Morgunblaðið - 17.07.1965, Side 12

Morgunblaðið - 17.07.1965, Side 12
12 MORGUNBLADID Laugardagur 17. júlí 1965 ytotgwfflribVB Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Rítstjórar: Siguröur Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstrætí 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. AÐALSKIPULAG REYKJA VÍKUR Aðaískipulag Heykjavíkur- borgar var endanlega sam- þykkt á fundi borgarstjórnar sL firrtmtudag. Með samþykkt aðalskipulagsins er stórum og merkum áfanga náð í upp- byggingu Reykjavíkurborgar, og munu framkvæmdir á veg- um borgarinnar í framtíðinni mótast af því skipulagi, sem ■nú hefur verið samþykkt. Forráðamönnum Reykjavík urborgar hefur lengi verið ljóst, áð nauðsynlegt væri að gera heildaráætlun um þróun borgar&væðisins, en veruleg- ur skriður komst á málið með samþykkt borgarstjórnar í febrúar 1960, og í kjölfar henn ar fylgdu margvísleg undir- búnings- og rannsóknastörf, sem unnin voru af innlendum og erlendum aðilum. Að þéss- um málum hefur nú verið unnið samfleytt í f jögur og hálft ár, með þeim merka ár- angri, að aðalskipulag Reykja víkufbórgar hefur verið end- anlega samþykkt. Geir Hall- grímsson, borgarstjóri, ræddi ýmsa þætti þessa máls í ræðu, sem hann flutti á fundi borg- arstjómar sl. fimmtudag. Hann benti á, að aðalskipulag ið hefði mikla þýðingu við samningu framkvæmdaáætl- unar Reykjavíkurborgar, það veitti nauðsynlega yfirsýn yf- ir viðfangsefnin, en án þess væri hætt við að tímaröð fram kvæmdanna yrði ekki í sam- ræmi við þarfirnar. Borgar- stjóri' sagði, að framkvæmda- áætlun þessi væri lauslega gerð„ og ekki bindandi fyrir borgarstjórn, sem taka mundi afstöðu til einstakra fram- kvæmdaþátta og fjárfestinga, þegar fullunnar áætlanir lægju fyrir. Fjárfestingarþörf skipulags- tímabilsins, sem nær frá yfir- standandi ári til 1983, er mjög mikil, en þar er einnig gert ráð fyrir framkvæmdum á flestum þeim sviðum, sem borgaryfirvöldin láta til sín taka. í ræðu sinni ræddi borgar- stjóri einnig um afstöðuna til nágrannasveitarfélaga, og lagði áherzlu á nauðsyn þess, að sú samvinna, sem nú færi fram milli þeirra og Reykja- víkurborgar kæmist í fastara 'form, sem hlutaðeigandi sveit arfélög og íbúar gætu vel við unað, og sagði, að nauðsyn- legt væri að taka hið fyrsta upp viðræður og samningaum leitanir við nágrannasveitarfé lögin um sameiningu eða sam eiginlega stjórn höfuðborgar- svæðisins í heild, að ein- hverju leyti. Með aðalskipulagi Reykja- víkur hefur grundvöllur verið lagður að stórfelldum fram- kvæmdum við uppbyggingu höfuðborgarsvæðisins á næstu áratugum, framkvæmdum, sem miðaðar eru ekki aðeins við þarfir núlifandi kynslóð- ar, heldur eru einnig hafðar í huga áætlaðar þarfir kom- andi kynslóða. Ástæða er til að þakka öllum þeim, sem átt hafa þátt í að aðalskipulag borgarinnar er nú fullgert, borgarstjóra, Geir Hallgríms- syni, og samstarfsmönnum hans í borgarstjórn og á skrif- stofum Reykjavíkurborgar, og öllum öðrum sem hlut hafa átt að máli. Hér hefur mikið verk verið unnið, meira verk en flestir munu gera sér grein fyrir. ÞRÖTTMíKILL FRAMFARAANDI ITm það munu allir borgar- ^ búar á einu máli, að aldrei fyrr í sögu Reykjavíkurborg- ar hafa framkvæmdir á veg- um borgarinnar verið jafn miklar og jafn vel verið unn- ið að framfaramálum borgar- búa. Eins og Reykvíkingar hafa áreiðanlega