Morgunblaðið - 17.07.1965, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 17.07.1965, Qupperneq 15
Laugardagur 17. júlí 1965 MORCU N BLAÐIÐ 15 Neisti frá rofa kveikti Brunaverðir berjast við eidinoi. (Ljósm. Mbl. Sveinn Þorm.). — Jú, hér er dálítið af leg- um, sem ónýttust, en til allr-j ar hamirugju eru hillurnar hérna dtálítið frá gólfi, þannig að vatnið niáði ekki upp í þaer. Vatnið flóði sem sé hér um óíl gólf og skemmdi það, sem lá á gólfunum. — Stöðvar þetta ebki verzl- unina hjá ykkur? — Nei, ekki býet ég við þvi. Við eigum ennlþá dálítið af stimplum, sem vi'ð seljurn, þangað til okkur berast nýjar birgðir. í eldfimu loftina Bruninn i verkstæðinu i fyrrinótt EINiS og fram hefur komið í fréttum, kom upp eldur í Brautarholti 6 í Reykjavík á fimmtudagskvöld. Fréttamað- ur blaðsins kom á staðinn í gær til þess að kynna sér skemmdirnar. m Eldurinn kom upp á tré- smíðaverksteeði Birgis Ágústs sonar, sem er á anmarri hæð hússins nr. 6 við Brautarholt. Um kaffileytið í gær hittum við þar að máli Hafstein Sölvason, verkstjóra, en hann hafði frá því um morguninn verið að vinna við að hreinsa burt timbur, sem eyðilagzt 'hafði í brunanum. Hafsteinn sýnir okkur inn á verkstæðið, þar sem eldurinn ha-fði kvikn að, en þar var ailt svart af sóti og fremur hráslagalegt. Næstum allir gluiggar höfðu sprungið við hitann, svo frem ur kalt var inni. — Upptök eldsins voru þau, segir Hafsteinn, að hér voru tveir menn við vinnu í gærkvöldi. Höfðu þeir verið að sprauta húsgögn með lakki um kvöldið, og um kl. hálf tólf fóru þeir að ganga frá og slökkv-a ljós. Þegar annar þeirra tók rafmagnssnúru úr sambandi inni í herberginu, sem við notum þegar lakkað er, feók hann eftir því, að neisti hrökk úr tenglinum. Neistinn kveikti umsvifalaust í loftinu, sem var mettað af lakki og breiddist eldurinn fljótt út. Maðurinn kallaði strax í félaga sinn og bað hann um að hringja í slökkvi- iiði'ð, sem kom strax. Klukku- stund seinna, eða nálega kl. eitt var slökkvistarfinu lokið. Hér hafa greinilegá orðið miklar skemmdir. Getið þér gizkað á, hve mikið tjón hefur orðið? Það er auðvitað ekki hægt a’ð segja um það með fullri vissu. Hérna á gólfinu stóð heilmikið að hálfunnu timbri, sem ailt eyðilagðist. Til dæm is eyðilögðust hér um 200 skrifborðsstólar, sem voru að vísu ekki fullunnir. Einnig eyðilögðust hér fjöldamöng hálfsmíðuð hjónarúm og til- heyrandi hlutir, svo sem skáp- ar o.þ.h. Þá skemmdust tvær vélar, þessi pússningavél hérna og svo þessi stóra lím- pressa. Hérna í horninu geymdum við mót fyrir lím- pressuna, en nú eru þau ein brunahrúga. Það má fullyrða, að tjónið hérna nemur mörgum hundr- uðum þúsunda, því auk timb- urs og véla, sem eyðilögðust, brunnu skilrúm og fjölda- margar vélar þarf að hreinsa algerlega upp áður en hægt verður að nota þær aftur. Þá þarfa að mála hér og setja nýtt gler í gluggana. — Var verkstæðið tryggt? — Já, tryggingar voru hér í lagi. Vfð kveðjum Hafstein og göngum niður á fyrstu hæð hússins, þar sem er varahluta verzlun Þóris Jónssonar. Þar hittum við Grétar Árnason, framkvæmdastjóra, sem er þar að sýna skoðunarmanni frá tryggingarfélaginu hinar miklu