Morgunblaðið - 11.08.1965, Page 2
MOHCUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 11. ágúst 1965
z
Miðstjórnarfundur
í Sovétríkjunum
23. kommúnistaflokksþingið
i febrúar-marz?
Moskvu, 10. ágúst (NTB)
OÓÐAR. heimildir í Moskvu
fcermdu í dag að miðstjórn
Komimúnistaflofcks Sovétríkj-
anna myndi koma saman til
áundar í næsta mánuðí til þess
®ð ræða tillögu um að 23. Flokks
þingið komi saman í febrúar eða
■narz naesta ár. Ólíiklegt er talið
að miðstj órnin muni á fundi sín-
um ræða hugsanlegar breyting-
ax á flokknum og stjórn Sovét-
r.íkjanna, en hinavegar er full-
víst talið að í lok 23. flokksþings
ins verði þau mál rædd.
Þeir, sem með málum fylggj-
ast í Moskvu, telja að flokksþin/g
ið muni einkum ræða þrjú höf-
uðatriði, er það kemur saman,
þ.e. aimenna stefnu kommún-
istaflokksins takmark utanríkis-
málastefnunnar og hverjir skuli
sitja í æðstu valdastólum.
Fregnirnar um miðstjórnar-
fundinn í september virðast
benda til þess að „hreyfing“ sé
nú enn komin á Sovétríkin, eftir
að landið hafi allt síðan Krúsjeff
var veit úr stóli, „safnað kröft-
um.“
Auknir flutningar
Pan American
Blaðið sneri sér í gær til 3olla
Gunnarssonar, forstöðumanns
Pan American flugfélagsins hér-
lendis, og spurðist fyrir um
farþegaflutninga félagsins til og
frá íslandi. Þotur Pan American
af gerðinni DC8 hafa viðkomu
tvisvar í viku á Keflavíkurflug-
velli, þ.e.a.s. á miðvikudags-
morgnum á leið til Glasgow og
Berlínar og síðan á miðvikudags
kvöldum, er vélin fer vestur um
haf frá Evrópu.
Bolli Gunnarsson sagði, að
um helmingur allra farþega með
vélinni, sem tekur 140 manns
færi til eða frá íslandi. Hefur
skrifstofa Pan American annast
fyrirgreiðslu fyrir útlendinga,
sem óska að dveljast hér á milli
ferða á leið sinni milli megin-
landanna. Þá nota íslendingar
sér ferðir Pan American í vax-
ar ferðir til og frá Islandi í
andi mælí og var fullbókað í all-
júlímánuði og sama er að segja
um ágústmánuð, en nokkur sæti
munu laus í ferðum í september.
Bát hlekkist á
Akranesi, 10. ágúst.
FISKASKAGA hafði rétt áður
verið rennt á flot niður úr drátt-
arbrautinni eftir eins dags við-
gerð, er hann um kl. 6.30 í gær-
kvöldi strandaði í klettunum
undan hraðfrystihúsabyggingum
Fiskivers h.f. sunnanvert inni í
Lambhúsasundi. Á-flóðinu í nótt
milli 4 og 5 dró Sæfaxi, Fiska- I
skaga af klettunum og keyrði
báturinn þegar aftur að dráttar-
brautinni, en fór of nærri sleð-
anum og tók niðri í annað sinn.
Þetta eru sérstök óhöpp því
veður var lygnt. Báturnn er á
leið upp í slippinn núna. Talið
er að hann hafi ekki skemmst.
— Oddur.
Árni Grétar Finnsson.
Ásgeir Pétursson.
Sumarmot
í Húsafellsskógi
UM næstu helgi efna ungir
Sjálfstæðismenn til Sumar-
móts í Húsafellsskógi og eru
það félög ungra Sjálfstæðis-
manna á Suður-Norður- og
Vesturlandi, sem að því
standa ásamt Sambandi
ungra Sjálfstæðismanna.
Komið verður í Húsafells-
skóg á laugardag og þá um
kvöldið verður kvöldvaka.
Þar munu Ásgeir Pétursson,
sýslumaður og Árni Grétar
Finnsson, formaður Sam-
bands ungra Sj álf stæðis-
manna flytja stuttar ræður
og ýmislegt verður til
skemmtunar. Á sunnudag
verður m.a. farið í Surtshelli.
