Morgunblaðið - 16.05.1965, Síða 15
Sunnudagrur 16. maí 1965 ^
MORCUNBLADIÐ
15
Sinn er siður í
landi liverjii
' f síðasta hefti af Nordisk Kon-
takt, fréttariti Norræna ráðsins,
er grein, þar sem fjallað er um
með hverjum hætti danska þjóð-
þinginu megi takast að ljúka á
hæfilegum tíma þeim málum, sem
nú liggi fyrir því. Venjan mun
vera sú, að þingið hefjl störf sín
snemma í október og ljúki þeim
um 5. júní, grundvallarlagadag-
inn, hinn gamla þjóðhátíðardag
Dana. Fram að páskum höfðu að
þessu sinni verið flutt á þinginu
159 lagafrumvörp og 11 þings-
ályktunartillögur. Um páskana
voru enn óafgreidd 84 lagafrum-
vörp og þingsályktunartillögurn-
ar 11. Þá var enn búist við, að
nokkur ný lagafrumvörp yrðu
fram borin, þ.á.m. frumvarp um
meirvirðisskatt, sem eins og
Margir kennarar fara með börnin í gönguferðir, þegar gott er veður. Kunna þau vel að meta það.
— Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.
REYKJAVIKURBREF
kunnugt er hefur í sér fólgna al-
gera nýjung. í Nordisk Kontakt
er talið, að mjög hæpið sé, að
nauðsynlegri málameðferð geti
lokið fyrir 5. júní og sé þá naum-
ast um annað að velja en halda
fundum áfram fram etfir júní eða
boða til aukaþinghalds í sept-
ember.
í sjálfu sér er ekkert af þessu
sérstaklega athyglisvert fyrir
okkur. Hið athyglisverða er, að
þessi málafj öldi er talmn óvenju-
lega mikill, þ.e. 11 þingsályktun-
artillögur og 159 lagafrumvörp.
Skýrt er frá því, að á þremur
síðustu árum hafi frumvarpa-
fjöldinn hverju sinni verið ein-
ungis 150. Enn eftirtektarverðara
er þó, að af 159 lagafrumvörpum
eru 146 stjórnarfrumvörp en ein-
ungis 13 flutt af „mismunandi
flokkum", eins og þar segir.
Þingsályktunartillögurnar eru
sem sagt einungis 11 og nær all-
ar fluttar af stjórnarandstöðunni.
Af þessu sést/að þingsályktunar-
tillögur eru sjaldgæfar í danska
þinginu miðað við það sem hér
er, og stjórnarfrumvörp eru
miklu meiri hluti af öllum laga-
frumvörpum en við eigum að
venjast.
Hagstæður saman-
burður
Frumkvæði þingmanna að ým-
issi löggjöf og tillögugerð er mun
ríkara á Alþingi en bæði í Þjóð-
þinginu danska og Stórþinginu
norska. Þessi háttur komst á, þeg
ar danska ríkisstjórnin fór með
úrslitavald í íslenzkum málum.
Þá sinnti hún þeim svo lítið, að
þingmenn urðu að hafa sig meira
frammi í tillögugerð en tíðkan-
legt er á þeim þingum, sem starfs
hættir Alþingis eru helzt sniðnir
eftir. Um undirbúning og með-
ferð þingmála er þess annars að
gæta, að ýms löggjöf er svo flók-
in, að erfitt er að semja hana svo
f lagi sé nema aðstoð sérfræð-
inga komi til. í þessum efnum
búa frændþjóðir okkar miklu
betur en við, enda styðjumst við
í mörgu, einkum í löggjöf þar
sem aðallega reynir á lögvísi, við
þeirra fordæmi. Betri undirbún-
ingur og margskonar sérfræiðleg
athugun áður en frumvörp eru
lögð fram, ættu hins vegar að
geta greitt fyrir meðferð þeirra
á þingi, og þá ekki síður hitt, að
nú orðið er danska þingið ein-
ungis ein málstofa. Þingmenn þar
eru og mun fleiri og géta þess
vegna skipt ítarlegri málsathug-
un betur sín á milli en hér er
unnt. Umræðum á þingfundum
er hins végar þar haldið í hófi
með því, að yfirleitt tíðkast ekki,
áð nema einn málsvari flokks tali
í hverju máli. Og málþóf, svipað
því sem hér er stundum gripið
Laugard. 15. maí
til, þekkist yfirleitt ekki lengur.
