Morgunblaðið - 10.07.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.07.1965, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ■Laugarðagur 10. júlí 1965 Ég færi öllum vinum mínum innilegustu þakkir fyrir auðsýnda vináttu, góöar kveðjur og gjafir á 80 ára af- mæli mínu. — Guð blessi ykkur öli. Margrét Sigmundsúóttir, Grundum, Bolungarvík. VéEsmiðfa — Verkstæði Til leigu er góð vélsmiðja í fullum rekstri í ágætum húsakynnurn. Tilboð merkt: „X + Y — 7991“ sendist Mbl. ,t, Útför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður JOHN LINDSAY heildsala, verður gerð frá Laugarneskirkju mánudaginn 12. júlí, kl. 10,30 árdegis. I>eir, sem vildu minnast hans, láti líknarstofnanir njóta þess. Sigurborg Ó. Lindsay, Anne Helen Lindsay, Arnheiður og John Ólafur Lindsay. Faðir okkar, afi og langafi SIGURÐUR EINARSSON Starhaga 14, verður jarðsunginn frá Neskirkju mánudaginn 12. júlí kl. 10,30. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hins látna er vinsamlega bent á líknarstofnanir. Vilhelm G. Kristinsson, Sigfríður Sigurðardóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Erla Wiium og fjölskylda. Hjartanlega þakka ég öllum hinum mörgu sem auð- sýndu vinsemd og virðingu við fráfali og útför móður minnar GUÐRÚNAR SNORRADÓTTUR Ijósmóður frá Þórustöðuin í Ölfusi, Sér í lagi færi ég þakkir Kvenfélagi Ölfushrepps, sem heiðraði minningu hcnnar við útförina. Fyrir hönd aðstandenda. Helgi Kristinsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu, kveðjur og vináttu við andlát, minningarathöfn og jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa JÓHANNESAR ÖGMUNDSSONAR Fyrir hönd ættingja. Ogmundur Jóhannesson. Þökkum innilega samúð og^ hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar INGIBJARGAR GÍSLADÓTTUR Leifsgötu 21. Börn og tengdabörn. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og minningarathöfn ÖGLU SVEINBJÖRNSDÓTTUR Rannveig Helgadóttir, Sveinbjörn Egilsson, Kristín, Úlfar og Helgi. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, systur og fósturmóður JÓHÖNNU MAGNÚSDÓTTUR Fornhaga 21. Magnús Fr. Árnason, Gunnar B. Árnason, Kristín J. Árnason, Kristín Magiiúsdóttir, Friðrik Magnússon, Brynjóffur Sveinsson. Hjartanlegar þakkir færum við öllum þeim sem auð- sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför litlu dóttur okkar ÞÓRU PÉTURSDÓTTUR Ránargötu 11. Pétur Ingvason, Elin Halldórsdóttir. Búizt við átökum Rússa og Kínverja á friðarráðstefnu í Finnlandi - Utan úr heimi Framhald af bls. 12 brigður á réttmæti ávísana, seon fram/visa'ð væri af svo . fagurri og glæsilegri konu, sér í lagi ef allur klæðnaður 'hennar, skartgripir og einka- bifreið bæru auðsæld hennar ljóst vitni. Til allrar armæðu fyrir fjölda banka og gimsteinasala hafði Cocucci öldungis rétt fyrir sér. Jeanette gekk alJt í haginn. í Brasilíu sópaði hún að sér fé, í Genf sömu- leiðis, líka í Milanó, í Suður- Þýzikalandi........Það var ekki fyrr en í Líbanon að lukkan hætti að skína þeim Cocucci og Jeanette. Þar hafði hún að vísu komið við í fjór- um bönkum einn morguninn og fengið út úr því yfir 44 þús und dali — en þá varð lög- reglan þess vísari að hér væri ekki allt með felidu og Jean- ette varð að greiða 130 þús- und krónur til þess áð sleppa við gæzluvarðbald. Við svo búið mátti ekki lengur standa, og Jeanette flúði till Rómar og hélt áfram þar sem frá var horfið — undir öðru nafni. Nóg var af nýjum nöfnum á vegabréf- unum, sem hún átti í fórum sínum. Og Jeanette hélt á- fram að innleysa fjárfúlgurn- ar í Róm, Torino og Miiano. En i Milano varð hún að súpa seyðið af aðgæzluleysi eins félaga síns úr glæpahringn- um. Sá