Morgunblaðið - 17.07.1965, Qupperneq 9
Laugardngur 17. júlí 1965
MORGUNBLAÐIÐ
9
Guðrún Þórðardóttir
og Halldór Sveinsson
Minning
ÞEGAR Guðrún fraenka mín,
I>órðardóttir frá Patrcksíirði, hef
ur nú lokið ferð sinni meðai okk-
ar, eftir 87 ára ævigöngu, tel ég
mér shylt, jafnframt því að minn
ast hennar, að minnast einnig
manns hennar, Halldórs Sveins-
sonar, er lézt á Patreksfirði á
afmælisdegi sínum, 22. sept. sl.,
einnig 87 ára.
Haunar tel ég mér það til van-
rækslu að hafa ekhi minnzt hans
fyrr, úr því að öðrum láðist að
gera það.
í minningu frá þernsku og
seskuárum mínum, lýsir af tveim-
uru ngum persónum, karli og
konu, eh bæði voru í vist á
seskuheimiii mínu.
Þetta írsendfólk mitt, Guðrún
Þórðardóttir og Halldór Sveins-
son, þótti til fyrirmyndar ungu
fólhi og gátu sér orðstír, hún íyr-
ir franaúrskarandi dugnað, trú-
mennsku og hagsýni í öllum at-
höfnum ,hann einnig fyrir atorku
og hreysti, glæsileik og prúð-
mennshu í orðúm og gerðum.
Hjá báðum sameinuðust þær
dyggðir, er mest voru metnar hjá
hjúum þeirra tíma.
Þessir mannkostir samófust í
hugum þeirra, svo áð til hjú-
skapar Ieiddi árið 1906, meðan
þau dvöldust á heimili foreldra
minna. t>au hjúskaparbönd ent-
ust þehn meðan bæði lifðu, í
nær sex tugi ára, í inniilegri og
gagnvirkri sambúð.
Guðrún lézt í Landsspítalan-
um eftir langa og erfiða legu er
©rsakaðist af byltu, er hún hlaut
og slæmu beinbroti. Með rósemi
og Ijúflyndi bar hún þrautir sín-
ar til binztu stundar.
Guðrún var fædd að.l>órisstöð-
um í Gufudalissveit 15. ágúst
1878, elzt af þremur dætrum
hjónanna Jngibjargar Gísladóttur
og Þórðar Þórðarsonar, er þar
fcj uggu.
Ólst bún upp í foreldrahúsum
til 9 ára aldurs, fyrst á Þóris-
rtöðum, síðan í Langabotni í Geir
þjófsfirðd, en flúttist þé með móð
trr sinni og systrum, eftir andlát
föðurins, að Auðshaugi, til Jóns
Þórðarsonar, föðurbróður síns.
Jón fluttist skömmu síðar að
Ekálmarnesmúla og gerðist þar
rtórbóndi og atgervismaður í
landbúnaðar- og sveitarmálum.
í vist hjá föðurbróður sinum
og síðar seinni konu hans, Hólm-
frlði Ebenesersdóttur, var Guð-
rún til tvítugsaldurs. Vistréðist
hún þá með móður sinni óg systr-
um til Maríu Gísladóttur, móðúr-
eystur sinnar í Skáleyjum, og
manns hennar, Jóhannesar Jóns-
eonar, bónda þar.
Samvistaráriii með Guðrúnu,
frænku minni, móður hennar og
eystrum geymast í huga mínum
eem heiðrík minning. Þau ár voru
heillarík foreldrum mínum, sem
þá höfðu nýlega tekið við hús-
forráðúm á hálfum Skáleyjum.
Bezta trygging fyrir farsælum
búskap var á þeim tímum, góð,
dygg og dugleg hjú. Þau voru
jnáttarstólpar hvers beimilis.
í ödum verkum og allri ráð-
deild, utan húss sera innan, var
Guðrún framúrskarandi.
Hin erfiðu og sérstæðu störf,
«r *fylgdu eyjabúskap, einkum
við heyskap í úteyjum, var henni
leikur einn, vegna þreks og vilja-
krafts. Þá var árabátaöldin ekki
liðin hjá. Kvénfólk varð þá að
■tunda sjóferðir, svo að segja
sem daglega iðju, jafnt kbrlurn
og leggjast fast á árar 1 slark-
ferðum.
Guðrún reyndist þar ótrauður,
hiklaus og dugandi liðsmaður.
Tíúmennska hennar og um-
hyggjusemi fyrir mönnum og mál
leysingjum bar þess Ijósan vott,
að þar færi mikilhæít húsmóöur-
efni og búkona.
Halldór, maður Guðrúnar, var
fæddur í Æðey í ísafjarðardjúpi
22. sept. 1877, næst elzta barn
hjónanna Pálínu Tómasdóttur,
útvegsbónda að Nesi í Grunna-
vík, og Sveins Péturssonar, sjó-
manns, breiðfirzkrar ættar.
