Morgunblaðið - 16.05.1965, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.05.1965, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLADIÐ Sunnudagur 16. maí 1965 Fermíng á Patreksfirði Ferming á Patreksfirði 16. maí 1965, kl. 10,30. Prestur sr. Tómas Guömundsson. STÚLKUK: Anna Sigrún Hermannsdóttir Agústa M. Óskarsdóttir. Hallfríður Ingimundardóttir. Jóhánna Björnsdóttir. Kolbrún Pálsdóttir. Sesselja G. Arthúrsdóttir. Sigríður Harðardóttir. Sólrún Anna Ólafsdóttir. Sólveig Alda Karlsdóttir. DRENGIR: Aron Magnússon. Björn Vilbergsson. Hafsteinn Númason, Halldór Ámason. Haraldur Þorsteinsson, Ingvar Hjartarson, Pétur Ólafsson. Rafn Hafilðason. Resmir Örn Finnbogason, Snæbjörn Örn Reynisson. Valur Ingvarsson. Öm Ingvarsson. Sveinn Einarsson, Haukabergi. Gísli Már Einarsson, Hreggsstöðum. Auglysinga- falsanir Hr. ritstjóri, í blaði yðar s.l. fimimtudag birtist mjög fyrirferðarmikil auglysing undir nafni voru þar sem auglýst var eftir starfsmönn um til verks, sem vér höfum með höndum. Er þar skemmst frá að segja, að auglýsing þessi er oss alger- lega óviðkomandi og hefir eng- inn starfsmanna félagsins átt þar hlut að móli. Auglýsingin er sem sagt fölsuð. Ekki er þó sagan öll sögð því að í gærdag komumst vér á snoð ir um, að búið var að hleypa af stað mikilli auglýsingaskriðu í hinum dagblöðunum og átti sú auglýsing að standa dögum sam- an. Fyrir árvekni auglýsinga- stjóra Alþýðublaðsins tókst þó að stöðva þann flaum, sem að öðrum kosti hefði sennilega hald ið áfram næstu vikurnar. Erfitt var fyrir starfsmenn blaðanna að átta sig á fölsunum þessum þar sem viðkomandi aðili beitti fyr- ir sig nafnafölsun í símtölum og viðhafði aðrar fágaðar kúnstir brotamanna. Með þökk fyrir birtinguna. Almenna byggingafélagið h.f. Ósló, 14. maí (NTB) • Norðurlöndin, Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finn- land, hafa skorað á brezku stjórnina að fella þegar í stað niður 10% innflutningstollinn. Telja ríkin það mikilsvert til þess að unnt sé að efla sam- vinnuna innan Fríverzlunar- bandalagsins. ÁHUGAMENN um jazz hafa bundizt samtökum um að hefja starfsemi jazzklúbbs í Reykjavík. Sl. mánudag var fyrsta jazzkvöldið haldið. Ráðgert er, að jazzkvöld verði haldin . h vern mánudag og hafa forráðamenn klúbbsins fengið Tjarnarbúð til umráða fyrir starfsemi klúbbsins þessi kvöld. Jazzunnendur munu eflaust fagna þessu framtaki, enda kom það raunar í ljós fyrsta kvöldið. Það var fjölsótt og ríkti almenn ánægja meðal gesta, en um tónlistarflutning sáu okkar beztu jazzleikarar. Fyrir nokkrum árum naut slíkur klúbbur mikilla vin- sælda, en undanfarin þrjú ár hefur lítil rækt verið lögð við Hljómsveit Þórarins Ólafssonar kom fram á fyrsta jazzkvöldinu. Frá vinstri: Friðrik Theódórs- f son, Þórarinn Ólafsson, Guðmundur Steingrímsson og Örn Ármannsson. 1 Jazzklúbbur tekur til starfa í Reykjavík jazz hér í borg. Það er Þráinn Kristjánsson, sem á allan veg og vanda af því, að jazzklúbb- ur er aftur kominn á kreik, og sagði Þráinn í viðtali við blað- ið, að jafnan mundi verða stefnt að því að fá færustu hljóðfæraleikara til að flytja jazz. Einnig er í ráði að fá þekkta, erlenda jazzleikara til að koma fram á kvöldum þess um, og hefur Þráinn sett sig í samabnd við umboðsskrif- stofu í London í því skyni. Þráinn sagði, að jazzáhugi hefði aukizt til muna undan- farin ár, og því væri mjög tímabært, að stofnað yrði til jazzklúbbs í íteykjavík. Kvað hann þá ráðstöfun hafa mælzt mjög vel fyrir, og væru hljóð- færaleikarar mjög fúsir'til að koma fram. Klúbburinn mun verða opinn til kl. 1 e.m. fyrsta mánudag , hverjum mánuði, en aðra mánudaga verður klúbburinn opinn til kl. 11:30 e.h. Þráinn hefur fullan hug á því að fá hljómsveitir til að koma með sérstaklega æfðan jazz, en þetta mun gefa efni- legum tónlistarmönnum tæki- færi til að fást