Morgunblaðið - 15.06.1965, Blaðsíða 28
88
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjuda^tr 15. júní 1965
GEORGETTE HEYER
FRIDSPILLIRINN
— Komi til London, segirðu . ..
Þú kemur þó áreiðanlega með
hana sjálíur sagði systir hans
hneyksluð. — Stúlka á hennar
aldri að ferðast ein síns liðs?
Aldrei hef ég heyrt annað eins!
— Hún verður ekki ein á ferð.
Hefur konu með sér . . . ógurleg-
an pilsvarg, sem hefur ferðazt
með okkur um alla álfuna . . .
og svo hann John Potton. Hann
tók eftir því, að systursonur hans
lyfti brúnum og þóttist þurfa að
bæta við: — Hann er hestasveinn
og sendill og allrahandamaður.
Hefur litið eftir Soffíu síðan hún
var smákrakki. Hann dró.upp úr
ið og leit á það. — Jæja, úr því
að þetta er allt komið í lag, verð
ég að fara. En ég treysti þér
Lizzie, til að gæta hennar Soffíu
vel og útvega henni gott gjaforð.
Það er áríðandi, af því að . . .
Nei, ég hef engan tíma til að út-
skýra það núna. Hún segir þér
frá því sjálf, þegar þar að kem-
ur.
— Já, en Horape, þetta er alls
ekki komið í lag, eins og þú
kallar það. Og Ombersley þykir
voða leitt að hafa ekki hitt þig.
Ég var að vona, að þú borðað-
ir með okkur.
— Nei, það get ég ekki. Á að
borða í Carlton House. Þú heils-
ar honum Ombersley frá mér, ég
sé hann sjálfsagt einhvern dag-
inn.
Hann kyssti hana í snatri,
klappaði henni á öxlina, og gekk
síðan út og frændi hans á eftir.
— Það er rétt eins og hann sé að
gera mér greiða, sagði hún, þeg
ar sonur hennar kom inn aftur.
- Og segir ekki orð um það,
hvenær Soffía komi.
— Það gerir ekkert til, sagði
Charles með kæruleysi, sem fór
í taugarnar á henni. — Þú lætur
bara útbúa herbergi, og svo get
ur hún komið þegar henni þókn-
ast. Ég vona bara, að Cecilía
kunni vel við hana, því að hún
kemur víst til að hafa mest með
hana að gera.
— Veslingurinn litli! andvarp-
aði frúin. Ég hlakka svo til að
geta gengið henni í móðurstað.
Þetta hlýtur að hafa verið voða-
iegt líf hjá henni!
— Já, það hefur víst verið
skrítið á köflum, en varla hefur
hún verið mjög einmana, ef hún
hefur verið húsmóðir hjá frænda
mínum. En líklega hefur hún
haft einhverja eldri konu hjá
sér . . . kennslukonu eða þess-
háttar.
— Það skyldi maður nú halda,
en ég man 'ekki betur en frændi
segði, að kennslukonan hefði dá
ið í Vín. Það-er nú leiðinlegt að
segja það um bróður sinn, en mér
finnst hann Horace algjörlega ó-
hæfur til að gæta dóttur sinnar.
— Já, mjög svo. En ég vona
bara, að þú þurfir aldrei að iðr-
ast þessarar greiðasemi þinnar,
mamma.
— Það þarf ég áreiðanlega
aldrei, sagði hún. — Hann
frændi þinn talaði þannig um
hana, að ég hlakka bara til að
bjóða hana velkomna hingað. —
Veslings barnið! Ég býst ekki
við, að það hafi mikið verið lát-
ið eftir henni, eða tillit tekið til
hennar. Ég var næstum orðin
vond við hann Horace, þegar
hann var að segja mér, að hann
hefði aldrei látið neitt angra sig,
því að eigingjarnari maður er
ekki til. Soffía hlýtur að vera
góðlynd eins og hún mamma
hennar, og ég afst ekki um, að
hún verði góður félagsskapur
fyrir hana Cecilíu mína.
— Ég vona það, sagði Charles.
— Og þá man ég eftir því, að ég
er nýbúinn að ná í eina blóma-
sendinguna enn frá þessum
hvolpi til hennar systur minnar.
— Þetta kort fylgdi með.
Frúin tók kortið og horfði á
það með örvæntingarsvip. —
Hvað á ég að gera við það?
spurði hún.
— Fleygja því í eldinn, lagði
hann til.
— Nei, það gæti ég ekki. Það
gæti verið eitthvað merkilegt. Og
svo gætu verið í því einhver
skilaboð frá henni mömmu hans
til mín.
— Mjög ólíklegt, en ef svo
kynni að vera, ættirðu að lesa
það.
— Vitanlega veit ég, að þáð er
skylda mín. sagði hún dauflega.
Eftir nokkurt hik, opnaði hún
bréfið og fletti upp einu örk-
inni, sem í því var. — Ó, guð
minn góður, það er kvæði, sagði
hún. — Og mér finnst það svo
fallegt . . . Viltu heyra?
