Morgunblaðið - 16.05.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.05.1965, Blaðsíða 21
^ Sunnudagur 1S. maí 1965 MORGUNBLAÐID 21 — Persíuferð Framh. af bls. 10 er víðast hvar, því karlarnir eru að hamra koparinn, slípa og prútta. Þarna er hægt að gera reytfarakaup — fá hlut- ina fyrir hlægilega lágt verð samkvæmt vestrænum mæli- kvarða og það hreina listmuni Maðúr byrjar fyrst á því að spyrjast fyrir um verðið á þeim hlut, sem kaupa á, á þrem eða fjórum stöðum og þá kemur í ljós hið „eðlilega“ verð áður en tekið er til við prúttið. Sem dæmi get ég nefnt, að bandarísk blaðakona í hópnum hafði mikla ágirnd á blómapotti úr kopar, sem ætlaður er til að hafa á vegg. Hún spurði um verðið og vildi karlinn fá 150 riala. Hún prútt aði, en komst ekki með verðið niður fyrir 100 riala. Ég hafði hug á að kaupa svona blóma- pott líka og dróst því inn í prúttið. Það var patað og prúttað langa stund og við skemmtum okkur konunglega. Loksins gerðum við kaupin og fengum sinn blómapottinn hvort fyrir 60 riala. Við vor- um ánægð og karlinn ekki síð ur. Við höfðum börgað sem svaraar ca. 30 ísl. kr. en hér heima hefði slíkur kopar- pottur kostað mörg hundruð krónur. í „bazarnum í Isfahan má einnig sjá leifar hins gamla en hverfandi tíma. Á einum staðnum sá ég t. d. úlfalda knýja steinkvörn í bakhúsi. Þannig er frá hlutunum geng- ið, að úlfaldinn getur ekki stanzað, heldur gengur hann í hringi allan liðlagan daginn og kvörnin malar korn. Ódýr aðferð en seinvirk. Það er þess sannarlega virði að skreppa til Persíu, þótt ekki væri nema til þess eins að fara á bazarinn í Isfahan, borginni, sem einu sinni var talin hálfur heimurinn. Björn Jóliannsson. — Skálholt Framhald af bls. 6 dæmi samfundi presta og lækna, rithöfunda og blaðamanna, stjórn málamanna og húsmæðra, bænda og sjómanna, verzlunarmanna og hankamanna — og svo auðvitað allt sitt á hvað. Samverustundir listamanna, leikara, skálda af ýmsum stefnum gætu verið at- hyglisverður þáttur í slíkum samfundum. Dæmin eru annars óteljandi. Slíkt starf sem þetta hefir borið merkilegan árangur í ýmsum löndum og stefnir að því að hamla gegn þeirri ein- hæfni. sem er eitt af meinum nútímamenningar. Þó að slík mót eða samfundir sem þessi séu hald in á vegum kirkjulegrar stofn- unar, er alls ekki tilgangurinn að miða við hana eina. Til skýr- ingar get ég tekið fram, að kirkjuakademíunni norsku var ég einu sinni á mjög skemmti- legu rithöfundamóti, þar sem aðalumræðuefnið var sú skoðun á manninum, sem fram hefði komið í nútímabókmenntum. Þar var hópur skálda og rithöfunda af öllum Norðurlöndum, sem ræddu saman um þetta efni, en það væri synd að segja, að það hefði verið einlit hjörð. Þar voru hákaþólskir og lútherskir kirkju- menn og eldrauðir kommúnistar, sem ræddust við í friði og bróð- erni. Sumir voru hiklausir trú menn, aðrir trúlausir — og allt þar á milli. En samfundirnir höfðu áreiðanlega orðið til þess að þeir, sem þarna kynntust per- sónulega, skildu hver annan bet- ur en ella. Ég hefi gert ráð fyrir því, að skólar þeir og námskeið, sem haldin eru í Skálholti byrjarstigi, séu ekki fjölmenn, en sé þessi menntastofnun vel rækt, ætti hún samt að geta náð til allmarga. Hitt er auðvitað sjálfsagt, að sumt af því, sem fram fer, sé opið öllum almenn- ingi, eftir því sem húsrúm leyfir, og þó að ekki sé til stórir fyrir- lestrasalir, þá er margt þess eðl- is, að engin ástæða er til annars en að leyfa fjölmennari hópum aðgang. Tek ég suma fyrirlestra, og helgileiki til dæmis, er fram gætu farið í hinni nýju Skál- holtskirkju. Hér læt ég staðar numið. Þess- ar hugmyndir eru raunar ekki annað en umræðugrundvöllur og sjálfsagt er margt, sem ekki er hægt að vita, hvernig reynast myndi. En eigi