Morgunblaðið - 02.07.1965, Qupperneq 24
24
MORCUNBLAÐIÐ
Föstudagur 2. júlí 1965
CEORCETTE HEYER
FRIÐSPILLIRINN
— Nei, hann væri nú ekki lík-
legur til að. taka neinni afskipta
semi vel, en þetta er gert með
svoddan hræsnis-umhyggjusemi,
svo að hann sér alls ekki, hvað
það er í raun og veru.....Ekki
ennþá, agði Soffía.
— Þetta er hábölvað, sagði hr.
Wychbold. — En það er víst bara
ekkert við því að gera.
— Það segja menn nú alltaf,
þegar þeir eru of latir eða of-
hræddir til að letggja það á sig
að hjálpa náunganum. Ég hef
ýmsa galla til að bera, en ég
er hvorki löt né hrædd...... þó
það sé nú kannski ekki nein
dyggð, því að ég er fædd tauga
laus og pabbi segir tilfinninga-
laus. Ég veit það nú ekki, því
að ég hef enn ekki ákveðið
hvernig ég ætla að fara að því en
ég kynni að þurfa á yðar hjálp
að halda til þess að splundra
þessari ásnalegu trúlofun. Hún
leit snöggvast framan í hann og
sá, að hann var hræddur, svo að
hún bætti við hu**eandi: — Það
er fremur c' en þó veit
maður ald' . fyrir kann
að koma, c. _ier gott að vera
við öllu V iinn. En nú verð ég að
skilja iö yður, því að ég sé, að
hún Jecilia er farin að bíða eft'r
már og ég hef lofað henni að
aka henni einn hring kring um
Garðinn, úr því að hún er-fárin
að trúa því, að ég velti ekki vagn
inum.
— Það er engin hætta, sagði
hr. Wychbold, en hugsaði um
leið, að hún kynni að velta hinu
og þessu öðru, meðan hún stæði
við á Berkeleytorginu.
Hann kvaddi hana með virkt-
um og lét þess getið, að ef kon-
um leyfðist aðgangur að Fereyk-
isklúbbnum, skyldi sér verða það
ánægja að mæla með upptöku
hennar þar. Hún steig út til að
heáisa Cctciliu, sem stóð utan
við brautina, ásamt ungfrú Add-
erbury og börnunum. Gertrude
Amabel og Theódór heimtuðu
auðvitað öll að fá að aka með
þeim, en Wychbold tók þá í taum
ana og róaði þau, hjálpaði síðan
Geciliu upp í vagninn og labb-
aði svo burt.
Soffía hafði þegar tekið eftir
því, að Cecilia var eitthvað föl
og litla kennslukonan þjáðist
undir einhverju, sem henni lá
þungt á hjarta, en nú vildi hún
alltaf kafa til botns í hverju
máli, án allra málaleniginga, og-
spurði því hiklaúst: — Hvers-
vegna ertu eins og tuska, Cecy?
— Eugenia, svaraði Cecilia án
frekari skýringa.
— O, fjandinn hirði hana.
Hvað hefur hún nú gert af sér?
— Hún var hér á gangi með
Alfred og rakst á okkur.
— Nú, jæja, svaraði Soffía.
— Ég skal játa, að ég er ekkert
hrifinn af henni, og Alfred er
einhver andstyggilegasta skepna,
en þar fyrir þarft þú vonandi
ekki að komast úr jafnvægi.
Varla hefur hann farið að taka
utan um þig, úr því að systir
hans var viðstödd.
— Hann Alfred, sagði Cecilia
með fyrirlitningu. — Nú, ekki
þar fyrir, að hann vildi láta mig
leiða sig undir arminn og kleip
mig svo andstyggilega í hand-
legginn og gaf mér þetta and-
styggilega auga og sagði hitt og
þetta, svo að mig langaði mest
til að gefa honum einn á hann.
En mér er annars alveg sama
um hann. Þú skilur, .......hann
Augustus var með mér.
— Nú, hvað um það?
— Jú, þú skilur, við höfðum
dregizt ofurlítið aftur úr Addie
og krökkunum, því að hvemig
tr hægt að segja nokkurt orð að
viti, þegar krakkarnir eru alltaf
að gjamma fram í?.......en hún
var ekki langt frá okkur og við
höfðum ekki læðst út á neinn
leynistíg.....þó að það væri nú
ekki fjölfarnasti stígurinn og
Addie var alltaf innan sjónmáls
.....og að segja, að ég sé að
hitta hann Augustus leynilega
það er skammarleg skreyti. Mað-
ur hefði getað haldið, af því, sem
17
hún sagði, að hann væri einhver
viðsjálsgripur og ævintýramað-
ur, en ekki maður, sem ég hef
þekkt síðan ég man eftir mér.
Hvers vegna ættum við ekki að
geta gengið saman í Garðinum?
Úr því að við hittumst, hvers
vegna skyldi ég þá ekki mega
tala við hann?
— Þáð væri nú skárra. Fór
þessi andstyggðar manneskja að
skamma þig?
