Morgunblaðið - 16.05.1965, Page 14

Morgunblaðið - 16.05.1965, Page 14
\4 Útgefandi: Framk væmdas tj óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 I lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Simi 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. RÆÐA ARNAR O. JOHNSON Ifið komu Blikfaxa, hinnar * nýju flugvélar Flugfélags íslands, flutti Örn Ó. John- son, framkvæmdastjóri fé- lagsins, ræðu, sem vakið hef- ur og vekja mun meiri at- hygli en fiest það, sem sagt hefur verið hér að undan- förnu. Gildi þessarar ræðu er mikið að því leyti, að með henni er kveðið upp úr um það, að á opinberum vett- vangi sé hægt að ræða fjár- mál og skipulag fyrirtækja, það sé ekki sérmál stjórnend- anna, heldur varði það alla alþýðu, hvernig á málum hinna stærri fyrirtækja sé haldið. Og víst er það athyglisvert og ánægjulegt, að sjálfur for- stjóri Flugfélagsins skuli sýna þann kjark, að leggja málefni félagsins undir dóm almennings, og hefja sjálfur umræður um þau. Morgun- blaðið telur sér skylt að taka þegar þátt í þeim umræðum, þótt það sé þess varla um- komið að kveða strax upp neinn dóm. Væntanlega verða umræður miklar um þetta mál á næstunni, og þá munu málin skýrast frekar. Þegar er þó hægt að slá því föstu, að ræða Arnar Ó. John- sons er harður dómur yfir því gamla samkrulli sósíalisma og kapítalisma, sem hér hefur viðgengist, þar sem fáir menn hafa ráðið yfir stórfyrirtækj- um í skjóli pólitísks valds til hægri og vinstri, en almenn- ingur hefur verið útilokaður frá því, að hafa áhrif á störf og stefnu fyrirtækjanna. í þessu efni hefur Flugfélag ís- lands ekki verið til neinnar fyrirmyndar. Um Loftleiðir er það að segja, að þar hefur ríkt dugn- aður, áræði og útsjónarsemi, og eiga stjórnendur þess fé- lags skildar þakkir alþjóðar fyrir þau verðmæti, sem þeir hafa fært þjóðarbúinu. Það er ámælisvert, að framkvæmda- stjóri Flugfélagsins skyldi í raeðu sinni fjargviðrast yfir gróða þess félags. Það er ein- mitt skylda stjórnenda hvers félags, að reyna að haga rekstr inum þannig að gróði verði, því að á honum byggist ekkí einungis hagur félagsins, held ur þjóðarheildarinnar, því að fjárm,unirnir, sem skapast við hagkvæman rekstur, verða eign alls þjóðfélagsins, þótt þeir þá stundina, er þeir verða til, séu taldir fram á skatta- framtölum einstaks félags eða einstaklinga. Á hinn bóginn er það vissu- lega óskynsamlegt af Loft- leiðamönnum, að hafa gert tilraunir til þess bak við tjöld in, að ná undir sig hlutabréf- um Flugfélags íslands, en það er nú vitað, að þeir bjóða fimmtánfalt verð í þessi hluta bréf. Það er líka óhyggilegt af forráðamönnum Loftleiða að gera ekki ráðstafanir til að koma fyrirtæki sínu í nútíma- horf; þeir ættu að hafa fram- sýni til þess að opna félagið og leyfa almenningi þátttöku í því, enda væri ekkert við það að athuga, að þeir atorku- menn, sem byggt hafa félagið upp tækju sjálfir sinn hagnað við þá skipulagsbreytingu. íslendingar eru flugfél'ög- um sínum þakklátir fyrir merkilegt brautryðjendastarf þeirra. Þau hafa hvert í sínu lagi mikilvægu hlutverki að gegna,.. og heilbrigð sam- keppni má gjarnan ríkja á milli þeirra, báðum félögun- um til þroska og eflingar. Að undanförnu hafa fleiri og fleiri gert sér grein fyrir nauðsyn þess, að hér á landi rísi upp verðbréfamarkaður, og hlutabréf í fyrirtækjum yrðu þar skráð og opinber að- ili fylgdist með rekstri félag- anna. Þannig yrði komið á nú tímarekstri hlutafélaga með