SkálhOltsstofnun- in að verða annað en skýjaborg og loftkastali, tel ég eðlilegast að reyna að byggja hana á þeirri reynslu, sem fengizt hefir annars staðar, þar sem svipaðar stofn anir hafa staðið á jörðinni ára- tugum saman. Ég vil að lokum taka fram, til að forðast mis- skilning, að þeirri stofnun, sem hér er um að ræða, er alls ekki ætlað að tefja fyrir eðlilegum framkvæmdum lýðháskólamáls- ins né öðru, sem koma skal. Jakob Jónsson. „Morgunfugr. London 3. nraí (NTB) Á sunnudaginn voru sendar sjónvarpsmyndir um sjón- varpshnöttinn „MorgunfugT* frá Bandaríkjunum til Evr- ópu og Evrópu til Bandarikj- anna. Sjónvarpsnotendur í Evrópu sáu sjónvarpsmyndir frá Dóminíkanska lýðveldinu og heyrðu Martin Luther King flytja ræðu um réttinda kröfur blökkumanna. Banda- rískir sjónvarpsnotendur fylgdust hins vegar með á- varpi Páls páfa VI af svölum við Péturstorgið, þar sem hann hvatti mennina til að varðveita friðinn í heiminum. Beggja vegna Atlantshafs- ins voru menn samn-.ila um, að sjónvarpssendingar þessar hefðu heppnazt mjög vel og myndirnar verið skýrar. Vegna jarðarfarar Þorvaldar Jónssonar verður skrifstofu okkar lokað mánudaginn 17. maí. Heildverzlun ÓLAFSSON og LORANGE Klapparstíg 10. IHatreiðslumaður óskar eftir starfi í Reykjavík eða nágrenni. Meðmæli fyrir hendi. Upplýsingar í síma 12183. Keflavík Tilboð óskast í nýlegt fiskverkunarhús í Keflavík, ásamt skreiðargeymslu, vörubifreið, fiskhjöllum, síld arsöltunartækjum o. fl. — Skriflegum tilboðum skal skila til Fasteignaskrifstofunnar, Hafnargötu 27, Keflavík, eigi síðar en 15. júní n.k. — Upplýsingar í síma 1136 og 2342 í Keflavík. Vélgœslumaður Maður vanur vélgæzlu, getur fengið framtíðarat- vinnu nú þegar hjá iðnaðarfyrirtæki. Alger reglu- semi áskilin. Umsóknir er greini aldur, hæfni og fyrri störf sendst Morgunblaðinu fyrir 20. þ.m. merkt: „Végæzlumaður — 6866“. UTGERÐARMENN SKIPSTJÓRAR Tovi kraftblökk Ný mjög fullkomin gerð af KRAFTBLÖKK frá Thorsteinsvik Mek. Verksted A.S. Noregi. — Verðið sérlega hagstætt. Sýnishorn á staðnum. rt n Sími 20-000. Husqvarna SlátUnélar m hand- oo vélknúnar Husqvarna GUNNAR ÁSGEIRSSON H.F. — SÍMI 35-200. Sumarrýmingarsala í vinnufatakjallaranum 8 tegundir af íslenzkum gallabuxum og 5 tegundir af erlendum í nr. 2—16. Seljast allar á 129 kr. stk. næstu daga. — Einnig köflóttar drengjaskyrtur á 79 kr. Vinnu- skyrtur karla, 98 kr., Vinnubuxur karla 198 kr. Kakisett drengja (buxur og skyrta) á 220 kr. Terylene-buxur drengja frá 195 kr. Terylene-buxur karla frá 495 kr. Vinnufatakjallðrinri Barónsstíg 12. Til leigu er lítið einbýlishús með fallegri lóð á góðum stað í bænum. Fyrirframgreiðsla. Tilboð sendist blaðinu merkt: „Leiga — 7353“ fyrir 20. þ.m. BIT- S ACKETTER gerfi-sykur án bætiefna (kaloria), án nokkurs aukabragðs. Grennandi. ■m SELDUR í ÖLLUM LYFJABÚÐUM. Útboð á flutningum Tilboð óskast í flutning á steypumöl og sementi frá Reykjavík til Eyrarbakka, á timabilinu 25. maí til 31. ágúst n.k. Áætlað magn er, 1000 teningsmetrar steypumöl, miðað við ámokað á bíl í Reykjavík, og 500 tonn sement, einnig komið á bíl. Tilboðin hafi borizt til Hafnarnefndar Eyrar- bakka, fyrir 20. maí n.k. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Hafnarnefndin Eyrarbakka. Tækifæriskaup — Vcrðiækkun Seljum á mánudag og nokkra næstu daga á stórlækkuðu verði ma. Drengjaskyrtur frá 90 kr. Telpublússur — 95 — Telpubuxur stretch nylon, drengjabuxur terylene, vatteraðar úlpur á börn og ungl- inga o. fl. Auk þess nokkur sýnishorn af brjóstahöldurum á stórlækkuðu verði. Notið þetta tækifæri og kaupið góðan og ógallaðan fatnað á hagstæðu verði. STENDUR AÐEINS ÖRFÁA DAGA. Verzlunin ELFUR Snorrabraut 38.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.