Morgunblaðið - 28.07.1965, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 28.07.1965, Qupperneq 8
8 MORCUNBl AflfO Miðvikudagur 28. júlí 1965 Úlafur Geirsson, aöstoðar- yfirlæknir — Minning F. 27. maí 1909. - D. 22. júlí 1965. HOLLVINUR er horfinn. Þegar svo sterkur stofn og mikill persónuleiki hverfur á svo skyndi Iegan hátt sem hér hefir orðið, stendur maður fyrst agndofa, en síðan kemur undarlegt tóm í til- veruna, sem ýtir vinum og venzlafólki enn þéttar saman. Raunin er sú, að vináttuböndin eru hnýtt fyrri hluta aeviskeiðs- ins, en þau skýrast og treystast er iíður á ævina og hópurinn þynnist. Hið sviplega og ótímabæra frá- fall Ólafs Geirssonar kom okkur félögum hans því meira á óvart, að hann hafði notið góðrar heilsu alla ævi. Mundi ég ætla, að við hefðum talið hann hraustastan í okkar hópi. Líkamsvöxtur, fram koma og fas var þannig að úr því skein traust og öryggi sem sé þær náðargjafir, sem eftir- sóknarverðar eru öllum og ekki sízt læknum. Þar sem svo þar við bætist skarpur skilningur, góðar námsgáfur, mildi, mannúð og samvizkusemi er ekki að undra þótt læknisstarfið léti hon- um vel. Sem nánum vini og sam- verkamanni er mér vel kunnugt, hve óvenju ástsæll hann var sjúklingum sínum og þeim sem hans leituðu. Hinir sterku þættir í skaphöfn hans voru gjörhyggli, rósemi og festa. Með meðfæddri hægð tók hann ákvarðanir sínar, og gjarna breiddist þá góðlegt bros yfir hið breiða karlmann- lega andliti hans. Vegna djúp- stæðrar þekkingar hans á ýmis- konar málefnum var hann fastur á skoðunum sínum. Athyglisgáfa hans var frábær, og kom þar fram margt skarplegt og skemmti legt, en minna bar á þessu en skyldi vegna hlédrægni hans. Auk staðgóðrar þekkingar í læknisfræði var Ólafur heitinn sjór af vísum, kvæðum og sög um. Þekki ég engann sem stóð honum þar á sporði. Var hann þvi óspart notaður til uppsláttar að botna vísur og byrja. Má því segja um hann líkt og Grímur Thomsen segir um kvæðamann: „Kann ég utanbókar okkar Allar beztu rímurnar, Þá eru stúfar, þulur, flokkar Þjóðinni til skemmtunar. Eins og gefur að skilja hlóðust á hann ýmiskonar trúnaðarstörf í þágu læknasamtakanna. Hann hefir setið lengst allra lækna í ritstjóm Læknablaðsins eða 22 ár. I stjórn Læknafélags Reykja- víkur var hann ritari 1949—1951, Og ritari í stjórn Læknafélags Is- lands 1956—1960. Hann léði ekki máls á að verða formaður þess, þótt eftir honum væri gengið. Auk þess átti hann sæti í ýmis- konar nefndum læknasamtak anna, sem of langt yrði upp að telja á þessum vettvangi. Hann var prófdómari í lyflæknisfræði við læknadeild Háskóla íslands og prófdómari við Hjúkmnar- skóla íslands. Ólafur ritaði margar greinar í Læknablaðið um efni sérgreinar sinnar, auk þess sem hann við- aði að blaðinu ýmiskonar þýddu efni. Átti létt með að skrifa og var orðhagur vel, enda hefir hann auðgað íslenzkt læknamál með góðum nýyrðum. Hæfni hans til þessara hluta mun að vonum hafa nokkru um valdið, hve lengi hann sat í ritstjórn Læknablaðsins. Að beiðni Vil- mundar Jónssonar, frv. land- læknis, þýddi hann bók Prófess ors Skúla Guðjónssonar úr dönsku: „Manneldi og heilsufar í Fornöld", og kom sú bók út hér 1949. Er bókinni snúið kjarngott mál og þýðandanúm til mikils sóma. Sagði hann mér að það hefði orðið sér tafsamt verk. Ólafur Geirsson var stúdent frá Menntaskóianum í Reykjavík 1929, kandidat í læknisfræði frá Háskóla íslands 1934. Dvaldi síð- an í Danmörku til framhalds- náms um nokkurra ára skeið. Eft ir heimkomuna var hann ráðinn aðstoðarlæknir berklayfirlæknis 1939. Ráðinn deildarlæknir við Vífilsstaðahælið 1942, og verið aðstoðaryfirlæknir þar síðari ár- in. 1940 viðurkenndur