Morgunblaðið - 02.07.1965, Page 21
r
Föstudagur 2. júlí 1965
MORCUNBLADID
21
Össur Sigurvinsson,
Húsasmlðameistari — Minning
F. 23. áffúst ‘29 — D. 23. júní ‘65
„Aldrei er svo bjart
yfir öðlingsmanni,
að ekki geti syrt
jafn sviplega og nú.
Aldrei er svo svart
yfir sorgarranni
að ekki geti birt
fyrir eilífa trú.“
JAFNVEL á heiðríkjunótt í sól-
mánuði getur sorgin verið á ferð.
Jafnvel kappinn, sem knástur er
getur fallið í örstuttum leik ör-
laganorna.
Ég hugsaði um það, hvernig
ég ætti að skilja það. I>að var
svo erfitt, nei, það var svo ótrú-
legt og ómögulegt, að hann væri
eigraður í einu vetfangi á auiga-
bragði, lægi örmagna og ætti
ekki framar mátt til að rísa á
fætur.
En samt var það staðreynd.
Hann Össur þessi þrekmikli,
sterki maður, þetta kempulega
karlmenni, sem aldrei virtist afl-
fátt, hann var ekki lengur í vina
hópnum.
f>ví sitjum við orðlausir, hljóð
it og gneypir og látum hugann
reika til liðinna samverustunda
til sólskinsbletta þar sem sunna
ekein í heiði og hvergi bar
skugga á. Þar sem vongleði og
léttir hlátrar áttu ein völd.
„Það er svo tæpt að trúa
heimsins glaumi
og táradöggvar falla stundum
skjótt
og vinir berast burt með
tímans straumi
og blómin fölna á einni
hélunótt.“
Þessi kveðjuorð eiga ekki að
vera ævisaga, heldur aðeins
minning vina um góðan dreng,
glaðan félaga, traustan þegn.
Össur Sigurvinsson, húsasmíða
meistari var glæsimenni að vall-
arsýn, sterkur, þolgóður og slík-
ur vinnuvikingur er sjaldgæfur
nú á dögum vélanna. Það var
iunun að horfa á hann að starfi.
Hann vann á við þrjá, að hverju
eem hann gekk. Hann virtist ofur-
menni að burðum, og skyldu-
rækni, trúmennska og vand-
virkni var allt eftir því. Við
Vissum það vinir hans, að væri
honum falinn starfi, þá varð
ekki betur gert. Fljótt og vel
fylgdist þar að í hugþekku sam-
rsemi.
Og nú hin síðari ár eftir að
hann tók að sér að skipulaggja,
stjórna framkvæmdum fremur
en að vinna allt með eigin höhd-
um kom einnig glöggt í ljós, að
eálargáfur hans voru í réttu hlut
falli við líkamsatgjörvi.
Hann skipulagði, teiknaði og
*agði fyrir af slíkri fyrirhyggni
og ráðdeild, að ekki varð betur
gjört að dómi þeirra, sem áttu
«ð njóta verksins. Framsýni og
hagsýni hjálpuðust að við hvern
Þátt framkvæmdanna, ef ráðum
hans var fylgt.
Slíkir menn eru æðsti auður
lítillar þjóðar, kannski á við
marga af meðalmönnum miljón-
anna.
Þær eru margar byggingarnar
1 borginni, sem handibragð Öss-
urs prýðir. Hver kannast ekki
við Hressingarskálann, „Sæla-
kaffi“, Tíbrá, nýtízku dömubúð
við Laugaveg eða þá húsasam-
etæðu pg verkstæði Hrafns Jóns-
sonar við Brautarholt, að ó-
igleymdum hinn nýja svip Val-
hallar á Þingvöllum, svo að eitt-
hvað sé nefnt af því, sem hann
hefur unnið að á allra síðustu
tímum.
Á fundi alla fylgdi Össuri
hressandi 'blær karlmannlegrar
glaðværðar og kæti, sem gerði
allt og alla ánægða og glaða með
honum. Hann kom öllum í gott
«kap með fyndni sinni og hlýleg-
um igáska. Hann glataði aldrei
þessum drengjalega léttleika og
æskugleði, sem margir týna svo
snemma ævinnar.
Hann var sportmaður að eðlis-
farj og unni veiðiferðum og
íþróttum. íslenzk sveit var hon-
um ríkt að skapi með ám og
fossum, fjöllum og gróandi grund
um, birkikjarri og lækjarnið. Þá
var honum einnig hafið kært
með öllum þess aflraunum og
hildarleikjum, sem öllu fremur
reyndu á kjarkog þor.
> vb-. Jxv. v.v. ■■ y-twxWrfK-ííí:
En samt var það bezt hve
góður félagi hann var, traustur
vinur hjálpsamur, greiðvikinn og
góðgjarn, drengskaparmaður í
hvívetna.
