Þegar þannig hefur verið búið um afurðina, er hún fyrirferðar- lítil í flutningi 0g geymslu og auðveld í meðförum. Varan er matreidd á þann hátt i að stykkin eru lögð í vatn og | soðin í mauk með grænmeti og kryddi." Vörður F U S Akureyri Fundur í dag (sunnudag) í Sjálfstæðishúsinu, uppi, kl. 2 síð- degis. Kosning fulltrúa á Lands- fund. — Kvikmyndasýning. Sjálfstæðisfélag Akureyrar Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Akureyrar verður í Sjálfstæðis- húsinu, niðri, á morgun, mánu dag kl. 21:00. 1. Venjuleg aðalfundarstöff. 2. Kosning fulltrúa á Lands- fund. 3. Kvikmyndasýning. Fulltrúaráð Sjálfstæðis- félaganna á Akureyri Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélag- anna á Akureyri heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 12. apríl í Sjálf stæðishúsinu uppi. Venjuleg aðalfundarstörf og kosning fulltrúa á Landsfund. Sr. Eiríkur J. Eiriksson: Koma Krists Tor Myklebost Glímusamband STOFNÞING Glímusambands ís- lands verður haldið hér í Reykja vík í dag. Hefst stofnþingsfundur klukkan 10 árd. í húsi Í.S.Í. í Laugardal. Fulltrúar víðsvegar að af landinu eru mættir, en þing- setningarræðuna flytur forseti ÍSÍ. Akraborg befur ferðir á ný AKRABORGIN er nú komin úr hinni gagngerðu flokkunarvið- gerð sem staðið hefur yfir undan farna mánuði og fer skipið sína fyrstu áætlunarferð í dag klukk- an 9 árdegis. Friðrik afgreiðslustjóri skips- ins hér í Reykjavík sagði í gær, að sennilega myndi skipið fara 3-4 ferðir á dag milli Reýkjavík- ur oig Akraness, en endanlega yrði gengið frá siglingaáætlun- inni eftir hátíðar. Hann sagði að Akraborgin myndi ekki fara upp í Borgarnes sína fyrstu ferð eftir klössunina, fyrr en eftir páska. - FÍB Framhald af bls. 32 og iðgjöldin ættu síðan að mið- ast við þá flokkaskiptingu. Það kom fram í ræðu Arin- bjarnar að vinna mætti gegn hækkuðum útgjöldum tryggingar félaga með því að vinna gegn slysum og bæta umferðarmenn- ingu og væri sú leið heppilegri, en að hækka iðgjöld. Um skoðanakönnun þá, sem fram hefði farið frá því s.l. mánu dag, sagði Arinbjörn að um 600 manns hefðu skrifað sig fyrir hlutum í hinu nýja fyrirtæki og hefði loforð fengizt fyrir um 5 millj. kr. og væri það mest allt úr Reykjavík. Sagði formaður að gera mætti ráð fyrir viðbót við þessa upphæð á næstu dögum. Að lokum sagði ræðumaður að þetta væri ekki stríðsyfirlýsing á hendur tryggingarfélögunum, heldur ábending um að bifreiða- eigendum finnist komin stöðn- un í tryggingarkerfið eins og Iþað er í dag. Fundinum var ekki lokið er blaðið fór í prentun. Fundurinn var fjölsóttur og tóku margir til máls, þ.á.m. Hjört ur Torfason lögfr., sem skýrði undirbúningsatriði varðandi stofnun félagsins. Fálmasunnudagur: Guðspjallið, Lúk. 19, 29—40. „Er hann nálgaðist". „En er hann var kominn af stað“. „En ér hann nú nálgaðist“. Jesús Kristur kemur. Koman. sjálf hefur sína þýð- ingu. Gestrisni hefur löngum byggzt á fögnuði fólks í einan- grun yfir snertingu við umheim- inn, • auknu samfélagi, nýjum kynnum ef til vill. Að sjálfsögðu er ekki s'ama, hver kemur enda er viðbúnaður misjafn. Þjóðhöfðingjar til forna lögðu mikla áherzlu á komu sína til þegnanna. Af varð eins konar dýrkun komunnar. Oft var raun ar um að ræða dulbúinn hernað. Koman var gerð sem glæsilegust til þess að skjóta óvinum skelk í bringu, sem brýndu branda sína heima fyrir, er þjóðhöfðinginn kom sigri hrósandi úr styrjöld- um erlendis. Það kom líka fyrir, að stuttur tími leið milli þess, að allt ætl- aði um koll að keyra í sigurvím- unni og að þjóðhöfðinginn var dæmdur dauðamaður. Vissulega var þó ekki sú meiningin með öllum sigurmerkjunum, og hin- um þjökuðu liðsveitum óvinanna, er látnar voru prýða komu hins volduga drottnara. „Herrann þarf hans við“, segir Jesús í guðspjallinu. Það er auð- séð, að hann er að undirbúa komu sína til höfuðborgarinnar. Manni verður að spyrja, hvort þessi hátíðlega koma sé tímabær. Vissi Jegús ekki, hvað var fram undan? Sannarlega. Hann sagði einmitt: „Ég ætla að fara til Jerúsalem til þess að deyja þar“. „Blessaður sé konungurinn, sem kemur í nafni Drottins. Frið ur á himni og dýrð í upphæð- um“. Fólkið er reiðubúið að sigra með leiðtoga sínum. Jesús vill gera komu sína áhrifamikla: „Eg segi yður, að ef þessir þegðu, mundu steinarnir hrópa". En koma Jesú Krists er önn- ur en lærisveinarnir hugsuðu