Morgunblaðið - 28.07.1965, Síða 17

Morgunblaðið - 28.07.1965, Síða 17
Miðvikudagur 28. iúlí 1963 MORCUNBLAÐIÐ 17 Margrét og Sveinn Einarsdóttir Steingrímsson Itiinnmg NÝLEGA var jarðsett Margrét Einarsdóttir á Langholti, áður húsfreyja þar, er lézt 2. júlí sl. I Var hún ekkja Sveins Steingríms J sonar, sem lézt þar á þorláks-! messudag næstl. Þau bjuggu að Langholti alllengi, allt þar til er Björn sonur þeirra tók þar við búsforráðum, en að Langholti hafa þau átt heima frá því vorið 1918. Eru því miklar minningar við þau tengdar hér í sveit. Sveinn Steingrímsson var fædd ur að Heiðarseli á Síðu árið 1874, sonur hjónanna Steingríms Jónssonar, er mjög var fjölhæf- ur verklega og dverghagur, og Þórunnar Eiríksdóttur frá Hlíð í Skaftártungu. Er ætt hennar kunn. Móðir hennar, Sigríður í Hlíð, var dóttir Sveins Pálssonar í Vík, læknis og náttúrufræðings rakin ætt frá Bjarna Pálssyni, fyrsta landlækni hér, og Skúla landfógeta Magnússyni. — Sveinn var að talsvert miklu leyti alinn upp hjá móðurbróður sín- um, séra Sveini Eiríkssyni, síð- ast presti að Ásum í Skaftár- tungu. Var hjá honum í Sand- felli á Kálfafellsstað og fluttist með honum að Ásum. Ólst upp með börnum sr. Sveins, er sum urðu þjóðkunn. Margrét Einarsdóttir var og í aðra ætt úr Skafártungunni af bændaættum þar,* dóttir Einars bónda í Svinadal, Jónssonar bónda þar, og konu hans Valgerð ar Ólafsdóttur frá Steinsmýri í Meðallandi. Hún fæddist að SVÍnadal árið 1878. Þessar efnilegu persónur, Sveinn og Margrét, felldu hugi saman og giftust. Fluttu til bú- skapar að Skaftárdal á Síðu og munu hafa búið þar 15 ár. Þar fæddust börn þeirra flest, j»n alls urðu þau tíu, sem öll lifa, nema eitt. Hið yngsta þeirra (er þau áttu að Langholti) dó í eða laust eftir fæðingu. Voru aðeins tvö hin elztu fermd, er þau hjón komu í Meðallandið. Heimilið Júlíana L esdóttir - Hið smáa er stórt í harmanna heim höpp og slys bera dularlíki. Þannig kemst Einar Benedikts- son að orði í einu kvæða sinna. Og mér finnst að þessi orð vera sönn, þegar maður fer að hugsa um líf fólksins. Mannsævin er eins misjöfn og mennirnir eru margir en eitt eiga þó allir sam- eiginlegt í þessari jarðvist en það er að gleðjast og hryggjast, berjast fyrir tilveru sinni og sinna. Sumir virðast ekki þurfa nema að rétta út höndina, þá hafa þeir öðlazt allt, sem þeir óskuðu. Aðrir þurfa, eða svo virðist, að berjast um hvern millimetra tilverunnar við grimm ar örlaganornir til að halda velli. Ég get ekki að því gert þó að þessar hugsanir gjöri vart við sig þegar ég staldra hér við til að kveðja Júlíönu Lilju Hannes- dóttur. Hún var fædd í Svína- skógum í Dalasýslu 14. febrúar 1875. Þar ólst hún upp í foreldra húsum þar til að hún fluttist um tvítugt vestur í Hnífsdal. Þar giftist hún ekki löngu seinna. Guðmundi Jenssyni sjómanni og hófu þau búskap þar. Þau eign- uðust fimm börn, þrjú þeirra misstu þau í æsku. 1925 fluttist Júlíana Lilja til Hafnarfjarðar ásamt uppkomnum syni sínum og fóstursyni og dóttur, sem enn var barn að aldri. En þá hafði hún misst mann sinn fyrir nokkru. En barátta hennar miss- því æði þungt og timarnir erfið- ir. Á því ári gaus Katla, sem svo að segja eitraði alla jörð á stóru svæði. Fénaður þeirra, óland- vanur hér, sótti ákaft upp þang- að, sem öskufallið var meira, og hafði það eðlilega sínar afleið- ingar. Jók þetta á erfiðleika heim ilisins. En Sveinn stundaði vinnu