Morgunblaðið - 11.04.1965, Blaðsíða 5
Sunnudagur 11. apríl 1965
MORGUNBLAÐIÐ
5
FRETTIR
Sýning Heimilisiðnaðarfélags íslands
er opin daglega kl. 2—10 í Bogasal
J»jóðminjasafnsins. Sýningin er opin
fram á annan páskadag. Kvenfélagið
HRÖNN heldur fund að Bárugötu 11
mánudaginn 12. apríl kl. 8:30. Athug-
Ið breyttan fundardag.
LJÓSMÆÐRAFÉLAG REYKJAVÍK-
XJR hefur sína árlegu merkjasölu á
sunnudag, þann 11. apríl. hessi fá-
menni hópur Ljósmæðra hefur unn-
Ið mikið og gott starf 1 þágu hinna
sjúku, er þurfa hjálpar við. Félags-
konur treysta á góðvilja borgarbúa
að kaupa merki dagsins.
Kvenfélag Grensássóknar heldur
fund mánudaginn 12. apríl í Breiða-
gerðisskóla kl. 8:30. Fjölbreytt dags-
skrá. Konur fjölmennið. — Stjórnin.
Kvenfélag Bústaðasóknar býður
Bræðrafélagft Bústaðasóknar til sam-
eiginlegs fundar í Réttarholtsskólan-
um mánudagskvöld kl. 8:30. —
fitjórnin.
Hjálpræðisherinn. Sunnudag verða
lamkomur á „Hernum“ kl. 11 og 20:30.
Flokkstjórinn, kafteinn Ernst Olsson
talar á helgunarsamkomunni. Um
kvöldið sér æskulýðurinn um sam- j
komuna. Við höfum einnig þá ánægju
að hafa á meðal okkar frú brigader
Rubi Guðmundsson frá Englandi. Þau
hjónin Rubi og Finnur störfuðu hér
á landi um skeið áður en þau fluttu
til Englands. Þau eiga hér marga
góða vini og kunningja, sem munu
ásamt fleirum, hafa ánægju af að
hlusta á frúna á sunnudagskvöldið.
20 ára stúdentar M.R. árgangur 1945
Fundur í Nausti þriðjudaginn 18. aprll
klukkan 3:30 e.h.
Als-Husholdningskole. Gaanlir nem-
endur frá Als-husholdningsskole eru
beðnir að mæta að Cafe Höll uppi,
jþriðjudaginn 13. apríl kl. 8:30 e.h.
Fræðslunámskeiði Verkalýðs-
ráðs og Málfundafélagsins ÓQ-
ins er að ljúka og verður síðasti
fundur námskeiðsins í Valhöll
þriðjudaginn 13. apríl kl. 8,30
s.d. Dagskrá fundarins verður
íiánar auglýst síðar.
Kvenfélag Lágafellssóknar.
Munið basarinn að Hlégarði
sunnudaginn 25. apríl. Vinsam-
legast skilið munum í Hlégarð
kl! 2—4 eftir hádegi laugardag-
inn 24. apríl. Undirbúningsnefnd
in.
VÍSIJKORIM
Meira tapar vist en vann
væminn gapa álfur,
betri er að apa eftir hann
en að skapa sjálfur.
Hjálmar I»orsteinsson á
Hofi.
Hf e n n
ofl
M á I e { n i
Nýlega lauk Örn Þór, hér-
aðsdómslögmaðux, prófmálum
þeim, sem tilskilin eru, til
þess a'ð öðlast réttindi til mál-
flutnings fyrir Hæstarétti.
Örn Þór er 33 ára gamall.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri
vorið 1952. Emibættisprófi í
lögum lauk hann frá lagadeild
Háskóla Islands vorið 1958 og
varð héraðsdómslögmaður
1059.
Eftir emibættispróf starfaði
Örn um nokkurt skeið, sem
fulltrúi hjá Páli S. Pálssyni,
hrl. en gerðist síðan einn af
lögfræðingum Sambands ísl.
samvinnufélaga, kaupfélag-
ánna og dótturfyrirtækja
Fermlngarskeyti
Lindarrjóður í Vatnaskógi.
Sumarbúðir K.F.U.M. Munið
fermingarskeyti sumarstarfsins.
S.Í.S.
Örn Þór hrl. hefur nú hætt
störfum hjá Sam'bandinu og
sett á stofn málflutningsskrif
stofu í Reykjavík.
Ka/dársel
Hafnarfjörður. Fermingar-
skeyti sumarstarfsins í Kaldárseli
fást á eftirfarandi stöðum í
KFUM og K húsinu Hverfisgötu
15, skrifstofu Brunabótafélagsins
hjá Jóni Mathiesen og Fjarðar-
prent, Sólabraut 2. sími 51714.
Eins og undanfarið verða fermingarskeyti sumarstarfsins af-
greidd víðsvegar í borginni í dag og fást einnig í Kópavogi. Geta
má þess, að á einni tegund skeytanna er lítil mynd af sumarskálan-
um í Vatnaskógi og á annarri er smámynd af skálanum í Vindás-
hlíð. Munu „Skógarmenn* og ,,Hlíðarmeyjar“ í hópi fermingarbama
hafa ánægju af að fá heillaskeyti með mynd af sumarbúðunum, þar
sem þau hafa dvalizt.
AkranesferSir með sérleyfisferðum
l>óiðar Þ. Þórðarssonar. Afgreiðsla hjá
B.S.R. við Lækjargötu. Ferðir frá Rvík
mánudaga, þriðjudaga, kl. 8 og 6, mið-
vikudaga ki. 8, 2 og 6, fimmtudaga
og föstudaga kl. 8 og 6, Iaugardaga
kl. 8, 2 og 6, sunnudaga kl. 10, 3, 9
og 11:30 (en kl. 11:30 frá B.S.Í. ann-
ars alltaf frá B.S.R.).
