Morgunblaðið - 11.04.1965, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.04.1965, Blaðsíða 32
MANDBOK VERZLUNAR MANNA A’SKRtFTARSÍlVII 116688 16688 16688 85. tbl. — Laugardagur 10. apríl 1965 HANDBÓK VERZLUNAR MANNA A’SKRIFTARSÍtVHI 16688 16688 16683 Ekið yfir ungbarn í vagni í Úlafsvík PA® SVIPLEGA slys varð vestur í Ólafsvík nokkru fyr ir hádegið í gær að hlaðinni vörubifreið var ekið yfir barnavagn með þeim afleið- ingum að barnið, sem í vagn- inum var, beið bana. Rannsókn slyssins var á frum-stigi i gær og gat blaðið ekki fengið um það nákvæmar fréttir. Barnið var innan við eins árs aö aldri og foreldrar þess voru Guðmundur Sveins- son vélstjóri á bát frá Ólafs- vík, og var hann á sjó í gær, er slysið varð, og kona hans Margrét Thomsen. Afli Akranessbáta Akranesi, 10. apríl: — 155 TONN öfluðust á 17 báta hér í gær. Fiskur var tveggja nátta og hjá einstaka þriggja nátta. Ms. Brúarfoss kom hingað á miðnætti í nótt og lestaði frosinn fisk. Heimaskagi, Sigrún og Harald j ur veiða nú í þorskanót en hefir gengið treglega. — Oddur. Uppfinning á vinnslu- og geymsluaðferð flökunarúrgangs Vona að brúað sé bilið milli vannýttra næringarefna í AtlantshuH og næringarskorts i hitabeltinu, segir Magnús Andrésson, útgerðarmaður MORGUNBLAÐIÐ átti í gær tal við Magnús Andrés- son útgerðarmann um upp- finningu á vinnslu- og geymsluaðferð á flökunarleyf um til manneldis og gæti þol- að flutning og geymslu í hita- beltinu. Er þessi uppfinning gerð af Magnúsi, en honum til aðstoðar hefur verið Jón Brynjólfsson verkfræðingur og átti blaðið ennfremur tal við hann í gær. Um þetta ræddi tímaritið Iðnaðarmál fyrir skemmstu. Magnús hefur sótt um einka- leyfi á þessari uppfinningu í Bretlandi og Kanada og fengið það þar, en ennfremur hefur toann sótt um einkaleyfi í Nor- egi og á íslandi, en hefur ekki verið afgreitt enn. Þeir félagar hafa gefið út kynn ingarbréf vegna þessa, en það hefur fengið liltar undirtektir hér á landi, enn sem komið er. Þeir sendu sýnishorn af vöru þeirri, sem hér um ræðir, til Nig- eríu og þar voru þau sett á mat- vælasýningu. Umbúðirnar um þessi sýnishorn voru ekki skor- dýraheldar, heldur plast, og nög- uðu skordýrin sig því í gegn. Álit Nigeríumanna á vörunni var að fiskurinn væri of gróft mal- aður, en þó vildi stjórnin fá vör- una fyrir herinn. Þá hefur varan verið kynnt í Kanada og hlotið viðurkenningu fiskimálastjórnar- innar í Ottawa og hafa Kanada- menn mikinn áhuga á málinu. Fram til þessa hefur verið mikil áhætta fyrir Magnús að hefja framleiðslu á þessari vöru, þar sem uppfinningin hefur ekki notið neinnar verndar, en með tilkomu einkaleyfanna veldur þetta þáttaskilum. Magnús kvaðst bjartsýnn á framleiðslu þessara matvæla, því nægilegt hráefni væri til hér hjá fiskveiðiþjóðum við Norður- Atlantshaf, en það sem nú skorti væru vélar og fjármagn. Kvaðst hann vona að með þessu væri brúað bilið milli hinna vannýttu næringarefna, sem mikið væri af hér í Atlantshafinu, og næringar efnaskortsins í hitabeltinu. Hér fer á eftir iýsing á upp- finningunni, sem Jón Brynjólfs- son verkfræðingur hefur gert: „íbúafjöldi hitabeltislandanna í S-Ameríku, M-Afríku og S-Asíu er talinn vera um 1200 milljónir eða um 40% af heildaríbúafjölda jarðarinnar. Loftslagið er heitt og rakt og geymsla matvæla því mjög erfið. íbúarnir lifa á grænmeti og á- vöxtum en skortir eggjahvítu- efni úr dýraríkinu og steinefni, einkum calcíumsambönd. Þessi efnaskortur er svo mikill, að hann grefur undan heilbrigði 1- búanna. Framhald á bls. 3 ÖLDUM samin hefur ein feg * ursta tónsmið Palestina, Stab- at Mater, verið flutt í kapeliu