Morgunblaðið - 16.05.1965, Qupperneq 8
8
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 16. mai 1965
Noregur er frjáls
Frá hátíðahöldunum 8. maí sl.
„NOREGUR er aftur frjáls. Við
finnum lausnina streyma um æð
ar okkar. Nú vitum við hvað
freísi er, því við höfum fundið
hvað undirokun er. Mættum
við sýna oss verðuga hins
nýfengna frelsis". Þessi orð
prentuðu fangarnir í Grini-
fangelsinu í blað sitt Grini-
Posten 8. maí 1945, meðan þeir
biðu eftir að vera hleypt út
daginn sem Noregur fékk frelsi
sitt aftur. Og ennfremur: „Mörg
okkar hafa í þessari baráttu ut-
an við lög og rétt lagt í sölurn-
ar heilsu okkar og líf og allt
sem við eigum. Ættum við þá
ekki að vera jafn fús til að
leggja nokkuð í sölurnar fyrir
Noreg nú? Nú, þegar við vitum
hvers virði frelsið er?“
Þessi meðvitund og vitneskja
um hvers virði frelsi er, býr
enn eftir 20 ár í brjóstum Norð-
manna og er þeim styrkur, jafn
framt því sem þeir eru ákveðnir
í að hafa ekki þann dýrgrip
sinn jafn berskjaldaðan og 1940.
Það hlaut hver maður að finna,
sem var í Noregi laugardaginn
8. maí sl., þegar Norðmenn
minntust frelsisdags síns undan
oki þýzku nazistanna. Um allt
landið voru ýmiskonar minn-
ingar- og hátíðasamkomur,
kransar lagðir að leiðum og
frelsishátíðir haldnar. Osló var
miðpunkturinn með konunginn
Og krónprinsinn í broddi fylk-
ingar, og aðrir landsmenn fylgd
ust með hátíðahöldunum í höf-
uðborginni gegnum útvarp og
sjónvarp.
Einn af blaðamönnum Mbl.
stóð í hópi Norðmanna, sem
safnast höfðu saman í vorsól-
inni fyrir framan þinghúsið og
meðfram Karl Jóhans götú kl.
12 á hádegi. Kirkjuklukkurnar
hringdu um allt land. Fólkið
stóð hreyfingarlaust í 2 mín-
útur. Ekki nokkurt hljóð. Bílarn
stöðvunum. Algjör kyrrð.
Klukkurnar hringdu einar —
hugur allra beindist í sama far-
veg. Ólafur konungur og Har-
ald ríkisarfi höfðu ekið frá kon-
ungshöllinni til þinghússins í
opnum bíl, sólbrúnir og hressi-
legir. Nú var útvarpað frá þing-
húsinu yfir mannfjöldann at-
höfninni þar inni
Síðdegis söfnuðust 2S-30 þús.
manns ^aman á Bislett-leikvang
inum til að rifja upp gleðistund
innar þennan sama dag
1945 og minnast stríðsáranna.
Neðan frá ráðhúsinu kom skrúð
í baráttunni fyrir frelsinu, er
fékkst 8. maí 1945. í fámennum
hópum gengu þeir fyrir konung
sinn og krónprins, sem sátu
klæddir liðsforingjabúningum,
og að baki þeirra hinn 92 ára
gamli Paal Berg, leiðtogi heima
varnarliðsins, ásamt stjórn, þing
mönnum o.fl. Þarna gengu Grini
fangar frá 1941-45, aðrir pólitísk
ir fangar, gamlir hermenn, flug
menn og sjóliðar, varðlið frá
1940, fallhlífarhermennirnir,
norsku lotturnar, Rauða kross
hjúkrunarkonur, heimavarnar-
liðsmenn og ungir menn í hin-
um ýmsu herbúningum frá 1940,
frá norsku Skotlandsherdeild-
inni o.s.frv. Gamlir seigir menn
með veðurbitin andlit gengu
stoltir undir sínu gamla merki
og heilsuðu konungi sínum, sum
ir með greinileg merki um þján-
ingar og hnjask. Einn féll út úr
röðinni beint fyrir framan kon-
ungsstúkuna og var studdur út.
Fólkið fagnaði sínum fornu hetj
um.
Rauði Heimdallarfáninn, hinn
gamli Ijónsfáni sem Hákon kon-
ungur 7. kom siglandi undir til
Noregs 1905, var dreginn að
húni. Þrjár fallbyssur frá Osc-
arsberg sendu frá sér 21 skot og
tvístruðu blaðaljósmyndurum í
allar áttir. Þeir höfðu hlaupið
fram með myndavélar sínar, ó-
viðbúnir skothvellunum. Þegar
Einar Gerhardsen, forsætisráð-
herra, í ræðu sinni undirstrik-
aðri þýðingu þess að hafa á
stríðsárunum átt réttkjörna
stjórn og „höfðingja á hættun-
ar stund“, þá tóku heyrendurnir
svo vel undir að hann varð að
gera langt hlé á máli sínu.
Endirinn á ræðu Gerhardsens
var einnig athyglisverður í ljósi
þess að honum hefur verið legið
á hálsi fyrir hlutleysistrú hans
og sagt að uggleysi hans og
annárra friðársinna, sem lögð-
ust gegn herþjónustu fram að
þeim tíma, að Noregur var her-
numinn, hafði átt sök á því hve
létt Þjóðverjum reyndist að
koma fyrir fæti á Noregs grund,
og jafnvel heyrðist að hann
væri af þeim sökum varla rétti
ræðumaðurinn þennan dag.
