Morgunblaðið - 11.04.1965, Side 16

Morgunblaðið - 11.04.1965, Side 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 11. aptíl 1965 Útgefandi: F ramkvæmdast j óri: Ritstjórar: Ritst j órnarf ulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. ' Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. INNLENT ÞJÓÐHÖFÐ INGJAVALD 25 ÁRA ¥ gær, 10. apríl, voru liðin 25 ] sem eru að byggja upp fjár- -*■ ár frá því að vald þjóð- j hagsafkomu sína. Þess vegna höfðingja fluttist inn í landið. Daginn áður höfðu þau vá- legu tíðindi borizt til lands- ins, að nazistar hefðu her- numið Danmörku og með því gert konungi íslands og Dan- merkur ókleift að fara með __ þjóðhöfðingjavald á íslandi. Hinn 9. apríl 1940 sat því Alþingi íslendinga á löngum fundum. Og klukkan 2.50 að morgni hins 10. apríl sam- þykkti Alþingi samhljóða eft- irfarandi ályktun: „Með því að ástand það, sem nú hefur skapazt, hefur gert konungi íslands ókleift að fara með vald þá^, sent honum er fengið í stjórnaf- skránni, lýsir Alþingi því yf- ir, að það felur ráðuneyti ís- lands að svo stöddu meðferð þesá valds“. Vald þjóðhöfðingja var ári síðar fengið ríkisstjóra og var í hans höndum, þar til sam- bandinu var slitið við Dani og lýðveldi stofnað 1944. Þessa merkisatburðar hljót- — um við íslendingar að minn- ast, þótt við hörmum auðvit- að, að þessi þáttaskil í sögu þjóðarinnaV skyldi bera að með þeim hætti, sem raun varð á, að danska þjóðin var svipt frelsi sínu og konungur íslands og Danmerkur gat ekki lengur sinnt skyldum þjóðhöfðingja gagnvart ís- landi. BARÁTTAN VIÐ VERÐBÓLGUNA Cíðan á stríðsárunum hefur . lengst af verið verð- bólguþróun hér á íslandi, sem skapað hefur margháttuð vandamál og oft og tíðum valdið því, að efnahagsfram- farir háfa orðið minni en ella hefði verið. Menn hafa stöð- ugt glímt við þennan vanda og tekizt misjafnlega. Og enn óttast menn verð- bólgu. Júnísamkomulagið í fyrra gerði það að vísu að verkum, að unnt var að treysta efnahagsafkomuna og t.d. eru hin nýju og stórfelldu lán til húsbyggjenda afleið- ing þess samkomulags, því að ógjörlegt hefði verið að tryggja fé til húsbygginga, ef ekki hefði tekizt að stemma stigu við hraðri verðbólgu- þróun. Sem betur fer skilja það æ fleiri, að verðbólgan er til óþurftar og sérstaklega skað- ar hún hina efnaminni og þá, ættu launþegasamtökin að vera fús til samstarfs um stöðvun verðbólgu og traust- an fjárhag. Með hliðsjón af þessum staðreyndum er ekki ástæða til annars en ætla, að laun- þegasamtökin og vinnuveit- endur geri nú alvarlega til- raun til þess að ná kjarasamn ingum, sem ekki mundu valda því, að nýtt kapphlaup hæfist milli kaupgjalds og verðlags, sem stofna mundi efnahag al- þýðu í voða. Nú eins og í fyrra mun ríkisvaldið gera það, sem í þess valdi stendur til að greiða fyrir slíkum sanmingum. íslendingar eru að vísu ekki þeir einu, sem glíma við verð- þólguna. Verðhækkanir hafa orðið verulegar í flestum ná- grannalöndunum, en þó hef- ur kaupgjald hvergi hækkað jafn ört og hér á íslandi nú allra síðustu árin, sem leitt hefur til þess, að verðlag inn- lendra vara hefur hækkað verulega. Auðvitað hafa verðhækk- anirnar á mörkuðum okkar hjálpað okkur, en þær hafa þó hvergi nærri orðið jafn miklar og kauphækkanirnar hér. Þess vegna er alveg ljóst, að ekki má hætta á verulegar kauphækkanir nú. Það þurfa ráðamenn á öllum sviðum þjóðlífsins að gera sér ljóst, og öll þjóðholl öfl að vinna að heilbrigðri lausn kjara- málanna. VANDAMÁL IÐNAÐARINS T umræðunum um vandamál A iðnaðarins og samkeppni .þá, sem iðnaðurinn hefur af innfluttum vörum, hefur það ekki nægilega verið undir- strikað, að erfiðleikar ís- lenzks iðnaðar stafa ekki sízt af því, að allur kostnaður hans hefur hækkað, og sér- staklega þó vinnulaunin. Það er ætíð matsatriði, hve mikla vernd á að veita iðnaði, og þróunin er víðast sú að draga úr tollvernd og auka samkeppni. Flestar greinar íslenzks iðnaðar njóta veru- legrar tollverndar, en sumar þeirra eiga engu að síður í talsverðum erfiðleikum vegna samkeppni utan lands frá. Iðnrekendur viðurkenna,að eðlilegt sé, að þeir verði að búa við hæfilega samkeppni og leggja megináherzlu á að Drottningin hyllt með kampavíni í er hún kom úr síðustu Islandsferdinnl 3. apríl sl., ®r IDronning Alex- andrine kom úr hinztu íslands för sinni, var haldin kampa- vinsveizla um borð til heið- urs hinu aldna happaskipi, o< hafa