sér hana. Þeir fagna og Jesús vill, að þeir geri það, en sjálfur græt- ur hann hin þungu örlög, sem biðu málstaðar hans og hans sjálfs, en það fer ekki í hönd ósigur, barátta er að hefjast úr- slitaviðureign við öfl myrkurs- ins, en um leið barátta, sem háð skal, unz hann kemur í dýrð með sigur sinn og ávexti hans. Jesús segir í kapítulanum hér: „Því að manns-son’urinn er kom- inn til að leita að hinu týnda og frelsa það“. Sú er koma Frelsarans, leiðin, barátt- an og svo hjálpræðið. Það er varla tilviljun, að Jesús segir einmitt á þessum stað í Lúkasarguðspjalli söguna um pundin. Höfum við íhugað, hvern ig sú saga byrjar? „Því að hann var í nánd við Jerúsalem, og þeir ætluðu, að guðsríki mundi nú LÆGÐIN fyrir SA land var á hreyfingu NA í gær og olli frostrigningu eða slyddu fyrir norðan og austan, en vestan lands létti til í landáttinni svo sem venjulega verður. Hitinn var 5 stig á Loftsölum og 7 á Fagurhóismýri, en í Látravik var 4ra stiga frost. þegar birtast“. Fólkið hélt, að guðsríki væri að koma. Þessvegna sigurhrós þess. Gefum gaum að orðum Jesú hér: „Maður nokkur göfugur að ætt ferðaðist í fjar- lægt land til þess að taka við konungdómi og koma síðan aft- ur. Og hann kallaði til sín tíu þjóna, seldi þeim í hendur tíiK pund og sagði við þá: Verzlið með þetta, þangað til ég kém“. Við megum ekki gleyma þvi, að koma Jesú Krists er í áföng- um, að hún er undir 'merki bar- áttunnar — krossins sjálfs — og að fyrst eftir föstudaginn langa koma páskarnir. En hver er þá koma Krists? Ekki er hún endilega þar sem tignast gesturinn fer sá, sem bezt borgar sig að taka á móti, því að hann fer með mestan auð og völd. Hinir fornu þjóðhöfðingjar kölluðu komu sína einatt komu Guðs. Gefum gaum að sögunni áðurnefundu um pundin: „Gott, þú góði þjónn af því að þú varst trúr í mjög litlu . .. “ Hinn mikli guðfræðingur nú- tímans Karl Barth nefnir eina af seinustu bókum sínum: „Mann- kærleika Guðs“. Ekki hefði ég búizt við því bókarheiti hans, er ég var nemandi hans suður i Basel fyrir 30 árum. Guðfræðing ar móta kenningar sínar með ýmsum hætti og klæða þær ýms um búningi eftir breyttum tím- um. í þessu sambandi er ekki um breytt viðhorf að ræða í grundvallaratriðum, en augu manna hljóta að opnast fyrir því á okkar tímum, að það er ekki nóg að trúa á kenningarnar, ekki flokkana, ekki stefnurnar, ekki ríkin, ekki kynþættina, heldur ekki jafnvel Guð — án hliðsjónar af manninum, ófullkomnum eins og hann er, en umfram allt hungr uðum, útskúfuðum í vonlausri aðstöðu — týndum. Menn ræða það nú í fullri alvöru, að millj- ónir manna skilji ekki lengur, þegar sagt sé: „Faðir vor . . . “ af þeirri einföldu ástæðu, að föður- hugtakið sé að verða framand- legt í lífi svo margra, föðurskyld an t.d. að mást- í burt, ekki ein- göngu vegna tómlætis manna og léttúðar, heldur vegna hins al- góða föðurfaðms samfélagsins, sem raunar allt megi heimta af eins og skylda væri. En þessi faðmur samfélagsins er víst þröngur um of, er alls er gætt. Við vitum það, að heims- hlutar rísa ekki einungis önd- verðir hverjir gegn öðrum, held- ur eru ríkin og þjóðfélögin með belti mismunarins yfir um sig og olnbogabörn mörg. Það er hæð rétt við skólann. Vel gefin stúlka og mikils met- in sagði við mig eitt sinn, er við ókum upp á hæðina við skólann: „Á þessari hæð fékk ég sting í hjartað"; „Hvers vegna?“ „Af þessari hæð sá ég skólann". Ég veit, að vanmáttarkennd lít illar stúlku var hér að verki. En ég veit einnig, að kennarinn £ skólanum bar sínar tilfinningar í brjósti, þegar litla stúlkan kom til hans í skólann: „Þessum smælingja verður gaman að hjálpa". Unaður kennarastarfs- ins er fólginn í baráitunni, þjón- ustunni, fórninni. Sú er þraut mannleg og sæld, hvert sem em bættið er eða verkahringurinn. Jesús Kristur kemur. Hann er að nálgast, þar sem mannleg þörf er fyrir þroska og fyrirgreiðslu, iíkamlega sem andlega. Guðs mál staður er mannleg velferð. Guð gerist maður. Guð kom, sjá, hann kemur, þar sem Jesús Kristur heldur innreið sína á Pálma- sunnudag, en hann kemur einnig, þar sem mannleg mein eru, þar sem baráttan er fyrir betri heimi. Og munum, að betri menn einir skapa betri heim og, Guðs koma og nálægðt með baráttu og um síðir dýrðlegum sigri fær ein bjargað sjálfum okkur og samfélagi okkar. Amen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.