þátttöku almennings og hul- unni lyft af viðskiptamálum. Ræða Arnar Ó. Johnsons er undirstrikun á þessari nauð- syn, og héðan í frá ættu menn að skilja, að gamli tíminn er liðinn í þessu efni eins og á svo mörgum sviðum öðrum og nýi tíminn er að hefja innreið sína. SKULDABRÉFA- LÁN A' kveðið hefur verið að bjóða á ný út ríkisskulda- bréf, en skuldabréfalán ríkis- sjóðs, sem boðið var út í haust, gekk svo vel, að bréf- in seldust upp á örskömmum tíma. Enn er um að ræða mjög hagkvæma fjárfestingu, þar sem eru kaup ríkisskulda- bréfanna, og þess vegna lítill vafi á því, að einnig þau sku-ldabréf, sem nú eru til sölu, muni seljast upp. Það er skynsamleg stefna af hálfu ríkisvaldsins, að reyna að afla sér nokkurs hluta þess fjármagns, sem það þarf til að sjá um sam- eiginlegar framkvæmdir MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 16. maí 1965 GRÆNLENDINGAR FÁ 33 NÝJA FISKIBÁTA Vel hefði mátt sigla bátun- um öllum til Grænlands og spara með því talsvert af flutn ingskostnaðinum, en ekki reyndist unnt að finna 33 menn með stýrimannsréttind- um til að stjórna förinni. Norska skipið verður um tíu daga á leiðinni til Holsteins- borgar i Grænlandi, og þangað koma um 100 Grænlendingar, sem verða á bátunum. Danskir sérfræðingar fara til Græn- lands til að ganga endanlega síðasta. Verður því dregið um það í hvaða röð bátarnir verða afgréiddir. Engu að síð- ur er búizt við allmiklum ágreiningi nýju eigendanna, og hefur landshöfðinginn í Godtháb sent fulltrúa sinn til Holsteinsborgar til að miðla málum. (Úr Politiken). Þessir fiskibátar eru litlir, hinir stærstu þeirra um 20 tonn, en henta vel aðstæðum í Grænlandi. Alls kosta þeir um átta milljónir danskra króna, eða um 50 milljónir ísl. kr., og þar af er flutnings- gjald tæplega 414 milljón (ísl.). Kosta stæstu bátarnir þá um 2,3 milljónir til Græn- lands komnir. fra bátunum, og er reiknað með að það taki um einn mán uð. Eins og gefur að skilja bíða grænlenzku eigendurnir bát- anna með mikilli eftirvænt- ingu. Hefur það mikið að segja fyrir þá hve iangan tíma það tekur að fá bátana af- greidda. Verður því dregið um KONUNGLEGA danska Græn landsverzlunin hefur tekið á leigu norska flutningaskipið „Belevelyn“ til að flytja 33 fiskibáta til Grænlands. Flutn ingaskipið er sex þúsund tonn, og sérstaklega smíðað til flutninga á eimreiðum. Var verið að Ijúka lestun skipsins á miðvikudag í Kaupmanna- höfn, og voru þá meðfylgj- andi myndir teknar. | a 3 1 3 1 3 3 3 3 : borgaranna með því að taka féð að láni hjá þegnunum í stað þess að heimta allt fjár- magnið með sköttum. Það er undirstaða lýðræðis legra stjórnarhátta, að fjöldi borgaranna sé fjárhagslega sjálfstæður, að menn hafi eignarráð yfir fjármunum, og séu ekki háðir forsjá ríkis- valdsins í einu og öllu. Ríkið verður hinsvegar að fá það fé, sem það þarf til fram- kvæmda, en það er ekki nauð synlegt að taka það allt með sköttum. Miklu heppilegra er að fara þá leið, sem nú er farin hér eins og í öðrum lýðræðisríkjum að leyfa borg urunum áframhaldandi eign- arráð fjármunanna, þó að ríkið hafi afnot þeirra. Auðstjóm almennirigs er stefna framtíðarinnar. Auð- legð þjóðfélagsins á að dreifa á meðal borgaranna, og gera sem allra flesta fjárhagslega sjálfstæða. Það á að auðvelda mönmun að eignast húsnæði og taka þátt í atvinnurekstri. Þannig er valdi þjóðfélagsin3 dreift og þannig verður hag- sældin og hamingjan mest.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.