Morgunblaðið - 10.07.1965, Blaðsíða 15
Laugardagur 10. Júlí 1965
MORGUNBLAÐIÐ
15
Hálfn'iræður:
Þar kom
mig
MiIIjónamæringur einn frá’ á, aS blíðlyndi sé Natalíu
Yenezuela, Ladislao Blatnik, ekki áskapað og íátt eitt
maður ekki ýkja gamall en muni það vera, sem stúlkan
ekki í hópi fríðleiksmanna, ef hafi viljað fá um ævina og
dæma má eftir meðfylgjandi ekki fengið.
mynd, var staddur í Sviss Hún var áður gift Robert
í fyrra, er bandariska kvik- Wagner, kollega sínum úr
myndaleikkonan Natlialie kvikmyndaheiminum, en
Wood var þar við vinnu, og skildi við hann 1963. Warren
tókust með þeim nokkur Beatty, bróðir Shirley Mc
kynni. Vildi milljónamæring- Laine, var um tíma töluvert
urinn fá Nathalie fyrir orðaður við Nathalíu, en vin-
konu en hún lét ólíklega, skapur þeirranfór út um þúf-
enda ekki fjár þurfi, en sá. ur er Warren hitti Leslie
góði Ladislao gafst ekki upp Caron hina frönsku. Þeir sem
og fyrir skömmu héldu ný- til þekktu, sögðu að Nathaliu
vígð Blatnikhjónin blaða- hefði mislíkað stórum að
mannafund í Caracas í Venez Warren skyldi verða til þess
uela svo að heimurinn mætti að slíta þeirra kynnum en
fá hlutdeild í þeirra miklu ekki hún og myndi sennilega
lukku. eini maðurinn um árabil, sem
Nathalía er nú tuttugu og ekki hefði í öllu látið að vilja
sjö ára gömul og er talin með hinnar smávöxnu og stóreygu
vinsælustu leikkonum vestra. kvikmyndadisar. Nú eru
Hún er lagleg, lítil og grönn Warren og Leslie í þann veg-
og lætur vel að leika korn- jnn ag ganga í hjónaband —
ungar stúlkur og blíðlyndar X7 . _ , _
og er mjög haldlð fram sem en Nataha varð a undan
keppinaut Liz Taylor á þeim tæplega fyrir tilviljun að svo
forsendum. Það orð leikur þó varð, segja menn.
Símon Símonarson, fyrr-
verandi bóndi
Slóftur byrjaður
í Skorrabal
AKRANBSI, 8. júní — Ég hitti
í dag Guðmund Guðbrandsson
bonda á Drageyri. Hann sagði
mér eftirfarandi: Allir bændur
í Skorradal eru nú byrjaðir
elátt. Seinustu nýbyrjaðir, hinir.
fyrstu fyrir 10 dögum. Spretta
er heldur seint á ferðinni, sér
í lagi á harðbalatúnum. Þurrk-
urinn er orðmn svo langvinn-
ur. Bót hefur verið að þokunni
3-4 síðustu nætur. Útrænu hef-
tir gert á daginn og einkum síð-
ustu sólarhringanna og þoku
Bezt að auglýsa
í Morgunblaðinu
ATHUGIB
eð borið saman við útbreiðslu
er langtum ódýrana að auglýsa
I Morgunblaðinu en öðrum
biöðum.
um nætur. Gróðurinn hefur not
ið þess sem ýrt hefur úr þok-
unni. Vorið var kalt en ákaflega
veðragott. Ekki hefur borið á
kali á túnum. Lamibahöld eru
sæmileg.
Mink hefur fækkað. 12 bæir
í dalnum eiga land að Skorra-
dalsvatni og leggja flestir þeirra
net í vatnið. En silungsveiði er
lítil, 10-12 ár eru liðin síð.rn
silungaklaki var komið upp í
Haga og silungseiðum sleppt í
vatnið. Síðan ekki söguna meir,
æti vantar ekki, því silungurinn
sem veiðist sýnir það. Hann er
feitur og ljúffengur. Allt er
þetta bleikja, en samtökin vant-
ar. Við vorum sammála um að
geysimikið gætu silungshorfur
batnað í Skorradalsvatni á
næstu 5 árum, ef bændur væri
samtaka og skipulag væri í lagi.
