Morgunblaðið - 15.06.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.06.1965, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 15. júní 1965 MORGU N BLAÐIÐ 19 FERÐASKRIFSTOFUR Tvítug stúlka, sem stundað hefur nám í skólum, bæði í Sviss og Englandi og talar auk þess norður- landamál, óskar edtir atvinnu á komandi hausti. Tilboð sendist í P. B. 176, Vestmannaeyjum, merkt: „Ferðaskrifstofur". Husbyggjendur Af sérstökum ástæðum get ég bætt við mig verk- um nú þegar. — Hef góða smiði, þaulvana móta- uppslætti. — Upplýsingar í síma 22825. PARÍS HAMBORG KAIPMANNAHÖFIM PARÍS HAMBORG KAUPMANNAHÖFN ★ Fjórar höfuðborgir ic Bílferð um fimm lönd Ein ódýrasta ferð sumarsins. Þægilegar flugferðir heiman og heim. 15 daga ferð — kr. 11.874,00. Allt innifalið. Brottför 26. ágúst. IT L&L 110. Hér er um að ræða skemmti- lega Parísarferð, auk þesa sem við skoðum nokkrar vin- sælustu ferðamannaborgir álfunnar, en um leið gleym- um ekki löndunum sjálfum. Ferðast er um nokkur feg- urstu héruð Hollands og Belgíu og nefna má, að á heim leiðinni er farið um staði eins og Reims, Dinant og Köln að ógleymdri Hamborg, þar sem við dveljum í þrjá daga. Ekki er þörf að hafa mörg orð um París, sem notið hefur vin- sælda ferðamanna um alda- raðir. Farþegar mæti við afgreiðslu Loftleiða í Reykjavik kl. 13,00 þann 26. ágúst. Er þeim ekið til Keflavíkurflugvallar. — Kl. 14,30 er flogið með einni af hinum þægilegu DC6b flug vélum Braathens SAFE, án viðkomu til Malmö í Svíþjóð. Þar er komið kl. 21,00 og farið með ferjunni yfir til Kaup- mannahafnar. Þar er dvalið á Hotel Kansas, sem er vel staðsett í miðbænum- 27. ágúst: Dvalið í Kaup- mannahöfn. Þessi dagur er far þegum til frjálsra ráðstafana. 28. ágúst: Snemma um morg uninn er ekið með iþægilegum langferðabíl í suðurátt frá Kaupmannahöfn. Haldið er í áttina til dansk-þýzku landa- mæranna, síðan um Suður- Schlesvig, um Hamborg, sem við heimsækjum á bakaleið- inni og til bæjarins Delmen- horst. 29. ágúst: Eftir morgunverð er haldið frá Delmenhorst um Nordhorn og yfir landamærin til Hollands. Sérkenni lands- ins, skurðirnir, vindmyllur, frjóssamir akrar og hreinar borgir koma fljótt fram. Skömmu síðar er enn farið um landamæri og nú inn í Belgíu. Farið verður m.a. um Ant- werpen, gegnum göngin undir Schelde-fljótið og litlu síðar er komið til Brússel, höfuð- borgarinnar. 30. ágúst: Þetta verður sið- asti áfanginn til Parísar. Ekið er einnig þennan dag um marga merka staði, en á þess ari leið eru margir þeirra staða, sem frægastir urðu í heimsstyrjöldinni fyrri. Þegar við nálgumst París ber fyrst Eiffelturninn við himin. Strax fyrsta daginn kynnumst við nokkrum þeim stöðum í borg- inni, sem þekktastir eru, t.d. Sigurboganum, Concorde-torg inu, gröf óþekkta hermanns- ins, Óperutorginu, Notre- Dame kirkjunni, gröf Napole- ons og þannig mætti lengi telja. 31. ágúst: Þennan dag efn- um við til ferðar út til Versala sem öllum er frjálst að taka þátt í. Bæði byggingarnar svo og hinar frægu garðar eru það umfangsmiklir að ætla verður heilan dag til þessarar ferðar. Ferðin er innifalin í heildar- verði ferðarinnar. 1. sept.: Þetta er dagur í París til frjálsrar ráðstöfun- ar. Um kvöldið er tilvalið að skoða næturlíf Parísar, sem heimsfrægt er. 2. sept.: Frjáls dagur í París 3. sept.: Nú yfirgefum við Paris og höldum í austurátt. Fyrst heimsækjum við Reims og skoðum hina heimsfrægu dómkirkju þar. Siðar komum við í kastalabæinn Dinant við fljótið Meuse. Þessi héruð í Ardennafjöllunum búa yfir mikilli náttúrufegurð og eru því viðbrigðin mikil þegar ekið er um iðnaðarhéruð Belgíu, t.d. bæinn Liege Og síðar inn í Þýzkaland. Farið er um Aachen og gist í bæn- um Diiren. 