páfans í Kérn á pálmasunnu- dag. Var farið með verk þetta eins og helg.an. dóm og afrit- un þess ekki leyfð. Því var verkið ekki gefið út fyrr en árið 1771, er tekizt hafði að koma eintaki undan til Lond- on. Verk þetta, sem er fyrir tvo kóra, 8 raddir, mun ekki hafa heyrzt á Islandi fyrr en nú á vortónleikum Pólýfón- kórsins, síðastiiðið föstudags- kvöld. — Verða tónleikarnir endurteknir í dag kl. 6 og kl. 9 síðdegis í Kristskirkju. Einm ig flytur kórinn nýtt verk eftir Þorkel Sigurbjórnsson, mótettur eftir William Bvrd og Heinrich Schiitz og þýzka messu eftir nútímatónskáidið Johann Nepomuk David. Myndin er tekin af söng- fólkinu á leið til kirkju. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) Kópavogur Sjálfstæðiskvennafélagið Edda í Kópavogi, heldur fund annað kvöld kl. 20:30 í Sjálfstæðishúsi Kópavogs. — Fundarefni: kosn- ing fulltrúa á landsfund Sjálf- stæðisflokksins. FÍB ákveöur stofnun Rúmlega 500 manns hafa skrifað slg fyrir hlutum Á FUNDI F.Í.B. í Tjarnarbúð | félag. Voru allir funúarmenn i heinssonar læknis, um stofn- í gær var formlega ákveðið að j samþykkir tillögu formanns un slíks félags. stofnað skyldi nýtt trygginga | félagsins, Arinhjarnar Kol- Fyrsta símtal sjálfvirku stöðvarinnar við Morgunbl. Húsavík, 10. apríl kl. 10 f.h. NÚ á stundinni heíur gerzt sögu- legur aÚDurður fyrir Húsvíkinga, þvi nú er tekin í notkun sjálf- virk simstöð svo hægt er að hringja beint frá Húsavík til ailra annarra sjálfvirkra stöðva á land inu. Þetta er fyrsta símtalið s,em valið er igegnum nýja talsíma- foorðið og aígreitt beint við Morg unblaðið, án aðstoðar langlínu- afgreiðslustúlkna í Keykjavík. Við uppsetningu hinnar nýju stöðvar hafa unnið Svíinn Olaf Olafson og Svavar Hauksson, simvirki frá Reykjavík, en við prófanir unnu nú síðast Þorvarð- ur Jónsson, simaverkfræðingur, og sænski vehkfræðingurinn Torste Johanson, awk mangra annarra starfsmanna símans. Stöðvarstjóri pósts og síma á Húsavik er Ragnar K. Helgason. Mongunblaðið notar nú tæki- færið til að þakka öllum síma- stúlkum, sem vinna og unnið hafa við stöðina á Húsavík, íyrir lipra og ágæta afgreiðslu og ósk- ar Húsvíkinguna til hamingju með þessa f uJlkomnu símaþjón- ustu. — Fréttaritari, Fundarstjóri var Sveinn Torfi Sveinsson, verkfræðingur. Á dagskrá fundarins voru tvö mál. Skýra átti frá skoðanakönn un F.Í.B. um stofnun trygginga- félags og kjósa átti undirbúnings nefnd að stofnun tryggingarfé- lagsins Formaður F.Í.B. Arinbjörn Kolbeinsson læknir, flutti skýrslu um skoðapakönnunina. Sagði hann að F.Í.B. hefði að undanförnu átt viðræður við for stöðumenn tryggingarfélaganna til þess að finna leiðir til úr- bóta. Það væri álit stjórnar F.Í.B. að koma mætti á hag- kvæmari tryggingum, en nú væri, t.d. væri tjóna- og áhættu skipting ekki réttmæt eins og hún væri framkvæmd. Skipta skyldi mönnum í fiokka eftir aldri, kunnáttu og mörgu fieiru Framhald á bls. 3 93 tonn Patreksfirði, 10. apríl. SÍÐASTLIÐINN fimmtudag skýrði Mbl. frá aflameti vél- skipsins Helgu frá Reykjavík, 72,4 tonn. Á það skal betní að hinn kunni aflamaður Finn- bogi Magnússon, nú skipstjóri á Helgu Guðmundsdóttur, hef ir þrívegis fengið meiri afla í róðri en hér er um getið. Árið 1962 var hann með Helga Helgason frá Vest- manmaeyjum og var hann þá gerður úf héðan. Fékk hann þá 73 tonn í einum róðri. 1963 var Finnbogi með Loft Bjarna son frá Daivíkf sem þá var einnig gerður út héðan og fékk hann þá 74 tonn í einum róðri. Nú í vetur er hann með Helgu Guðmundsdóttur og hefur mest fengið 93 tonm j einum róðri. — Traustí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.