Morgunblaðið - 17.07.1965, Síða 8
9
MORGUNBLAÐID
Laugardagur 17. júlí 1965
GRIMSBY er meðal þeirra
staða í Englandi, sem ís-
lendingar hafa hvað mest
skipti við, og svo skemmti-
lega vill til, að um þessar
mundir er íslenzk kona
borgarstjórafrú í þessari
útgerðarborg. Hún heitir
Kristín Guðmundsdóttir
Petchell og maður hennar,
kaupsýslumaðurinn Denys
Petchell, tók við borgar-
stjóraembættinu í lok maí
síðastliðins.
Fréttamaður blaðsins hringdi
til Grimsby fyrir nokkrum vik
um og ætlaði að rabba um
. stund við Kristínu, en fékk þá
þær fregnir, að borgarstjóra- Heimili Petchell-hjónanna skammt fyrir utan borgina.
íslenzk borgarstjórafrú í Grimsby
Stutt rabb við Kristínu
Guðmundsdóttur Petchell
hjónin væru í fríi og kæmu
heim um miðjan júlí. Við náð-
um sambandi við Kristínu
strax og hún kom heim. Hún
sagði okkur, að eftir dvöl í sól
og sumarhita í Suður-Frakk-
landi hefði verið heldur öm-
Kristín Guðmundsdóttir
Petchell.
urlegt að koma heim til
Grimsby, þar sem rigndi
stanzlaust og virtist lítil von
um að upp stytti í bráð.
Við höfðum fregnað að
Kristín talaði íslenzkuna enn
reiprennandi og byrjuðum á
að spyrja hana hvort hún kysi
heldur að tala íslenzku eða
ensku. Hún kaus enskuna, en
þegar að því kom, að frétta-
manninn rak í vörðurnar á
því máli og hann tók að
stama, greip Kristín til ís-
lenzkunnar og talaði alveg
lýtalaust.
• í Grimsby í tæp 30 ár
— Hvað hafið þér búið
lengi erlendis? spyrjum við
Kristínu.
— Ég konr til Grimsby 1936,
þegar ég var 15 ára, og hef
búið hér síðan. Ég giftist 18
mánuðum eftir að ég fluttist
hingað til móður minnar, Guð
nýjar Guðmundsdóttur, og
stjúpföður míns, Ágústs Eben-
ezersonar, togaraskipstjóra.
— Hvar eruð þér fæddar?
— Á Akranesi, en ég átti
ekki lengi heima þar. Faðir
minn, Guðmundur Erlingsson,
lézt skömmu eftir að ég fædd-
ist, og ég ólst upp hjá afa mín-
um, Guðmundi Vilhjálmi Jóns
syni, og ömmu, á Bíldudal,
þar til ég hélt til Grimsby.
— Hafið þér heimsótt ís-
land síðan?
— Já, við höfum komið
tvisvar, ég og maðurinn minn,
í seinna skiptið fyrir firrim ár-
um. Við ferðuðumst þá um
Reykjavík og nágrenni, og fór
um m.a. upp á Akranes til
þess að sjá húsið, sem ég fædd
ist í, en auðvitað þekkti ég
það ekki, þegar mér var bent
á það. Við höfum verið að
hugsa um að heimsækja ís-
land aftur á þessu ári, en ég
veit ekki hvort af því verður.
Mig langar mjög mikið, því
að mér finnst svo gaman að
koma heim og hitta ættingj-
ana, sem ég á þar. Móðir mín
býr enn í Grimsby, en hún er
nú að leggja af stað til íslands
og ætlar að dveljast þar í tvo
eða þrjá mánuði.
— Búa margir íslendingar í
Grimsby?
— Já, þeir eru nokkuð marg
ir, óg ég hitti af og til íslenzk-
ar konur, sem hér eru búsett-
ar. Einnig koma hingað marg-
ar íslenzkar stúlkur, sem
vinna á enskum heimilum í
eitt eða tvö ár.
• 17. júní hátíð
— Hafa íslendingarnir með
sér félag?
— Nei, það hefur ekki verið
til þessa, en 17. júní sl. héldu
þeir skemmtun í tilefni þjóð-
hátíðarinnar. Er það í fyrsta
skipti, sem slík skemmtun er
haldin hér í Grimsby. Við
hjónin gátum því miður ekki
verið viðstödd, en ég held að
þangað hafi komið um 30 ís-
lendingar.
— Hve langt er kjörtímabil
borgarstjóra í Grimsby?
— Hann er kjörinn til eins
árs í senn.
— Bættust ekki á yður ýmis
skyldustörf, er maðurinn yðar
tók við embætti?
— Jú, jú, borgarstjóraifrúin
hefur í mörgu að snúast, fyrst
og fremst er það góðgerðar-
starfsemi.
