Morgunblaðið - 02.07.1965, Side 14

Morgunblaðið - 02.07.1965, Side 14
14 MORGUNBLAÐID FBstudaerur 2. játí 1965 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstj órnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftafgjald kr. 90.00 f lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22430. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. FARSÆL LAUSN SÍLD VEIÐIDEIL UNNAR au ánægjulegu tíðindi gerð- ust í gær, að deila sú, sem staðið hefur um bræðslusíldar verðið fyrir norðan og austan, var farsællega leidd til lykta með viðræðum ríkisstjórnar- innar við fulltrúa síldveiði- skipstjóra og Landssambands ísl. útvegsmanna. Síldveiði- flotinn leggur því nú þegar úr höfn. Meginefni samkomulagsins er það, að sumarverðið, krón- ur 235.00 á mál, gildir fimm dögum lengur en ákveðið var með úrskurði yfirnefndar, eða frá 10. júní í stað 15. júní. Sjó- menn höfðu lagt á þetta á- herzlu, og bent á það til stuðn ings máli sínu, að í reglugerð við lögin um verðlagsráð sjávarútvegsins væri tekið fram, að verð síldar á sumar- síldveiðum skyldi ákveðið frá 10. júní til 30. september. Má því segja, að þetta hafi verið sanngjörn krafa, þótt hins vegar sé ljóst, að yfirnefndin gat miðað hærra verðið við 15. júní í stað þess 10. Yfirnefndin ákveður sem kunnugt er lágmarksverð á síld, og þess vegna geta síldar verksmiðjurnar greitt þetta hærra verð þessa daga, án þess að brotið sé gegn úr- skurði yfirnefndarinnar. í öðru lagi er ákveðið að ríkisstjórnin noti ekki heim- ildir samkvæmt bráðabirgða- lögum um verðjöfnunar- og flutningagjald síldveiðiskipa, en samkvæmt þeim var heim- ilt að taka í sérstakan sjóð 15 krónur af hverju síldarmáli, sem verja skyldi í sérstökum tilgangi. Meginástæðan til þessarar lagasetningar var sú, að verð- mismunur á bræðslusíld og saltsíld hafði minnkað svo, að talin var hætta á því, að síld- veiðiskipin mundu ekki leggja afla sinn í nægilega ríkum maeli upp í salt, og þess vegna þyrfti að bæta upp saltsíldina og var heimilt að gera það með allt að 30 krónum á hverja tunnu. í fyrradag gerðist það hins- vegar, að samkomulag náðist mílli fulltrúa kaupenda og seljenda í verðlagsráði um sáltsíldarverðið, og töldu þeir ekki nauðsynlegt að það yrði bætt upp og má því segja, að þar með hafi meginástæðan fyrir því að nota heimildir laganna, verið úr sögunni. Af 15 krónunum, sem heim- ilt var að taka í sérstakan sjóð, var talið að nálægt 10 krónur þyrfti til að bæta upp saltsíldina, ef ekki hefði náðst það samkomulag um verð á henni, sem náðist í fyrradag. Voru þá eftir 5 krónur, og var gert ráð fyrir, að til að styrkja flutninga mætti nota sem svaraði þremur krónum af hverju máli, en í öðrum til- gangi tvær krónur. í fyrrasumar var greitt í flutningagjald þrjár krónur af hverju síldarmáli, og er á- kvörðunin um að nota ekki heimildir bráðabirgðálaganna gerð í trausti þess, að í sumar verði einnig greiddar þrjár krónur í flutningasjóð. Þá voru einungis eftir tvær krónur, og hafði það valdið einna mestum úlfaþyt, að heimilt var að nota allt að fjórar milljónir króna til þess að gera tilraunir með flutn- inga á kældri síld og fleira, og hafði þetta gjald valdið sér- stakri óánægju og verið á það bent, að eðlilegt væri að taka þessa upphæð úr Atvinnu- leysistryggingas j óði. Þriðja atriðið við lausn deil unnar var það, að ríkisstjórn- in mundi mæla með því að áð- ur en sumarsíldveiðar hefjist 1966, verði tekin