sérfræð- ingur í berklalækningum, og 1957 viðurkenndur sérfræðingur lyflæknisfræði, eftir að hafa unnið sem aðstoðarlæknir við lyflæknisdeild Landsspítalans um tveggja ára skeið. Ég átti þvi láni að fagna að standa að því að hann var ráðinn að Landsspítalanum. Tel ég það lyflæknisdeildinni mikið happ, >ví að í hans hlut kom að afla sér sérfræðilegrar þekkingar í blóðsegavörnum og hefja þá lækningameðferð hér á landi. Kom þá bezt fram skipulags- hæfni hans, nákvæmni og ár- vekni í starfi. Er mér óhætt að fullyrða, að árangur af starfsmi þessari er það góður, að ég þekki hann hvergi betri. Þótt margir eigi þar þakkir skilið, ber Ólafi >ær mestar. Við höfum átt sumarleyfi sam- an um 12 ára skeið við laxveiðar Laxá í Aðaldal og er þaðan margs góðs að minnast. Frá því fagra umhverfi og laxveiðifélög- unum færi ég alúðarfyllstu þakk ir fyrir svo margar ógleymanleg- ar stundir. Ólafur var maður meðalhár, sterklega vaxinn, allrrr hinn vörpulegasti og vel á sig kominn, sem sé þéttur á velli og þéttur lund. Framkoman öll mótaðist af rólegri yfirvegun, og við nán- ari kynni var maðurinn svo traust vekjandi sem mest mátti verða. Hann var giftur Erlu Egilson frá Hafnarfirði og eignuðust þau þrjú börn’: Þórarin, héraðslækni Hvammstanga, Skúla,' verk- stæðisformann og Elísabetu, gifta Olaf Paulson, læknanema, Kaup- mannahöfn. Mér er ljúft að minnast og þakka okkar síðustu samveru, sem alveg er nýlokið, og var átta daga ferðalag aðallega í óbyggð um landsins með fjölskyldu og nánum vinum. Minnist ég þá sér. staklega er við gengum niður að Dettifossi, að við fórum að kyrja kvæðið um hann eftir Kristján JónssOn, fjallaskáld. Mundi ég þá ekki fyrri hluta síðustu vísu kvæðisins, sem ólafur kom auð vitað strax með, en hún hljóðar svo: Blunda vil ég á bárum þínum er bleikur loksins hníg ég nár,“ o.s.frv. Hefði mig þá sízt grunað, hve stutt var eftir af æviskeiði þessa mæta manns. Ég leyfi mér að færa hér fram innilegustu hluttekning til eigin- konu, barna og annarra nán ustu frá samstarfsmönnum mín- um á Landsspítalanum, fjöl- skyldu minni og mér. Þakka ég um leið órofa tryggð og vináttu um áratuga skeið. Sú verður ósk mín síðasta, að hinn göfugi læknisferill Ólafs Geirssonar um þrjátíu ára skeið verði læknastéttinni óbrotgjarn minnisvarði og til fyrirmyndar þeim ungu læknum og læknaefn- um sem kynnzt hafa verðugum fulltrúa stéttarinnar og góðum dreng. Útför hans verður gjörð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 14. Sigurður Samúelsson látinn geri ég að mínum yfir moldum velunnara míns, Ölafs Geirssonar læknis. Ég læt öðrum eftir að rekja sögu ævi hans og starfs. Aðeins fáein þakkarorð til þessa mæta manns, sem stundaði mig um 10 ára skeið á Vífilsstaðahæii á- samt sínum góða kollega, Helga Ingvarssyni. Ég veit, að margur á Ólafi hei'tnum mikið að þakka. En ég er í vafa um að nokkur sjúkl- inga hans eigi honum meira að þakka en ég, — því að í félagi við fyrrnefndan kollega sinn frí- aói hann mig frá því, sem verra er en berkladauðinn. Langar m;g að minnast þess lítið eitt. Þegar ég bom að Vífilsstöðum árið 1951, var ég sjúk bæði á sál og líkama. Truflun á efna- sldptum líkamans hafði þrúgað svo taugakerfi mitt að í algert óeíni var komið. Þá tóku þess- ir mætu mannvinir, Ólafur heit- inn og Helgi Ingvarsson, hönd- urn saman og slógu um mig varð iokur, sem þeir í rauninni aldrei rufu síðan, þó að ég dveldi ann- ars staðar síðustu 5 árin. Helgi reið á vaðið og reyndi fyrstur lækna við mig það lyf, er mér hefur eitt að varanlegu gagni komið á þessu sviði. Og því meira var um tilraun þessa vert sökum þess, að ekki voru spurn ir af að lyf þetta hefði nokkru aðgerðin