Morgunblaðið - 02.07.1965, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐID
Fostu'dagur 2. júíl 1965
SAGA AF TVEIM ÞJODUM
Morgunblaðið birtir
hér á eftir grein Juan
Bosch, fyrrum forseta
Dóminikanska lýðveld-
isins, en hún er svar
við grein þeirri eftir
John Bartlow Martin,
sem blaðið hirti í gær
og fjallaði um ástandið
í landi Bosch og viðræð-
ur Martins við hann.
San Juan, Puerto Rico.
ÞEGAR Abe Portas, náinn vin-
ur Johnsons forseta, hringdi til
að skýra mér frá því, að John
Bartlow Martin, sendiherra,
yrði sendur til Santo Domingo
sem sérlegur fulltrúi Hvíta húss
ins urðu fréttirnar mér gleði-
efni. Ég áleit, að Martin þekkti
ástandið í landinu og yrði fær
um að sjá í gegn um þann
falska áróður, sem hafði stuðl-
að að öngþveiti erfiðustu daga
hinnar lýðræðislegu og stjórnar
farslegu byltingar sem átti sér
stað í landi mínu. Eftir að hafa
rætt við Martin tvívegis þann
3. maí gerði ég mér þó grein
fyrir því, að sendiherrann var
ófær um að skilja hugarfar
Dóminikumanna, jafnvel þótt
hann hafi búið meðal vor í
meira en ár og jafnvel þótt ég
hafi oftar en einu sinni rætt við
hann um afstöðu þjóðarinnar
til byltingar. Hann var og er
viðkvæmur og góðhjartaður
maður, maður sem finnur til
samúðar með- þeim, sem þola
hungur í Dóminikanska lýðveld
inu, en hann hefur aldrei orðið
sér meðvitandi um, hvað þessi
þjóð er, hvert hún stefnir eða
fyrir hverju hún berst.
I>essi misbrestur hans var
ekki móðgandi fyrir mig eins
og hann gefur í skyn í grein
sinni I Life, þegar hann segir:
„Bosch auðsýndi mér vináttu
persónulega .... en hann vildi
ekki tala við mig um atburðina,
þar sem ég hafði sagt opinber-
lega, að samkvæmt áliti mínu
hefði flokkur hans fallið í hend-
ur ævintýramanna og Castro-
kommúnista . ..“
Ég fær ekki skilið, hvers
vegna Martin skrifaði þessi orð.
Þegar rektor háskólans í Puerto
Rico, Jaime Benitez, hringdi til
að segja mér að Martin væri
heima hjá honum og vildi ræða
við mig (kl. var 12.30 árdegis
3. maí) lagði ég þegar af stað
heim til Benítez án nokkurra
athugasemda. Mér var þegar
kunnugt um, að Martin hafði
sagt, að byltingin væri í hönd-
um kommúnista og ég hafði
heyrt sjálfan Johnson halda því
fram, en það hafði ekki áhrif
á mig. Þvert á móti höfðu þeir
Martin og Johnson gert sig seka
um fölsun með því að staðfesta
nokkuð, sem þeim yrði ekki
unnt að sanna fyrir þjóð sinni
eða umheiminum, fölsun, sem
á endanum myndi koma þeim
í erfiða aðstöðu og reynast til
hagsbóta fyrir frelsisbaráttu
dóminikönsku þjóðarinnar.