upp vigtun á síld, sem lögð er inn í síld- arverksmiðjur. Vigtun á síld hefur verið mikið áhugamál sjómanna og útvegsmanna og sýnist það einnig sjálfsagt réttlætismál, enda var á síð- asta þingi samþykkt þings- ályktunartillaga frá 4 Sjálf- stæðisþingmönnum um þetta máL Þegar þessi atriði eru skoð- uð, má með sanni segja, að farsæl lausn hafi fengizt á þessum deilumálum, og mun öll þjóðin taka undir með dr. Bjarna Benediktssyni, forsæt- isráðherra, þegar hann sagði á blaðamannafundi í gær, að hann þakkaði öllum þeim, sem hlut hefðu átt að lausn deil- unnar. HLUPU Á SIG T eiðtogar stjórnarandstöð- ^ unnar hlupu heldur betur á sig þegar þeir sendu for- sætisráðherra tilmæli um, að Alþingi yrði kvatt saman til aukafundar vegna síldveiði- deilunnar og, eins og segir í ályktun þingflokks Fram- sóknarflokksins, „upplausnar ástands þess, sem nú ríkir að öðru leyti í landinu á ýmsum sviðum____“ Að sjálfsögðu hafnaði ríkis- stjórnin þessum málamynda- tilmælum, eins og stjórnar- andstæðingar vissu fyrir- fram og hélt áfram að vinna að lausn síldveiðideilunnar. Sundrung og flokkadrætt- ir ógna tilveru Malaysíu Sundrung og flokka- drættir innan sambands- ríkisins Malaysíu eru sí- fellt að aukast, og segja má, að framtíð landsins stafi jafnvel meiri hætta af þeim en hótunum Indó- nesíumanna um að koma því á kné. Ágreiningurinn lagið méirihluta og situr nú í stjórn. Samkvæmt ákvæð- um í stjórnarskránni, er ráð- herrum heimilt að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að Kínverjar fótum- troði hagsmuni Malaya. T.d. eru eintómir Malayar í lög- reglu og her Singapore, Mal- ayum eru veittar fjórar af hverjum fimm stöðum hjá hinu opinbera, og tunga þeirra verður lögleidd sem ríkismál 1967, þótt þeir séu minnihluta .1 sambandsríkinu sem heild. Lee Kuan Yew, formaður Þjóðernisflokksins, telur sann gjarnt að réttar Malayanna, sem stytzt á veg eru komnir, sé gætt, en hann mótmælir harðlega því, sem hann nefn- ir tilraunir öfgafullra stuðn- ingsmanna Rahmans til að gera Malaya að herraþjóð í sambandsríkinu. Margir leið- > Lee Knon Yew er fyrst og fremst milli sambandsstjórnar Tungku Abdul Rabmans, þar sem Malayar eru í meirihluta, og Þjóðernisflokks Lees Kuans Yews, öflugasta flokks Singapore, sem fyrst og fremst er byggð Kínverjum. Þykir ástæða til að óttast að sundrungin geti orðið svo alvarleg að sambandsríkið klofni. Undirrót deilanna er ótti Malaya við Kínverja ,sem eru dugmeiri og betúr mennt- aðir og hafa nær öll viðskipti ríkisins í sínum höndum: Mal ayarnir eru flestir ómenntað- ir fiskimenn og þorpsbændur. Við kosningarnar í Malaysíu, myndaði flokkur Raihmans, forsætisráðherra, kosninga- bandalag með nokkrum smærri flokkum. Hlaut banda Abdul Rahman togar Malaya þola gagnrýn- ina illa og virðast telja stjórn arandstöðu til landráða. 1 Kuala Lumpur, þar sem íhaldssamnir Malayar eru alls ráðandi, er litið á Yew sem öfgafullan vinstrimann og hann sakaður um að vilja með gagnrýni sinni neyða Malaya til að segja sig úr sambandsríkinu. Yew er sósíalisti, en ekki eins öfgafullur og Malayar vilja vera láta. Hann vonaðist til að fá sæti í sambands- stjórninni, sem nú situr við völd, en Rahman vísaði til- boði hans um samstarf á bug. Hafa talsmenn bandalagsins, sem myndar stjórnina, jafn- vel gengið svo langt að krefj- ast þess að Yew verði hand- tekinn, og blöð Malaya reka harðan áróður gegn honum. Sumir æðstu leiðtogar Mal- aya