Morgunblaðið - 17.07.1965, Page 3
Laugardagur 17. júlí 1965
MORCUNBLAÐIÐ
3
Kommúnistar vilja
eyðileggja árangur
samninganna
STAK8TFIIVAR
Kommúniotar stuðla
að aukinni verðbólgu
I»að fer því ekki milli mála,
að það eru einmitt kommúnistar,
málgagn þeirra og Guðmundur
Vigfússon, sem vilja stuðla að
því, að verðbólgan aukizt og
verðlag fari hækkandi. Frá
þeirra sjónarmiði er þetta skiij-
anlegt, þeim var illa við þá kjara
samninga, sem nýlega hafa verið
gerðir, og vilja gjarnan eyði-
leggja árangur þeirra. Þeir eru
búnir að missa tökin á verkalýðs
forustunni í landinu. Þess vegna
vilja þeir umfram allt reyna
að eyðileggja þegar í'stað allan
hugsanlegan árangur, sem verka-
lýðsforustan kann að hafa náð
fram í þessum samningum með
nýjum baráttuaðferðum og nýrri
stefnu. Nauðsynlegt er, að menn
geri sér fullkomlega ljóst, hvers
konar leik kommúnistar leika í
þessum efnum, og gæta þess að
láta ábyrgðarlaus skrif þeirra
engin áhrif hafa á sig.
Á fundi borgarstjórnar siðast-
liðinn fimmtudag, flutti borgar-
fulltrúi kommúnista, Guðmund-
ur Vigfússon, ræðu, þar sem
hann lagði til, að gjaldskrár-
hækkunum SVR og Hitaveitunn-
ar j^-ði frestað í nokkra mánuði,
þar sem hætt væri við að for-
sendur hækkananna yrðu mis-
túlkaðar, og þær taldar stafa aí
nýgerðum kjarasamningum.
Mundi þetta leiða til þess, að
verðbólgubraskarar sæju sér leik
á borði að hækka verðlag í land-
inu, þar sem Reykjavikurborg
hefði rutt þeim brautina. Þessl
ræða Guðmundar Vigfússonar,
sem á síðustu stundu snerist frá
fylgi við þessar hækkanir i borg-
arráði til mótstöðu, líklega vegna
þess að Einar Olgeirsson eða ein
hverjir fylgifiskar hans hafa
kippt í ermina á Guðmundi, er
bergmál af skrifum Þjóðviljans
undanfarna daga, en þar hefur
þessu verið haldið fram. Birgir
Isleifur Gunnarsson, borgarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins, og raun
ar einnig Kristján Benediktsson,
borgarfulltrúi Framsóknarflokks
ins, bentu á það í ræðum sínum,
að miklu skipti, hvernig borgar-
fulltrúar og blöð stjómmála-
flokkanna túlkuðu þessar hækk-
anir. Á því hyggðist, hvort þær
mundu stuðla að aukinni verð-
bólgu í landinu eða ekki.
Ósvífin mistúlkim
Birgir tsleifur Gunnarsson
benti á, að ef þessar gjaldskrár
hækkanir yrðu til þess að stuðla
að öjfrum verðlagshækkunum,
væri engum fremur um að
kenna, heldur en einmitt komm-
únistum og málgögnum þeirra,
og Guðmundi Vigfússyni. Þess-
um aðilum væri fullkunnugt um
þær ástæður sem lægju til hækk
ana á gjaldskrám SVR og Hita-
veitunnar, og Guðmundur Vig-
fússon hefði viðurkennt í Borgar
ráði, að nauðsynlegt væri að sjá
þessum fyrirtækjum fyrir auknu
fé vegna aukins rekstrarkostnað-
ar. Þess vegna væri hin ósvífna
mistúlkun Guðmundar Vigfússon
ar og málgagns hans einmitt til
þess fallin að stuðla að því, að
fóik misskildi ástæður til hækk-
unarinnar, og mundi þannig
ryðja brautina fyrir verðbólgu-
braskarana.
Hann stóð upp á vörubílspallí og tók á móti timburbúntun-
um. Hann heitir Guðmundur Þ. Steingrímsson og er 11 ára
gamall.