Sveinn var kunnur maður, hvar
sem bann. fór, fyrír líkamsat-
gervi, fimi og dirfsku, bæði á sjó
og landi.
Tólf ára gamall fór Halldór úr
foreldrahúsum, með elztu syst-
ux sinni, Maríu, að Brjáns-
læk á Barðaströnd, til læknishjón
anna, Davíðs Sebevings Thor-
steinssonar og frú Þórunnar, og
átti heimili hjá þeim um 5 ára
skeið. Með þeim fluttist hann til
Stykkishólms, er Davíð varð hér-
aðolæknir þar.
Meðan Halldór var á Brjáns-
læk fluttust foreldrar hans í
Skáleyjar. Til þeirra fór hann
frá læknishjónunum og stundaði
sjómennsku um skeið með föður
sínum, bæði á opnum bátum ©g
þilskipum.
Skömmu eftir aldamótin vist-
réðist hann hjá foreldrum min-
um. Þeirri vist lauk, er hann
sjálíur hóf búskap með konu
sinni 1907, á hálfri jörðinni Skála
nesi í Gufudalssveit.
Halldór var gervilegur maður,
i hærra meðallagi að vexti, fríður
sýnum og bjartur yfirlits. Hann
var ©rkumaður í öllum störfum,
vandvirkur og verkséður.
En það sem einkum gerir Hall
dór minnisstæðán þeim, er hann
átti samleið með, var hin íágaða
framkoma hans og prúðmennska,
sem aldrei brást, Þótt skapheitur
væri bann, hafði hann áunnið
sér þá geðþjálfun, að aldrei brá
til stóryrða né óvildar í garð
annarra. Hann ávann sér því ó-
skorað traust allxa er kynntust
honum.
Hygg ég, að á mennta- og
menningarheimili læknishjón
anna að Brjánslæk hafi mótast
í næmum og opnum hug ung-
lingsins, sú siðfágun, er rótíöst
með honum alla ævi.
Ég og önnur bÖrn heimilis
míns hændumst að Halldóri
Hann Iaðaði okkur að sér. Það
var eitthvað framandi og fínt
við hann, sem við gjarnan vild-
um tileinka Okkur, þó að misjaín
lega tækist. Halldór var söngvís,
hafði fclæfallega baritónrödd og
var því forsöngvari á heimiliu
við alla húslestra og annarsstað-
ar, þegar lag var tekið, væri
hann nærstaddur. Hann var einn
ig lesari góður og gegndi þeirri
föstu reglu, fyrri hluta vetrar,
áður en vetrarvertíð hófst, að
lesa fyrir heimilisfólkið, þegar
setzt var. við innivinnu á kvöld-
vökum. Það eru mér ógleyman-
legar stundir.
Það sem hér hefur verið sagt,
í lausum dráttum, en minningar
mínar frá æsku og unglingsárun-
um um þessí mætu hjón.
En nú er komið að því, er lífs-
starf þeirra hófst ís amfcúð, er
varð þeim löng og farsæl.
Á þeim tímum var það metn-
aðarmál og markmið ungra,
dugandi hjóna, að fá jarðnæði og
byrja búskap. Bújarðir lágu þá
ekki lausar fyrir, en bæði voru
þau hjónin fastráðin í því að
helga krafta sína landbúnaði,
enda þótt Halldór hefði jöfnum
höndum við landlbúnaðarstörf,
stundað sjómennsku, en Guðrún
átti, sem áður er sagt alla kosti
góðrar búkonu og húsmóður.
Þeim tókst þó, að íá í búð á hálfu
Skélanesi, skemmtilegri jörð með
nokkrum hlunnindum, dúntekju
og selveiði. En bústofn hjónanna
óx ort, svo að þröngbýlt varð.
Fjarðárhorn, í sömu sveit, varð
næsta bújörð þeirra. Seinna
Skálmardalur og Svínanes
Múlasveit.
Þessir búflutningar kunna að
vekja hugleiðingar una að hjón-
in hafi skort gtaðfestu þegar á
herti í önnum og umstangi bú-
sýslunnar. Slíkt er fjarstæða, svo
sem öllum er kunnugt, er til
þekktu. Á bújörðum sínum
bjuggu þau vel, við sæmilegan
efnahag og sívaxandi bústofn, þó
að segja megi, að þau hafi lagt
meiri áherzíu á að bæta stofnin
en fjölga honum. Bújarðir sínar
allar bættu þau. Ástæðan fyrir
búferlaflutningunum var sú ein,
að leita betra hagræðis fyrir sig
og bústofn sinn. Hvorki Fjarðar-
horn né Skálmardalur uppfylltu
óskir þeirra, enda harðbýlar
dalajarðir.