Þegar á allt þetta er litið, þarf
Alþingi sízt að skammast sín fyr-
ir lítil afköst. Þar er þó einnig
munur á milli ára. Þingið 1956—
1957 fjallaði t.d. um 122 laga-
frumvörp, 56 þingsályktunarttil-
lögur og 7 fyrirspurnir.
Þingið 1957—1958 fjallaði um
120 lagafrumvörp, 67 þingsálykt-
unartillögur og 8 fyrirspurnir.
Þingið 1964—65, sem slitið var
nú hinn 12. maí, fjallaði um 134
lagafrumvörp, 55 þingsályktun-
artillögur og 30 fyrirspurnir.
Meira starf á
skemmri tíma
Á þinginu 1956—1957 voru sam
þykkt 48 stjórnarfrumvörp og 20
þingmannafrumvörp.
Á þinginu 1957—1958 voru sam
þykkt 31 stjórnarfrumvarp og 21
þingmannafrumvarp.
Á þinginu 1964—1965 voru sam
þykkt 66 stjórnarfrumvörp og
17 þingmannafrumvörp.
Hinsvegar voru 1956—57 sam-
þykktar 26 þingsályktunartillög-
ur og 1957—58 31, en 1964—65
einungis 14. Aftur á móti voru
fyrirspurnir miklu fleiri nú, 30
miðað við 7 og 8 áður.
Hvernig sem á er litið, verður
þess vegna ekki um það villzt, að
Alþingi hefur að þessu sinni af-
greitt óvenjulega mikinn mála-
fjölda. Þó hefur þinghaldið að
þessu sinni verið mun styttra
en það var 1956—1957, þegar
þingi var slitið 31. maí og 1957—
1958, þegar þingslit voru 4. júní.
Að þessu athuguðu er það yfir-
gengilegt, að þeir, sem mest
sakna vinstri stjórnarinnar, skuli
saka þingið nú um lélega starfs-
hætti. Að sjálfsögðu má enn bæta
um þá, en þeir eru samt nú eins
og hvítt og svart miðað við það,
sem á vinstri stjórnar tímanum
tíðkaðist.
Getur valdið
aldahvörfum
Auðvitað sker það ekki úr um
árangur starfsins, þó að nú hafi
verið afgreidd mun fleiri laga-
frumvörp á skemmri tíma en á
vinstri stjórnar árunum. Efni
löggjafarinnar og nytsemi henn-
ar fyrir þjóðiina ræður mestu.
Of langt mál yrði að rekja efni
allra þeirra lagafrumvarpa, sem
nú hafa verið sampykkt. Tökum
aðeins tvö dæmi. í fyrsta lagi
hinn mikla lagabálk um nýskip-
un vísindalegra rannsókna í land
iinu. Öllum kemur saman um, að
fyrirkomulag á stjórn þeirra
mála sé orðið úrelt. Um hitt má
deila, hvort sú lausn, sem valin
var sé að öllu leyti hagkvæm.
En hún er valin að mjög athug-
uðu máli í því skyni að tengja
saman störf og áhuga vísinda-
manna og forystumanna í ýms-
um atvinnugreinum og stjórn-
málamanna. Hvernig sem til hef-
ur tekizt, þá er það víst, að við
eigum meira undir fáu en hag-
nýtingu vísinda. Þá er löggjöfin
um landsvirkjun ekki slður lík-
leg til að marka tímamót. Stjórn-
arandstæðingar fundu raunar að
því, að Alþingi hefði gefizt of
skammur tími til að fjalla um svo
mikilsvert mál. En þá er þess að
gæta, að forystumönnum í öllum
þingflokkum hefur jafnóðum
verið gefið færi á að fylgjast með
því, sem í undirbúningi var. Ef
þeir hafa látið undan fallast að
gera félögum sínum grein fyrir
málum jafnóðum, þá er það
þeirra sök en ekki ríkisstjórnar-
innar. Grundvallarskýrslur í
virkjunarmálinu hafa og fyrir
löngu verið afhentar öllum þing-
mönnum. Þeir hafa einnig jafn-
óðum fengið skýrslur um sam-
hengi ráðagerða um hugsanlega
álvinnslu við Búrfellsvirkjunina.
Er sannast að segja fágætt, að
þingmenn hafi fengið að fylgjast
jafn vel með undirbúningi nokk-
urs máls eins og þessa og er því
sízt ástæða til þess að kvarta und
an, að þeir hafi nú af skyndingu
þurft að taka ákvarðanir. Enda
var svo komið að lokum, að eng-
inn treystist lengur til að mæla
í móti, að skynsamlegt væri að
virkja við Búrfell, þó að sumir
reyndu raunar að gera virkjun-
ina tortryggilega, auðsjáanlega
til að spiila fyrir hugmyndinni
um stóriðju, sem eðlilegt er að
upp verði komið í sambandi við
hana.
