Morgunblaðið - 16.05.1965, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 16. maí 1965
■ . 4
Þakhvelfing Lutfoliah moskunnar.
VIÐ norrænu og bandarísku
blaðamennirnir, sem ferðuð-
umst fyrir nokkru um Persíu
í boði flugfélagsins SAS og
irönsku stjórnarinnar, vorum
allir sammála um, að skemmti
legasti og forvitnilegasti stað-
urinn, sem við heimsóttum í
landinu, hefði verið borgin
Isfahan.
Boygin er nærri því um mið-
bik landsins og er á víðáttu-
mikilli hásléttu, sem er um
1500 metra yfir sjávarmál.
Isfahan á sér um 3000 ára
sögu að baki og hefur séð
margt um dagana. Nebúkad-
nesar hinn assyríski sendi
þangað Gyðinga í útlegð um
700 árum fyrir Krist og Alex-
ander mikli er talinn hafa
dvalið í borginni um hríð. Enn
þann dag í dag er talvert um
Gyðinga þar, eitthvað um
6.500 talsins, og hafa þeir sitt
eigið borgarhverfi.
Hin langa og fjölskrúðuga
saga borgarinnar kemur m. a.
fram í nafni hennar. Vestrænir
menn kalla hana yfirleitt
Isfahan, en nútíma Persar
kalla hana Esfanhan. Álitið
er að fyrsta nafnið hafi verið
Sepahan, en „sepah“ þýðir
her á persnesku, enda þykir
trúlegt að hún hafi verið setu
liðsborg í upphafi vegna hinn-
ar mikilvægu legu sinnar hern
aðarlega séð.
Múhameðstrúarmenn unnu
borgina árið 644 eftir Krist
eftir 4 ára styrjöld og hefur
hún alla tíð síðan borið svip
'þeirra trúarbragða, ekki sízt
í byggingarlist, en hún ber
einnig merki um yfirráð
Araba, Mongóla, Tyrkja,
Afgana og að sjálfsögðu
Persa sjálfra.
Það var á öndverðri 17. öld,
sem mesta blómaskeið borgar
innar rann upp. Árið 1590
gerði Abbas hinn mikli Isfa-
han að höfuðborg sinni og það
var hann, sem lét byggja hin-
ar miklu moskur og hallir sem
enn þann dag í dag eru hin
mesta prýði borgarinnar. Það
var á hans tímum, sem nafnið
Isfahan festist við borgina, en
íbúarnir sögðu með stolti, að
hún væri hálfur heimurinn,
Nesf-e-Jahan.
í dag mætist gamli og nýi
tíminn í þessari sögufrægu
borg. Maður sér karlana ríð-
andi á ösnum sínum innan um
nýtízku bíla og Pepsi Cola
auglýsingar eru allsstaðar. Þó
Isfahan telji um hálfa milljón
íbúa finnst manni þar allt
með kyrrð og ró, mikil um-
skipti frá ysnum og þysnum
í Teheranborg.
í Isfahan dvöldum við blaða
mennirnir í geysifögru hóteli,
sem ekki var búið að opna
fyrir ferðamenn, því ekki var
að fullu lokið við að búa það
út fyrir móttöku gesta.
Hótelið er byggt upp af gam-
alli höll og hefur arkitektinn
látið það halda sínum sér-
stæða gamla stíl. Umlykur
hótelið fagran garð, sem gerð-
ur hefur verið af mik)” l:st-
fengi.
Af öllu því, sem ménn mun
fýsa að sjá í Isfahan, mun ég
aðeihs minnast á nokkur
atriði. Þá er fyrst að telja
höllina Chehel Sotoon eða
Höll hinnk fjörutíu súlna.
Hún var byggð af Abbas hin-
um mikla og var í fyrstu not-
uð til skemmtanahalds en
síðar sem móttökusalur fyrir
keisarann. Þakið yfir anddyr-
inu er borið uppi af 20 súlum,
en þegar taldar eru með súl-
urnar 20, sem endurspeglast í
tæru vatninu fyrir framan
höllina, verða þær alls 40
talsins. Það er ástæðan fyrir
nafngiftinni. Inni í höllinni
eru fagrar veggmyndir og mót
tökusalurinn er nú notaður til
að varðveita fornmuni og
mátti þar meðal annars sjá
forn handrit, sum meira en
1000 ára gömul. Sumir dönsku
blaðamannanna í hópnum
reyndu í gamni að stríða okk-
ur íslendingunum á því, að
hér væri nú eitthvað fyrir
okkur að heimta heim til ís-
lands. Þegar við heimsóttum
Chehel Sotoon var verið að
vinna að því að bjarga göml-
um veggmyndum,' sem enginn
hafði hugmynd um að væru
þarna, þar til myndirnar upp-
götvuðust fyrir tilviljun.