utan heimilis, eins og hann átti kost á, og öllu miðaði áfram. Þegar þau létu af búskap, sáu þau heimili sitt allvel bjargálna og sæmilega hýst og börnin vel upp komin, enda voru þau bráð- þroska og mikillar gerðar, eins og þau áttu kyn til, og komu fljótt til vinnu. Hafa 'fjögur þeirra ílenzt hér í sveit, þau Björn og Guðlaug að Langholti, Þórunn húsfreyja að Efri-Fljót- um, og Ólafur bóndi að Botnum. Hin eru annars staðar: Einar er smiður á Austurlandi, Steingrím ur og Ingibergur eru í Reykja- vík, Valgerður á Laugalandi í l/o Hann- - Minning ir og sorgir voru ekki á enda. Tveimur árum síðar, eða 1927, missti hún fósturson sinn eftir þunga legu og svo 1929 soninn sinn. Má með sanni segja að skammt hafi verið stórhögganna milli. Nú stóð hún ein uppi með litlu stúlkuna sína heilsulitla, en svo hefur hún verið alla ævi og henni helgaði móðirin góða öll ár ævinnar og börnum hennar síðar og barnabörnum. En dóttir hennar missti mann sinn frá börn um sínum litlum og hefur senni- lega þá reynt mjög á hjartalag og kærleika þessarar konu. Það mætti kanski segja sem svo að þessi atvik hafi gerzt í lífi fjöl- margra íslenzkra kvenna og má það vel vera. En samt stendur öll þjóðin í heild í þakkarskuld við þessar konur, því að þangað hefur hún sótt allt það bezta, sem í henni býr. Svo nú að leiðarlokum, þegar við kveðjum Júlíönu Lilju, veit ég að allir þeir, sem einhver kynni höfðu af henni minnast hennar með hlý- hug og þakklæti. Dóttirin kæra ásamt börnujn sínum og barna- börnum þakka henni öll kær- leiksverkin þeim til handa og biðja henni góðra launa og bless- unar í nýja landinu, þar sem all- an stillir storm og stöðugt sólskin býr. Kæra vina, far þú í friði friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigurunn Konráðsdóttir. Holtum og Sigríður húsfreyja á Galtalæk í Landssveit. Hjón þessi voru áreiðanlega í ýmsu umfram meðallag, sambúð þeirra ágæt, viðmót við aðra þægilegt og greiðvikni í bezta lagi. Sveinn var hinn liðtækasti maður til verka, smiður meiri en almennt gerðist, afrenndur að afli og skorti ekki snerpu til að fylgja kröftunum eftir, ef á reyndi. Varð hann ýmsum til hjálpar við að setja upp útihús (fjárhús og hlöður), er þá var komið upp með járnþaki í stað torfhúsanna áður. Margrét var kona hin umgengi legasta, lífsglöð og kvik í hreyf- ingum, næm og minnug. Því leng ur sem ég kynntist henni, því betur sannfærðist ég um ágætar gáfur hennar, enda hafa samtíð- arkonur hennar í Skaftártungu styrkt þá skoðun mína. Hún vissi furðu margt, einkum þegar tekið er tillit til, að hún hafði alla ævi slæma sjón og lengi síðast alls ónóga til bóklestra; en með út- varpi fylgdist hún því betur og gat óvenjuvel sagt frá útvarps- efninu, og ýmsan fróðleik hafði hún einatt á takteinum. Allt slíkt var henni kært umtalsefni. Með láti Margrétar er úti saga þeirra hjóna hér, en „eftir lifir minning mæt, þótt maðurinn deyi“. Þá minningu geyma ná- komendur og aðrir kunningjar og hafa væntanlega í heiðri. Við þá minningu geta þeir er hér sakna, yljað hugi sína. Ljái guð þeim nú líkn lofi betri. Eyj. Eyjólfsson. Heimsmót lögfræðinga STOFNUNIN, The World Peace Through Law Center, sem að- setur hefir í Washington, býður lögfræðingum um allan heim að taka þátt í heimsmóti lögfræð- inga, sem haldið verður í Hilt- on hótelinu í Washington dagana 12.