hinn sami hafði tekið á leigu bifreið og láðst að skila henni aftur á réttum tíma. Bifreiðaleigan gerði lög- reglunni viðvart og bíllinn fannst von bráðar og í hon- um hinn gleymni leigutaki. Sitthvað fleira fannst lílka í bílnum, bunki a.f föls.uðum ávísunum og dágóður slatti af fölsuðum vegabréfum. í íbúð ökumannsins reyndist ennfremur vera hið nýtasta verkstæði fyrir sérfræðing í þessari grein — og þar fannst líka mynd af ungri og fallegri konu, kolsvarthærðri, sem eng inn kannaðist við . . . og þó, einhvern rámaði aillt í einu í að hafa séð þessa stúJku á splunkunýjum Jagúarbil ein- hvers staðar í borginni. Sá er Jagúarbílinn seldi gat svo bætt því við, áð konan á myndinni væri einmitt sú er keypt hefði þennan bíl nokkr- um dögum áður en sagzt mjög timabundin og hafði beðið um að skilríkin yrðu send sér norður til Milano. Og þá var ekki annað eftir en að skikka lögregluþjónana í Milano til að vera á verði fyrir utan pósthúsfð á Piazza Cordusio. Sú svarthærða lét heldur ekki standa á sér. Ásamt henni voru teknir höndum þrir fé- lagar hennar úr glæpaihringn- um, en sjálfan höfuðpaurinn, Cocucci, tókst þeim ekki að klófesta. Hann leikur enn lausum hala og er kannske einmitt nú á höttunum eftir ásjálegri konu og glæsilegri á borð við Jeanette, til að innleysa falskar ávísanir. Fullorðna konan, sem sat í bílnum og gætti barnsins var líka tekin höndum, grunuð um að hafa verið í vitorði með dótturdóttur sinni. Þá stendur Annabelila Alexandra, fimm ára gömul, ein eftir utan fangelsismúranna, móðir henn ar, amma og langamma eru allar bar fyrir innan. En kannski langamma komi bráð- um heim aftur. Mamma kemst víst ekki strax, hún hefur verið kölluð sem vitni í Mari- otti-málinu, morðákæTU á hendur Evu-Maríu ömmu, sem nú hefur verið tekið upp í þriðja sinn. í hvaða hús á Alexandra Annaibella eigin- lega að venda? Helsinki ,9. júlí (NTB) Á MORGUN, laugardag, verður sett í Menningarhöllinni í Hels- inki „Heimsfriðarráðstefna“ sú, sem til var boðað og á að standa í fimm daga. Ráðstefnuna sækja 1500 fulltrúar frá 92 löndum, fátt stjórnmálamanna, en fjöldi and- ans manna og menningarvita. Meðal mála þeirra er taka á til meðferðar á ráðstefnunni eru helzt bann gegn kjarnorkuvopn- um, ástandið í Víetnam og al- menn afvopnun og er Víctnam- málið fyrst til umræðu. Sérstakur „Víetnam-dagur“ verður haldinn í Helsinki í sam- bandi við ráðstefnuna og verða fulltrúar stjórnarinnar í Hanoi þar staddir. Þá verða og til um- ræðu á ráðstefnunni eftirhreytur nýlendustefnunnar í heiminum, apartheid og kynþáttakúgun og kjarnorkuvopnalaus svæði heims. Umræður þessar fara aðallega fram í nefndum, eins og venja er til, en allsherjarfundur fjallar svo um tillögur þær og ályktanir sem fram koma. Töluverðar líkur eru taldar á því að til átaka komi með full- trúum Sovétríkjanna og Kína á ráðstefnunni og m.a. búizt við því að nýjar tillögur um bann gegn kjarnorkuvopnum muni ekki eiga upp á pallborðið hjá Rússum. — Engin ríkisstjórn á fulltrúa á ráð stefnu þessari, allir þeir er hana —Frumsýning Framh. af bls. 3 undanfarin sumur verið í Grikklandi við að teikna upp gamlar leikhúsrústir. Forn- Grikkir kunnu að reisa veg- legar byggingar, þar sem súlnaraðir voru látnar halla til að sýnast beinar fyrir augað. Þekking á þvílíku kem ur áreiðanlega að góðum not- um við gerð leiktjalda. Leikararnir mega ekki einu sinni vera að því að íá sér kaffisopa milli leikritanna. Hver hefur sitt hlutverk við skiptingu og annað í hlénu. Kristbjörg kemur sér fyrir í rúminu og byrjar að nöldra: — Ananías, mixtúruna mina! Gísli hnusar við í gerfi gamla mannsins. Svo koma geitirn- ir