Vildi ekki taka
fram fyrir liendur
forsj
onarinnar
Skilyrði þess, að við fáum hag-
nýtt nútíma vísindi og auðlindir
landsins, öllum landsins börnum
til" gæfu og kjarabóta, er, að við
höldum vinnufrið, þ.e.a.s. að við
einbeitum okkur að því, sem
máli skiptir en eyðum ekki kröft-
unum í ófrið, sem öllum hlýtur
að verða til niðurdreps. Því mið-
ur eru ekki allir þessarar skoð-
unar. Einn helzti talsrriaður Fram
sóknar komst m.a. svo að orði í
eldhúsdagsræðu sinni sl. þriðju-
dag hinn 11. maí:
„Þótt verkalýðssamtök séu
jafnan ófús til vandræða, hefur
reynslan kennt þeim, að stund-
um er óhjákvæmilegt að þeir,
sem stríði vilja verjast, verði
stundum fyrst að berjast. Sú
ábyrga og einbeitta stefna hefur
fært verkalýðshreyfingunni
stærstu sigrana.“
Þetta voru orð talsmanns Fram
sóknarflokksins. Ef í þessum orð-
um felst nokkur meining, þá er
hún sú, að verkalýðshreyfingin
eigi að leggja í stríð til að koma
í veg fyrir, að aðrir fari síðar
með stríð á hendur henni. Fram-
sóknarmaðurinn eggjar verka-
lýðshreyfinguna sem sé til þess
að hefja það ,sem á ensku máli
er kallað „preventive war“. En
af öilum stríðum hafa þvílík stríð
löngum þótt varhugáverðust.
Á árunum milli 1880 og 1890 var
mjög um það talað, að þýzkir
stríðsæsingamenn, herforingjar
og aðrir slíkir vildu hefja því
líkt fyrirbyggjandi stríð á hend-
ur Frökkum. En þá komst Bis-
marck svo að orði, að hann dirfð-
ist ekki að taka fram fyrir hend-
unrar á drottni með þvílíkum
hætti. Ef stríð væri óumflýjan-
legt, þá væri að taka því. En
að hefja. það einungis af því, að
einhver kynni síðar að fara með
ófrið á hendur manni, væri sama
ogað tileinka sjálfum sér þá for-
sjá, er guði almáttugi einum væri
gefin. Tíminn sýndi nýlega
hversu hann er gersneyddur sögu
legri þekkingu með því að líkja
Bismarck við Hitler, og nú telur
ritstjóri hans það „ábyrga og ein
beitta stefnu“, sem líkleg sé til
hinna „stærstu sigra“, að hvetja
einimitt til þess stríðs, er Bis-
marck taldi fordæmanlegt.
Jafnvel Ólafur
sviptur allri dóm-
greind
Það eru fleiri af forystumönn-
um Framsóknar, sem virðast
sviptir allri dómgreind en rit-
stjóri Tímans einn. Áður hafði
formaður Framsóknar talað í
mjög svipuðum dúr og á mið-
vikudaginn 12. maí hefur Tíminn
þetta eftir varaformanni flokks-
ins, Ólafi Jóhannessyni, sem þó
hefur verið talinn einn grand-
varastur og stilltastur þar í hóp:
„Framundan er ný og geigvæn
leg verðbólgualda. Núverandi
stjórn hefur tvisvar gripið til
gengisfellingar, í fyrra skiptið
var hún óþarflega mikil, í síðara
skiptið algjörlega óþörf. Nú ótt-
ast margir, og ekki að ástæðu-
lausu, að ríkisstjórnin muni grípa
til þriðju gengisfellingarinnar á
komandi hausti. Yfirlýsingar
þæstv. forsætisráðherra í gær-
kvöldi, duga því miður ekki til
að eyða þeim grunsemdum. En
verði þriðja gengisfellingin fram
kvæmd, ætti mælirinn að vera
fullur. En hvað sem um það er,
þá er hitt víst, að gengi ríkis-
stjórnarinnar er sílækkandi."
