Morgunblaðið - 11.04.1965, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐID
Sunnudagur 11. apríl 1965
ANN PETRY:
STR/ETIÐ
— Mér finnst eins og þau ætli
að loka mig inni. Það er nú eins
og hver önnur vitleysa, bætti hún
við, og flýtti sér, því að hún
vildi ekki láta hann verða þess
varan, að henni liði eins og í
gildru, þegar hún hafði ekki nógu
rúmt um sig.
— Það er líklega þessvegna, að
þú syngur svona vel, sagði hann.
— Þú hefur næmari tilfinningar
en aðrir. Og svo bætti hann við:
Hvaða lög kanntu?
— Æ, flest þessi venjulegustu.
— Áttu bágt með að læra þau?
— Nei, ég hef í rauninni aldrei
reynt að læra þau. Þetta hefur
komið af sjálfu sér, þegar ég hef
heyrt þau í útvarpinu.
— Þú þarft nú auðvitað að
læra ný lög. . . . Hann stýrði bíln
um út í vegarbrúnina og stanzaði
á stað, þar sem ekkert glapti út-
sýnið að ánni.
Áin var mjög breið þarna og
hún færði sig nær honum, til þess
að sjá hana betur. Það heyrðist
ekkert í henni, enda þótt hún
gæti séð hreyfinguna á straumn-
um milli háu fjallanna beggja
vegna. Svona hafði áin runnið
rólega, árum' saman, fannst
henni. Og hún mundi halda því
áfram til eilífðar — sterk, þögul,
vel vitandi hvert hún var að fara
og án þess að láta staðnæmast
af stormum, brúm eða verksmiðj
um. Þarna var einmitt það, sem
að henni sjálfri hafði gengið, síð-
ustu vikurn.ar: hún vissi ekki,
hvert hún var að fara. Og sann-
ast að segja, hafði hún víst aldrei
vitað það. En ef hún gat sungið
og lagt sig í líma við það, lært
og komið sér eitthvað raunveru-
lega áfram, gæti það gefið lífi
hennar tilgang — þá mundi hún
komast að því, hvert hún væri
að fara.
— Ég veit ekki, hvað þú heitir,
sagði Boots lágt.
— Lutie Johnson, sagði hún.
— Frú Lutie Johnson, sagði
hann dræmt. — Fallegt nafn.
Mjög fallegt.
Hann sagði þetta svo ánægður
í bragði og svo mjúklega, að orð-
in minntu hana óþyrmilega á, að
þarna var ekkert hús neinsstaðar
nærri, og enginn bíll fór um veg-
inn og hafði ekki gert síðan þau
staðnæmdust. Hún hafði ekki
gengið inn í þetta ástand, heldur
hlaupið beint inn í það, og glefsað
gráðug eftir beitunni, sem hafði
dinglað fyrir framan hana. Af
því að hún hafði verið í svo mik-
illi örvæntingu, að hún hefði
gripið eftir strái, hefði það sýnt
sig og boðið upp á tækifæri til
að losa hana sjálfa og Bub út
úr þessu stræti.
Eftir því sem harðneskjulega
og samvizkulausa andlitið á hon-
um kom nær henni, minntist hún
þess, að það eina, sem hún vissi
um hann var það, að hann var
með danshljómsveit, að hann var
í dýrum bíl og hann hélt því
fram, að nóg væri til af pening-
um í Harlem. Og hún hafði
hlaupið sárfegin upp í þennan
bíl hans og gefið frá sér smá-
gleðióp um leið. Henni hafði ekki
dottið hitt í hug, að frá hans
sjónarmiði var hún ekki annað
en götustelpa.
Þegar hann sneri andlitinu á
henni að sér, gat hún fundið gegn
um skinnhanzkana, hve harðar
hendurnar á honum voru. Hann
leit á hana andartak. — Fallegt,
mjög fallegt, endurtók hann og
laut fram og kyssti hana.