gerð. En með því að sjúkdómurinn var búinn að leika mig grátt, var ég nokkvið lengi að ná mér á eftir. Gekk svo fyrsta árið, að á mig sóttu geðtruflanir, sem lýstu sér í þunglyndi og ýmis konar firr- um. Dvaldi ég í skjóli þeirra Vífilsstaðalækna — og hef ég oft hugsað til þess með kinn- roða, hve þreytandi sjúklingur ég hlýt að hafa verið þennan tíma. Ég átti orðræður við þá, annan hvorn, nálega daglega — og þær viðræður björguðu mér úr sálkreppunni. Báðir reyndust þar jafnir, fannst mér eldri lækn irinn sem faðir, hinn yngri sem bróðir. Gengu þeir báðir f>am fyrir skjöldu og gerðust trúnað- armenn mínir og vinir. Þó að ég kæmi með sömu vandræðin dag eftir dag, brá aldrei til óþolin- mæði, heldur voru þau rædd eins og þau væru mikilvægasta málefnið í heimi. Þeir skildu, að hið smáa er stórt í harmanna heim. Ég hef fáa menn þekkt, sem hafa kunnað þá list, að hlusta, eins vel og ólafur Geirs- son. Og brást þá ekki, að hann gerhugsaði svarið jafnt og hann hlustaði. Og orðum Ólafs var alltaf hægt að treysta. Hreih- skilni og hreinskiptin voru hon- um í blóð bornar. Þetta ár var hér heima í kynnisför góður kollega Ólafs, er starfað hefur ytra, Karl Strand. Fyrir bæna- stað Ólafs gerði hann sér ferð að Vífilsstöðum til að athuga mig. Svo að ekkert tækifæri til að hjálpa mér var látið ónotað, — né heldur ngitt til að tala í mig kjarkinn. Þetta sameigin- lega átak þeirra læknanna á Víf- ilsstöðum bar að lokum þann árangur, að andlegt ástand mitt hefur síðan verið annað líf í þessu lífi. Sagði ég eitt sinn í spaugi við Ólaf, er við minnt- umst á þessa breytingu: — Þessu hefur þú nú að nokkru leyti komið til leiðar með þinni hæversku — frekju! — Ólafur brosti hjartanlega sínu fallega brosi, sem ávalt sló birtu yfir, hvar sem það sást. Nú sendi ég að hans leiðar- lokum ástvinum hans ' kærar kveðjur. Konunni, er fylgdi hon- um og bar birtu á líf hans, syn- inum eldri, er fetar í- fótspor hans, dótturinni í framandi landi og syninum yngri hér heima. Megi minning hins mæta drengs bregða birtu á líf þeirra. Einnig sendi ég vini mínum og félaga menn þeirra hjóna lögðu því ó- sjaldan leið sína til þeirra og nutu þar góðrar risnu og heil- brigðrar glaðværðar. Ólafur var um tvo áratugi læknir á Vífilsstöðum og ávann sér þar óbilandi traust og vin- áttu samstarfsmanna sinna og sjúklinga. Utan hælisins var hann einnig eftirsóttur læknir og átti stóran hóp skjólstæðinga og vina um land allt. Hann tók einnig mikinn og virkan þátt í félagsmálum lækna og reynd- ist þar sem annarsstaðar ósér- hlífinn og hollrá'ður. Hann gegndi því mörgum trúnaðarstörfum fyrir stétt sína og var óvenju- lega vinsæll meðal stéttabræðra sinna og naut óskoraðs trausts þeirra. Ólafur var sérfræðingur í berkla og lyflæknissjúkdómum og hafði því aflað sér mjög stað- góðrar og víðtækrar menntunar í læknisfræði. Þegar þar við bætt ist frábær skyldurækni, reglu- semi og áhugi í starfi er síst að undra, a'ð vegur hans og vin- sældir fóru sívaxandi. Ólafur var maður hæglátur, ljúfur og lítillátur og var því hvers manns hugljúfi, en jafnframt bjó hann yfir þeirri skapfestu og æðru- leysi, sem gerði hann vel til forráða fallin. Seinustu árin var hann aðstoðaryfirlæknir á Vífils stöðum og á allra vitorði var, að hann átti að taka við yfirlæknis- stöðu þar á næstunni. Enginn hafði betur til þess unnið, eng- inn til þess færari og engum unni ég þess betur. Ég tel það eitt mest lán á öllum starfferli mínum að hafa notið aðstoðar hans og samvinnu í svo mörg ár. Það er bjart yfir minningum mínum um samstarfið við hann, á þær hefur enginn skuggi fall- ið. í öllum vandamálum var hann stoð mín og stytta og kvik- aði