Það er því sízt að furða, þótt
hans sé sárt saknað af samferða-
íólkinu.
En þó vitum við vinir hans,
að svo hugþekkur og kær, sem
hann var okkur þá hafa ástvin-
irnir meira misst. Eiginkona og
sjö börn, hið elzta 15 ára ganga
nú þyngri spor en tárum taki að
hinztu hvílu hans.
En samt má huggast við þá trú,
sem vorið veitir, að eins og
skammdegisskuggar breytast í
bjartar Jónsmessunætur, eins
víkja skuggar harmanna fyrr eða
síðar fyrir veldi ljóss og vona.
Við vinirnir biðjum því ástvin
um hans öllum styrks og huggun
ar, sem geislar um vegu manna
frá ljósi og lífstrú hjartans, sem
veit að lífið er allt ein heild með
þáttaskil.
Megi sólgeislar sumardaga, vin
átta og ástúð, von og trú gefa
þeim týnda gleði að nýju, en
leiða anda hans til sælusala æðri
heima.
Þökk fyrir samfylndins góði
vinur.
Samferðamenn.
— Æskulýðssfarf
Auk unglinganámskeiósins,
sem þarna var haldið, dvaldi að
Núpi hópur pilta og stúlkna,
sem æfðu frjálsar íþróttir undir
handleiðslu Valdimars örnólfs-
sonar, með þátttöku fyrir augum
í héraðsmóti HVÍ og jafnvel í
landsmóti IJMFÍ að Laugar-
vatni.
Það má hiklaust telja, að þessi
vornámskeið að Núpi, eru Hér-
aðssambandi Vestur-ísfirðinga
og formanni þess Sigurði Guð-
mundssyni, til sóma. Væri æski-
legt að fleiri héraðssambönd
gætu fengið aðstöðu við héraðs-
skólana á sinum svæðum til að
koma af stað æskulýðsstarfi,
sem því, sem rekið er að Núpi
í Dýrafirði.
— Samningur
Framhald af bls 28
ir þeirra. Handritin eru okkur
íslendingum dýrmæt. Þau eru í
okkar augum óaðskiljanlegur
hluti menningararfs okkar og
þjóðernistilfinningar. Þó skiljum
við, að þau eru dönsku þjóðinni
einnig dýrmæt. Við vitum, hve
mikla þýðingu þau hafa haft fyr
ir danskt menningarlíf á liðnum
árum. Við vitum, að gleðin yfir
því að gefa er í hugurn margra
Dana blandin trega og sársauka.
Þeim mun meir metum við þenn
an stórhug og einstæðan, norræn
an vinarhug. Það er auðskilið,
að þetta mál hefur vakið um-
ræður í Danmörku, en það er
von okkar, að deilurnar falli í
gleymsku, og að sú lausn hand-
ritamálsins, sem við vonumst
eftir, megi treysta vináttubönd
Danmerkur og íslands.
í einni fornsagnanna, Njáls-
sögu, er skýrt frá þakkarorðum
Gunnars á Hlíðarenda til Njáls,
sem færði honum góðar gjafir.
í þessi gömlu orð vildi ég mega
vitna nú, og beina þeim til
dönsku þjóðarinnar: „Góðar eru
gjafir þinar, en meira þykir mér
vert um vinfengi þitt og sona
þinna“.
Per Hækkerup svaraði, og
sagði, að tvennar tilfinningar
byggðu að baki afhendingunni.
Þau væru gefin af Dönum með
ósk um, að enn mætti treysta
vináttu Dana og Islendinga, en
sú von væri tengd söknuði, vegna
verðmæta, sem Danmörk hefði
geymt um svo langt skeið.
Hækkerup sagði síðan: „Það
er eðlilegt, að handritin verði
send til heimalands síns, en af-
hendingin má ekkf teljast verk,
sem dregið geti úr möguleikan-
um til vísindalegra rannsókna".
Sagði ráðherrann síðan, að hann
vonaðist þvert á móti til þess,
að takast mætti með íslenzkum
og dönskum vísindamönnum enn
betri samvinna.
„Ég vona“, sagði Hækkerup að
lokum, „að afhendingin megi
verða báðum löndum til gæfu“.
Undirritun sammingsins í dag
táknar þó ekki, að handritin úr
Árnasafni séu á leið til íslands
nú þegar. Hún er frekar tákn
þess, að lokabaráttan um afhend
Að marggefnu tilefni
í blaðaauglýsingum fasteignasala undanfarna daga,
vill húsnæðismálastjórn taka fram eftirfarandi:
1. Engin ákvörðun hefur um það verið tekin að
lokað yrði fyrir móttöku lánsumsókna miðað við
tiltekinn mánaðardag, enda rhundu slíkar
ákvarðanir auglýstar af Húsnæðismálastofnun-
inni sjálfri.