Sá áburður, að stjórnréttinda-
hreyfingin dóminikanska væri
undir stjórn kommúnista, mátti
ekki bíða, þar sem bandarísk-
ur her var sendur að mínum
dómi til Santo Domingo til að
kæfa þessa hreyfingu — þótt
ekki væri unnt að segja svo
opinberlega. Ég er þess full-
viss, að Johnson forseti hafi
einlæglega trúað því, að land-
gönguliðarnir færu til Santo
Domingo til að bjarga manns-
lífum, en ég verð einnig að
segja, að jafnskjótt og fyrstu
landgönguliðarnir lentu í iandi
mínu vissi ég, að þeir voru þar
til annars meira.
i»ar sem ég gerði mér grein
fyrir, hvaða öfl væru að verki
í Washington, sendi ég John-
son forseta skeyti frá Puerto
• Rico og varaði hann við því,
að hópar manna ynnu að því
að fá hann til að senda meira
herlið til Santo Domingo en
nauðsynlegt væri til að flytja
burtu bandaríska borgara. Ég
vissi, að þessir hópar myndu
færa fram þau rök til að ná til-
gangi sínum, að byltingin hefði
fallið undir stjórn kommún-
ista.
Þar sem ég var bæði stjórn-
málalega og sálfræðilega’búinn
undir yfirlýsingar Martins og
Johnsons, hvers vegna skyldi
ég þá neita að tala við sendi-
herrann sökum þess sem hann
hafði sagt? Mér virðist Martin
hafi lýst ótta sínum en ekki af-
Juan Bosch
stöðu minni, þegar hann heldur
því fram, að ég hafi ekki vilj-
að ræða við hann um atburð-
ina í landi mínu. Ég fagnaði
honum af þeirri vináttu, sem ég
bar, og ber enn, til hans.
Martin hóf fyrstu viðræður
okkar með því að skýra frá því,
að öllu væri lokið í Dómini-
kanska lýðveldinu. Það væri
ekkert sem unnt væri að gera
þar og enginn yrði fær um að
finna lausn á því öngþveiti sem
ríkti þar. Ég sagði, að væri á-
standið þannig skyldi hann út-
vega mér flugvél svo ég gæti
farið til Santo Domingo.
„Nei, það er útilokað. Þeir
munu drepa yður,“ svaraði
hann.
„En ef svo margir Dómini-
kanar eru að deyja þá skiptir
það litlu máli, hvort ég dey,“
sagði ég.
„Hr. forseti, þér skiljið ekki
hvernig ástandið er. Yðar menn,
menn Wessin y Wessins, jafnvel
landgönguliðarnir, hafa skotið á
mig. Það er algjör ringulreið á
staðnum. Ef þér farið munu
þeir drepa yður og þér eruð
leiðtoginn. Þér megið ekki
deyja.“
Ég bjóst við þessu svari. —
Þriðjudaginn 27. apríl hafði
annar sendiráðsritari banda-
rísku sendisveitarinnar í Santo
Domingo kallað til nokkurra
af forystumönnum Dómini-
kanska byltingarflokksins (P.R.
D.), að ég gæti ekki snúið aft-
ur til lands míns.“ Við munum
ekki fallast á afturkomu Bosch“
voru orð hans. Laugardaginn
1. maí — tveim dögum fyrir
samtalið við Martin — þegar
Fortas sagði mér í símtali, að
eftir 10 mínútur fengju land-
gönguliðarnir skipun um að ráð
ast á lið byltingarmanna, svar-
aði ég því til, að sem stæði
væri aðeins ein lausn á málinu
að mínum dómi. Að ég færi til
Santo Domingo. Ég óskaði eft-
ir að fá flugvél til ferðarinn-
ar, en Fortas gaf enga bend-
ingu um að stjórn hans myndi
fallast á bón mína.
Svo við komum aftur að sam-
tali mínu við Martin, þá hélt
hann áfram að tala um stjórn
kommúnista á byltingaröflun-
um í dóminikanska lýðveldinu.
Það var tilgangslaust að reyna
að skýra málið. Martin vissi
ekki að 50 árum áður hafði
verið gerð svipuð bylting' í
Mexíco og að hún var ekki
kommúnistísk. Hann vissi ekki,
að byltingar kommúnista fara
eftir ólíkri uppskrift og sam-
kVæmt henni koma kommún-
istar sér fyrir. í valdastöður og
hleypa svo byltingu sinni af
stað.