—18. september í haust. Þá er og laganemum boðið að taka þátt í mótinu. Er þetta annað heimsþing lögfræðinga, um frið með lögum, en hið fyrra var haldið í Aþenu sumarið 1963. Komu þar saman lögfræðingar frá 105 löndum, og samþykktu stofnun World Peace Through Law Center sem nú býður til þessa móts í Washington. Sérstakir heiðursgestir þings- ins í Washington verða forsetar æðstu dómstóla í hverju landi, og ýmsir aðrir kunnir vísinda- menn og fræðimenn í lögfræði, þ.á.m. dómarar úr alþjóðadóm- stólnum og lögfræðingar frá ýms um öðrum alþjóðastofnunum. — Heiðursforseti þingsins verður Eearl Warren, dómsforseti Hæsta réttar Bandaríkjanna. Á þessu þingi, eins og áður, verða eingöngu rædd alþjóðleg málefni, er snerta lögskipti þjóða innbyrðis, svo sem endurmat á alþjóðadómstólum og uppástung ur um nýja alþjóðadómstóla; end urmat á alþjóðagerðardómum, og tllögur um nýja alþjóða gerðar- dóma; dómstóla einstakra ríkja og alþjóðlegar aðfararreglur, samninga, rannsóknir og gerðar- dóma til lausnar alþjóðlegra ágreiningsefna, o. fl. — Þá verða og hringborðsumræður, sem heimskunnir lögfræðingar taká þátt í, þar sem m.a. verður rætt um nauðsyn og gildi lagareglna í öllum alþjóðaviðskiptum, svo og hvernig æskilegast væri að slíkar reglur yrðu. Sérstakar nefndir munu fjalla um einstök aðkallandi málefni eins og mann- réttindi, afvopnun, hnattasundin (geimferðir), erlenda fjárfest- ingu o.s.frv. Þing þessi fjalla þannig ein- Sumarstorf Langholtssainaðar SÍÐASTLIÐINN miðvikudag 14. júlí var öldruðu fólki sóknarinn- ar boðið í skemmtiferð austur í Árnessýslu og voru þátttakendur 120, eða allmiklu fleiri, en undan farin sumur og sýnir það vax- andi vinsældir þessara sumar- ferða. Fararstjóri var hinn öt- uli formaður sumarstarfsnefndar, Kristján Erlendsson, trésmíða- meistari, en sóknarprestarnir báð ir lögðu sig fram um að sem bezt not og ánægja yrði af þess- ari för. Þegar sumarstarfsnefnd var fyrst kosin fyrir þrem árum, hófst hún þegar handa um, að reyna að gera gamla fólkinu glað an dag, eins og sóknarprestinn séra Árelíus Níelsson hafði ávallt langað til. Formaður nefndarinn- ar (Kr. Erl.) mun brátt hafa fundið, hvað þyngst yrði á met- unum til þess að kleift yrði að bjóða þessum elzta hluta safnað- arins eitthvað út í náttúruna, eins og flest aldrað fólk hefur yndi af. Því hafði Kristján þegar leitað til hinnar vinsælu og vel reknu bifreiðastöðvar , Bæjar- leiða, sem er við Langholtsveg- inn, í námunda við kirkjustað- inn. Kom brátt í ljós skilningur stöðvarmanna á þessu göfuga málefni og buðust þeir til að lána eins margar bifreiðir og íþyrfti og meira að segja endur- gjaldslaust með öllu. Þetta rausnarboð endurtóku þeir nú í 3. skipti. Að þessu sinni var ferðinni heitið austur yfir „Fjall“ og var lagt af stað frá safnaðarheimilinu upp úr hádegi, í 26 ágætum 6- manna bifreiðum í ágætu veðri, þótt lítt skini sól. Fyrst var staðnæmst á Kamba- brún, en skyggnið náði, því mið- ur ekki til „Syrtlings" gjósandi, göngu um alþjóðleg lögfræðileg málefni, en hafa engin afskipti af stjórnarformi hinna einstöku ríkja. Samkvæmt því er lögfræð- ingum frá öllum löndum boðin þátttaka, og er gert ráð fyrir að lögfræðingar og þátttakendur i mótinu verði frá a.m.k. 120 þjóð- um. — Lögfræðingar og laganemnr, sem áhuga hafa á þingi þessu geta fengið allar nánari upplýs- ingar hjá þeim Ágústi Fjeldsted hrl. og Agli Sigurgeirssyni hrl., svo og umsóknareyðublöð undir þátttöku í þinginu. • 