— Nei, þakka þér fyrir, ég er
ekkert sóJginn í skáldskap.
Fleygðu því í eldinn og segðu
Cecilíu, að hún eigi ekki að taka
við bréfum án þíns leyfis.
— Já, en finnst þér ég ætti að
vera að brenna það, Charles?
Hugsaðu þér bara ef þetta er
eina ein.takið af kvæðinu. Kann-
ski ætlar hann að láta prenta
það.
— Hann skal ekki prenta neitt
svona þrugl um systur mína,
hagði hr. Rivenhall hörkulega og
gerði skipandi bendingu með
hendinni.
Frú Ombersley lét alltaf und-
an sterkari vilja, og ætlaði að
fara að rétta honum bréfið, þeg-
ar skjálfandi rödd úr dyrunum
sagði: — Gerðu það ekki,
mamma!
2. KAFLI
Frú Ombersley lét höndina síga
en hr. Rivenhall sneri sér snöggt
við og hleypti brúnum. Systir
hans sendi honum ásakandi
augnatillit, hljóp til móður sinn-
ar og sagði: — Fáðu mér það,
mamma! Hváða leyfi hefur
Charles til að brenna bréfin mín?
Frúin leit vandræðalega á son
sinn, en hann þagði. Cecilía
sneri pappírsörkina úr hendi
móður sinnar og þvýsti henni að
skjálfandi barmi sínum. Þetta gaf
hr. Rivenhall málið aftur: — f
guðs bænum, vertu ekki með
þennan leikaraskap!
— Hvernig dirfistu að lesa
bréfin mín, svaraði hún á móti.
— Ég las alls ekki bréfið þitt.
Ég fékk henni mömmu það, og
þú vilt varla halda því fram, að
hún eigi ekki rétt á að lesa það.
Fallegu, bláu augun í henni
flutu í tárum, og hún sagði' lágt:
— Þetta er allt þér að kenna.
Mamma mundi aldrei . . . Ég
hata þig Charles! Ég hata þig!
Hann yppti öxlum og sneri sér
undan. Frúin sagði aumingja-
lega: — Svona ættirðu ekki að
tala. Þú veizt, að það er algjör-
lega óviðeigandi, að þú sért að
fá bréf án þess að ég viti um það.
Ekki veit ég, hvað hann þabbi
þinn mundi segja, ef hann frétti
það?
— Pabbi? Nei, það er hann
Charles, sem er alltaf að gera
mig ólukkulega, og hefur gaman
af.
Hann leit á hana um öxl. —
Það þýðir víst lítið þó að ég segi
það vera mína einlægu ósk, að
þú sért ekki óhámingjusöm.
Hún svaraði engu, en braut sam
an bréfið með skjálfandi hönd-
um, og stakk því í barminn, og
sendi honum ögrandi augnagotu
um leið. Hún fékk fyrirlitningar
augnatillit í staðinn, og hr. Riv-
enhall hallaði öxlinni upp að ar-
inhillunni, stakk höndum í buxna
vasana og beið með hæðnissvip
eftir því sem hún kynni að segja
næst
En hún þurrkaði bara augun
og snökti ofurlítið. Hún var fal-
leg stúlka, og gullnu lokkarnir
féllu fagurlega að fallegu andlit-
inu, sem nú hafði roðnað ofur-
lítið af reiði, en það fór henni
vel. Bróðir hennar, sem tók- eft-
ir þessu, lét þess getið, kaldrana
lega, að hún ætti að sleppa sér
sem oftast, því að það gæfi and-
liti hennar ofurlítinn svip, en
annars væri það heldur heimsku
legt.
Þessi illkvittna athugasemd
beit ekki á Ceciliu. Hún gat ekki
annað en tekið eftir því, að hún
vakti almenna aðdáun, en samt
var hún hógvær stúlka og vissi
ekkert óhóflega vel af sinni eig-
in fegurð, og hefði miklu heldur
viljað vera dökk á brún og brá,
eins og þá var mest í tízku. Nú
settist hún hjá móður sinni og
sagði hóglega: —J>ú getur ekki
neitað því, Charles, að það er þér
að kenna, að mamma hefur feng
ið þessa óskiljanlegu óbeit á hon
um Augustusi!
— Þetta er mesti misskilning
ur hjá þér, góða mín, sagði frú-
in, alvarlega. — Ég hef enga óbeit
á honum, en hinu get ég ekki
neitað, að mér finnst hann ekki
æskilegur eiginmaður.
— Það er mér alveg sama,
sagði dóttir hennar. Hann er
eini maðurinn, sem ég gæti feng
ið nokkra ást á . . . og yfirleitt
ættuð þið alveg að gefa frá ykk
ur alla von um að ég líti við til-
boði Charibury lávarðar, svo
ginnandi sem það kann að vera,
því að það geri ég aldrei.
— Þú varst því annars ekki
svo sérlega fráhverf, þegar þú
heyrðir það fyrst, sagði Charles.