4. sept.: Ekið frá Dúren til Kölnar. í Köln skoðum við að sjálfsögðu Kölnar-dóm- kirkjuna, sem að miklu leyti hefur verið endurbyggð eftir skemmdir frá síðasta stríði. Seint um dainn er komið til Hamborgar. Þar mun marga langa til að heimsækja St. Pauli, skemmtihverfi Ham- borgar, sem allir Islendingar hafa einhvern tíma heyrt nefnt. 5. sept.: Frjáls dagur í Ham borg. Verzlanir eru margar og góðar þar, og vöruverð þykir einkar hagstætt. 6. sept.: Enn leggjum við land undir fót, síðasta spölinn til Kaupmannahafnar. Ekið er um Frederica óg komið' seint um daginn til kóngsins Kaupinhafnsu-. 7. —8. sept.: Frjálsir dagar í Kaupmannahöfn. 9. sept.: Snemma morguns er farið yfir sundið til Malmö og ferðast heim með flugvél Braathens SAFE. Lent verður seinni hluta dags í Keflavík og farþegar fluttir til Reykja- víkur. , ★ VERÐ Verð ferðar kr. 11.874,00. ínnifalið í verðinu er: Flug ferðir milli landa, bílferðir svo sem segir í ofan- greindri áætlun með kynnisferðum, fararstjóri, söluskattur, gistingar og fullt fæði allan tímann, nema tvo síðustu dagana í Kaupmannahöfn, en þá er aðeins morgunverður inni- falinn. — Ekki er innifalið: Flugvallarskattur í Malmö (Skr. 15,00), drykkir með na-at og aðrar persónulegar ?reiðslur. LÖND OG LEIÐIR Aðalstrœfi 8 - Símar 20800 - 20760 Iðnaðarhusnæði Mjög gott 150 ferm. iðnaðarhúsnæði á jarðhæð laust nú þegar. — Upplýsingar í síma 25942 í dag milli kl. 18 og 20. Til sölu rafdrifinn vörulyftari í mjög góðu lagi á sanngjörnu verði. — Upplýsingar í síma 51551. Keflavík Til sölu er nú þegar vegna brottflutnings íbúðar hæð, 3 herb. og eldhús og tvö lítil herbergi í risi í eldra húsi. Lóð ræktuð og girt. — íbúðin er í 1. fL ástandi. Útborgun ca. 120—150 þús. kr. — Nánari upplýsingar gefa: Hans Eriksen, sími 1784, og Eigna og verðbréfasalan, símar 1430 og 1234. Til leigu Höfum verið beðnir að leigja 5 herbergja nýlega íbúð. íbúðin er laus nú þegar. — Upplýsingar um íbúðina verða veittar í síma 16766 frá kl. 2—5 síðd. MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA Vagns E. Jónssonar og Gunnars M. Guðmundssonar. Austurstræti 9. — Símar 14400 og 20480. HÆNSNABÍÚ Mjög arðbært hænsnabú til sölu ásamt öllu tilheyr- andi. Sem sagt íbúð, 3ja ha. land getur fylgt. Ýmiskonar hlunnindi og góð sölusambönd. Upplýsingar gefur; FASTEIGNASALAN Tjarnargötu 14. Símar 23987 og ^0625. HAGTRYGGING HF. auglýsir eftir starfsfólki 1. FramkvæmdastjórL 2. Skrifstofustúlka. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um mennt un og fyrri störf leggist inn á skrifstofu Hagtrýgg- ing h.f. fyrir 25. júní nk. — Fyrirspurnum ekki svar að í síma. HAGTRYGGING HF. Bolholti 4. Til sölu m.a.: 5 herb. risíbúð við Lönguhlíð um 130 ferm. ásamt háalofti yfir allri íbúðinni, þar sem gera mætti með góðu móti a.m.k. 2 herbergi. Hluti af íbúð- inni hentar vel til að leigja út, m.a. 2 sérstök herb. á fremri gangi: — íbúðin er mjög lítið undir súð og með skemmtilegum kvistgluggum. Sér hiti, hitaveita, inngangur er sameiginlegur með miðhæð- inni, þvottahús með 3 öðrum íbúðareigendum. Góð teppi á stofum og skála. 4ra herb. 1. hæð við Bólstaðahlíð, um 117 ferm. _ Ný og vönduð íbúð, laus strax. 4ra herb. 1. hæð við Barmahlíð um 125 ferm. — Tvíbýlishús. JÓN INGIMARSSON, lögmaður Hafnarstræti 4 — Sími 20555. kl. 10—12 og 14—16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.