Sovézkur embættismaður
mundi aldrei falla í þá gildru að
rugla saman kommúnistískri
byltingu og byltingu lýðræð-
issinna, en bandarískir embætt-
ismenn nú til dags eru ljóslega
þeirrar skoðunar, að lýðræðis-
sinnar geri ekki byltingar. Ef
til vill liggur skýringin í því,
að sovézkir embættismenn
leggja stund á stjórnmál, þeir
vita hverjir kommúnistarnir
eru, hverjir eru bandamenn
þeirra og óvinir,- en bandarísk-
ir embættismenn eru yfirleitt
fólk, sem hefur öðlazt stöður
sínar fyrir skriffinnskuhæfi-
leika ,vegna vináttu við yfir-
boðara sína eða vegna náðar
flokkanna. Þess vegna hafa
Bandaríkjamenn ekki þörf fyr-
ir að leggja stund á stjórnmál,
upplsýingalindir þeirra láta
stjórnast af duttlungum og
dómar þeirra eru oft háðir til-
finningum og persónulegum
skoðunum. Yfirleitt vita þeir
ekki hverjir eru lýðræðissinn-
arnir í löndum Ameríku. Það
virðist næstum vera höfuð-
regla, að þeir vírðast gruna um
kommúnisma sérhvern mann
sem talar um frelsi og þjóðfé-
lagslegt réttlæti. Kommúnista-
hræðslunni er svo stöðugt hald-
ið við í Bandaríkjunum án
nokjcurrar alvarlegrar skýring-
ar á hvað kommúnisminn er
eða hvernig hann hegðar sér,
að rökfastur maður eins og
Martin varð að álíta, að bylt-
ingin í Santo Domingo væri
kommúnistísk, þar sem hún
svaraði ekki til þess s,em hann
og milljónir Bandaríkjamanna
halda að bylting sé.
í Bandaríkjunum hefur sú
skoðun unnið á, að hernaðar-
legt coup d’état sé bylting, en
þjóðfélagslega séð er coup d’
état aðeins uppþot, ekki bylt-
ing. Bylting er nokkuð sem á
sér miklu dýpri rætur. Það er
þegar fólkið snýst gegn hinum
hefðbundnu kúgurum sínum.
Við Suður-Ameríkumenn höf-
um upplifað margar byltingar.
Sum lönd, eins og Venezuela
og Mexico, hafa haft fleiri en
eina. Og auðvitað hafa verið
fjölmörg dæmi um valdatöku
hers án þess að um byltingu
hafi verið að ræða.
John Bartlow Martin vissi,
þar sem hann hafði verið sendi
herra í Santo Domingo í meira
en ár, að það voru ekki nægi-
lega margir kommúnistar í
landi mínu til að stjórna góðu
hóteli, hvað þá landinu. En
Martin sendiherra hafði ekki
nægilega þjálfun til að greina
á milli byltingu kommúnista og
lýðræðissinna. Hefði fólkið ver-
ið vopnað og skotum hleypt
af öðru hverju hefðu komm-
únistar verið að verki. Rússi
hefði skilið umsvifalaust, að
þetta var dæmigerð bylting lýð
ræðissinna, sem skorti allt
skipulag — þ.e. þveröfugt við
kommúnistíska byltingu, sem
er nákvæmlega skipulögð áður
en henni er leyft að brjótast
út. —
Það var í rauninni enginn
vegur að samrýma skoðanir
okkar Martins. Eins og hann
sjálfur gaf sem skýringu, þá
hafði hann ekki borðað eða
baðað sig í þrjá daga og hann
hafði sofið í þrjár nætur á gólfi
bandaríska sendiráðsins í Santo
Domingo. Það var greinilegt, að
einhver hafði af snilld sinni
séð til þess, að hann fékk eins
konar sálfræðilega þriðju gráðu
meðhöndlun. Martin sendiherra
gekk svo langt að segja mér
fyrstu viðræðunótt okkar, að
höfuð hefðu verið skorin af fólk
inu og hann sagði mér meira
að segja frá þeim stöðum, sem
höfuðin hefðu verið á til sýnis.
