Morgunblaðið - 17.07.1965, Side 10
10
MORGUNBLADID
Eaugardagur 17. júlí 1965
J ÖfcOÍN
viS c«a.'nTi
lÖRÖÍN
MmmTM km
áewoittc.
■ bctaf
MARS ■
MARINER
S E M kunnugt er, virðist
geimför bandaríska geimfars
ins Mariners IV hafa heppn-
azt mjög vel og fyrstu mynd
irnar, sem geimfarið tók af
yfirborði plánetunnar, hafa
þegar horizt til jarðar, en
ráðgert er að alls sendi'geim
farið um 20 myndir. — Auk
myndanna sendi það ýmsar
upplýsingar og af þeim er
m.a. ljóst, að Mars hefur nær
ekkert segulsvið og engra
geislabelta varð vart um-
hverfis plánetuna.
Þegar Mariner IV hóf
myndatökuna af Mars 14.
júlí sl. voru liðnir 288 dagar
frá því að geimfarinu var
skotið á loft, 28. nóvemher
1964, frá Kennedy-höfða
með eldflaug af gerðinni
Atlas-Agena. — Á þessum
tíma hefur geimfarið lagt að
baki 530 milljón km boga-
dregna braut og var, þegar
myndasendingarnar hófust, í
215 milljón km fjarlægð frá
jörðu.
• RANNSAKAR ANDRÚMS-
LOFTID
Auk þess er áður getur, var
Mariner IV ætlað að rannsaka
andrúmsloftið, sem umlykur
Mars, sem tilliti til mannaðra
geimferða til plánetunnar í
framtíðinni. Er vonast til að
unnt verði að fá vitneskju um
þéttleika andrúmslotsins, hvort
unnt sé að lenda þar í fallhlíf
eða vængjuðu farartæki, og síð-
ast en ekki sízt, hvort líf geti
þróazt þar. Fyrir utan þessa
spurningu um lífið, hefur lands-
lagið á Mars vakið hvað mesta
forvitni mannanna. Vitað er,
að landslagið á plánetunni var
varanlegt þ.e. það tekur ekki
sífelldum breytingum, en beztu
myndirnar, sem til voru áður
en Mariner IV hóf sendingar
til jarðar, voru mjög óljósar.
1 því sambandi má benda á, að
áður en geimför Bandaríkja-
anna af gerðinni „Ranger"
sendu myndir af yfirborði
tunglsins til jarðar, var ekkert
unnt að greina á tunglinu, sem
var minna um sig er íþrótta-
leikvangur. En nú hafa verið
greindir þar hlutir á stærð við
lítinn þvottabala.
Én þar sem Mars er miklu
fjarlægari jörðinni en tunglið,
hljóta hlutir sem þar sjást að
vera miklu stærri, en þeir, sem
virðast sambærilegir að stærð
á tunglinu. Þegar Mars er næst
jörðu er plánetan um 150 sinn-
lun fjær okkur en tunglið. Og
það gerir athuganir á yfirborði
Mars enn erfiðari, að andrúms-
loftið umhverfis plánetuna
'virðist vera mettað ryki.
• SÖGUR UM MARSBÚA
ítalski stjörnufræðingurinn
Giovanni Virgino Schiaparelli,
vann að 'rannsóknum a' Mars
1877, sama árið og Asaph Hall
sá fylgihnetti eða tungl plánet-
unnar, Deimos og Phobos, fyrst-
ur manna. Schiaparelli skrifaði
og gaf út lýsingu á yfirborði
Mars og ræddi m.a. ítarlega lín-
ur, sem liggja um það þvert og
endilangt. Nefhdi hann þær
skurði (canali). Frásögn hans
vakti mikla athygli, og brátt
komust á kreik furðusögur um
vitsmunaverur, sem væru að
berjast fyrir lífi sínu á deyj-
andi plánetu og reyndu að
þurrka heimskautasvæði henn-
ar með kerfi gífurlegra áveitu-
skurða. Upp af þessum hug-
myndum spruttu sögur um
Marsbúa og gátu höfundar
Brautir Mars, jarðarinnar og Ma riners IV frá því að geimfarinu var skotið á loft í nóv. 1964.