orðið varir við, hefur varanlegri gatna- gerð fleytt fram með miklum hraða undanfarin sumur, hver gatan á fætur annarri er mal- bikuð, og í mörgum hinna nýju hverfa hafa göturnar verið malbikaðar , aðeins skömmu eftir, að íbúarnir fluttust í hin nýju hús. Gatna- gerðaráætlunin, sem sam- þykkt var í borgarstjórn fyrir rúmlega tveimur árum, hefur staðizt vel, þótt nokkrar breyt ingar hafi orðið á röð fram- kvæmdanna, sumar götur teknar fyrr en upphaflega var ætlað, en aðrar síðar. Ekki er nema eðiilegt, að slíkar breyt- ingar verði meðan á fram- kvæmdum stendur. Þá er nú svo komið með hitaveitulágn- ingar, að framkvæmd hita- veituáætíunarinnar verður lokið fyrri hluta næsta árs, og hefur þá mestur hluti borgar- búa fengið hitaveitu. Á ýmsum öðrum sviðum hafa miklar framkvæmdir verið á vegum borgarinnar, skólar verið byggðir, barna- leikvellir og fleira, og sér- staka athygli vekur, hve al- menningsgarðaf Reykjavíkur- borgar eru nú snyrtilegir og skemmtilegir, og borgarbúum mikið augnayndi og ánægju- efni. Það fer því ekki milli mála, að vel er haldið á málum Bandarísk b!öð gagnrýna Johnscj UNDANFARIÐ hafa banda rískir fréttamenn, sem sér- staklega fjalla um málefni Hvíta hússins, ráðizt all- harkalega á Johnson for- seta fyrir ruddalega fram- komu og tillitsleysi við sam starfsmenn sína og ráð- gjafa. Um helgina birtist í „The Sunday Times“ grein um þetta efni eftir Henry Brandon. Segir hann, að fréttamenn hafi lengi verið gramir Johnson og ekkert sérstakt tilefni valdið því að upp úr sauð. Fer hér á eftir úrdráttur úr grein Brandons: f sl. viku fékk langvarandi gremja bandarískra fréttarit- ara í garð Johnsons forseta skyndilega útrás á síðum blað anna, og auk þess bar á ó- ánægju meðal háttsettra emb- ættismanna. Fréttamennirnir eru gramir vegna þess að for- setinn hefur litið á þá sem verkfæri, er hann gæti notað að eigin geðþótta, en embættis mennina þjakar hann með einstrengingshætti og harð- stjórn. Gagnrýni fréttamanna bein- ist nær eingöngu að forsetan- um persónulega, starfsaðferð- um hans og framkomu, en ekki stefnu hans. Hann er sagður vilja stjórna öllum og öllu persónulega, koma rudda lega fram við ráðgjafa sína, þingmenn og fréttamenn, vera 'mislyndur, tilætlunarsamur og erfiður í umgengni, hafa til- ’ hneigingu til að kenna öðrúm um eigin mistök og viija ekki þiggja ráðleggingar. Ekkert sérstakt tilefní kom gagnrýninni af stað, en und- anfarið hefur legið í loftinu, að fréttamennirnir myndu ekki byrgja gremju sína inni mikið lengur. En þar til nú í vikunni hafa blöð í Bandaríkjunum fremur kosið að endurprenta árásar- greinar á forsetann úr erlend- um blöðum, en eiga á hættu að vekja reiði Hvíta hússins. Það er ekki gott að fullyrða hvað losaði um hömlurnar. Ein af ástæðunum er áreiðan- lega sú, að fréttamenn hafa á tilfinningunni, að þeim sé ekki sagður sannleikurinn um ástandið í Víetnam. Einnig héfur deyfðin, sem liggur yfir Washington og virðist draga fðrseta mátt úr stjórninni, eflaust haft sín áhrif. Tom Wicker skrifaði í „The New York Times“, „Afreks- maðurinn Lyndon er horfinn af sjónarsviðinu, og eftir stend ur Lyndon gamli, óbrotinn, uppstökkur og erfiður í um- gengni eins og hann hefur alltaf verið“. ★ Blaðafulltrúa Johnsons, hin um góðgjarna, en framtaks- litla George Reedy, var fyrir skömmu ráðlagt að láta skera sig