— Ekki svo mjög mig, heldur
vesalinginn hana Addie. Hún er
r,ú alveg miður sín, af því að
Eugenia bar það upp á hana, að
hún væri að bragðast trúnaði
mömmu, og ýta undir þetta leyni
pukur okkar. Við mig var hún
lika andstyggileg, en þorði bara
ekki mikið að segja, af því að
Augustus var með mér. Hún lét
han ganga með sér í staðinn og
skipaði Alfred að taka mig und-
ir arminn, og svei mér ef mér
fannst ég ekki saurguð.
— Það mundi hverri finnast,
sem þyrfti að taka Alfred undir
arminn samþykkti Soffía.
— Það var nú minnst. En þessi
framkoma hennar Eugeníu. Það
var rétt eins og hún stæði mig
að einhverju skammarlegu at-
hæfi. Og þó var það versta eftir.
Charles er að aka hérna, og rétt
augnabliki áður en ég hitti þig,
fór hann framhjá með Eugeníu
við hlið sér. Og hann sendi mér
þetta líka auga. Hún var auðvit-
að búin að segja honum frá öllu
saman, vértu viss, og nú verður
hann vondur við mig, og fer lík-
lega í mömmu með þetta og allt
fer í háaloft.
— Nei, það gerir það ekki,
sagði Soffía. Og meira að segja
er ég ekki viss um nema þetta
snúist einmitt allt til góðs. Ég
get nú ekki skýrt það nánar
strax, en ég bið þig bara, Cecy,
að taka þér þetta ekki svona
nærri. Ég fullvissa þig um, að það
er engin þörf á því. Trúlegast
nefnir Charles þetta ekki einu
orði við þig.
Cecilia gat illa trúað þessu.
— Að hann segi ekki orð. Þá
þekkirðu hann lítið. Hann var
eins og þrumuský í framan.
— Það hefur hann sjálfsagt ver
ið og er oft, og þú ert nú svodd-
an bjáni, að þú skelfur strax
eins og soðhlaup. Ég ætla að
setja þig út bráðum og þá ferðu
aftur til hennar Addie gömlu, og
heldur áfram að ganga. En ég
fer heim og þar hitti ég áreiðan-
lega hann bróður þinn, því að
hann var að segja við pabba
þinn, að þeir ættu von á ein-
hverjum Eckington klukkan 5.
— Það er umboðsmaðurinn
hans pabba, svaraði Cecilia dauf-
lega. — En ég sé ekki, Soffía
mín, hvaða þýðingu það hefur,
hvort þú hittir Charles eða ekki,
því að ekki fer hann að talfæra
þetta við þig, og til hvers væri
það lika?
— Nú, það . heldurðu ekki?
svaraði Soffía. — Vertu viss, að
hann er búinn að koma sér niður
á því, að allt sé þetta mér að
kenna, frá upphafi til snda. Svo
er hann auk þess bálvondur við
mfg fyrir að hafa keypt þessa
hesta, án þess að spyrja hann
fyrst, já, bg fyrir að hafa leigt
mér hesthús út af fyrir mig.
Hann hlýtur að þrá heimkomu
mína, svo að hann geti rifizt við
mig í næði. Vesalings manngrey-
ið. Ég held ég ætti að setja þig
út strax, Cecy.
— Hvað þú getur verið hug-
rökk, sagði Cecilia. — Ég skil
ekki hverrnig þú þorir þetta.
— Hvað? Þó að hann broóðir
þinn fái kast? Ég sé ekki, að ég
þurfi að vera neitt hrædd við
það.
Cecilia fékk hroll. — Það er
ekki beinlínis það að verða
hrædd, en mér er meinilla við
þegar fólk reiðist mér. Ég veit,
að það er aumingjaskapur af
mér, en ég kikna alveg í hnján-
um, ef einhver verður vondur
við mig.
— Það kemur ekki til í dag,
sagði Soffía. — Ég ætla að slá
vopnin úr hendi hans.
Þagar Soffía kom heim, varð
hún þess vör, að hr. Rivenhall
var alveg nýkominn á undan
henni, og hafði komið gangandi
beint frá hesthúsunum. Hann var
enn í reiðfötunum og stanzaði
í forsalnum til að taka upp bréf
frá einhverjum kunningja sín-
um. Han leit upp og gretti sig,
þegar Dassett hleypti Soffíu inn.
— Þú ert þá kominn á undan
mér? sagði Soffía og dró af sér
hanzkana. — Segðu mér nú hrein
skilnislega, hvernig þér lízt á
þá jörpu. Hr. Wychbold segir, að
þú hafir sjálfur verið að gefa
þeim hýrt auga. Er það satt?
- Ég hef ekki efni á því,
frænka.
— Á ég að trúa því? Ég gaf
fjögur hundruð pund fyrir þá og
þóttist gera góð kaup.
— Var þér alvara þegar þú
sagðist ætla að koma þér upp
eiigin hesthúsi?
— Auðvitað var mér alvara.
Það væri fallegt, ef frænka mín
ætti að bera allan kostnaðinn af
hestunum mínum. Auk þess
kaupi ég líklega tvo í viðbót, ef
ég finn ^ tvo, sem passa við þá
jörpu. Ég heyri, að það þyki
mjög í tízku að hafa fjóra fyrir
svona vagni, þó að það kosti að
breyta vagninum.og það er leið-
inlegt_ að þurfa þess.