Hún reyndi að finna eitthvert
ráð, til að losna við hann, án
þess þó að móðga hann. En henni
gat ekkert dottið í hug. Hann
hélt henni svo fast og varirnar
á honum voru svo áleitnar og
hrottalegar, að hún sneri sig úr
örmum hans, án þess að hugsa
um, hvernig honum mundi líka
það og hugsaði ekki um annað
en losna frá þessum hrottaskap
vara hans og handa.
Klukkan í bílnum sýndi 9.30.
Hana langaði til að klappa henni
af eintómri þakklátssemi.
— Þú ert að verða of seinn,
sagði hún og benti á klukkuna.
— Já, hver andskotinn, tautaði
hann og seildist eftir lyklinum.
7. kafli.
Þau fóru Storm King-veginn
til baka. — Það er stytzt, sagði
hann. — En þér er betra að
halda þér vel, heillin.
Það var eins og vegurinn væri
í eilífum hringum, hann beygði
og beygði, þangað til hana var
tekið að svima. Þau óku svo
hratt fyrir beygjurnar, að hún
varð að halda sér í hurðina til
þess að kastast ekki utan í Boots.
Hann virtist alveg hafa gleymt,
að hún sæti hjá honum. Henni
var ljóst, að hann var að leika
hættulegan ieik, hreint vogunar-
spil — var að prófa, hve hratt
hann gæti ekið fyrir krappar
beygjur, án þess að velta bílnum.
MRBMnOB
19
Hann hafði auga með hlykkjun-
um á veginum, og var með eitt-
hvert hálfbros á andlitinu, rétt
eins og honum væri skemmt af
þessari áhættu, sem hann lagði
í. Eftir því sem hallinn og dýf-
urnar færðust í aukana, fannst
henni eins og bíllinn tylldi á veg-
inum, aðeins vegna þess, að mað-
urinn neyddi hann til þess.
Ökuljósin skinu á skilti fram
með veginum: „Kröpp beygja,
dragið úr ferðinni". „Gætið að
hröpuðum steinum". Hún
gleymdi alveg þessari ögrun
Boots við f jöllin fyrir ofan og ána
fyrir neðan. Ef þau yltu og lentu
í ánni, mundi Bub aldrei fá að
vita, hvað af henni hefði orðið.
Enginn fengi að vita það. Bíllinn
mundi sökkva dýpra og dýpra í
ána. Og áin mundi gleypa hann
þegjandi og halda svo róleg
áfram til sjávar. Eða þá, að þessi
sprungnu fjöll mundu kasta að
þeim steinum og kremja þau.
Hún hugsaði til íbúðarinnar
sinnar með einskonar hlýju, því
að betra var að vera þar lifandi
en grafast undir þessari þöglu á,
en vera kramin undir grjótskriðu
á þjóðveginum.
Og loks voru þau komin á jafn
sléttu. Þegar vegurinn teygði sig,
breiður og beinn og steinsteypt-
ur, slappaði hún ai í sætinu.
Þarna var lítil umferð. Þau fóru
fram hjá einstaka bíl, yfirhlöðn-
um vörubílum, en það var líka
allt og sumt.
— Hvemig færðu benzín?
spurði hún.
— Og ég borga bara yfirverð.
Það er nóg til af því, ef maður
veit, hvert á að snúa sér.
Já, hann mundi vita, hvert
hann ætti að snúa sér, ef hann
vantaði benzín eða hvað annað
sem væri. Og hann mundi vita,
hvert hann ætti að snúa sér eftir
peningunum til að greiða það
með. Peningarnir réðu öllu um
það, hvað maður gæti fengið og
hvað ekki — jafnvel skammtað
benzín. En þó var sumt, sem. . . .
— Hvernig stendur á því, að þú
ert ekki í hernum? spurði hún.
— Hver . . . ég? Hann reigði
höfuðið aftur og nú skellihló
hann í fyrsta sinn . . það var
hæðnishlátur, sem fyllti alveg
bílinn. Hann hafði svo gaman af
þessu, að hann skríkti í langa
stund á eftir og gat ekkert sagt.
— Þú heldur þó ekki, að ég færi
að gefa mig í slík skítverk?
— En hversvegna varstu ekki
kallaður í herinn? nauðaði hún.