Frá Akranesi mánudaga kl. 8 og 6,
þriðjudaga kl. 8, 2 og 6, miðvikudaga
og fimrntudaga kl. 8 og 6, föstudaga
og iaugardaga kl. 8, 2 og 6, sunnudaga
kl. 10, 3 og 6.
Ferðir Akraborgar: Mánudaginn 12.
apríl, þrlðjudaginn 13. apríl og mið-
vikudaginn 14. apríl: Frá Rvík kl. 8.
10:45; 15:00; 18:00; Frá Akran. 9:15;
13:00; 16:15) 19:15.
H.f. Jöklar: Drangajökull fór í gær
frá Klaipeda til Ventspils og Hamborg-
ar. Hofsjökull er í Rotterdam, fer það
an til London. Langjökull er í Ham-
borg, fer þaðán til Danmerkur. Vatna
jökuil fór 8. þm. frá Osló tU íslands/
ísborg fór í kvöld frá Cork til Lond-
on og Rotterdam.
Skipadeild S.Í.S.: Arnarfell er i
Reykjavík. JökuMell fór 5. þm. frá
Gloucester til Rvíkur. Dísarfell er
væntanlegt til Vestfjarða 18. þm. Litla
fell fór í gær frá Rotterdam til Rvik-
<ur. Helgafell er væntanlegt til Reyð-
arfjarðar á morgun. Hamrafell er í
Reykjavík. Stapafell fór í gær frá
Rvík til Norðurlands. Mælifell er í
Gufunesi. Petrelí er í Rvík. Jomara
fór frá Englandi 8. þm. til Þorláks-
hafnar.
Skipaútgerð ríkisins: Hekla er vænt
anleg til RvíkUr á morgun fró Gauta-
borg. Esja er væntanleg til Rvíkur í
dag að vestan frá ísafirði. HerjóJfur
fer frá Rvik kl. 21:00 annað kvöld til
Vestmannaeyja. Þyrill er i Reykja-
vík. Skjaldbreið fór frá Rvík kl. 17:00
i gær austur um land til Bakkafjarð-
ar. Herðubreið var á Djúpavogi kl.
10:00 í gærmorgun á suðurleið.
H.f. Eimskipafélag íslands: Bakka-
foss fór frá Leith 7. þm. væntanlegur
til Rvíkur kl. 08:00 1 morgun. Brúar.
foss fer frá Grimsby 11. þm. til Rott-
erdam og Hamborgar. Dettifoss fór
frá NY 7. þm. til Reykjavíkur. FjaJl-
foss fór frá Helingfors 8. þm. til Rvík
ur. Goðafoss fór frá Vestmannaeyjum
6. þm. til Gdynia, Vasa og Helsing-
fors. Gullfoss fór frá Leith 9. þm.
væntanlegur til Rvíkur 12. þm. Lagar-
foss fór frá NY 2. þm. væntanlegur
tii Rvíkur um liádegi á morgun 11.
þm. Mánafoss fór frá Rvik 9. ‘þm.
til Álaborgar og Kaupmannahafnar.
Selfoss fer frá Keflavík kl. 22:00 i
kvöld 10. þm, til Vestanannaeyja og
þaðan til Gloucester, Cambridge og
NY. Tungufoss fer frá HuU 11. þm.
til Rvíkur. Katla fer frá Hafnarfirði
11. þm. til Keflavíkur og Akraness.
Eeho fer frá Súgandafirði 10 þm. til
Þorláksiiafnar og Vestmannaeyja.
Askja fór frá Kristiansand 9. þm. til
| Skien og( Gautaborgar. Breewijd lest-
j ar i Hamborg 13. þm. til Rvíkur.
, Utan skrifstofutíma eru skipafrétt-
ir lesnar i sjálfvirkum símsvara 2-1466.
Málshœttir
Dunar lítt, þótt dansi hin hvíta
dúfan ein.
Sá er montnastur sem minnst
er í varfð.
Sá hlær bezt, sem síðast hlær.
íseyjan á hraðri leið suður-
Páskaegg
Sparið og kaupið páskaeggin hjá okkur.
Mikið til a£ ódýrum og fallegum páska-
eggjum.
Lækjargötu 4. — Miklatorgi.
Málningavöruverzlun
til sölu
Góður staður. Miklir möguleikar.
Tilboð, merkt: „Málning — 7222“ sendist afgr.
Mbl. fyrir 15. apríl.
Vor og sumartízkan 1065
Ný sending af hollenzkum ULLARKÁPUM
terylene REGNKÁPUM, DRÖGTUM,
terylene- og ULLARPILSUM. —
SUMARHÖTTUM, NÆLONHÖNZKUM,
SKINNHÖNZKUM og HANDTÖSKUM.
Nýjar vörur vikulega.
Bernhard Laxdal
Kjörgarði.
Bernhard Laxdal
Akureyri
/ FERMINGA R VEIZLUNA
SMURT BRAU-Ð
BRAU-0TERTUR
SNITTUR
FJÖLBREYTT ALEGG
MUNIÐ AÐ PANTA TÍMANLEGA
_ 3/w^r
i' nmsi pcr en.ni tuu og paó se ao Jujna 1 veoii? ?
Sjálflímandli plaststafir leysa vandann
allsstaðar.
Skiltagerðin
Skólavörðustíg 21.
ísbúðin
Laugalæk 8. — Sími 34555.
í fermingarveizluna
PAKKAÍS
5 tegundir. — Einnig mjólkurís, ís-sósur,
milk-shake og banana split.
Opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 10—23:00.
Aðra dag kl. 14—23:30.
Næg bílastæði.