Morgunblaðið - 28.07.1965, Side 23

Morgunblaðið - 28.07.1965, Side 23
MvðvrkuÆafur 28. júlí 1965 23 Loftárásir á eldflaugastöðvar Ein stöðin eyðilögð — unnur skemmd 1 Saigon og Washington, ' 27. júlí (AP-NTB) BANDARÍSKAR þotur gerðu í dag loftárásir á tvær stöðv- ár fyrir loftvarnareldflaugar í Norður-Vietnam um 65 km fyrir norð-vestan Hanoi. Gjör eyðilagðist önnur stöðin, en miklar skemmdir urðu á hinni. Segja Bandaríkjamenn að þrjár flugvélar þeirra hafi verið skotnar niður, en út- varpið í Hanoi segir að vél- árnar hafi verið sex. ' Ekki hafa fyrr verið gerðar loftárásir á eldflaugastöðvar í Norður-Vietnam, þótt vitað hafi yerið að þær væru í smiðum. En bent er á að sl. laugardag var bandarísk flugvél skotin nið- ur yfir Norður-Vietnam, og talið að henni hafi verið grandað með eldflaug. Fleiri loftárásir voru gerðar í dag, m.a. á orkuver í Norður- Vietnam, og vegi og brýr á slóð um Viet Cong skæruliða í Suður Vietnam. Eldflaugarnar, sem komnar eru til Norður Vietnam, eru frá Sovétríkjunum. Er talið fullvist að sovézkir sérfræðingar hafi unnið að uppsetningu stöðvanna og jafnvel að sovézkir hermenn sjtórni þeim, eins og á Kúbu. En yfirvöíldin í Washington Jiafa lýst því yfir að nærvera sovézku hermannanna muni ekki koma í veg íyrir að stöðvarnar verði eyðilagðar, ef þess er talin þörf. Hins vegar kerhur árásin á stöðvarnar í dag að takmörkuðu gagni fyrir Bandaríkjamenn, því það tekur aðeins um sólarhring að koma þeim upp að nýju ef efniviðurinn er fyrir hendi. Eldflaugarnar eru af sömu gerð. og þær. sem notaðar voru til að: skjótá niður bandaríska könn- unarflúgvél af gerðinni U-2 yfir Sovétríkjunum 1960 og U-2 flug- vél yfir Kúbu. Síðustu viku varð mikið mann fall í liði Viet Cong skæruliða í Suður Vietnam, að sögn varnar- málaráðuneytisins í Saigon. Segir í skýrslu rá'ðuneytisins að 682 skæruliðar hafi fallið og 109 teknir til fanga. Á sama tíma missti stjórnarherinn 287 hermenn auk 123, sem er saknað. Nokkrir árekstrar urðu í dag milli stjórnarhersins og skæruliða í Suður Vietnam, aðal- lega nálægt landamærum Kamb- odia. Ekki er vitað um mannfall, en talið að það hafi orðið lítið. Fra danskn badstdond. Fimmburar Fjárfesting takmörkuð - útflutningur efldur Komnir af foringja uppreisnarinnar á Bounty Auckland, Nýja Sjálandi, 27. júlí (AP) FRÚ Shirley Ann Lawson ól' i dag fimmbura í Rikissjúkra^ húsinu í Auckland á Nýja iJSjálandi, dreng og fjórari itúlkur. Líður börnunum og’ móðurinni vel. Eru þetta iyrstu fimmburarnir, sem | fæðst hafa þar í landi. Faiðiirinn, D. W. Lawson, rekur litla matsölu í Auck- land, óg tóku þau hjónin ál Jmóti fréttamönnum í sjúkra- ynúsinu í dag, skömmu eftirj ^fæðinguna. Sat þá frú Law-' son uppi í rúmi sínu og drakk I ;e. Sagði Lawson að sér liði | sins og ef umferðarlögreglan} hefði stöðvað sig fyrir eitt- hvert brot á reglunum, og ] hann gæti ekki borið framl neina afsökun aðra en: „ég( íetlaði ekki að gera þetta.