Guðmundur og Guðrún kona
hans hafa búið á Stóru Drag-
eyri 40-50 ár. Eru ferðamenn-
irnir áreiðanlega margir sem
þau hafa veitt beina, sumir
hraktir af Draganum.
ÞAÐ er eitthvað svo íðilgott
og óvenjulega skemmtilegt við
hann Símon minn Símonarson,
fyrrverandi bónda á Bárustöð-
um í Andakíl. Og nú tók hann
upp á þ tí 1. júlí s.l., að fylla
hálfan tíunda tuginn á hérvist-
ar göngu sinni.
Þegar ég frétti af þessu merka
afmæli Símonar varð mér fyrst
á að hugsa, hvernig eldmóði
hans og áhuga fyrir hugðarmál-
um hans muni hafa verið háttað
í æsku og á mánndómsárunum.
En í þeim efnum þekki ég eng-
an honum fremri, sé tillit tekið
til aldurs. Eitt dæmi skal hér
nefnt þessu til .staðfestu.
Þegar Símon var öðru hvoru
megin við nírætt var hann, á-
samt heimafólki sínu, að hlusta
á atkvæðatalningar í útvarpinu,
eftir nýafstaðnar alþingiskosn-
ingar. Þegar nokkuð var liðið á
talningu í kjördæmi Símonar
stóðu leikar þannig, að fram-
bjóðandi Sjálfstæðisflokksins
var orðinn eitthvað undir í at-
kvæðatölunni í samanburði við
mótframbjóðandan. Þegar svo
var komið stóð Símon þegjandi
upp og gekk til sængur í næsta
herbergi. Gat hann þó ekki á
sér setið með að hafa hurðina í
hálfa gátt. Þegar all góð stund
var liðin og allir viðstaddir
hugðu Símon í fasta svefni
komu nýar tölur í útvarpinu,
sem breyttu viðhorfnu þannig,
að frambjóðandi Sjálfstæðis-
manna hafði nú þokast upp fyr-
ir mótherjann. Að vörmu spori
birtist Símon alklæddur í dyr-
unum og settist á sinn stað við
útvarpið eins og ekkert hefði
í skorist, en þó kannske örlítið
léttari á brúnina en þegar frá
var horfið. Hvarf þaðan síðan
ekki aftur fyrr en úrslit kosn-
inganna voru kunn orðin laust
fyrir dögun, enda snérist allt
þar á eftir til hins betri vegar.
— Þannig er Símon enn í dag.
Gæti margt af yngra fólkinu,
sem virðist oft láta sig litlu
varða hag og velferð lands og
þjóðar, ekki eitthvað af þessu
lært, því að fleira er matur en
það eitt, sem í magann kemur.
Og hver er hann svo þessi *
Símon Símonarson?
Hógvær og hljóðlátur maður,
sem unnið hefur stritstörf hins
íslenzka bónda af samvizkusemi
og skyldurækni um langan aid-
ur, án þess að aliheimta daglaun
að kveldi, fremur en einyrkinn
og skáldjöfurinn vestur við
Klettafjöll á sínum tíma. Og
enn fylgist Símon af eldlegum á
huga með íslenzkum landbún-
aði og logar af ánægju yíir
hverri framför, sem þar á sér
stað. En svo er það um íslenzk
stjórnmál almennt, að hann læt-
ur sér þar fátt óviðkomandi,
eins og sýnt var fram á hér að
framan, enda lifað tímana
tvenna hvað afkomu og afköst
snertir varðandi efnahðgslegar
og verklegar framkvæmdir hér
á landi, eins og aðrir þeir sem
komnir eru á miðjan aldur cg
þar yfir. Hann á líka nægt
skyggni og víðsýni til að sjá, að
í þeim efnum á enginn stjórn-
málaflokkur stærri hfut að mál-
um en Sjálfstæðisflokkurinn,
enda varla um nauðsynlegt út-
sýni að ræða hjá þeim flokkum,
sem binda baráttu sína einvörð-
ungu við hagsmuni einnar stétt-
ar í þjóðfélaginu og missa með
því sjónar á þjóðarheildinni
Símon Símonarson er fæddur
að Asgarði í Andakíl 1. júlí 1870
sonur hjónanna er þar bjuggu
þá, Símonar hreppstjóra Teits-
sonar og Sigríðar ljósmóður
Jónsdóttur.