Þegar við kveðjum Krist-
ínu, biður hún fyrir mjög góð-
ar kveðjur heim og spyr af
áhuga hvernig veðrið sé. Við
komumst að þeirri niðurstöðu,
að þessa dagana að minnsta
kosti, sé betra veður í Reykja-
vík en Grimsby.
•
Petchell-hjónin búa skammt
fyrir utan Grimsby í húsi um-
kringdu stórum og fögrum
trjá- og blómagarði. Þau eiga
eina dóttur, Díönu, sem er
fædd J940. Denys Petchell er
48 ára og einn þeirra yngstu,
sem setið hafa á borgarstjóra-
stóli í Grimsby. Hann hefur
verið formaður íhaldsflokks-
ins í borginni frá 1954, en í
borgarstjórn hefur hann átt
sæti frá 1950.
Petchell er umsvifamikill
kaupsýslumaður, er m.a. einn
af framkvæmdastjórum Ross-
fyrirtækjasamsteypunnar og
hefur auk þess með höndum
framkvæmdastjórn 6 verzlun-
arfyrirtækja í Grimsby.
Borgarstjórahjónin í Grimsby.
Myndir: Geoffry Pass, Grimsby.
IMorrænt IjóstæknimÖt
haldið hér í Reykjavik
AÐALFUNDUR Ljóstæknifélags
íslands var haldinn 27. apríl s.l.
í Tjarnarbæ.-Formaður félagsins,
Aðalsteinn Guðjohnsen, verk-
fræðingur, flutti skýrslu um
störf félagsins á liðnu starfsári.
Hans R. Þórðarson, gjaldkeri
las reikninga félagsins.
Úr stjórn áttu að ganga, Aðal-
steinn Guðjohnsen, Kristinn
Guðjónsson, Jakob Gíslason og
Guðmundur Marteinsson, en voru
allir endurkjörnir.
í skýrslu formanns kom m.a.
fram: Mikið hefur verið leitað til
félagsins um leiðbeiningar, at-
huganir á lýsingu og teikningar
á lýsingarkerfum. Mestu af þess-
um verkefnum hefur verið vísað
til meðlima félagsins. Formaður
hefur haldið nokkra fyrirlestra
um lýsingu og lýsingartækni
fyrir félög og í skólum. Félagið
hefur nú opnað eigin skrifstofu,
sem er til húsa í Hafnarhúsinu á
fjórðu hæð.
Skrifstofan verður framvegis
opin á þriðjudögum, frá kl.
17.—19. Þar sem dregizt hefur
að ráða sameiginlegan starfs-
mann Ljóstæknifélagsins og Sam
bands íslenzkra rafveitna, hefur
Magnús Oddsson, tæknifræðing-
ur, verið ráðinn framkvæmda-
stjóri félagsins út þetta starfsár.
Aðalfundi Ljóstækifélagsins
lauk með erindi, sem Ólafur S.
Björnsson, verksmiðjustjóri, hélt
og fjallaði um þróun lýsingar-
tækninnar á árinu 1964. Sýndur
var fjöldi mynda með erindinu,
en síðan fóru fram umræður.
Stjórn Ljóstæknifélagsins er
nú þannig skipuð:
Formaður: Aðalsteinn Guðjohn
sen, verkfræðingur, varaformað-
ur: Jakob Gíslason, raforkumála-
stjóri; gjaldkeri: Hans R. Þórðar-
son forstjóri; Meðstjórnendur:
Hannes Davíðsson, arkitekt: Berg
sveinn Ólafsson, augnalæknir;
Kristinn Guðjónsson, forstjóri
og Guðmundur Marteinsson,
verkfræðingur.
Dagana 17.—20. ágúst n.k.
verður haldið í Reykjavík Norr-
ænt ljóstæknimót. Slíkt mót er
nú í fyrsta sinn haldið hér á
landi, en norræn ljóstæknimót
eru haldin 4. hvert ár. Rúmlega
80 erlendir þátttakendur munu
sækja mótið og verða þar flutt
erindi um ýmsa þætti lýsingar-
tækni. Nánar verður tilkynnt um
mót þetta síðar.
(Frá Ljóstæknifélagi íslands)
Bygginga — Verkamenn
Nokkrir verkamenn vanir byggingavinnu óskast nú
þegar í Hótel Loftleiðir á Reykjavíkurflugvelli.
Fæði á staðnum. — Upplýsingar í síma 20-200 á dag
inn og 11759 eftir kl. 7 á kvöldin.
Þórður Kristjánsson.
Kópovogur og nágrenni
Allt til húsamálunar úti, sem inni. Við lögum litina.
Við sendum heim. — Opið til kl. 10 og til kl. 6 á
laugardögum.
Litaval
Álfhólsvegi 9 — Sími 41585.