Mariner IV skotið á loft
frá Kenniedy-höfða.
sér líf á öðrum hnetti án þess
að það væri ógnun við öryggi
mannanna á jörðinni, og í með-
förum þeirra tóku Marsbúar á
sig ógnarlegar myndir.
Nær óhugsandi er að Mariner
IV svari spurningunni um það,
hvort líf sé á Mars, en flestir
vísindamenn eru þeirrar skoð-
unar, að við getum þegar svar-
að henni að nokkru.
Telja þeir sig geta fullyrt, að
hvorki finnist þar lífverur á
borð við spendýr né risaeðlur.
Þær hafi ef til vil getað lifað
á Mars fyrr á tímum, en við nú-
verandi skilyrði á plánetunni
sé tilvera þeirra óhugsandi. En
meðal líffræðinga eru margir
þeirrar skoðunar, að á Mars
geti þrifizt líffræðileg samsetn-
ing tveggja tegunda einfrumu-
jurta.
• VATNSSKORTUR OG
ÞUNNT LOFT
Megin orsakir þess að líf
á erfitt uppdráttar á Mars eru
hið þunna andrúmsloft og vatns
skorturinn. Hugsanlegt þykir,
að finna megi vott vatnsgufu
í andrúmsloftinu og breyting-
in, sem stundum verður á stærð
„íshettanna" á heimBskautun-
um bendir til þess, að úr þeim
bráðni á hlýjasta tíma ársins.
Við rannsóknir hafa menn
komizt að raun um að tveir
þriðju hlutar af yfirborði Mars
séu rauðgulir að lit, en margir
telja sig einnig hafa greint
dökka bletti, sem breyti um lit
eftir árstíðum og séu grænleitir
er hlýjast sé. Talið er að hitinn
á Mars fari aldrei upp fyrir 18
gráður á celsíus, en frostið geti
orðið allt að 70 gráðum á heims
skautasvæðunum.
Nokkrir vísindamenn eru
þeirrar skoðunar, að loftþrýst-
ingur sé jafnmikill á yfirborði
Mars og tindi Mount Everest,
en aðrir -telja loftið enn
þynnra, eða eins og í um 30 þús.
metra hæð frá jörðu. En þótt
meðalvegurinn sé farinn og gert
ráð fyrir að loftþrýstingur á
Mars sé eins og í 15 þús. metra
hæð frá jörðu, er þyngd loftsins
aðeins 3% af loftþyngd við
sjávarmál á jörðinni.
Enginn hefur til þessa orðið
var við óbundið súrefni í and-
rúmslofti Mars, og sú staðreynd
er nægileg til að útiloka mögu-
leika á æðra lífi. Andrúmsloft
jarðar er súrefni að einum
fimmta hluta. Vísindamenn
telja hugsanlegt að allt súrefni
á Mars hafi gengið í samband
við járn og það sé járnið, sem
gefi plánetunni rauða litinn.
Tilgátur eru uppi um, að um
98% af andrúmslofti Mars sé
köfnunarefni, en hin tvö pró-
sentin kolsýringur og argon.
Og stjörnufræðingarnir Heyd-
en og Kiess við Georgetown-
háskóla í Washington halda því
fram að allir litir og litabreyt-
ingar á plánetunni stafi af
eðlilegum breytingum á and-
rúmsloftinu, sem samanstandi
af köfnunarefnissýrum.
• MARINER FLAUG
Á „SÓLARVÆNGJUM"
Mars, sem er um helmingi
minni en jörðin, er á braut í
milli 207 og 249 km. fjarlægð
frá sólinni. Brautir þessara
tveggja pláneta Mars og jarð-
arinnar eru ekki eins í laginu
og vegna þess nálgast þær hvor
aðra mismunandi mikið frá
ári til árs. Frá 1964—65 var
minnsta fjarlægðin milli jarð-
arinar og Mars tæpar 100 millj-
ónir km., en 1971 verður
minnsta fjarlægðin aðeins rúm-
lega 56 milljónir km. Sólar-
hringurinn á Mars er 37 mín-
útum og 22,7 sekúndum lengri
en á jörðinni, og Mars-árið er
669,6 Marsdagar, en það sam-
svarar 687 jarðardögum.