Hann talaði um aftökusveitir og
alls kyns glæpi. Ég vona að
Martin sendiherra sé nú sann-
færður um að ekkert af þessu
átti sér stað.
Frá þeirri stundu er land-
gönguliðarnir lentu í San Isidro
fannst mér sem Bandaríkin
hefðu komið sér í vandræði án
þess að hafa reiknað með ai-
leiðingum gerða sinna. Ennfrem
ur fannst mér þetta vera al-
varlegt mál, sem næði út fyrir
landamæri Santo Domingo og
Bandaríkjanna og að Washing-
ton myndi eiga erfitt með að
finna leið út úr ógöngunum. —
Dóminikanska byltingin var
kæfð í krafti öflugra hervalds,
en álit Bandaríkjanna í hinum
frjálsa heimi og einkum þó í
Suður-Ameríku yrði skaðað um
árabil. Johnson-stjórnin yrði að
greiða mistökin dýru verði og
myndi standa andspænis tveim
möguleikum. Annað hvort að
styðja hina löglegu stjórn, sem
myndi létta þungu fargi af
mönnum og vekja jafnvel gleði
alls staðar þar sem lýðræði rík-
ir í Suður-Ameríku. Eða þá her
nám og stjórn hersins um ára-
íaðir í Dóminikanska lýðveld-
inu.
Vegna þreytu Martins, vegna
þess hve framorðið var og
vegna þess að viðræður okkar
þriggja (Benitez, Martins og
mín) voru ekki til þess fallnar,
þá fór ég ekki út í þessar skýr-
ingar. Ég sagði Martin aðeins,
að ég væri honum ekki sam-
mála um, að það, sem hann
kallaði „hið dóminikanska öng-
þveiti“, væri óleysanlegt máL
Fyrir hendi væru þeir tveir
kostir, sem ég hef minnzt á hér
að framan. En fyrir honum var
ekki einu sinni einn. Klukkan
var orðin meira en 2 um nótt-
ina þegar við skildum án þesa
að hafa komizt að nokkurri nið-
urstöðu. Benitez vísaði Martin
á síma, svo hann gæti hringt
til Johnsons forseta. Hvorki
þessa nótt né næsta dag sagði
Martin sendiherra mér, að for-
setinn hefði óskað eftir því að
hann færi til Puerto Rico til við
ræðna / við mig. Ég komst að
þessu einungis með því að lesa
grein sendiherrans í Life. Það
er ástæðan fyrir því, að þegar
hann fór til að hringja, lét ég
hann ekki fá nein skilaboð til
forsetans.
Níu klukkústundum síðar, um
kl. 11 árdegis, hittumst við á
nýjan leik — að þessu sinni f
húsi bandarískra hjóna, vina
Benítez rektors. Það var þá,
sem við Martin töluðum um dr.
Rafael Molina Urena. Martitt
skýrir frá því, að þessar síðari
og síðustu viðræður hafi farið
fram nóttina áður, en það er
bending um hversu örmagna
hann var.
Þegar ég kom til þessa siðari
fundar, spurði sendiherrana
mig hvað ég héldi. „í dag kem-
ur þingið saman til að kjósa
forseta", svaraði ég. Ég vildi
ekki bæta því við, að ég hefðl
óskað eftir fundinum og kosn-
ingunni, þar sem ég var ekki
í neinum vafa um, að mér yrði
ekki leyft að snúa aftur til
Santo Domingo, því Bandarík-
in gættu allra hafna og flug-
valla í landi mínu.
„Hver mun verða hinn nýi for
seti?“ spurði Martin.
„Caamano ofursti, eða verðl
Framhald á bls. 17
Bennett, sendiherra, og Martin (ti».). Lífvörður úr landgöngu-
liðinu að baki þeim.