Þorsteinn og Bryndis inn, eins og útvarpshlustendum er kunnugt, því Gullbrúðkaupið hefur yerið leikið í útvarpið, þó það hafi ekki verið sett á svið fyrr. — Æ, ég get ekki hlegið að þessu, maður þekk- ir þetta of vel úr lífinti, segði ein konan eftir leikinn. við fréttamann blaðsins. Og það er orð að sönnu. Persónurnar og viðfangsefnin úr báðum þessum einþáttungum þekkj- ast í hverju plássi á íslandi. — Það er óvenjulegt, að fá svona leikrit eftir íslenzkan höfund, sagði Gísti leikstjóri. — Jökull hefur orðið svo mikla teknik. Og drengurinn hefur það sem máli skiptir —, hann er skáld! Þetta hafa Hornfirðingar á frumsýningunni sjálfsagt vel getað samþykkt. Undir- tektir voru mjög góðar og var leikendum og höfundi þakkað með blómum og ræðu. sem Óskar Helgason símstjóri flutti. Og nú er leikflokkur- inn á leiðinni norður eftir Austfjörðum. Ætlunin er að hafa eina sýningu á dag í 50 daga víðsvegar um landið og og færa íbúðum smæi'ri stað- anna, sem oft eru skildir eftir, þessa nýju íslenzku ein þáttunga, engu síður en öðr- ura. sækja eru fulltrúar friðarsam- taka í heimalöndum sínum og talsmenn þeirra, a.m.k. í orði kveðnu. Eins og áður sagði sitja ráðstefnuna um 1500 manns frá 92 þjóðlöndum. Ýmsar alþjóðleg- ar stofnanir eiga þar áheyrnar- fulltrúa, m.a. SÞ. Meðal þeirra sem ráðstefnuna sitja eru Pablo Neruda frá Chile, Jean-Paul Sartre og Simone de Beauvoir frá Frakklandi, Ilja Ehrenburg og Aleksanr Korneits- juk frá Sovétríkjunum. Þá er og von á Valentínu geimferðakonu Tereshkovu og varaforseta kín- verska þjóðþingsins, Chai Hi- Min. Pétur Sigfússon Minning FÁTÆKUR fróðleiks- og Iífs- nautnamaður er fallinn. Hvorki veit ég fæðingardag hans né ár, Eigi að síður verður hann minn- isstæður. Hann var kynjaður úr Þingeyjarsýslu og eru margir kunnir gáfu og lærdómsmenn sömu ættar. Ekki leyndi sér að þar fór vitsmunagæðingur. Þó hann bæri bandbeizli púlshestsins hljóp hann af sér margan stangabeizl- aðan meiraprófsmanninn í sagn- fræði og listasögu. Allt var þó fas hans án steigurlætis. Gleðiri ljómaði í svip hans er hann miðl- aði öðrum úr sjóði sínum. Fjárgæzlumenn kynnu að spyrja: Átti hann ekki nóg með sig? Samkvæmt fasteignamati pen- ingaaldar var Pétur Sigfússon ekki skiptimyntar virði, en and- inn, sem hvork* 'Jerður keyptur né seldur — Jháður gengis- skráningu «9 Veðböndum — var heitur og ríkur. I hversdagsgervi sínu bar Pét- ur kolaryk og sjávarseltu í klæð- um. í hugarheimi gisti hann glæsisali keisara og konunga, drakk munkamjöð miðalda, las úr penna Snorra fólgsnarjarls og reið regnvota Bláskógaheiði á örlagastund. Það sem flestum var einföld áletrun, tegundarheiti eða verk- smiðjumerki, varð honum sögu- legt efni er tengdi ættir og riki — minning um fólkorustur og frægð, fall og forgengileik. í bik- ar hans glóði góðvin liðinna alda. Það var styrkur hans og veikleiki í senn. Lífsbraut hans mörg hin síð- ari ár lá frá lágu húsi í Blesu- gróf um skrautlausar götur hafn- arinnar til daglaunavinnu. Að kvöldi svifu ský hollenzkra og flæmskra meistara um loftið. „Nú er himinninn eins og Rub- ens hafi málað hann“ mælti Pét- ur og hljóp á eftir síðasta Soga- mýrarvagninum. Nú hvílir hann í söguríkri mold feðranna. Pétur Pétursson. 9. júlí (NTB) Frankfurt — Blaðið „Abend post“ hefur það eftir Jacob lækni Szeskin, sem starfar við háskólann í Jerúsalem, að thalidomide-lyfið, sem svo hörmulega tókst til með er það var gefið barnshafandi konum, að þær ólu vansköpuð börn, geti læknað holdsveiki. Telur læknirinn 26 sjúklinga sinna, sem hann hafi gefið thalidomide, hafa fengið full- an bata. — E. Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.