Svo vikið sé að geimfarinu
Maririer IV, sem sendir nú til
jarðar myndir af Mars, 80—100
sinnum skýrari en áður hafa
sézt, er það búið fjórum svo-
nefndum „sólarvængjum“. A
vængjum þessum er fjöldi ljós-
næmra sella, sem vinna orku úr
sólinni og breyta henni í raí-
magn. Og það er sólarorkan,
sem hefur knúið Mariner IV
áfram á ferð hans um hið lotft-
tóma rúm milli plánetanna. Eft-
ir að Mariner IV var kominn út
fyrir andrúmsloft jarðar, var
hæð geimfarsins 2,85 m, ea
vænghafið 6,75 m. Flestum vís-
indatækjum geimfarsins var
komið fyrir í átthyrndu hólfi,
um 125 cm í iþvermál, en tækin
ganga fyrir rafhlöðum, sem
nota ratfmagn er „sólarvængirn-
ir“ vinna. Ferð geimfarsins
stjórnaði lítill ratfreiknir, sem
höfðu verið fengnar flestar þær
upplýsingar, er að gagni máttu
koma á ferðinni. Geimfarið var
259 kg að þyngd meðan það var
hér á jörðinni, en úti í geimn-
um er það auðvitað þyngdar-
laust.
VELHEPPNUÐ TILRAUN
Mariner IV samanstendur aí
138 einstökum hlutum, og hver
þeirra þurfti að komast klakk-
laust 530 millj. km leið um
geiminn til þess að ferðin mætti
takast. Mikilvægastir af þessum
hlutum voru þeir, sem tilheyrðu
útvarpskerfi geimfarsins, því að
án sambands við jörðina, var
það einskis virði, þótt allt ann-
að væri í lagi. Og það er furðu-
legt að hugsa sér hve kraftlítið
senditæki Mariners IV var, að-
eins 10 vött. En iþótt aðeins sé
unnt að kveikja á lítilli peru
með þessu straummagni, reynd-
ist það nægilegt til að senda
merki til jarðarinnar um rúm-
lega 200 hftllj. km veg. Þegar
merkin náðu jörðinni var styrk-
leiki þeirra aðeins um tíu
trilljónustu (10/1 og átján 0)
úr vatti. Þremur mjög
kröftugum loftnetum var komið
fyrir á jörðu til að taka við
merkjum frá Mariner IV. Hvert
þeirra 25,5 m í þvermál og er
eitt í Astralíu, annað í S-
Afríku og iþað þriðja í Kali-
forníu.
Nokkrar myndir af Mars, sem
sinnum skýrari.
W Æ
teknar voru frá Jóhannesarborg 1956. Myndirnar, sem Mariner IV sendir frá Mars eru 80 til 100
Fyrstu vikuna, sem Mariner
IV var á lofti, sendu vísinda-
menn geimfarinu nokkrum sinn
um merki til að breyta stefnu
þess þannig að það færi ein ná-
lægt Mars og unnt væri, er
þangað kæmi. Og nú er ljóst,
að þetta hefur tekizt vel. Öll
hin nákvæmu tæki geimtfarsina
hafa staðizt þolraunina, og eftir
að Mariner IV hefur lokið við
að senda myndir og upplýsing-
ar til jarðar heldur það áfram
í átt til sólar Og endar á braut
umhverfis hana.
Bandaríkjamenn ráðgera að
senda næsta geimfar til Mars
1971, þegar fjarlægðin milli
plánetunnar og jarðar er
minnst. Verður miðað að því að
geimfarið lendi á Mars og sendi
enn nákvæmari upplýsingar um
plánetuna en Mariner IV.