Símon átti tvö alsystkini,
Teit Símonarson, er lengi bjó á
Grímarstöðum í Andakíl, en
hann var faðir hins trausta
SjáUstæðismanns og kunna
hestamanns Símonar Teitssonar
Borgarnesi, og Gróu Signýju
Símonardóttur, sem gift var
Hirti Hanssyni búfræðingi á
Grjóteyri. -r- Auk þess átti Sím-
on tvö hálfsystkini að móður-
inni, Hallgrím Guðmundsson, er
síðast var verzlunarmaður á
Akranesi, og Guðrúnu Guð-
mundsdóttur, sem gift var Jóni
Jónssyni bónda á Lambastöðum
á Mýrum.
Símon dvaldi í Ásgarði til 28
ára aldurs, en þá gekk hann að
eiga Herdísi Jónsdóttur frá
Hamrakoti í Andakíl, og hófu
þau þá búskap að Miðfelli á
Hvalfjarðarströnd, en fluttu svo
þaðan að Bárustöðum í Andakíi.
Simon missti konu sína fyrir 19
árum, eftir farsælt og gott hjóna
band, enda var hún talin góð
og mikilhæf kona á flesta lund.
En skömmu áður en hún and-
aðist höfðu þau hjónin brugðið
búi og fluttu þá til sonar síns
Sigurmons og konu hans Jór-
unnar.
Það gat naumast hjá því farið
að manni af þeirri gerð, sem
Símon er, væru falin mörg og
margvísleg störf í þágu sveitar
hans og héraðs. Hann hafði sýnt
hyggindi og ráðdeild, ósérplægni
og dugnað varðandi eigin bú-
skap, auk þess sem hann var
prýðilega greindur, stefnufastur
og hugsjónaríkur langt um-
fram það sem við kom hans dag-
legu styldustörfum. Hann átti
meðal annars lengi sæti í hrepps
nefnd, sóknarnefnd og búnaðar
félagsstjórn. Hann var einn af
aðalhvatamönnum að stofnun
Kaupfélags Borgfirðinga og
einn af stofnendum þess, enda
eru hontim mjög hugljúf og
minnisstæð störfin í kringum
það. En ekki er Símon hrifin af
því ,að láta misnbta þann ágæta
og þarfa félagsskap, sem stofn-
un kaupfélaganna óneitanlega
var á sínum tíma, til framdrátt
ar pólitískum trúðleikurum,
svo sem nú er raun á orðin.
Þau Símon og Herdís eignuðust
þrjú börn, sem nú skulu talin.
Sigurmon, sem lengi var bóndi
í Knarranesi á Mýrum og síðar
Einarsnesi í Borgarhreppi.
Hann var kvæntur Jóruiini
Helgadóttur frá Þursstöðum í
Borgarneshreppi, systur hins
ágæta S j álf stæðismanns Helga,
sem nú býr á Þursstöðum. Synir
þeirra Sigurmons og Jórunnar
eru Símon, Helgi og Guðmund-
ur, sá síðastnefndi íþróttakenn-
ari, en hinir tveir búa að Ytri-
Görðum í Staðarsveit o.g hjá
þeim hefur Símon dvalið á surnr
in að undanförnu.
Þórunn, gift Einari Helgasyni,
bílasmið á Akranesi ,og nú starfs
manni hjá Sementsverksmiðju
ríkisins. Börn þeirra eru Eiður,
sem nú stundar nám í viðskipta
fræði við Háskóla íslands; Óttar,
bílstjóri á Akranesi, kvæntur
Hrönn Hákonardóttur og eiga
þau einn son, Einar Þór, og
Herdís, sem lauk prófi upp í 6.
bekk Menntaskólans á Akureyri
nú í vor.