aldrei. Nú er hann horfinn af sjón- arsvi'ðinu, en minningin um mik- ilhæfan og góðan dreng fyrnist ekki. Við samstarfsmenn hans og skjólstæðingar á Vífilsstöðum kveðjum dáðan lækni og dáðan drengskaparmann. Vegna sakn- aðar okkar skiljum við betur sára sorg eiginkonu hans, barna og annara ástvina. Við vottum þeim öll innilega samúð okkar og hluttekningu. Helgi Ingvarsson. sinni verið reynt í heiminum i hans, Helga Ingvarssyni, hjart- þessum tilgangi, þo að notað — Góðar nætur, kóngsson, — og syngi englar sálu þína í ró. — Þessi orð Hórasar um Hamlet væri á öðru sviði En tæpu ári síðar fékk læknirinn spurnir af að byrjað væri þá að nota það á sama hátt erlendis. Vildi hann því aldrei flíka sinni tilraun. Stór sár þurfa langa græðslu, en þó kom þar að, er fram liðu stundir, að þessi tilraun bar góðan árangur. En ekki voru þessir velunnarar mínir þó fylli- lega ánægðir fyrir mína hönd. Og kom nú Ólafi Geirssyni í hug heilagerð sú, er lobotomi nefnist og oft hefur reynst rík til árangurs. íslenzkur lækmr var þá á lífi, sem fékkst við þessar aðgerðir, Bjarni heitinn Oddsson. Blessuð sé minning hans. Réðj nú Ólafur mér að leita þessa ráðs, en ég var lengi treg. Mun þar hafa ráðið nokkru að ég hef aldrei verið kjark,- kona og treg orðin að trúa á árangur. En þó mun þar mesíu hafa ráðið, að tilhugsunin við að láta hrófla við þessu viðkvæma líffæri, heilanum, skóp mér beyg við einhverja breytingu, er verða kynni á sjálfri mér til hins lakara. Ég þæfði því lengi á móti. Ólafur heitinn skildi mig út í æsar og sótti mál sitt ekki fast. Hann hvorki skipaði né bað. En hann setti sig ekki úr færi að bera þær aðgerðir af þessu tagi í tal, sem hann kunni sögur af. Segja mér frá þeim og árangri þeirra, einnig að út- lista fyrir mér, í hverju þær væru fólgnar og árangur þeirra, rétt eins og hann væri að ræða við jafningja sinn. Þessum hæ- verska áróðri hélt hann áfram uns ég fór að linast. Hugsaði loks sem svo, að það mikið hefði Ólafur fyrir mig gert, að skylt væri að sýna honum það traust að hlíta ráðum hans. Var svo ans kveðju. Sjálfan hann kveð ég að skiln- aði sömu orðum og ég kvaddi hann síðast í lifanda lífi: — Ég vona að guð launi þér fyrir mig, þegar þú þarft mest á því að halda. — Helga Jónasardóttir, frá Hólabaki. ÞAÐ var mikið og þungt áfall fyrir skjólstæðinga og vini Ólafs Geirssonar, aðstoðaryfirlæknis, þegar sú harmafregn barst út, að hann væri fallinn frá, löngu fyrir aldur fram. Hann var mað- ur á bezta aldri, heilsugóður og virtist eiga ólokið mikilvægasta hluta af athafnamiklu og heilla- drjúgu lífsstarfi sínu. Heimili hans var með ágætum. Eiginkona hans, frú Erla Egilsson, er kunn fyrir rausn og höfðingsskap og þrjú góð og mannvænleg börn þeirra gerðu sitt til að gera garðinn frægan. Vinir og vanda- 12 íbúðarhús í bysf^ingu á Er>ils- stöðum EGILSSTÖÐUM, ' 27. júlí. — 12 íbúðarhús eru nú í byggingu hér á Egilsstöðum. Þá er byrjað á stórri vöruskemmu fyrir Kaup- félag Héraðsbúa og á flugvellin- um er unnið að viðbyggingu við flugskýlið. Gott veður er hér I dag, en heldur ,kalt hefur verið undan- farna daga. Heyskapur er í full- um gangi og gengur eftir vonum. Kartöfluspretta er einnig á góð- um vegi. Hér er mikil umferð ferða- manna og öll hótel hafa verið fullskipuð. — M.G. ATHÚGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa < Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Til sölu Volvo-Amazon árgerð 1965, skemmd vegna veltu. Bifreiðinni hefur verið ekið rúma 10.000 km. — Bifreiðin er til sýnis í Ármúla 16. — Tilboð óskast. Sjóvátryggingafélag íslands Bifreiðadeild — Laugavegi 176.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.