Hann sneri sér að henni og
hleypti brúnum. Langa örið á
kinninni á honum var meira áber
andi en hún hafði munað eftir
því. — Það var eitthvað að öðru
eyranu á mér, sagði hann og
röddin var svo óviðkunnanleg, að
hún ól ekki frekar á spurning-
unni.
Þegar þau komu í efri hverfin
í Brónx, hægði hann á ferðinni.
En bara ekki nóg. Það heyrðist
hvellur pípublástur fyrir aftan
þau, og lögreglumaður á vélhjóli
kom þjótandi fram á þau og benti
þeim upp að gangstéttinni. '— Er
kviknað í einhversstaðar? sagði
hann.
Hann kíkti inn í bílinn og
Lutie sá, að andlitið á honum
stirðnaði dálítið upp. Það þýddi
sama sem, að hann hafði tekið
eftir, að þau voru s'vört. Hún beið
eftir að hann segði eitthvað
meira og eins og kveinkaði sér,
því að þetta var rétt eins og
sár, sem væri næstum gróið,
hefði rifnað upp og nú ætlaði
einhver að slá á það, og ofseint
að víkja sér undan, og svo leið
hræðileg sekúnda meðan beðið
var eftir, að á það væri slegið,
þegar maður fyndi sársaukann
áður en hann hófst í raun og
veru.
Munnurinn á lögreglumannin-
um afmyndaðist og varð ljótur.
— Afsakaðu, sagði Boots. —
Hljómsveitin mín á að leika í
Casino klukkan níu. Ég var orð-
inn ofseinn og flýtti mér því.
Hefði átt að vera kominn fyrir
hálftíma. . Hann dró veski upp
úr vasanum og rétti lögreglu-
manninum kort og svo ökuskír-
teinið sitt.
Svipurinn á hinum mildaðist
ofurlítið. Þegar hann rétti /þlögg
in aftúr, sá hún, að hann var
með eitthvað eftir í hendinni.
Það var seðill, en hún sá ekki,
hve stór.
Lögreglumaðurinn leit á hana.
— Ég er ekki viss um, að ég lái
þér þó að þú hafi tafizt, Mac,
sagði hann glettnislega. Bless.
Og svo var hann farinn. Jafn-
vel við lögregluna geta pening-
ingarnir gert sitt gagn, hugsaði
hún. Jafnvel þótt negri eigi í hlut,
gera þeir sitt gagn, kannski ekki
eins mikið gagn, en nóg til þess
að duga. Peningarnir gátu gert
slys úr sjálfsmorði, og svo virt-
ist sem þeir hefðu líka getað los-
að Boots við herþjónustuna, því
að hún gat illa trúað, að neitt
væri að honum í eyranu. Til þess
hafði hann farið ofmikið hjá sér,
þegar hann sagði henni það.
Peningarnir gátu næstum komið
hvítum lögreglumanni til að
brosa, þegar hann tók svertingja
fyrir of hraðan akstur. Þeir voru
líka það eina, sem gátu komið
henni og Bub út úr þessu stræti.
En skortur á þeim mundi halda
þeim þar föstum að eilífu. Hún
staðfesti þá fyrirætlun sína að
Blaðburðarfólk
öskast til blaðburðar í eítirtalin hverfi
Laugaveg
frá 114-171
— Auðvitað vantar okkur eldavél, en við getum ekki eignazt allt.
hafa gott af Boots Smith. Ein-
hvernveginn mundi henni takast
að verjast þessum hörðu svörtu
höndum hans, án þess að móðga
hann, þangað til hann væri búinn
að undirrita samninginn. En
þegar því væri lokið, gæti hún
sagt honum hreint og beint, að
hún óskaði ekki frekari kynna
af honum.
Hún velti þessu nýja markmiði
fyrir sér og gamla sjálfstrausts-
kenndin kom upp í henni aftur.
Hún gat þetta og skyldi geta það.
Boots setti bílinn í gang aftur.
— Ég er orðinn svo seinn, að
ég verð að hvolfa þér út við 135.
stræti, fyrir framan Casino. Hann
þagði andartak, en spurði síðan:
— Hvar áttu heima
— í 116, götu. Það er skammt
frá Junto.