Guðrún, gift Guðmundi Pét-
urssyni ráðunaut, sem lengi var
forstöðumaður fjártilraunabús-
ins að Hesti og löngu er þjóð-
kunnur fyrir störf sín í þágu
landbúnaðarstarfa, svo sem fjár
og hrossaræktar. Þeirra sonur
er Pétur, nemi í skrifstofuvéla-
viðgerðum í Reykjavík, kvænt-
ur Gyðu Ólafsdóttur
Af framanskráðu má sjá, að
Símon Símonarson getur ekki
aðeins með góðri samvizku yljað
sér við minningarnar frá heilla-
ríku og þjóðhollu ævistarfi,
starfi heldur getur hann líka
horft björtum og hamingjurík-
um augum fram á veginn, með
hliðsjón til efnilegra og vel-
gefinna niðja.
Og svo að' lokum þetta:
Skömmu eftir að ég steig það
gæfuspor að setjast að á Akra-
nesi, að tilhlutan þeirra dr.
Bjarna Benediktssonar, forsætis
ráðherra og Ásgeirs Pétursson-
ar, sýslumanns í Borgarnesi,
varð ég fyrir því láni að fá
leigt hjá þeim' góðu og traustu
hjónum Þórunni Símonardóttur
og Einari Helgasyni. Það var
Einari að þakka og mun ég seint
gleyma honum þeirri vinsemd,
því mér hafði gengið illa með
að fá inni hér á Skaga. Þau
hjónin reyndust mér þau tvö ár,
sem ég dvaldi í þeirra húsum,
eins og góðir og ráðhollir for-
eldrar, og börnin þeirra þrjú
eins og beztu systkini, og þannig
hefur það verið jafnan síðan,
Það væri aumdr maður, sem
ekki fyndi hvað að honum snýr,
þegar hann þarf mest á að
halda.
Hjá þessari dóttur Sinni og
tengdasyni dvelur Símon mina
Símonarson jafnan að vetrinum.
Ég eignaðist dvalarstað í næsta
herbergi við hann, svo ekki var
nú nábýlismaðurinn af verra
taginu.
Símon langaðii sem vonlegt
var, að vita eitthvað um þennan
furðufugl, sem þarna var setztur
að, án þess að gera nokkur boð
á undan sér. Hann spurði þvl
tengdason sinn ofur sakleysis-
lega, en þó ekki án allrar for-
vitni.
— Einar minn, hvar heldur
þú að Sigurður sé staddur i
stjórnmálum?
— Það hef ég enga hugmynd
um, svaraði Einar af sinni
venjulegu glettni, því þar hafði
hann öll skil á.
— Ætli hann sé ekki krati,
sagði Símon af mestu varfærni,
hann er eitthvað svo krataleg-
ur.
Einar gaf ekkert út á það og
féll svo talið niður að þessu
sinni.
Nokkru eftir að þetta samtal
átti sér stað, var Landsfundur
Sjálfstæðismanna haldinn 1
Reykjavík og sýndi Fulltrúaráð
Sjálfstæðisfélaganna þar mér
þann sóma, að kjósa mig sem
fulltrúa á fundinn. Þetta barst
Símoni mínum til eyrna, án
þess að ég ætti þar nokkurn hlut
að máli, en þá var hann ekki
seinn á sér með að ganga á
fund tengdasonarins og segja
með hreint ekki svo lítilli
áherzlu.
— Hann er aldeilis ekki krati
hann Sigurður, hann er að fara
sem fulltrúi á Landsfund Sjálf-
stæðisflokksins, og það var
ekki að heyra neinn keim af
lítilsvirðingu í rödd hans í það
skiptið.
Eftir þetta fann ég, svo ekki
var um að villast, að é'g hafði
náð máli hjá gamla manninum.
Ef til vill er bað einmitt þetta,
sem gefið hefur mér kjark til að
pára þessar fáu linur, og óska
ég þér til hamingju með afmæ',-
ið, Símon minn, þó seint komi.
Annars veit ég að þú hefðir
bara ussað og sveiað.
Ég vona að Guð og gæfan
verði þér hliðholl þann tíma,
sem þú átt enn eftir ólifað, og
þá ekki síður, þegar þú kemur
yfir á hina ókunnu strönd.
Akranesi, 7. júlí.
Sigurður Halldórssoo.