við útsetning- ar og koma þeim á framfæri. Góð stemming ríkti á þessu fyrsta jazzkvöldi sl. mánudags kvöld. Mikill fjöldi hljóðfæra- leikara kom þarna fram, og má þar nefna m.a. Gunnar Ormslev, Pétur Östlund, Guð- mund Steingrímsson, Þórarin Ólafsson, Karl Möller, Friðrik Theódórsson, Örn Armannsson og Halldór Pálsson. Haildór er ungur hljóðfæraleikari, en þó enginn nýgræðingur í hljóð- | færaleikrarastéttinni, — hefur | leikið með hljómsveit Svavars § Gests í vetur. Vakti Halldór | mikla hrifningu gesta fyrir | leik sinn. Sem fyrr segir eru jazz- | kvöldin haldin í Tjarnarbúð. | Húsakynni þar eru einkar vist | leg og vel til slíkra kvölda fall | in. Ef að líkum lætur verður | setinn bekkurinni Tjarnarbúð | næstu mánudagskvöld. Ætlun | klúbbsins er einmitt sú að | stuðla að auknum jazzáhuga § meðal borgarbúa. ,m in iii iii iii 111111111111 1111111111111111111111111111111111!11111111111MlllllllllII1111111111111111111111111 11111111111111111111111111111111 iniiiiinimiiii iiiiiiiiniiiiiiii 11111111111111111111111 1111111111111111111111111 111111111111111111 im Rússnesk ungmenni koma tíl skemmtanahalds. N.K. MIÐVIKUDAG er væntan- legur hópur rússneskra ung- menna er mun koma fram á veg- um Skrifstofu skemmtikrafta í Þjóðleikhúsinu fimmtudaginn 20. maí kl. 9. Þetta er 8 manna flokk- ur, sem ferðazt hefir um Norður- lönd að undanförnu og hlotið af- braigðsgóðar undirtektir. Vaelanttin Bjeltsjemko er pí- anóleikari sem hlaut 1. verðlaun í alþjóðásamkeppni sem haldin var í Búdapest og kennd er við Fr. Liszt og Bela Bartok. Anatolij Tikhinov, balalaika- snillingur leikur í Ríkishljóm- sveit rússneskrar tónlistar. Hann fcefir tekið þátt í alþjóðíegri keppni tónlistarmanna sem leika á þjóðleg hljóðfæri og hlotið 1. verðlaun. Stanislav Linkevitsj leikur á bajan, rússneska tegund har- moniku. Hann hefir hlotið 1. verðlaun í samkeppni Sovétríkj- anna fyrir leik á þjóðarhljóðfær. Linkevitsj leikur sigild lög auk rússneskra þjóðlaga. Tatjana Melentjeva, lyriskur sópran er stúdent við framhalds- deild Ríkistónlistarskólans í Len- ingrad og syngur jafnframt í flokki á vegum háskólans. Hún syngur rússnesk lög. Andrei Khramtsov, baryton- söngvari syngur við Kirovleik- húsið í Leningrad, sem er annað stærsta óperu- og listaleikhús Sovétríkjanna. Hann syngur rússnesk þjóðlög, nútímalög og óperuaríur. Ludmila Philina og Valeri Dolgallo frá Malileikhúsinu (Akademiska óperuleikhúsinu í Leningrad) hafa sýnt í Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Afríku og Vestur- Evrópu. Þau dansa Adagio úr Svanavatninu, Norskan dans eft- ir Grieg o. fl. Töframaðurinn Grigorij Pank- ov hefir hlotið 1. verðlaun í sam- keppni áhugalistamanna í Sovét- rikjunum. Samkvæmt blaðafréttum hefir hópnum verið tekið með miklum fögnuði á Norðurlöndum. Andrei Khramtsov söng á Youngtorginu hinn 1. maí og segja norsk blöð að slíka rödd hafi menn eigi UFRERÐARFRÆÐSLA í barna- skólum borgarinnar á vegum um ferðarnefndar og lögreglunnar í Reykjavík, fyrir þau börn er eiga reiðhjól, verður mánudaginn 17. maí kl. 16.00 í eftirtöldum sól- um. m Austurbæjarskóli, Hlíðarskóli og öldugötuskóli. Þriðjudaginn 18. maí kl. 16.00 verður kennt í þessum skólum: Laugarnesskóla, Laugalækja- skóla ofi Langholtsskóla. heyrt síðan Paul Robeson söng þar. Norska ríkisútvarpið hljóð- ritaði margra stunda efni af söng og hljóðfæraleik hinna rússnesku ungmenna. Miðvikudaginn 19. maí í eftir- töldum skólum á sama tíma: Breiðagerðisskóla, Álftamýrar skóla og Vogaskóla. Fimmtudaginn 20. maí á sama tima í: Melaskóla, Miðbæjarskóla og Árbæjarskóla. Lögreglumenn munu heim- sækja skólana og kenna börnun um umferðareglur og rétta stað setningu í umferð, ennfremur verður þeim gefið blaðið Um- íerðamál 1965. Umferðarfræðs! a fyrir börnin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.