Þau voru þögul það sem eftir
var leiðarinnar inn í miðborgina.
Boots notaði hvert tækifæri til
að komast áfram og gat varla
beðið eftir græna ljósinu, en þaut
svo framhjá, þegar það varð
rautt aftur. Hann lagði bílnum
milli bannmerkjanna_ tveggja
fyrir framan Casino. Ég gái að
þér' annað kvöld, elskan. Komdu
hingað um tíuleytið, þá getum
við farið gegn um einhver lög
með hljómsveitinni.
— Gott og vel. Hún var stigin
út áður en hann fékk ráðrúm
til að opna fyrir henni.
— Þú verður í síðum kjól,
sagði hann og var nú kominn
til liennar út á götuna.
Þegar hann ætlaði að leggja
arminn utan um hana, brosti hún
til hans og gekk burt. — Góða
nótt sagði hún yfir öxl sér.
Hann horfði á eftir henni alla
leið út að horninu. — Prýðileg,
sagði hann lágt og sneri síðan inn
í Casino.
Lutie gekk yfir Sjöundutröð og
hugsaði með sér, að um þetta
leyti annað kvöld mundi hún
vita, hvort hún slyppi úr 116.
götu eða yrði að halda áfram að
eiga þar heima. Hún var gripin
efasemdum. Hún hafði aldrei
áður sungið með hljómsveit og
kunni ekki tæknina við að syngja
í hljóðnema . . . hvað, ef hún
skyldi nú alls ekki geta það.
Fimmtutraðar - strætisvagn
stanzaði við hornið. Hún klifraði
upp mjóa stigann upp á efri hæð-
ina, með samvizkunnar mótmæl-
um. Það var hrein eyðslusemi að
eyða tíu sentum í farmiða. En
það gerði nú annars ekki svo
mjög til, af því að Boots hafði
borgað bjórinn hennar hjá Junto,
svo að hún hafði ekki skert aura
forðann sinn eins mikið og hún
hélt. En áttundutraðarvagn
var ódýrari. Jú, en þá yrði hún
að standa álla leiðina og auk þess
gerðu fimm sent ekki svo sér-
lega mikið til eða frá.
Strætisvagninn lagði af stað
með glamri og brestum, sem voru
einkennileg viðbrigði eftir hjóð-
lausa ganginum 1 bílnum hans
Boots. Hann gat eytt peningum,
án þess að telja þá. Hann þurfti
aldrei að bera saman verðmun-
inn á þessari leið eða hinni.
Hún tók að bera hann sam-
an við Jim. Það var einhver
grimmd í svipnum á Boots, sem
gat ekki dulizt. En andlitið á
Jim hafði verið hreinskilið, heið-
arlegt og ungt. Og þegar þau Jim
giftust, benti allt til þess, að
þetta yrði hamingjusamt hjóna-
band. Til þess voru þau nógu ung
og elskuðust nógu heitt. En það
rak alltaf að því sama: Jim gat
aldrei náð sér í atvinnu.
Höt~n
í Hornafirði
BRÆÐURNIR Ólafur og
Bragi Ársælssynir á Höfn í
Hornafirði eru umboðsmenn
Morgunblaðsins þar. Þeir
hafa einnig með höndum
blaðadreifinguna til nær-
liggjandi sveita og ættu
bændur, t.d. í Nesjahreppi
að athuga þetta.
Sandur
UMBOÐSMAÐUR Morgun-
blaðsins á Sandi er Herluf
Clausen. Gestum og gang-
andi skal á það bent, að í
Verzl. Bjarg er Morgun-
blaðið selt í lausasölu.
Grundarfjörður
VERZLUN Emils Magnús-
sonar í Grundarfirði hefur
umboð Morgunbiaðsins með
höndum, og þar er blaðið
einnig selt í lausasölu, um
söluop eftir lokunartima.
Jarðýtuar
til leigu í smærri og stærri verk.
Getum bætt við okkur rennismíði.
Vélsmiðjan BJARG h.f.,
Höfðatúni 8. — Símar 17184 og 14965.
Sími 22-4-80