hafa látið að því liggja, að vinsamleg samskipti við Indónesíu væru æskilegri en samstarf við Yew. Rahman, hinn öfgalausi og virti forsætisráðherra, reynir - að halda æsingamönnunum innan flokks síns í skefjum, en þó teija ýmsir, að hann hafi ekki lagt sig allan fram í þeim tilgangi. Enda fellur Rahman mjög illa gagnrýnin á stjórnina, sem berst frá Singapore. Yew reynir nú að mynda sameinaða stjórnarandstöðu, og veldur það stjórninni miki um áhyggjum, því að hún þarfnast hlés á stjórnmála- deilum til þess að geta snúið sér að því að bæta mennt- un Malaya og gera þeim fært að komast á sama menningar stig og Kínverjarnir. Mörg- um finnst að Yew ætti að sýna þolinmæði þar til við kosningarnar 1969, en hann kveðst þeirrar skoðunar, að mikilvægt sé að draga vanda málin fram í dagsljósið með- an Rahman sé enn við völd, en bíða ekki þar til öfga- mönnum úr hópi Malaya hafi tekizt með æsingum sínum að gera ágreininginn svo alvar- legan að friðsamleg lausn sé óhugsandi. Sundrungin í Malaysíu um þessar mundir hlýtur að gleðja hjarta Súkarnós Indó- nesíuforseta, en svo gæti far- ið, að hótanir hans um að koma sambandsríkinu á kné yrðu til þess að forða því frá upplausn innan frá. (Observer- eftir Gavin Yo- ung — öll réttindi áskilin.) En ekki er úr vegi að ræða nokkuð þá fullyrðingu Fram- sóknarmanna að „upplausnar- ástand“ ríki í landinu. Þegar samningar runnu út í júníbyrjun í vor hafði vinnu friður haldizt í landinu í eitt og hálft ár. Nokkru síðar tók- ust samningar fyrir Norður- og Austurland til eins árs og að þeim samningstíma lokn- um hefur vinnufriður staðið í þeim landshluta í tvö og hálft ár. Iðjufélögin í Reykjavík, Hafnarfirði og Akureyri hafa gert samninga við iðnrekend- ur til eins árs, og að þeim samningstíma liðnum hefur vinnufriður ríkt í verksmiðju iðnaðinum í a.m.k. tvö og hálft ár. Þegar hefur verið samið við verkalýðsféiagið á Akra- nesi og eru þeir samningar byggðir að mestu leyti á Norður- og Austurlandssamn ingnum og samið hefur verið við fleiri félög á sama grund- velli. Samningar standa yfir hér í Reykjavík við verkalýðsfé- lög og iðnaðarmannafélög og hafa þessir aðilar ekki boðað almenn verkföll, þótt nær mánuður sé liðinn frá því, að samningar runnu út. Það hefur með öðrum orð- um tekizt að tryggja vinnu- frið í tvö og hálft ár fyrir stóra landshluta og samning- ar standa yfir hér sunnan- lands án þess að til almennra verkfalla hafi komið. Ef menn nú bera þetta sam an við það ástand, sem ríkti, sérlega á valdatíma vinstri stjórnarinnar, þegar allt log- aði í verkföllum, er augljóst, að hér hefur skapazt mikils- vert jafnvægi í kaupgjalds- málum og að þeim málum er nú unnið af meiri festu en áður. Það er því síður en svo, að „upplausnarástand“ ríki í landinu eins og Framsóknar- menn vilja vera láta, heldur er öllum ljóst, að í tíð núver- andi ríkisstjórnar hefur tek- izt að skapa vinnufrið um miklu lengri tíma en nokkru sinni áður á síðari árum. Greinilegt var að hlakkaði í Tímanum vegna þeirra vandamála, sem upp hafa komið hjá síldveiðiflotan- um, en það er líka ljóstj að Framsóknarmenn og komm- únistar vilja engan vanda leysa, þvert á móti vilja þeir aúka á erfiðleikana og til þesa var áskorunin til forsætisráð- herra gerð. Líklega verður því ekki mikill gleðitónn í Tímanum næstu daga, þótt almenningur gleðjist yfír hinni farsælu lausn síldardeil unnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.