skemmdir á varahluta- birgðum verzlunarinnar. Stór- ar ábreiður eru breiddar yfir skápa, sem standa við innsta vegg verzlunarinnar og vatn heyrist drjúpa úr loftinu. — Hér hafa einhverjar skemmdir orðið?, spyrjum við Grétar, þegar hann hefur tíma til þess að tala við okk- ur. — Já, hér hafa orðið tals- verðar skemmdir, þó enn sé of snemmt að segja um hve miklar þær eru. Hér í hillun- um við vegginn geymum við stimplasett í vélar og að því er virðist, hafa þau orðið tals vert illa úti. Þessi sett eru nokkuð dýr og ef skemmd- irnar hafa orðið eins miklar og þær virðast, er tjónið ekki lengi að komast í hundruð þúsunda. — En hefur ekki annað skemmzt? Gísli I fyrrv. Minning F. 2G. okt. 1914 — D. 12. júlí 1965. „HEIUSAST og kveðjast, það er lífsins saga.“ Ekki eru nema tæp eex ár, síðan fundum okkar Gísla Guðjónssonar bar saman fyrsta sinni, og nú er hann geng- •inn veg allrar veraldar. Svo hrað fleygur er straumur tímans, svo miskunnarlaus dómur örlaganna. Að vísu kom okkur vinum hans það ekki á óvart, er hann kvaddi, en sárt er að sjá á bak jafn góðum manni svo snemma eigi að síður. Gísli Guðjónsson hafði ekki geng ið heill til skqgar um langa hríð* og sjálfur hefir hann að öllum líkindum ekki verið varbúinn kallinu, er það kom. Mér hefir stundum verið til þess hugsað síðustu mánuðina, er heilsa Gísla Guðjónssonar var á þrotura, líf hans hékk á blá- þræði, að ef til vill hefi ég aldrei séð hann algerlega heilan. Lík- lega hefir hinn þungi sjúkdómur, er varð banamein hans, þegar verið búinn að búa um sig í iíkama hans, þá er við sáumst fyrst. Nokkrp. eftir að kynni okkar hófust, fór hann utan, til Kaupmannahafnar, til að leita sér lækninga, og eftir það var ævi hans sleitulaus barátta við erfiðan gjúkdóm. I þeim ójafna leik sýndi Gísli Guðjónsson, að hann bjó yfir óvenjulegu sálar- þreki og karlmannlegu æðru- leysi. Skapstyrkur hans var slík- ur, að jafnvel þegar mest syrti í álinn gat hann miðlað þeim, sem heilir voru, úr ríkulegum sjóði glaðlyndis sins og góðlynd- is; mannkostir hans auðkenndust l€. Guðgónsson, verzluna rmaður af því hógværa látleysi, sem ylj- ar og bætir; menningarleg hæ- verska hans hóf hann yfir þá flat neskju meðalmennskunnar, sem verður tíðum ævilangur áningar staður þeira flysjunga, er mest berast á. Og Gísli Guðjónsson barst ekki á. Til þess var hann of sannur maður. „Sá sem upp- hefur sjálfan sig, ber ekki af öðr um“, segir Lao-Tse. Gísli Guðjóns son reyndi aldrei að upphefja sjálfan sig, en ljóminn, sem leik- ur um minningu þess góða drengs og göfuga manns, er bjart ur og fagur. Gísli Kristján Guðjónsson fæddist 26. október 1914 að Þóru- stöðum í Bitru. Þar ólst hann upp með foreldrum sínum, Mar- gréti Gísladóttur og Guðjóni Ólafssyni bónda, sem bæði lifa son sinn. Gísli stundaði nám að Reykjaskóla í Hrútafirði veturna 193S-1937 og lauk prófi þaðan. Að námi loknu stundaði hann ýmis störf, einkum vann hann mikið við smíðar og vegagerð. Hann var einkar hagur maður; þjóðhagi mundi hann hafa verið kallaður fyrr á tímum. Og starfs- fús var hann og starfsglaður. Féll honum' sjaldan verk úr hendi. Jafnvel eftir að hann veiktist, vann hann að smíðum