Morgunblaðið - 11.04.1965, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 11. apríl 1965
Frá heimilisiðnaðarsýningunni í Bogasalnum. Lengst til hægri eru lítil húsgögn úr hvalbeúii
og skíðin notuð í stólbökin og á borðinu hrafn úr kýrhorni, hvort tveggja munir úr sam-
keppni.
Heimilisiðnaðarsýning
opnuð í Bogasalnum
Isl. heimilisiðnaður opnar smásölu
HEIMILISIÐNAÐARFÉLAG ís-
lands og sölufyrirtæki þess, fs-
lenzkur heimilisiðnaður, efndu
á sl. ári til samkeppni um bezt
gerða íslenzka muni, bæði minja-
gripi handa ferðamönnum og þó
sérstaklega aðra hagnýta og list-
ræna muni til sölu og notkunar
innanlands. Páskavikuna verður
opin í Bogasal Þjóðminjasafns-
ins sýning á þessum munum, og
nokkru af öðrum handunnum ís-
íslenzkum heimilisiðnaði og efni
í hann. T.d. hefur Heimilisiðnað-
arfélagið tekið að sér að hafa
vefjagarn fyrir vefnaðarkonur,
en það hefur verið illfáanlegt.
f febrúarmánuði 1964 efndi
Heimilisiðnaðarfélagið til fyrr-
nefndrar samkeppni um muni og
var heitið verðlaunum. Eru
veitt 2. og 3. verðlaun en engin
fyrstu. Minna kom af munum í
keppnina en vonast hafði verið
til, einkum lítið af snotrum smá-
munum, sem svo mikill skortur
er á. Frekar að fólk býr til stærri
hluti og íburðarmeiri, sem þá
verða dýrir, að sögn þeirra Arn-
heiðar og Sigrúnar. Þetta sýni að
fólk hafi ekki áttað sig vel á
hvað henti af þessu tagi.
Alls tóku 20—30 manns þátt í
samkeppninni. Á sýningu mun-
anna í Bogasalnum má sjá marga
fallega hluti, einkum þó úr ull,
sem er af eðlilegum ástæðum
aðalhráefni okkar. En einnig er
þarna útskurður, munir úr leðri,
silfri o. fl. Þar gefur að líta lí-
il húsgögn úr hvalbeini, þar sem
skíðin eru notuð í bak stólanna,
snotran fugl úr ýsubeini sitjandi
á steini, hrafn gerðan úr kýr-
horni o. fl. Úrval úr sýningu
þessari verður svo sent á nor-
ræna listiðnaðarsýningu í Noregi
í sumar.
t*i*i**'&
* í * -* í<
»■*>*.**■*■«*
>4 ■■ ■; * ý « K
Úr hinni nýju verzlun fslenzks heimilisiðnaðar á Laufásveg 2.
lenzkum hlutum og var hún opn-
uð kl. 4 í gær, en er síðan opin
kl. 2—10 e.h.
Jafnframt því að fréttamönn-
um var skýrt frá þessu, var þeim
sýnd hin nýja sölubúð íslenzks
heimilisiðnaðar, sem opnuð hefur
verið á Laufásvegi 2. Arnheiður
Jónsdóttir, formaður Heimilis-
iðnaðarfélags íslands og Sigrún
Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
íslenzks heimilisiðnaðar, veittu
þar upplýsingar um félagið, verzl
unina og sýninguna.
Heimilisiðnaðarfélag fslands
var stofnað 1913 og hefur beitt
sér fyrir verndun heimilisiðnað-
ar og aukinni fjölbreytni hans
og framförum eftir kröfum tím-
ans. Árið 1951 stofnaði félagið
í samvinnu við Ferðaskrifstofu
ríkisins til heildsölu á heimilis-
iðnaðarvörum, og nefndi hana
íslenzkur heimilisiðnaður, en 6
árum síðar var þeirri samvinnu
sagt upp, enda markmiðið að
koma upp eigin verzlun. í októ-
ber sl. var svo hafizt handa um
breytingar á húsnæðinu, og er
verzlunin, sem nú hefur verið
opnuð rúmgóð, björt og falleg.
í fyrstu vann Stefán Jónsson
arkitekt að breytingunni en síð-
an Snorri Haukur arkitekt, smið-
ur var Ríkharður Ingibergsson.
Þama er á boðstólum mikið af
í gær birti ég eitt bréfanna,
sem borizt hafa vegna Loftleiða
verkfallsins. Hér keniur annað
bréf, sem Hákon Bjarnason hef-
ur skrifað.
• HVER meðal skussi
„Kæri Velvakandi!
Fleiri en ég eru bæði hissa
og sárir yfir framkomu flug-
stjóra Loftleiða gagnvart félag-
inu ,sem hefur fóstrað þá og al-
ið vel.
Framkoma þeirra gefur til-
efni til margskonar íhugana,
sumra alvarlegs eðlis, annarra
brosleitra.
Hvernig er Skipstjóralaunum
Eimskips háttað? Fá skipstjórar
á stóru skipunum hærri laun en
þeir, sem stýra þeim minni?
Skyldu skipstjóralaun fara eftir
ganghraða skipa?