Kaupmannahafnarblöð- in skýrt frá hófi þessu, og rakið feril skipsins, og sum sö?u íslandssiglinganna frá frá Danmörku í öld eða svo. Berlingske Tidende segir að það sé sjaldgæft nú á dögum annrikis og hraða að slík ,.stemning“ ríki, og hafi ver- ið um borð í Drottningunni er hún kom úr síðustu ferðinni. Endalok Drottningarinnar verða þau, að lokinn dyggri þjónustu, að hún verður rif- in i brotajárn, en nýrra skip og veglegra kemur nú í henn ar stað, sem kunnugt er. í grein Berlingske Tidende er saga íslandssiglinganna rakin i eina öld og fer hér á eftir sá hluti hennar. Um miðja síðustu öld var fyrirtækinu Fried E. Peter- sen falið að annazt íslands- siglingarnar, sem þá áttu sér stað með seglskipum. En í nóvember 1857 stgldi „Sæ- ljónið“ út í suðvestan kuli, sem brátt varð að ofsaroki. Segiskipi’ð fórst uradir Snæ- fellsjökli og fórust allir, sem með því voru. Árið eftir stakk C.P.A. Kooh, skipamiðl- ari, upp á því við stjórnina, að gufuskip skyldi annazt póst flutninga milli íslands og Danmerkur. Gufuskipið ,,Act- urus“, sem ismíðað var í Bret- landi, sigldi þá til íslands þar til í lok sjöunda tugs aldar- innar. Fór skipið 6—7 ferðir á ári fyrir stjórnina. Þetta skip hafði líkt og önnur Is- lands- og Graenlandsför, bryggjupláss I Kristjánshöfn og nöfnin Island Plads og Trangraven (Lýsisgrófin) eru frá þessum tímum. 1866 gengu skip fyrrnefnds Koeh’s inn í hið nýstofnaða útgerðarfyrirtæki Sameinaða gufuskipafélagið (DFDS), og „Arcturus“ hélt áfram Islands ferðum á vegum þess ásamt gufuskipunum „Anglo Dane“ og „Phönix“. í janiúar 1877 fórst „Phönix“ í stormj, stór- Georg Andersen, forstjóri Sameinaða gufuskipafélagsins og Joensen, skipstjóri, skála í kampavíni um borð i Dronning Alexandrine er skipið kom úr siðustu íslandsferðinni. Drottningin leggst að bryggju við Larsens Plads í Kaup- mannahöfn, komin úr siðustu ferðinni. hríð og 22 stiga frosti. Skip- ið festist í ís, og endaði með því áð steyta á blindskeri, Skipbrotsmenn rtáðu landi í opnum bátum, margir með kolbrand á höndum og fótum, en allir nema matsveinninn héldu lífi. „Laura“, „Ceres" og „Vesta“ voru næstu Islandsförin, en tvö þau síðasttöldu urðu fórn arlömib kafbátaihernaðarins 1917. Þremur árum áður hafði Eimskipafélag Islands verið stofnað, og hélt það félag einnig uppi siglingum eftir það. Hið fyrsta raunverulega far þegaskip DFDS var „ísland“, en þar voru rúm fyrir 172 farþega. Það skip flutti Krist- ján konung X, er heimsótti Island og Grænland 1921. „ís~ land“ fórst við strönd Skot- lands 1937, en áhöfnin komst öll af. 18. júní 1927 var „Dronning Alexandrine“ afhent DFDS, og nú hefur það skip hætt ferðum eftir 37 ára þjónustu og við tekur „Kronprins Olav.“ samkeppnisaðstaða þeirra verði bætt, en ekki hitt, að samkeppninni sé bægt frá dyrum. Nú þegar dregur að gerð nýrra kjarasamninga er rétt að menn hafi það hugfast, að iðnaðurinn getur ekki staðið undir verulegum kauphækk- unum. Einhver kynni að vísu að benda á það, að unnt væri að bæta aðstöðu iðnaðarins með því að hækka tolla á inn- fluttar vörur. En hver væri þá bættari? Iðnaðarvarningur bæði innlendur og erlendur mundi þá hækka í verði og éta upp kauphækkanirnar. Sú stefna væri áreiðanlega engum til góðs. Og ljóst er að það er ekki einungis vegna sjávarútvegsins, sem við verð um að forðast verulegar kaup hækkanir, heldur einnig vegna iðnaðarins og þar með meginhluta alls ísLenzks at- vinnulífs. VÁTNS SKORTURINN í VESTMANNA EYJUM ¥ viðtali, sem Morgunblaðið A birti í gær við Sigfús John- sen, rekur hann þann mikla vanda, sem Vestmannaeying- um er búinn af vatnsskórtin- um, en tilraunir til þess að ná drykkjarvatni í Vest- mannaeyjum hafa ekki borið tilætlaðan árangur. Auðvitað kemur að því áð« ur en langt um líður, að ann- að hvort verður að leggja vatnsleiðslu úr landi til Eyja eða vinna vatn úr sjó, en Sig- fús Johnsen bendir á bráða- birgðalausn til að firra mestu vandræðunum. í Herjólfi eru geymar, sem ætlaðir voru til olíuflutninga og taka um 120 tonn. Leggur hann til að geymar þessir verði lagfærðir, og þannig væri hægt að flytja um 500 tonn af vatni til Eyja á viku hverri með sáralitlum kostn- aði. Virðist einsýnt, að bráður bugur verði undinn að því að greiða fyrir Vestmanneying- um með þessum hætti, meðan beðið er fullnaðarlausnar á vatnsskortinum þar,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.