Morgunblaðið - 02.07.1965, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ
Fðsturtagur 2. juíí 1965
Fyrstu bátarnir farnir
ásíld
fí ísafirði, 1. júíi.,
FRÉTTIN um lausn siidar-
áleilunnar varð ölilum mikið fagn
Beiboingu
Rvíkurborgu
fyrir 1964
sunþykktir
somhljóðn
Á FUNDI borgarstjórnar
Reykjavíkur í gær voru reikn
ingar Reykjavíkurborgar fyr
ir árið 1964 til annarrar um-
ræðu. Umræður um reikning-
ana voru stuttar og voru þeir
samþykktir að þeim loknum
með 12 samhljóða atkvæðum,
en kommúnistamir þrír sátu
hjá.
Það vakti athygli, að gagn-
rýni minnihlutaflokkanna var
að þessu sinni mjög kraftlítil
Endurskoðendur minnihlutans
gerðu engar athugasemdir við
reikningana og sú gagnrýni,
sem á fundinum var höfð uppi
á fjármálastjórn borgarinnar,
var mjög veigalitil.
Verður skýrt frá umræðun
um síðar hér í blaðinu.
Atvinnuflug-
menn ljúkju
prófum
NÝLEGA hefur hópur atvinnu
flugnema lokið bóklegum próf-
um frá flugskóla Flugsýnar á
Reykjavíkurflugvelli, og stóðust
allir prófið. Hæstu meðaleink-
unn hlaut Sigurður Elli Guðna-
son, Suðurlandsbraut 64, Reykja
vík, 94,2 stig, en hæst er gefið
100 st.
Skólastjóri bóklega skóla
Flugsýnar er Jón Óskarsson,
flugumsjónarmaður, og kenndi
hann síglingafræði. Veðurfræði
kenndi Jónas Jakobsson veður-
fræðingur, flugreglur kenndi
Valdimar Ólafsson, yfirflugum-
ferðarstjóri, og flugeðlis- og
vélfræði kenndi Lárus Gunnars-
son flugvirki.
Nú stendur yfir innritun nem
enda í bóklega skólann fyrir
næsta vetur, bæði fyrir einka-
flugmenn og atvinnuflugmenn.
Kennsla byrjar 15. október n.k.
(Fréttatilkynning frá Flugsýn).
AKRANESI, 1. júlí. — Humar-
báturinn Ásmundur kom inn í
morgun og landaði 7 tonnum af
fiski og 10 kg af slitnum humar.
Þilfarstrillan Frosti, fjórir á,
landaði sl. þriðjudag í Reykja-
vík 4,5 tonnum af ísvörðum fiski,
sem þeir veiddu á handfæri vest-
ur af Flaki á Breiðafirði.
aðarefni hér um slóðir og strax
fyrir kl. 8 voru sjómenn komnir
niður að bryggju að bátum sín-
um, en í höfninni hér lágu um
10 síldarbátar frá ísafirði, Hnífs
dal og Rolungarvík. Margir höfðu
tekið næturnar upp á bryggju og
var strax hafizt handa um að
taka þær um borð. Guðbjörg frá
ísafirði komst fyrst af stað kl.
2)1.30. Guðbjartur Kristján mun
vera rétt á förum nú um kl.22 og
síðan fara bátarnir hver af öðrum
í kvöld, þótt vera kunni að 2 eða
3 þeirra verði síðbúnir, þar sem
allmargir skipverja eru í Reykja
vík eða annars staðar fjarri, en
þó munu einhverjir þeirra vænt
anlegir hingað með flugvélum i
kvöld. — H.T.
.
., ■ “ ■■ : >-
i '' ■ *■
Það var uppi fótur og fit við höfnina í gær, er það sþurðist, að síldveiðideilan væri leyst. —
Myndir þessar tók ljósm. Mbl. Ól.K.M. í gærkveldi, og á þeirri efri sést fyrsta síidarskipið
leggja úr höfn í Reykjávík í gær, en það var Guðmundur Þórðarson. Á neðri myndinni sést hvar
Þorsteinn leggur úr höfn og fyrir framan hann er Guðmundur Þórðarson að skríða út úr hafn-
armynninu. — Nokkur skip héldu á miðin frá Seyðisfirði og Norðfirði, þegar í gærkvöldi. í
gærkvöldi og í nótt var stöðugur straumur fólks til Austfjarða. Voru það bæði áhaínir sildveiði
skipanna og annað fólk, sem vinnur við síldina í sumar.
Sumarferð Sjálf-
stæðisfélaganna
í Hafnarfirði
HIN árlega sumarferð fulltrúa-
ráðs sjálfstæðisfélaganna í Hafn
arfirði verður farin sunnudag-
inn 4. júlí n.k.
Lagt verður af stað frá Sjálf-
stæðishúsinu kl. 8 f.h. stundvís-
lega. Ekið verður til Selfoss, að
Múlakoti og þar snæddur hádeg-
isverður. Síðan verður ekið a5
Keidum, Gunnarsholti, Hellu
Skálhólti um Laugardal, Lyng-
dalsheiði og síðan að Gjábakka
á Þingvöllum.og þar snæddur
kvldverður. Að því loknu verð-
ur ekið um Þingvelli heimleiðis.
Þátttökugjald er kr. 300, há-
degis og kvöldverður er inni-
falið í verðinu. Þátttakendur eru
beðnir að hafa með sér kaffi
fyrir feiðina.
Væntanlegir þátttakendur eru
vinsamlega beðnir að tilkynna
þátttöku sína í dag föstudag
kl. 14 — 18 í Sjálfstæðishúsinu,
Hafnarfirði. Sími 50228.