Gerhardsen lauk ræðu sinni
með því að undirstrika að stríð-
ið hafi fyrst og fremst kennt
„okkur, að við verðum að
Á MORGUN þann 17. maí verð-
ur Bjarni Gíslason bóndi á
Jaðri í Suðursveit sextugur, son-
ur þeirra mætu hjóna Gísla, d.
1942 Bjarnasonar bónda þar og
konu hans Ingunnar Jónsdóttur
fró Smyrlabjörgun, en móðir
Ingunnar var Sigríður Hálfdánar
dóttir, systir Ara heppstjóra á
Fagurhólsmýri. Ingunn lifir enn
í hárri elli, fróð og minnug.
Þau hjónin Ingunn og Gísli
voru bæði niðjar séra Brynjólfs
Guðmundssonar á Kálfafellsstað,
er var prestur þar í 60 ár d. 1786,
85 ára. Gísli á Uppsölum var mað
ur óvenju traustur, öiáiggur og
trygglundaður og hinn mesti
ferðagarpur. Ég eins og margir
minnumst þess, að þegar mikið
lá við, t. d. að sækja lækni í
vatnavöxtum og vondri færð, þá
standa saman um öll hin miklu
verkefni þjóðar vorrar. Við
verðum að standa saman og
verja frelsi okkar og sjálfstæði
og við verðum að standa sam-
an um að byggja upp Noreg“.
Ólafur konungur lagði í sinni
ræðu óherzlu á það sama, sagði
að stríðið hefði kennt Norð-
mönnum hvað það þýðir að
missa frelsi sitt: „Við skulum
sýna heiminum að markmið
okkar og æðsta ósk er friður.
En látum það jafnframt liggja
ljóst fyrir, að friðarviljinn mun
ávallt haldast í hendur við
ékvörðun norsku þjóðarinnar
og ákveðinn vilja til að verja
það sem er dýrmætasta eign
þjóðarinnar — frelsi Noregs“.
Reisn norsku þjóðarinnar hin
skelfilegu hernámsár skynj-
uðu viðstaddir á Bislett leik-
vanginum í Ijóðum o,g lögum,
sem þar voru flutt, öll ort og
sungin á stríðsárunum. „Þeir
drápu konur okkar, þeir drápu
menn okkar“, söng Stúdenta-
kórinn úr ljóði Inger Hager-
up. Leikarinn Knut Wigert las
ljóðið, sem Nordahl Grieg flutti
sjálfur frá Norður-Noregi 17.
maí 1940, þar sem síendurtekið
er stefið um að frelsi og líf séu
eitt. Þar lýsir skáldið hvers
virði því var frelsið, sem það
lét síðar lífið fyrir. Og áhrifa-
mikill var lestur Arnulfs Över-
lands á ljóðunum, sem hann
orti í fangelsinu í Sachsenhau-
sen, en hann var einn af fyrstu
rithöfundum Norðmanna, sem
Þjóðverjar tóku.
Þessi ljóð frá stríðárunum
vitnuðu um að þrátt fyrir allt
hefðu Norðmenn aldrei misst
móðinn og að jafnvel í slíkum
þrenginum héldu þeir húmorn-
um. Um það báru vitni gaman-
vísurnar frá stríðsárunum, sem
allir viðstaddir virtust kunna
og tóku undir. Skólabörn með
mislita dúka á bakinu komu
hlaupandi inn og mynduðu á
miðjum vellinum merki Hákon-
ar VII og Ólafs V og fána Nor-
egs meðan fólkið söng „Norge i
rödt, hvitt og blatt“.
Yfir þessari athöfn, einni af
þeim sem haldin var í Noregi
8. maí til að minnast fengins
frelsis fyrir 20 árum, sveif
andi stríðsáranna og gaf gesti
sýn inn í manndóm Norðmanna
og dró fram einhvern streng
sem þjóðin á í sér og skilur
hana frá öðrum — streng sem
eflzt hefur í samstöðunni á
hörmungarárum.
Sjálfstæðiskvennafélagið Vor-
boði Hafnarfirði. Vorboðafundur
verður haldinn í Sjálifstæðisihús-
inu, mánudaginn 17. þm. Matt-
hias Á. Mathiesen flytur ræ'ðu,
spiluð verður félagsvist og kaffi
drykkja. Félagskonur fjölmenn-
ið og takið með ykkur gesti.
var venjan að leita til Gísla á
Uppsölum, og aldrei árangur-
laust. Árið 1929 kvæntist Bjarni
Þóru Sigfúsdóttur frá Leiti í Suð-
ursveit, hinni ágætustu konu —
Skömmu eftir stríð stofnaði
Bjarni nýbýlið Jaðar í Kálfafells-
staðarlandi og hefur farnast veL
Bjarni er mikill drengskapar-
maður og vel kynntur, og hefur
tekið að erfðum hina góðu eigin-
leika ættar sinnar. Þau hjón hafa
eignast þrjá syni, sem allir eru
uppkomnir og efnilegir, og býr
Ingimar sonur hans á Jaðri.
Ég veit að margir eru þeir,
sem á þessum tímamótum ævi
hans senda honum, eins og undir-
ritaður, hugheilar árnaðaróskir
og þakka liðnar samverustundir.
Jón Pétursson.
ir stöðvuðust, engin flugvél ganga um 200 manna og kvenna
flaug yfir, engin lest ók út af fulltrúar þeirra sem þátt tóku
Fangar frá Grini á árunum 1941—1945 ganga inn á leikvangiim framhjá konungsstúkunni. Fulitrúar
annarra Norðmanna, sem þátt tóku í baráttunni, standa úti á leikvanginum.
Sextugur á morgun:
BJarni Gíslason, bóndi
að Jaðri