“ Frú Lawson sagði, að hún nefði búizt við fjórburum ,alls íkki fimmburum. Móðir frúar innar bætti því við, að fimm-| aurarnir væru afkomendurj Fletchers Christians, þess er stóð fyrir uppreisninni á’ Bounty, því eiginmaður henn| ar væri einn afkomenda hans.j Nýjar aðgerðir brezku stjórnarinnar London, 27. júlí (NTB). BREZKA stjórnin skýrði i dag frá víðtáekum aðgerðum, sem gripið verður til i þeim tilgangi að draga úr fjárfestingu heima fyrir og efla útflutninginn. Er þetta gert til að styrkja sterlings pundið og bæta gjaldeyrisstöð- una. Kom þetta fram í skýrslu, sem fjármálaráðherrann, James Callaghan, flutti í Neðri mái- stofu þingsins í lag. Dregið verður úr öllum opin- berum útgjöldum, bæði hjá ríki og bæjarfélögum og eftirlit haft með gjaldeyrisnotkun. Einnig verður dregið úr fjárveitingu til landvarna, og ,hún lækkuð um 100 milljónir punda. Aðgerðir þessar fela m. a. í sér að allir opinberir aðilar, ráðu- neyti, bæjaryfirvöld, sveitar- stjórnir og ríkisfyrirtæki, verða að fresta vörukaupum og birgða- söfnun. Dregið verður úr opin- berum lánum til húsbyggjenda, og takmörk sett á vörukaup ein- LÆGÐINNI suður í hafi. fylgdi allmikið regnsvæði, og fer loftraki nú yfir leitt vax- andi, svo sem venja er til, þegar halla tekur sumri. Á Suðurlandi voru einnig skúr- ir, sem þó var ekki beint hægt að rekja til lægðarinn- ar. Voru þrumur á stöku stað, svo sem á Kirkjubæjar- klaustri, en norðan lands var sól og blíða. Var 14 stiga hiti á Nautabúi, en 7 stig í Skoru- vík. í gærmorgun reyndist hafa verið frost um nóttina suras staðar fyrir norðan, m.a.s. 3 stig 1 Aðaldal. 1 Reykjavík var 0,3 stig á grasi. Veðurspá kl. 22 í gærkvöldi: SV-land og Faxaflói og mið in: Hægviðri, léttskýjað með köflum, en víða síðdegisskúr- ir. Breiðafjörður til N-lands og Breiðafj.mið til Vestfj.miða: Hægviðri. Víða léttskýjað. NA-land til SA-lands og N- mið til SA-miða og Austur- djúp: Hægviðri. Víðast skýj- að. Veðurhorfur á fimmtudag. Hæg, norðlæg átt. Bjart- viðri víðast hvar, en senni- lega síðdegisskúrir suðvestan lands. staklinga gegn afborgunum. Hing að til hefur hámarktími afborg ana verið þrjú ár, en verður nú 2% ár. Ákveðið hafði verið að lækka vexti af lánum til hús- byggjenda, en þeirri íækkun verður frestað. Varðandi .útflutninginn frá Bretlandi sagði Callaghan að ákveðið væri að veita útflytjend- um aukna aðstoð. Til að efla út- flutninginn verða útflytjendum veitt sérstök lán með lágum vöxtum. — Heath Framhald af bls. 1 ast ekki um að hagsmunum flokksins er bezt borgið.með því að draga framboð mitt til baka. Ég vonast til að fá tæki- færi til að vinna að því undir leiðsögn Heaths að fella nú- verandi ríkisstjórn hið fyrsta". Edward Heath er 49 ára og ókvæntur. Hann hefur gegnt mörgum ábyrgðarstöðum á vegum Ihaldsflokksins, og telja menn að undir leiðsögn hans verði baráttan gegn nú- verandi ríkisstjórn hert að mun, en ríkisstjórnin hefur að eins þriggja atkvæða meiri- hluta í Neðri málstofunni. Bú- ast má við nýjum þingkosning um í Bretlandi á næsta ári og álitið að íhaldsflokkurinn muni þá hafa góða möguleika á því að fá þingmeirihluta, en þá yrði Heath að öllum líkind- um forsætisráðherra. í*ótt Heath sé nú einn í kjöri, kemur þingflokkur í- haldsmanna saman á fimmtu- dag til þess formlega að kjósa nýjan leiðtoga. Frestur til að bjóða fram við þær kosningar rennur ekki út fyrr en í fyrra- málið, en eini frambjóðand- inn, sem til greina kom lýsti því yfir í dag að hann yrði ekki í kjöri. Var það Peter Thorneycroft, fyrrum varnar- málaráðherra. Er því tryggt að Heath verður kjörinn með svo til öllum atkvæðum. Mikil umi'erð Aosta, Ítalíu, 27. júlí (AP). - Um 26 þúsund bílar fóru um bílagöngin undir Mont Blanc fyrstu vikuna sem þau voru opin. Ódýrar Danmerkurferðir FERÐASKRIFSTOFAN Sunna mun í sumar gangast fyrir ódýr- um sumarleyfisferðum til Dan- merkur. Þar sem flugferðir og vikudvöl með öllum máltíðum á baðstrandarhóteli kostar krónur 8.018.00, eða