heima hjá sér, þegar kraftar leyfðu, og smíðaði þá margan fagran hlut. Árið 1943 kvæntist Gísli Guð- jónsson Unni kennara Rögnvalds dóttur Sturlaugssonar og konu hans Valgerðar Lýðsdóttur. Þá um haustið fluttust þau til Akra- ness og áttu þar heima æ síðan. Á Akranesi vann Gísli löngum við smíðar, en var síðustu starfs- þeirra reynist þeim styrkur i hörmum og vænlegt veganesti. Þeim öllum, móður þeirra og ömmu og öldruðum foreldrum Gísla Guðjónssonar votturn við hjónin dýpstu samúð. Það er misjafnt, hvernig mðnn um ferst það að deyja. Gísli Guð jónsson dó sem hetja, „æðrulaus og jafnlundaður". Slíkra er gott að minnast. Og þegar þar við bætist, að Gísli Guðjónsson var góður maður og sannur, fágæt- lega hreinn og heilsteyptur, svo ár sín deildarstjóri I Bygginga- vörudeild Haralds Böðvarssonar & Co. Þau hjón eignuðust þrjá syni, sem eru allir sérlega mannvæn- legir. Sá elzti, Rögnvaldur Stur- laugs, lauk stúdentsprófi við Menntaskólann á Akureyri í vor með fyrstu ágætiseinkunn. Magn ús Margeir lauk landsprófi mið- skóla í vor og hyggur á mennta- skólanám. Yngstur er Valur Heiðar, aðeins 9 ára, góður og efnilegur drengur. Alla syni þeirra hjóna þekki ég vel, og þeir eldri hafa verið nemendur mín- ir. Veit ég, að mannkosti for- eldra sinna hafa þeir erft. Vænti ég þess, að kjarkur sá og karl- mennska, sem einkenndi föður að ég hefi fáa þekkt úr jafn- ósviknum málmi, er minningin ekki aðeins heið og tær, heldur jafnframt hvöt til góðra verka. Það éru menn á borð við Gísla Guðjónsson, sem gera okkur kleift að trúa á hið góða í mann inum. Því skulu honum að síð- ustu færðar hjartans þakkir. Og orð tengdaföður míns sendum við honum sem kveðju yfir djúp ið dulda: „.....Ég kalla til þín kæri. Góða ferð í könnun annars heims og nýrra landa......“ Ólafur Haukur Árnasonu — Þeir reyna Framh. af bls. 3 strákar hérna og útlendingar. — Eru strákarnir eins dug- legir og þið? — Þeir reyna að sýna kraft- ana, þegar við horfum á þá. — Hvað endist þessi vinna ykkur lengi? — Fram á mánudag. — Og verður ykkur þá sagt upp? — f bili, skulum við vonal — Hvar voruð þið að vinna, áður en þið komuð hingað? — Við vorum í fiski á Kirkjusandi, en það var bara enginn fiskur, svo að við komum hingað, sagði ein í hópnum, Margrét Eyfells. — En hafið þið ekki fengið flís í fingurna? — Jú, fullt af flísum, segja þær brosandi. — Hvað berið þið svo úr býtum? — Við fáum 500 krónur á dag og helmingi meira á laug- ardögum. Eftir fjóra daga höfum við fengið 2.500 krón- ur. — Og hvernig hafið þið svo hugsað ykkur að ráðstafa kaupinu? — Við ætlum að fara upp í Kerlingarfjöll á skíði. — ★ — Þegar við erum komnir aftur upp á þilfarið hittum við 2. stýrimann á Arnarfell- inu, Elías Kristj ánsson. Hann segir okkur, að stúlkuraar séu þrælduglegar og vinnan ekki slík, að þær geti ofreynt sig, þar eð hér er um lét* timbur að ræða. Elias segir okkur, að strákarnir séu ekki alveg eins duglegir og stúlk- umar. Þeir séu dálítið gjarnir á að taka sér frí til að sáman! Skyldi timbrið nú nógu vel bundið saman, hugsar Kristin Pétursdóttir og horfir upp á eftir búntinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.