Á Svínanesi fengu þau aftur
á móti ákjósanlegt verkefni og
bjuggu þa rgóðu búi um skeið,
en þar fór heilsa Halldórs að
bila. Það varð að slaka S klónni
og leita hægari bújarðar, en nauð
ungakostur var það. Ilæsta og
seinasta bújörðin er þau hjón
sátu, var Móberg á Rai ðasandi,
lítil og hæg jörð. Þangað fluttu
þau árið 1934. En vegna heilsu-
tjóns Haildórs, er ágeroist með
ári hverju, létu þau fyrir fullt
og allt af búskap árið 1950 og
fluttu til Patreksfjarðar, þar sem
læknishjálp var nærtæk og áttu
þau heima til æviloka.
Guðrún og Halldór eignuðust
fjögur börn, sem öll eru á lífi.
au eru: Pálina, fyrrum Ijósmóðir
á Patreksfirði. Er hún enn búsett
þar, gift Guðmundi Friðrikssyni
vélgæzlumanni, Ingibjörg, gift
Kristjáni Jónssyni verkamanni á
Patreksfirði, Þórður, fyrrum póst
fulltrúi í Reykjavík, nú bygg-
ingaverkstjóri á Keflavíkurflug-
velli, kvæntur Sigríði Guðmunds
dóttur frá Ólafsfirði og Sesselía,
gift Halldóri Halldórssyni vél-
gæzlumanni í Reykjavík.
Frá heimilislífi hjónanna barst
einatt sama sagan, það var góð
saga um ástúðlegt og reglubund-
ið fjölskyldulíf. að var athyglis-
verð saga um samstillt og hik-
laust lífsstarf hjóna en afslátta-
laust kepptu að því að bæta bú
sitt og jarðir, sér og öðrum til
hagsældar og það var skemmti-
leg saga u mrisnu, alúð og gleði
sem allir nutu, en að bæjardyr-
um þeirra bar, en þeir voru marg
ir, er fyrirgreiðslu þurftu á sjó
og landi. Hjá þeim var ávallt '
hjálp að fá undir öllum viðráðan
legum kringumstæðum.
Hinir voru einnig margir, sem
löðuðust að heimili Halldórs og
Guðrúnar og lögðu lykkju á leið
sína, án brýnna erinda, aðeins
til þess að njóta samverustunda
með glöðum og hlýhuga hjónum
og háttprúðum börnum þeirra.
Langur starfsdagur þeirra er
að lokum liðinn. Þau voru þreytt
orðin og vildu hvílast, þakklát
lífinu og tilverunni.
Útför Guðrúnar var gerð frá
Patreksfjarðarkirkju mánudag-
inn 5. júlí, að viðstöddu fjöl-
menni. Var henni búinn legstað-
ur við hlið manns síns.
Júlisólin í hásumardýrð signdi
moldu þeirra, það var fögur
kveðja og að þeirra geði. Bæði
unnu þau sól og mætti sumarsins.
Þau trúðu á Ijósið að ofan er.
leiða mundi þau, að þessu lífi
loknu til meiri starfa Guðs um
geim.
Vinafjöldinn þakkar líf þeirra
og störf.
Guðm. Jóhannsson.
Frá og með laugardeginum 17. júM verða fargjöld
með Strætisvögnum Reykjavíkur, sem hér segir:
Faigjold fullorðinna:
Einstök fargjöld kr. 5,00.
Farmiðaspjöld með 30 miðum kr. 100,00.
Farjjjiðaspjöld með*6 miðúm kr. 25,00.
Sama gjaldskrá gildir fyrir leiðina
Reykjavík — Baldurshagi.
Foigjöld bama (innan 12 ára):
Einstök fargjöld kr. 2,00.
Farmiðspjöld með 18 miðum kr. 25,00.
Sama gjaldskrá gildir fyrir leiðina
Beykjavík — Balduxshagi.
KEIMDALLARFERÐ \ SIÆFELLSKES
Heinidallur F. 17. S., efnir til helgarferðar á Snæfellsnes í dag og
verður lagt af stað frá Valhöll v/Suðurgötu kl. 2 e.h. — Ekið
verður að Búðum og tjaldað þar, en á morgun verður farið fyrir
jökul, ekið um Hellissand og Ólafsvík og til baka um Fróðár-
heiði. — Þátttakendur hafi með sér viðleguútbúnað.
Verð kr. 375,00. — Tilkynnið þátttöku í sima 17-100.
FERÐIZT MEÐ HEIMDALLI
hvert sem þér faríð hvenær sem þér farið
hvernig sem þér ferðist
tlMENNM
mtaiuu
PGSTHðSSTUEn ð
SIM117710
> ferðaslysatrygging