2. Enginn aðilji utan stjórnar stofnunarinnar
sjálfrar, getur ráðstafað íbuðalánum eða gefið
vilyrði fyrir þeim.
3. Lánsumsækjendur almennt eru alvarlega aðvar-
aðir við því að leggja trúnað á auglýsingar eða
auglýstar reglur varðandi ibúðalán Húsnæðis-
málastofnunarinnar frá öðrum en stofnuninni
sjálfri og því er birt kann að verða í Stjómar-
tíðindum.
HtJSNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS.
ingu handritanna sé að hefjast
af hálfu hóps danskra vísoinda-
manna og stjórnmálamánna, sem
telja afhendinguna ólöglega,
brjóta í bága við stjórnarskráma
og ólöglegt nám einkaeigna, sem
séu dönskum vísindum ómetan-
leg, vegna frekari rannsókna á
fornnorrænu.
Stjórn Árnasafns hefur, eins
og kunnugt er, ákveðið að leita
til æðstu dómstóla í Danmörku,
og kanm sú barátta að taka nokk-
urn tíma. Síðan verður að stað-
festa samning þann, er gerður
var í dag, í þingum beggja land-
anna, verði úrskurður dómstól-
anna afhendingunni í vil.
IMorrænn húsmæðra-
kennarafundur í
Reykjavik
Fyrírlestrar, sýningar og ferðalög
fundinn og er þátttaka mikil.
Um 77 fara í 6 daga ferð til
Norður- og Austurlandsins; 22
í 3. daga ferð urr. Borgarfjörð
og Snæfellsnas; 16 til Græn-
lands.
Norrænn húsmæðrakennara-
fundur verður haldinn í Haga-
skólanum í Reykjavík, dagana
4.—7. júlí n.k. Hinir norrænu
gestir — 92 að tölu — koma
til landsins með flugvélum n.k.
laugardag, 3. júlí.
Fundurinn hefst á sunnudag-
inn, 4. júlí, kl. 11.00 f.h. með
guðsþjónustu í Dómkirkjunni.
Ingólfur Jónsson, landbúnaðar-
ráðherra setur fundinn í hátíða-
sal Hagaskólans, kl. 14.00.
Fundur þessi er haldinn á
vegum Nordisk Samarbejdskom-
ité for Husholdningsundervisn-
ing — samtaka norrænna hús-
mæðrakennara.
Kennarafélagið Hússtjórn er
meðlimur í þessum samtökum
og sér að öllu leyti um þennan
fund. Þátttakendur verða alls
um 140.
Aðalfyrirlesarar fundarins
verða: dr. Baldur Johnsen;
Björn Th. Björnsson, listfræðing
ur; frú Elsa E. Guðjónsson, mag
ister; Hörður Ágústsson, listmál-
ari; dr. Sigurður Þórarinsson og
prófessor Steingrímur J. Þor-
steinsson.
í sambandi við fundinn verða
settar upp sýningar:
,,3úrið í gamla daga“, en þar
verður reynt að bregða upp
mynd af mataræði þjóðarinnar
fyrr á tímum.
Handíðasýning, þar sem sýnd
verða sýnishorn af vinnu nem"
enda í Handavinnudeild Kenn-
araskóla íslands, og Vefnaðar-
kennaradeild Handíða- og mynd
listaskólans.
Skipulagðar hafa verið styttri
og lengri ferðir í sambandi við
Ályktun Búnaðar-
sambands Austur-
lands
AÐALFUNDUR Búnaðarsam-
bands Austurlands var nýlega
haldinn að Hallormsstað og hef-
ur Mbl. borizt útskrift úr funda-
bók fundarins, en þar var gerð
ályktun er fjallar um nýfallinn
hæstaréttardóm um tekjuöflun
vegna stofnlánadeildar landbún-
aðarins. f ályktun þessari segir
m.a.:
1. Að dómsorð Hæstaréttar
haggi eigi þeirri staðreynd, að
skatturinn til Stofnlánadeildar
landbúnaðarins er lagður á eftir
öðrum leiðum og bændum óhag-
stæðari en gjöld þau, sem inn-
heimt eru fyrir stofnlánastarf-
semi annarra atvinnugreina.
Skattheimtan ec því óréttlát
þegar af þeirri ástæðu, auk þess
sem hún skerðir tekjur þeirrar
stéttar, sem endurteknir útreikn-
ingar Hagstofu íslands sýna að
er tekjulægst allra starfsstétta
þjóðfélagsins og hefur ekki á
löngu árabili hlotið meðaltekjur
til jafns við þær stéttir, sem
tekjur hennar skulu miðast við
að lögum.