230,5 MILU. I SOVÉT. Moskvu, 26. júlí (NTB): I yfirliti yfir efnahag Sovét- ríkjanna, sem nýkomið er út, segir, að íbúar landsins hafi verið 230,5 milljónir 1. júlí sl. Á fyrra helmingi þessa árs jukust þjóðartekjur Sovétríkj anna um 6%. • NAUBLENTI MEÐ 40 MANNS Williamsport, Pennsyl- vaniu, 26. júlí (AP): TTm helgina nauðlenti 2ja hreyfla flugvél frá handa- ríska flugfélaginu Allegheny- airlines í skógarrjóðri skammt frá Williamsport í Pennsyl- vaniu. Með flugvélinni voru 36 farþegar og fjögurra manna áhöfn. Komust allir lífs af, en 18 voru lagðir í sjúkrahús. svo brátt var haldið áfram niður í „aldingarðinn Eden“ í Hver*- gerði, en þar dvaldist fólkinu lengi við fegurð og fjölbreytni hins ágæta gróðurhúss. Næst var alllöng áning á Sel- fossi og var gengið í kirkju á nóni, og hlýtt á frásögn sóknar- prestsins séra Sigurðar Pálssonar um sögu þessarar fögru ungu kirkju og svo annaðist sr. Árelíu* helgistund með söng ferðafólks- ins og organslátt hins ágæta kirkjuorganista staðarins. Að því loknu var boðið til kaffi drykkju í Tryggvaskála, en kaffibrauð allt var frá kvenfélagskonum Langholtssafnaðar. Þvínæst var gengið í hina fallegu, nýju kirkju að Laugar- dælum, sem reist var og gefin af systkinum frá næsta bæ, Þor- leifskoti, og mun slíkur höfð- ingsskapur næsta einstæður nú á dögum. I þessari litlu, fögru kirkju hafði séra Árelíus einnig helgistund líkt og á Selfossi. I Laugardælum var snúið við og ekið, sem leið liggur í ágætu veðri um Grímsnes og Grafning til Þingvalla, en áð var á fögrum völlum milli brattra ása sunnan við Þingvallavatn og kom hér glöggt í ljós, hve vel lá á ferða- fólkinu í þessari vel heppnuðu för. í Valhöll á Þingvöllum var svo framreiddur ágætur kvöld- verður í boði kvenfélags og bræðrafélags Langholtssafnaðar og var gestum sérstaklega vel tekið af húsráðendum. Allir voru hressir og kátir og bar ekki á, að áldurinn hindraði ferðafólkið í að syngja við raust gömul ætt- jarðarlög undir borðum, þó var aldurinn orðinn allhár hjá sum- um, ein konan mun hafa verið 87 ára og aldursforsetinn Guð- mundur Andrésson hefur nú 94 ár að baki, þótt ekki væri það á honum að sjá. Það var ánægður, vel mettur hópur, sem lagði á „Heiðina" iþetta kvöld og má þakka hinum vel útbúnu bifreiðum, að fólkið gat skipst á þakklæti og kveðj- um, eins og í einum sal væri. Svo góður hugblær hvíldi yfir þessum elzta hluta safnaðarins, þetta kvöld, að ein konan flutti þakkir sínar í ljóðum. Að loknum almennum þökk- um, tók svo til máls hinn hjálp- fúsi stöðvarstjóri Bæjarleiða, Þorkell Þorkelsson og þakkaði bifreiðastj. sínum ágætan akstur og einstaka hjálpfýsi við ferða- fólkið, sem þeir buðust loks til að aka heim, þeim er þess ósk- uðu. Undir þessar þakkir til bif- reiðastjóranna tókum við öll heilshugar. Um leið og ég leyfi mér hér- með að þakka f. h. boðsgesta öll- um þeim, er gerðu okkur dag þenna minnisstæðan, þá vil ég sérstakl. þakka prestunum okk- ar, en séra Sigurður Haukur var óþreytandi að kvikmynda hið markverðasta, sem fyrir augun bar í ferðinni, einnig formanni sumarstarfsnefndar, Kristjáni Erlendss. og öðru fólki í nefnd- inni og síðast, en ekki sízt hinum margfróða leiðbeinanda Árna Óla fyrir margvíslegan fróðleik um landið og sögu þess, en vegna talstöðva bifreiðanna þurfti ekk- ert slíkt að fara framhjá nein- um. „Einn af átján“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.