Hvað mega langferðabílstjór-
ar okkar Keimta í laun á sumri
komanda, og hvað skyldu þeir
takmarka vinnustundafjölda
sinn á mánuði hverjum, ef
starfsbræður þeirra í lofti kom-
ast upp með þó ekki væri nema
brot af kröfum sínum? Skyldu
þeir telja mikinn mun á að aka
35 manna bíl og 48 manna?
Þ^ir hafa enga sjálfstýringu á
farartækjum sínum oig geta ald-
rei litið upp allan tímann, sem
farartækið er í gangi. Margir
þeirra fara ofan fyrir allar aldir
á hverjum degi langtímum sam-
an og hafa mikið erfiði.
Það má vera, að það sé eitt-
hvert feikna erfiði að stjórna
þessum nýju flugvélum, meira
en okkur grunar. En hvernig
stendur á því að flugmenn á
bandarískum þotum voru í
fyrra kærðir fyrir að halda á
flugfreyjunum í fanginu á leið
yfir Ameríku? Þeir hafa ekki
haft sama erfiði og íslenzkir
starfsbræður þeirra. Samt er
þetta erfiðari flugleið en héðan
til New York.
Það er á almanna vitorði, að
hver meðal skussi getur lært að
stjórna flugvél og að erfiðið við
flugstjórn er fyrirsláttur. Þess
vegna eru kröfur flugstjóranna
svo fráleitar að þær eru ekki
svaraverðar.
Starfa ekki íslenzkir embætt-
ismenn við miklu lægri kjör eri
starfsbræður þeirra erlendir?
Enginn lætur sér til hugar koma
að miða kröfur sínar við annað
en burðarþol þjóðfélagsins, sem
við búum í. Úr því að við erum
fæddir á fslandi og viljum vera
íslendingar verðum við að taka
hlutskipti okkar eins og menn.
Þeir, sem skera sig úr og miða
allt við erlenda, eru vondir
þeignar þjóðfélagsins.
Hákon Bjarnaso.n.“
• FARIÐ í BÍÓ
Og hér kemur bréf frá kvik
myndahúsgesti, sem ekki fellir
sig við orð, sem höfð voru um
Kópavogsbíó. Ekki verður séð á
bréfinu hvort bréfritari er sjálf-
ur glöggskyggn eða glám-
skyggn.
„Talað er um glöggskyggna
menn og glámskyggna, bæði i
eiginlegri og óeiginlegri merk-
ingu. Glámskyggni í eiginlegri
merkingu, þ.e.a.s. á augum, þjáir
þó fáa nú orðið, svo er augn-
læknun og gleraugnatækni fyr-
ir að þakka, en hinsvegar virð-
ast menn ekki síður glám-
skyggnir á sálinni nú en fyrr
á tímum, og við þeim andlega
sjóngalla duga engin gleraugu
— því miður. Við þessu er því
ekkert að gera og ekkert að
segja, mönnum er þetta ekki
sjálfrátt; vita sennilega ekki
einu sinni af því sumir — ann-
ars væru þeir varla að hlaupa
með missýningar sínar í blöðin,
eins og sá, sem þóttist hafa séð
aukamynd í Kópavogsbíó, sem
ekki væri annað en kommún-
istiskur áróður af óskammfeiln-
asta tagi. Aukamynd þessi er
frá heimsmeistarakeppni í fim-
leikum, sem háð var í Pra® með
samþykki og þátttö'ku ©kki
kommúnistiskari þjóða en
Bandaríkjamanna og Vestur-
Þjóðverja svo að nefnd séu
dæmi. Að vísu unnu austan-
tjaldsmenn sumar keppnisgreiu
arnar, en þar er um að ræða
staðreynd og ekki áróður frekar
en það, að þeir töpuðu í öðrum
greinum fyrir vestantjaldsmönn
um. Að fimleikaæfingarnar,
sem þarna eru sýndar, hafi
kommúnistiskri áróðursgildi í
sjálfu sér — að stökkva megi
yfir hest eða sveifla sér á svif-
rá þannig, að það sé áróður fyrir
ráðstjórn, samyrkjubúskap eða
annað þess háttar — það virð-
ist þurfa meira en glámskyggni
á byrjunarstigi til svo herfi-
legra missýniniga, enda gefur
óglámskyggnu auga leið, að
mynd þessi -hefði varla verið
sýnd sem aukamynd í kvik-
myndahúsum hvarvetna vestan
tjalds einungis í þeim tilgangi
að snúa mönnum til kommún-
isma. Eins og áður er sagt, get-
ur þessi bíógestur vitanlega ekk
ert að því gert hvað honum
missýnist, en hann verður að
láta sér skiljast að það er „hans
höfuðverkur,“ og sé hann þurf-
andi fyrir samúð annarra vegna
þessa andlega sjóngalla síns, er
viðkunnanlegra fyrir hann að
verða sér úti um hana á annan
hátt en með því að auglýsa
hana í blaðadálkum."
Kvikmyndahúsgestur.
B O S C H
bakljós, ökuljós, stefnuljós
og bremsuljós.
BRÆÐURNIR ORMSSON hf
Vesturgötu 3. — Sími 11467.