Þau ummæli, sem Ólafur Jó-
hannesson hér vitnar til eftir
Bjarna Benediktssyni, voru
þessi:
„Og verði í sumar grunnkaups
hækkanir, sem stefni efnahags-
jafnvægi í voða, verður að sjálf-
sögðu að taka verðtrygginguna
til endurskoðunar að nýju, því
að ríkisstjórmn mun ekki eiga að
ild að neinum þeim samningum
eða ákvörðunum, sem jafngilda
gengislækkun. Hún hefur ásett
sér að varðveita gengi krónunn-
ar.og mun ekki hverfa frá þeim
ásetningi. Þess verður vart, að
einhverjir, sem ætla sér að haga-
ast fjárhagslega eða stjórnmáia.
lega á gengisfellingu, breiða nú
út þann orðróm, að hún sé yfir-
vofandi. Ég^ vara menn við að
trú þessum orðrómi, hvað þá að
taka hann sér í munn, þvi að
með sliku ganga þeir erinda
skemmdarverkamanna og hjálpa
til við þeirra illu iðju.“
Finnst óbærilegt
vera utan stjórnar
Sannarlega væri Ólafi Jóhann-
essyni betur unnandi annars
hlutskiptis en hvort heldur
skemmdarverkamannsins eða
þess, sem gengur hans erinda.
Yfirlýsing hans nú minnir á það,
þegar Jakob Frímannsson sagði
vorið 1961, að almenn kauphækk
un hlyti að hafa gengisfellingu
í för með sér og var skömmu
síðar neyddur til að semja um
slíka kauphækkun, sem gerði
gengislækkunina óhjákvæmilega.
Ólafi er bersýnilega kunnugt um
þær ráðagerðir, sem hann hygg-
ur að hljóti að leiða til gengis-
fellingar. í stað þeSs að vara við.
þessum ófarnaði, þá bregður
hann á leik og gottar sér yfir. að
víst sé, „að gengi ríkisstjórnar-
innar er sílækkandi“. Þessi prúði
maður getur ekki fremur en fé-
lagar hans dulið þann orm, er
nagar innyflin svo, að þeir eru
allir eirðarlausir. Einhver þeirra
félaga sagði andvarpandi í út-
varpið, að nú væri Framsókn bú-
in að vera í meira en sex ár utan
stjórnar. Önnur eins ósköp hafa
aldrei skeð í sögu flokksins og er
þá ekki að furða, þó að þeim
förlist jafnvægislistin, sem einn
þeirra sagði að flokkurinn væri
búinn að æfa sig í um nærri
50 ára skeið’
Lætur verkalýð-
urinn glumru-
ganginn trufla sig?
Þó að forystumönnum Fram-
sóknar finnist það óbærilegt, að
þeir skuli nú hafa verið h.u.b.
helmingi lengur utan stjórnar en
nokkru sinni fyrr í sinni 50 ára
sögu, þá er ekki víst að almenn-
ingur líti eins á. Yerkalýðurinn á
einskis góðs að minnast frá valda
tímum Framsóknarflokksins. At-
vinnuleysi og örbirgð einkenndi
stjórnarhætti núverandi for-
manns Framsóknar, á meðan
hann var verulega í essinu sínu.
Framsóknarmenn hafa aldrei
skirrzt við að beita lögþvingun
gegn verkalýðnum, hvenær sem
þeir töldu sig hafa afl til. Yfir-
boð Framsóknarmanna nú í vet-
ur blekkja enga, sem til þekkja,
heldur vekja einungis réttmæta
fyrirlitningu. Að óreyndu skal
því ekki trúað, að þeir, sem réðu
því, að júnísamkomulagið var
gert í fyrra, láti nú þennán fyr-
irlitlega skollaleik trufla sig.
Stjórnendur verkalýðshreyfingar
innar bera vissulega ábyrgð
gegn sínum umbjóðendum. f
fyrravor sýndu þeir, að þeir
voru sér þessarar ábyrgðar með-
vitandi. Þá létu þeir hvorki ögr-
anir línukommúnista né Fram-
sóknarmanna hindra sig í að gera
það, er þeir töldu sjálfir rétt.
Fyrir það hlutu þeir alþjóðarþökk>
verkalýðsins jafnt og annarra.
Nú eru fyrir hendi skýlaus gögn
um, að verkalýðurinn hefur ekki
áratugum saman hagnazt meira
á annarri samningsgerð en ein-
mitt júnísamkomulaginu. Hlut-
laus athugun hlýtur þess vegna
að leiða til þess, að til hins ítr-
asta sé reynt að koma þvílíku
samkomulagi á aftur. Þeir, sem
létu annarlegar ástæður ráða
því, að sú tilraun verði ekki
gerð, mundu vissulegá vinna til
þungs áfellisdóms, sem þjóðin
mundi ekki hika við að veita
þeim, jafnskjótt og hún fengi