— En þá hafði ég ekki kynnzt.
Augustusi. Hann er skáld og þol
ir ekki þessa hversdagslegu
vinnu í se.odiráði.
— Það er ekki nema satt.
aHnn er álíka óhæfur til hennar
og til hins að sjá fyrir konu. Þú
skalt ekki halda, að ég fari að
styðja þig í þessari vitleysu, og
heldur ekki færðu samþykki föð
ur okkar, meðan ég hef eitthvað
að segja.
— Ég veit ósköp vel, að það
ert þú, sem ræður öllu hér í hús-
inu, sagði Cecilía og tárin runnu
niður eftir kinnunum. Ég vona,
að þú verðir ánægður þegar þú
hefur gert mig viti mínu fjær af
örvæntingu.
— Ég mætti kannski minna
þig á, að þú hefur ekki tekið
þessu glæsilega tilboði Charl-
bury lávarðar fjarri?
Frú Ombersley hallaði sér
fram og greip aðra hönd dóttur
sinnar. — Þú veizt, elskan mín,
að þetta er ekki nema satt. Og
meira að segja hélt ég, að þér
litist alveg sérlega vel á hann.
Þú mátt ekki halda, að við pabbi
þinn förum að neyða þig til að
giftast neinum, sem þú hefur ó-
beit á, enda væri það skammar-
legt. Og það mundi Charles held
ur ekki geru, eða mundirðu það,
Charles?
— Nei, vissulega ekki. En svo
mundi ég heldur ekki samþykkja
að hún giftist svona tildurrófu
eins og honum Augustus Fawn-
hope.
Cecilía leit upp. — Augustus
verður í minnum hafður löngu
eftir að þið öll verðið fallin í
gleymsku.
— Já, skuldheimtumennirnir
hans muna áreiðanlega eftir hon
um. En dugar þér það í staðinn
fyrir ævilangan flótta undan
rukkurum?
Frú Ombersley gat ekki varizt
hrolli. — Æ, elskan mín, þetta
er því miður alltof satt. Þú get
ur ekki hugsað þér þá niðurlæg-
ingu . . . jæja, en við skulum nú
ekki fara að tala um það.
— Það þýðir ekki að tala við
systur mína um neitt, sem ekki
finnst í rómönunum í bókasafn-
inu, sagði Charles. — Maður
skyldi halda, að hún væri þakk-
lát, eins og komið var fyrir þess
ari fjölskyldu, fyrir svona glæsi-
legt tilboð eins og henni bauðst.
Nei, ekki aldeilis En ef ekki vill
betur mamma, þá er bezt að
senda hana til Ombersley og vita
hvórt sveitasælan getur ekki
komið fyrir hana vitinu.
Með þessari hræðilegu ógnun
gekk hann út og lofaði systur
sinni að gráta og móður sinni að
jafna sig með því að þefa úr ed-
iksflöskunni sinni.
Borgarnes
Umboðsmaður Morgun-
blaðsins í Iíorgarnesi er HörS-
ur Jóhannsson, Borgarbraut
19. — Blaðið er í lausasölu á
þessum stöðum í bænum:
Hótel Borgarnesi, Benzínsölu
SHELL við Brákarbraut og
Benzínsölu Esso við Borgar-
braut.
Búðardalur
tJtsölumaður MBL. í Búð-
ardal er Kristjana Ágústsdótt-
ir. Blaðið er Iíka selt í Benz-
ínafgreiðslu B.P. við Vestur-
landsveg.
Stykkishólmur
UMBOÐSMAÐUR Morgun-
blaðsins í Stykkishólmi er
Víkingur Jóhannsson, Tanga
götu 13. Ferðafólki skal á
það bent að í lausasölu er
blaðið selt í benzínsölunni
við Aðalgötu. —
AKUREYRI
Afgreiðsla Morgunblaðs-
ins er að Hafnarstræti 92.
simi 1905.
Auk þess að annast þjón-
ustu blaðsins við kaupend-
ur þess í bænum, er Akur-
eyrar-afgreiðslan mikilvæg-
ur hlekkur í dreifingarkerfi
Morgunblaðsins fyrir Norð-
urland allt. Þaðan er blaðið
sent með fyrstu beinu ferð-
um til nokkurra helztu kaup
staða og kauptúna á Norður-
Iandi, svo og til f jölda ein-
staklinga um allan Eyjaf jörð
Á Egilsstöðum
HJÁ Ara Björnssyni í Egils-
staðakauptúni er tekið á
móti áskrifendum að Morg-
unblaðinu. Þar í kauptún-
inu er Morgunblaðið selt
gestum og gangandi í Ás-
bíói og eins í Söluskála kaup
félagsins.
— Vesper, sýndu James, hvernig
hinu nýja starfi hans verður háttað.
— Hvernær getur þu lagt af stað?
— í kvöld, jafnskjótt og áætlunin
liggur ljós fyrir.
Eftir IAN FLEMING
— Hér er það sem þér þurfið, herra
Bond.