upp á fæti og taka sér frí nokkrar vikur eftir aðgerð- ina. Þegar Reedy skýrði for- setanum frá þessu, ákvað hann samstundis að skipa í embættið þann ráðgjafa sinn, sem hann ber mest traust til, Bill Moyers. Moyers hefur ekki mikla reynslu sem blaða- maður, en hann er mjög vel gefinn, hæverskur hugsjóna- maður, traustur og staðfastur. Sú ákvörðun Johnsons, að skipa manh, sem hann metur eins mikils og Moyers, í emb- ætti blaðafulltrúa, sýnir að hann hyggst leggja sérstaka áherzlu á samskiptin við blöð- in. í Hvíta húsinu vona menn, að blaðafuUtrúaskiptin bæti samband forsetans og frétta- manna, og fréttamennirnir vona, að forsetinn snúi ekki baki við Moyers, þót-t honum takist ekki að gera kraftaverk á einni nóttu. En það er ekki blaðafulltrúinn, sem er megin- vandamálið, heldur forsetinn sjálfur. Er hugsanlegt að hann breytist, verði ekki eins hörundssár, skapbetri, þolin- móðari og íhugulli? Þetta er ólíklegt, enda óvíst að forset- inn yrði eins dugandi eftir breytingarnar. Blaðamennirnir hafa nú veitt gremju sinni útrás, en hinir óánægðu meðal embættis manna stjórnarinnar koma ekki með aðfinnslur opinber- lega, heldur má heyra ó- ánægjukurr víða þar sem tvéir eða fleiri þeirra eru sam an komnir. Meðal embættis- mannanna eru margir, sem vilja ekki taka ákvarðanir af ótta við að þeir falli í ónáð hjá forsetanum, og hugsa sig um tvisvar áður en þeir grípa til aðgerða, sem forsetinn hef- ur ekki lagt blessun yfir. Dregur þetta óhjákvæmilega úr afköstunum. Forsetinn er nú mislyndari og uppstökkari en áður, fyrst og fremst vegna þess, að hann gerir sér grein fyrir því að Bandaríkjamehn geta hvorki sigrað né bundið enda á styrj- öldina í Víetnam á auðveldan hátt. Margir árekstrar verða á stjórnmálasviðinu í höfuðborg inni, án þess að ómur þeirra berist um öll Bandaríkin, og forsetinn nýtur enn geysilegra vinsælda meðal þjóðarinnar, þótt þær séu ekki byggðar á eins traustum grundvelli og áður. Og erfitt er að dæma um það að svo stöddu hvort atburðir síðustu viku eiga eft- ir að hafa varanleg áhrif. Moyers, hinn nýi blaðafulltrúi Johnsons, raeðir við fréttamenn. Reykjavíkurbargar undir stjórn núverandi borgarstjóra, Geirs Hallgrímssonar, og með samþykkt kðalskipulags höf- uðborgarinnar hefur grund- völlur verið lagður að skipu- lögðum stórframkvæmdum í stærri stíl en menn e.t.v. gera sér grein fyrir. — í stjórn Reykjavíkurborgar ríkir nú- tíma hugsunarháttur, skipu- lagsbundin vinnbrögð eru við höfð, og nútímatækni beitt til hins ítrasta. Þar ríkir þrótt- mikill framfaraandi. A ,, Ur dagbók lífsins 44 á Vestfjörðum SfÐASTLIÐIN tvö sumur hefur Magnús Sigurðsson, skólastjóri, ferðazt víðs vegar um landið með kvikmyndina „Úr dagbók lífsins“, sem fjallar um vandamál æskunnar og rennur allur ágóði af sýningunum tii æskulýðsmála. Nú er að hefjast síðasti áfang- inn með því að sýning verður 1 Króksfjarðarnesi sunnudaginn 18. þ.m., ísafirði 20., Bolungar- vík 21., Suðureyri 22., Súðavík 23., Flateyri 25., Þingeyri 26., Tálknafirði 28., Patreksfirði 29., Bíldudal 30., Örlygshöfn 1. ágúst, Barðaströnd 3., Reykjanesskóla við fsafjarðardjúp 5., Saurbæ í Dölum 7., Búðardal 8., Lindar- tungu 9., Logalandi 10. og að lok- um Hlöðum á Hvalfjarðarströnd 11. ágúst. Á Norðurlandi og í Stranda- sýslu var aðsókn mjög góð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.