Hafði einhver gáfumaðurinn
látið þekja hinar fornu vegg-
skreytingar með gibsi. Pers-
arnir, sem með okkur voru,
áttu ekki orð til að lýsa reiði
sinni yfir þessari skemmdar-
starfsemi, sem von var. Þó er
haldið, að unnt verði að gera
við skreytingarnar, svo þær
verði í sínu upprunaiegu
formi, en það kostar mikið fé
og fyrirhöfn.
Aðaltorg Isfahan nefnist
Maidan-e-Shak, eða torg keis-
arans. Það má með sanni
segjá, að torgið sé hjarta borg
arinnar, en það líkist fremur
stórum garði en torgi á vest-
ræna vísu. Það er 512 metra
langt og 160 metra að breidd.
Torgið er álitið meira en 2000
ára gamalt, en byggingarnar
við það eru flestar frá 16. og
17. öld. Þá var torgið notað
sem polo leikvöllur og horfði
Abbas hinn mikli, ásamt er-
lendum gestum sínum á beztu
reiðmenn ríkisins leika þar
polo og sýna listir sínar. Sat
Abbas í mikilli stúlku, Ali-
Qapu, sem var jafnframt inn-
gangur að höllum hans. í dag
er Ali-Qapu notað sem minja-
safn.
Við torgið eru einnig hinar
miklu og fögru moskur, sem
margir telja hinar fegurstu í
veröldinni, Shah moskan og
Lutfollah moskan. Shah
moskan er miklu stærri, hefur
fjórar minarettur (bæna-
tuina) og eina þakhvelfingu.
Moskan var byggð af Abbas
hinum mikla á árunum 1612'—
1630 og var marmarinn í hana
fluttur um 100 mílna vega-
lengd frá Ardistan. Moskan er
bláleit í grunninum og er með
svo fínge.rðu útflúri að maður
trúir varla sínum eigin aug-
um. Hún er hreint listaverk,
sem ómögulegt er að reyna að
lýsá méð fátæklegum orðum.
Anddyrið við torgið er með
tveim minarettum, 48 metra
háum, en minarettur þak-
hvelfingarinnar eru 52 metra
háar. Það er hægt að dvelja
klukkustundum saman í mosk
unni, reika um bænahvelfing-
arnar og undrast snilld þeirra
huga og handa sem skópu
þetta furðuverk.
Við torgið andspænis Ali
Qapu er Lutfollah moskan
sem byrjað var að byggja árið
1603 og lokið var 1618. Þar
er enn eitt af verkum Abbas
hins mikla. Þakhvelfing mosk-
unnar er gulleit og skreyting-
in er ekki síður fíngerð og
listilega unnin en á Shah
moskunni. Engar minaettur
prýða Lutfollah móskuna, sem
var upphaflega byggð til
bæna fyrir konur keisarans.
Fóru konurnar eftir gangi,
sem lá undir torgið frá höll-
um kéisarans og fluttu þær
bænir sínar undir gólfi aðal-
hvelfingarinnar. Þessi háttur
var á hafður, þar sem enginn
mátti líta andlit kvennanna.
Múhameðstrúarmenn halda
því fram, að hvergi finni
menn betur til nálægðar guðs
en í Lutfollah moskunni,-
Isfahan hefur fleiri moskur
til að státa/af og þar á meðal
mosku og byggingar guð-
fræðiskólans, Chahar Bagh.
Loks er þá að minnast á
það, sem heilla mun ferða-
menn meira en nokkuð annað
í Isfahan, meira en moskurn-
ar og hinar fornu minjar, en
það er bazarinn, sem er einn
hinn mesti í heimi.
Það er ævintýri líkast að
reika um bazarinn, virða fyrir
sér vörurnar og fólkið, finna
hina sérkennilegu lykt, sem er
mjög framandi Vesturlanda-
búum. Erí - skemmtilegast af
öllu er nú samt að prútta við
karlana. Prúttið er ómissandi
liður í allri verzluri í Persíu.
Þar er alls staðar prúttað
nema í bönkum, hótelum, veit
ingahúsum og matvörubúðum.
Allir vita að kaupmaðurinn
setur upp hærra verð, en hann
býst við að fá og hann veit
að viðskiptavinurinn veit það
líka. Þá hefst prúttið og fyrir
Persana skiptir það kannski
einna mestu máli þegar kaup
eru gp^*
Punktar úr
Persiuferð
Bazarinn í Isfahan er fræg-
ur fyrir hvers kyns handurina
muni, úr gulli, silfri, kopar,
leðri, fyrir handmálaða dúka
og klæði, fyrir teppagerð og
útskorna muni svo eitthvað
sé nefnt.
Handiðnaðarmennirnir sitja
í litlum kompum eða vinnu-
stofum í bazarnum og þar fer
salan fram. Talsverður hávaði
Framhald á bls. 21
Ali Qapu, keisarastúkan, sem var yfir innganginum að höllum og görðum keisarans.
Hún er við aðaltorgið í Isfahan gegn Lutfollah moskunni.
Frá bazarnum í Isfahan.