sama og flugfarið eitt kostar. Hver viðbótarvika á baðstrandarhótelum, eða í Kaup- mannahöfn, kostar kr. 2.100.00. Verðið miðast við góð hótel í „túristaklassa", en hægt er að fá dýrustu lúxushótel landsins og greiða þá verðmismun hótelanna. Sunna hefir íslenzkan starfsmann sinn til að sinna ferðafólkinu í Danmörku. Tekur hann á móti því á flugvelli á hverjum föstu- degi og dvelst með því á bað- strandarhótelunum á Jótlandi. En Geir Aðils, fulltrúi Sunnu i Kaup mannahöfn, sér um fyrirgreiðslu — Grikkland Framhald af bls. 1 eins og: „Niður með morðingj- ana,“ „Þjóðin ræður, ekki Banda ríkjamenn, ekki NATO, ekki konungshöllin" o.fl. Síðan var farin hópganga að þinghúsinu, en þar var fyrir lögregluvörður, og dreifðist þá mannfjöldinn án þess að til árekstra kæmi. I Saloniki komu um fimm þús- und byggingaverkamenn saman til útifundar. Þar var aðal slag- orð fundarmanna: „Niður með Bandaríkjamenn frá Texas“, og áttu fundarmenn þar sennilega við Lyndon B. Johnson, forseia. — Bridge Framhald af bls. 3 2. C. Goldstein og J. Tarlo 3. S. Lee og L. Tarlo Enska bridgesambandið bauð 41 spilara að taka þátt í keppni þessari, en aðeins 24 þáðu boð- ið. Af þessum 24 spilurum er að- eins einn úr sveitinni, sem sigr- aði glæsilega á Evrópumótinu i BADEN-BADEN og er það Harri son-Gray. Af þessum 24 spilur um eru aðeins 5 spilarar, sem keppt hafa í Evrópumótum. þar, frá skrifstofu sinni í Helgo- landsgade 13, þar sem Sunna hef- ir nú í tvö ár haft ferðaþjónustu fyrir farþega sína í Kaupmanna- höfn. Farþegar, sem taka þátt í þess- um ferðum til Danmerkur, fara frá Reykjavík á hverjum föstu- degi með flugvél Flugfélags ís- lands hf. til Kaupmannahafnar, og er rúm fyrir 20 farþega í hverri ferð. Skömmu eftir komu íslenzku vélarinnar til Kastrup- flugvallar er flogið til Álaborgar með SAS, en sú ferð tekur tæpa klukkustund og þaðan er ekið beint af flugvelli til baðstrandar- hótelanna, þar sem dvalizt er í viku. Þeir, sem vilja, geta framlengt dvölina í Danmörku að vild, á baðströnd eða í Kaupmannahöfn, og eins geta þeir sem vilja dvalið fyrstu vikuna í Kaupmannahöfn, áður en farið er á baðstrandar- hótelið. Fyrir hið fasta verð, 8.018.00 kr., er hægt að velja um tvö hótel, sem valin hafa verið úr mörgum. Annað er Hotel Höjen- gran á Gl. Skagen. Hótelið stend- ur í friðsælu umhverfi og fögrum skógi og eru aðeins 800 metrar niður að baðströndinni. Skammt er í Skagabæina tvo, þar sem . fjörugt skemmtanalíf er á kvöld- in. Möguleikar eru til sjóstanga- veiða, sem er mikið stunduð í- þrótt á þessum slóðum. Hitt hótel ið er Hotel Kanderhus Kro, sem ste/iur aðeins um 500 metra frá sjálfri baðströndinni, skammt ut- an við borgina. Þriðji möguleikinn, sem um er að velja fyrir sama verð, er dvöl í nýtízkulegum sumarbústöðum j við ströndina, rétt hjá Thisted. Húsin eru alveg nýbyggð og verð ið miðast við tvo farþega í íbúð. Möguleikar eru þarna til sól- og sjóbaðs við ströndina og fiskveiða í vötnum og sjó. Þá er gefinn aukaafsláttur fyr- ir börn í fylgd með foreldrum, fyrir börn 2—12 ára greiðist hálft I gjald- Minningarathöfn um móður okkar og tengdamóður, HÓLMFRÍOI IMSLAND Selvogsgrunni 26, sem andaðist í Landsspítalanum 26. þ. m. fer fram í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 29. þ. m. kl. 3 e.h. Albert og Asta Imsland, ína og Bþrge Bildsoe — Hansen, Svava og Haraldur Jóhannsson. Kristján Stejngrímsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.