— Ég ræð ekki neitt yfir þin-
um athöfnum, frænka, sagði
hann kuldalega. — Ef þig langar
njikið að halda sýningu á þér í
Garðinum, þá er það þitt mál. En
þú gerir svo vel að taka ekki
systur mínar með þér.
— En það þóknast mér nú ein-
mitt ekki, sagði hún. —. Ég hef
þegar ekið Ceciliu heilan hring.
Þú ert dálítið gamaldags í hugs-
unarhætti, finnst þér ekki sjálf-
um? Ég sá sjálf marga sport-
vagna, sem fínustu dömur óku
sjálfar.
— En hef ekkert á móti phae-
ton með tveimur fyrir, saigði
hann og varð enn kuldalegri.
— En slíkur vagn með yfir-
byggingu er algjörlega óviðeig-
andi fyrir dömu. Þú fyrirgefur
ef ég segi það, en slíkt þykir
bera vott um lauslæti.
— Hver í veröldinni hefur nú
verið svo illkvittinn að innbyrla
þér þetta?
Hann roðnaði en svaraði engu.
— Sástu hana Ceciliu? sagði
hún. — Alveg var hún töfrandi
með nýja hattinn, sem hún
mamma þín var svo smekkleg að
velja handa henni.
— Jú, ég sá Ceciliu, og —
engu síður en þú — vissi ég,
hvernig hún var að eyða tíman-
um. Ég ætla að vera fullkom-
lega hreinskilinn við þig.
— Ef þú ætlar að fara að verða
hreinskilinn við mig, tók hún
fram í fyrir honum, — þá komdu
með mér inn í bókastofuna. Það
er alveg óviðeigandi að tala um
fjölskyldumál, þar sem hægt er
að heyra til manns. Ennfremur
hef ég nokkuð að segja við þig,
sem ég tel vera afskaplega við-
kvæmt mál.
Hann stikaði að dyrunum og
JAMES BOND
í í
Eftir IAN FLEMINC
hratt upp hurðinni. Hún gekk
inn á undan og hann á eftir . . . .,
og lokaði á eftir sér og ofsnemma
fyrir Tinu, sem varð eftir fyrir
utan. Þetta neyddi hann til að
opna aftur, því að Tina lét í ljós
ósk sína um inngöngu, og var há-
vær. Þetta smáatvik gerði ekk-
ert til að bæta skap hans, og
hann var kuldalegur í málrómn-
um er hann sagði: — Við skulum
ganga hreinlega að verki, Soffía.
Hvort sem þú hefur átt þátt í því
að Cecilia hitti hann Fawnhope
eða ekki, þá er að minnsta kosti
ýmislegt annað, sem þú.........
— Já, er ekki Cecilia mikið
piltatál? sagði Soffía vingjarn-
lega. — Hún var á gangi með
Fawnhope og síðan með Alfred
Wraxton, og þeigar ég skildi við
liana, var hún með Fracis lá-
— Svo að það ert þú!
— Ég er kominn frá París, einkum
með þetta útvarpstæki, herra. Nú
skulum við athuga móttökuskilyrðin.
Það vai ánægjulegt að hitta Mat-
hias aftur — en hvern f járann meinar
hann með þessu?
Þórshöfn
Umboðsmaður Morgun-
blaðsins á Þórshöfn er Helgi
Þorsteinsson, kaupmaður og
í verzlun hans er blaðið selt
í lausasölu.
Reybarfjörbur
KRISTINN Magnússon,
kaupmaður á Reyðarfirði, er
umboðsmaður Morgunblaðs-
ins þar í kauptúninu. Að-
komumönnum skal á það
bent að hjá Kristni er blað-
ið einnig selt í lausasölu.
Seyðisfjörður
UMBOÐ Morgunblaðsins í
Seyðisfjarðarbæ er í Verzl.
Dvergasteinn. Blaðið er þar
einnig í lausasölu fram til
kl. 11,30 á kvöldin. „Bar-
inn“, veitingastofa, hefur
blaðið í lausasölu.
AKUREYRI
Afgreiðsla Morgunblaðs-
ins er að Hafnarstræti 92,
sími 1905.
Auk þess að annast þjón-
ustu blaðsins við kaupend-
ur þess í bænum, er Akur-
eyrar-afgreiðslan mikilvæg-
ur hlekkur í dreifingarkerfi
Morgunblaðsins fyrir Norð-
urland allt. Þaðan er blaðið
sent með fyrstu beinu ferð-
um til nokkurra helztu kaup
staða og kauptúna á Norður-
iandi, svo og til fjölda ein-
staklinga um allan Eyjaf jörð
Á Egilsstöðum
HJÁ Ara Björnssyni í Egils-
staðakauptúni er tekið á
móti áskrifendum að Morg-
unblaðinu. Þar í kauptún-
inu er Morgunblaðið selt
gestum og gangandi í Ás-
bíói og eins í Söluskála kaup
félagsins.