Varðskipið Albert
flytur fólk frá
Ingólfsfirði
Skagaströnd, 1. júlf.
VARÐSKIPIÐ Albert kom hér í
dag með 29 farþega, sem það
tók á Ingólfsfirði. Fólk þetta er
úr Árneshreppi, og hafði það
með sér þrjá jeppa og eina fólks
bifreið, sem ætlunin er að nota
á ferðalagi um landið. Þettá fólk
var flest að fara á landsmót
Ungmennaféiags Islands að
Laugarvaini. — Þórður,
Flugþjonustan hf.
Nýtt flugfélag Flugfélagsins
og Björns Pálssonar
SAMNINGAR hafa nú tekizt með
Flugfélagi lslands og Birni Fáls-
syni um stofnun félags, sem tek-
1 ur að sér flugrekstur þann, er
Björn Pálsson hefur haft á hcndi
og kaupir eignir flugþjónustu
Björns Pálssonar. Þetta nýja fé-
Alþingi ekki kvaft saman
EINS og skýrt var frá í Mbl.
i gær, fóru þingflokkur og
framkvæmdarstjóm Framsóknar
flokksins svo og formaður þing-
flokks Aiþýðubandalagsins þess
á leit við forsætisráðherra í fyrra
dag, að Alþingi yrði kvatt sam-
an til fundar vegna síldardeil-
unnar. Ríkisstjórnin hefur nú
svarað þessu með svohljóðandi
tilkynningu:
„Tilmælum Alþýðubandalags-
ins og Framsóknarflokksins um
að Alþingi verði kvatt til fund-
ar hefur ríkisstjómin svarað
þannig:
„Fo.rsætisráð uney tið
Reykjavík, I. júlí 1965.
Ríkisstjórnin telur að kvaðn-
ing Alþingis til aukafundar nú
mundi ekki greiða fyrir lausn
aðsteðjandi vandamála, sem
ríkisstjórnin ásamt ýmsum öðr-
um vinnur að lausn á eftir þeim
leiðum, sem líklegastar eru til
árangurs. 1 þessum efnum hcfur
ríkisstjórnin samráð við stuðn-
ingsflokka sína og mun að sjálf-
sögðu taka til athugunar allar
tillögur frá öðrum þingflokkum
tii lausnar vandanum, ef ein-
hverjar siíkar kynnu að koma
fram. Af þessum ástæðum verð-
ur ekki fallizt á máialeitan þá,
sem felst í erindum þingflokks
og framkvæmdastjórnar Fram-
sóknarflokksins og þingflokks
Alþýðubandalagsins da&S. 30.
júní 1965.
Bjarní Benediktsson (sign)
Birgir Thorlacius (siguj.
lag heitir Flugþjónustan h.f. og
eru hluthafar í henni annars veg-
ar Björn Pálsson og sonur hans
Sveinn, sem eiga 40%. Hins veg-
ar Flpgfélag Islands ásamt fjór-
um einstaklingum: Erni Ó. John-
son, Birgi Þorgilssyni, Einari
Helgasyni og Jóhanni Gíslasyni,
en þeir eru allir starfsmenn
Flugféiagsins. Hlutafé hins nýja
félags er 3,5 millj. króna og
keypti félagið eignir Björns Páls-
sonar fyrir tæpar 6,3 millj. króna.
Framkvæmdastjóri Flugþjón-
ustunnar h.f. verður Björn Páls-
son og verður rekstrinum hagað
á svipaðan hátt og Björn Páls-
son starfaði áður: Vélar verða
leigðar til sjúkraflugs og annarra
ferða og auk þess verður haldið
uppi áætlunarferðum á þeim leið-
um, þar sem Björn hefur sérleyfi.
í viðtali við fréttamenn'í gær
sögðu þeir Örn Ó. Johnsori og
Björn Pálsson, að þeir vonuðust
tii að þessi nýja flugsstofnun
yrði til að styrkja innanlands-
flugið og auka flugþjónustu við
landsbyiggðina. Félaginu verður
ætlað að starfa sjálfstætt að
mestu leyti. Farþegaafgreiðsla
verður á sama stað og áður hjá
Birni Pálssyni — og viðhald
flugvéla fer áfram fram í gömlu
húsakynnunum. Samt er líklegt
að samvinna verði milli Flug-
þjónustunnar og Flugfélags ís-
lands í daglegum flugrekstri
eftir því sem henta þykir, en frá
þeim hliðum málsins er enn ekki
gengið. Samningarnir voru undir
ritaðir í gærmorgun en ekki hef-
Ur enn verið gengið frá öllum
framkvæmdáratriðum.
Sagði Björn Pálsson, að Slysa-
varnafélagið ætti hlut í tveimur
flugvéla sinna og hefði félagið
óskað að eiga þann hlut áfram.
Annars eru flugvélar Björns,
þær sem hann nú selur, fjórar
talsins og hafa þær samtals 34
farþegasæti.
Björn Pálsson hefur fengið sér-
leyfi til að fljúga til eftirgreindra
staða, en reiknað er með að
Flugþjónustan h.f. taki nú að
sér flug þangað: Patreksfjarðar,
Hellissands, Þingeyrar, Önundar-
fjarðar, Reykjaness, Gjögurs,
Stykkishólms, Vopnafjarðar oig
Hólmavíkur, en til síðastnefnda
staðarins hefur lítið verið flogið
vegna lítils flutnings samkv. þvi
er Björn Pálsson sagði á blaða-
mannafundinum í gær.