„ Þeir reyna að sýna kraftana,
anna, sem voru að starfi I
næstu lest. Þær létu hendur
sannarlega standa fram úr
ermum, og þótt vinnuhanzk-
arnir hafi kannski verið^ einu
eða tveimur númerum of stór-
ir, fórst þeim starfið vel úr
hendi.
Þær unnu í tveimur flokk-
um í lestinni, en auk þeirra
voru þarna að starfi unglings-
piltar og tveir ungir menn og
ein stúlka frá Austurríki.
Þegar stúlkurnar höfðu pakk-
að inn timburbúntinu, sem
þær voru að vinna við, tók-
um við þær tali.
— Hvernig líkar ykkur
starfið? spurðum við.
— Alveg stórvel, sögðu þær.
Þetta er ekkert erfitt.
— Við erum bara dauð-
hræddar, þegar búntin eru
höluð upp, sagði Edda Einars-
dóttir, 14 ára.
—■ Við viljum sko helzt ekki
fá þetta ofan á okkur, sam-
sinnti vinkona hennar.
— En þið eruð ekki einar
um lestina.
— Nei, það eru líka fimm
Framhald á bls. 15.
Þeir þóttust svo sem vita er-
indið. Og mikið rétt! Þegar
við litum niður í lestina, sá-
um við nokkrar röskar stúlk-
ur að starfi. Þær voru að
vinna við uppskipun á timbri.
Vegna manneklu við höfnina
hafði verið gripið til þess
ráðs, að auglýsa eftir stúlkum
í uppskipunarvinnu.
— Strákarnir eru alveg
stopp, sagði okkur ungur
maður, sem stóð við lestaropið
og horfði á vinnubrögð stúlkn-
anna.
— Alveg? spurðum við.
Þær vlijna að uppsklpun á tlmbrl i Arnarfellinu og gefa piltunum ekkert eftir. Þær heita, talið frá vinstri: Ásta Linda,
Margrét, Edda, Ann, Elsa, Margrét, Bára og Kristin. „ (Myndir: Sveinn Þormóðsson.)
þegar við horfum á þá!
duglegri!
Þegar við príluðum niður í
lestina, urðu á vegi okkar
ungir menn, sem voru að vinna
í næstu lest.
— Hvað eruð þið gamlir
strákar?
— Ég er ellefu.
— Ég er tólf.
— Og ég er þrettán.
Þeir svöruðu allir í einu, en
okkur skildist að meðal aldur-
inn væri 12 ár.
— Er þetta ekki erfið vinna
fyrir svona unga menn?
spurðum við.
Margar hendur vinna létt verk. Þegar Anna átti í erfiðleik-
um með að festa stroffuna á króknum, komu vinkonur henn-
ar henni fljótt til aðstoðar.
Dngliiigsstúlkur og piltar í upp-
skipunarvinnu við höfnina
— Þær eru í þrjúlestinni, — Ja, svona á köflum, sagði
hrópuðu karlarnir, sem voru hann brosandi.
að vinna við uppskipun í Arn- — En eru þær nú eins dug-
arfellinu í gær til okkar, þeg- legar og piltarnir?
ar við komum þar um borð. — Já, já, — jafnvel miklu
— Nei, nei, sögðu þeir.
— Þið hljótið nú samt að
fá harðsperrur?
— Já, dálítið, sagði einn
þeirra, Guðjón Kristjánsson.
— Hvað fáið þið á tímann?
— Rúmar 42 krónur.
— Hafið þið nokkurn tíma
fengið svo mikið kaup?
— Aldrei.
— Hvað fáið þið í unglinga-
vinnunni?
— 11,50 á tímann, en þetta
er alveg sama vinnan, maður.
— Iss, þetta er miklu létt-
ara, sagði ungur maður með
bítlahár, Guðmundur Gunn-
arsson.
— Og hvað ætlið þið svo að
gera við aurana?
— Setja þá í banka, sögðu
flestir, en bítillinn sagðist
ætla að kaupa plötur.
— ~k —
Við gengum nú til stúlkn-