Ungir Sjálfstæðismenn eru
eindregið hvattir til að gera
þetta Sumarmót sem glæsi-
legast með því að fjölmenna
á mótið og tilkynna þátttöku
til skrifstofu SUS í síma
17100. Verð er 325 kr. og er
innifalið í því ferðakostnaður
og gjald fyrir tjaldstæði.
Menn eru beðnir að hafa með
sér viðleguútbúnað.
Tímornir hcaffca ataikið
breytzt til hins betrca
— segir Asgeir Asgeirsson, kaupmaður dttræður í dag
Ásgeir Ásgeirsson.
ÁTTRÆÐUR er í dag Ásgeir
Ásgeirsson kaupmaður, Þing-
holtsstræti 17. Ásgeir er fædd
ur á Stað í Hrútafirði árið
1885. Við heimsóttum hann í
verzlunána í gær, þar sem
hann stóð fyrir innan af-
greiðsluborðið og afgreiddi
viðskiptavinina hress og ern.
— Hvenær byrjaðir þú
verzlunarrekstur?
— Ég hóf verzlunarrekstur
árið 1925 og þá' í næsta húsi
hér við. Hingað fluttist svo
verzlunin fyrir átta eða níu
árum og hér er ég enn, segir
Ásgeir og brosir.
— Við hvað starfaðirðu áð-
ur en þú hófst verzlunar-
rekstur?
— Þegar ég varð 17 ára fór
ég til Akureyrar og vann þar
við smíðar, en fluttist síðan
árið 1907 norður í Steingríms-
fjörð og hóf þar búskap á jörð
er heitir Heydalsá. Þá hafði
ég nokkru áður kvænzt fyrstu
konunni minni, en ég er þrí-
kvæntur. Nú konan var heilsu
laus og við urðum að flytjast
suður. Lézt hún á Vífilsstöð-
um eftir að við höfðum verið
9 ár í hjónabandi. Þá fluttist
ég til ísafjarðar og var þar í
tvö ár við smíðar. Ég kvænt-
ist svo í annað sinn og fluttist
til Reykjavíkur og gerðist
verzlunarmaður í Laugavegs
Apóteki hjá Stefáni Thorar-
ensen. Ég sá um reikninga og
annað fyrir apótekið og féll
mér alltaf vel við Stefán.
Hann var mér alltaf ágætur.
Svo hef ég verzlunarrekstur-
inn í Þingholtsstræti 1925.
— Finnst þér ekki vérzlun-
arhættir hafi breytzt mikið?
— Jú, það hafa þeir gert.
Þeir fóru hríðversnandi um
1930, Þá var kreppan og fólk
háfði hvorki peninga né at-
vinnu. Það var hörmungar-
ástand og ekki unnt að verzla
án þess að lána öllum. En svo
kom seinna atriðið og þá
breyttist þetta allt óskaplega
mikið. Þá fékk fólk meiri ráð
og gat farið að kaupa.
— Og vöruval. Hefur það
ekki breytzt mikið?
— Vöruval þá og nú, það
er nú ólíkt. Nú er veröldin
miklu betri. Nú fær maður
ávextina ferska og góða, sem
maður fékk áður skemmda og
vonda, þannig að það kom
ekkert annað til greina en
bafa kasta þeim i tunnuna.
Það eru svo sannarlega aðrir
og betri tímar nú.
— Eru ekki margir búnir
að vinna hjá þér í verzluninni
um dagana?
— Nei, ekki svo margir.
Mágur minn var nú lengst af
hjá mér eða í 20 ár og ég hef
alltaf verið sjálfur við þetta
að undanteknu hálfu ári, en
þá var ég lasinn.
— Og í hverju finnst þér
svo mesta breytingin vera
fólgin, þegar þú lítur yfir
þessi 40 ár?
—. Mér finnst hin síðari ár
hafa verið einstaklega góð,
allt hefur gengið betur og bet-
ur. Lífið hefur og verið að
mörgu.leyti þægilegra.
Morgunblaðið óskar þessum
heiðursmanni til hamingju
með þennan merkisdag í lífi
hans og óskar honum alls góðs
í framtíðinni.
Demantssíld út af Langanesi
Treg veiði — Fólksekla
á Raufarhöfn
ÁGÆTT veffur var á síldarmiff-
unum í fyrradag og fyrrinótt, og
voru skipin aðallega aff veiðum
á svæffinu 180—200 milur AaN
frá Raufarhöfn.
Alls tilkynntu 51 skip um afla
samtals 39.595 mál og tunnur.
Guðbjörg ÍS 1600 mál, Odd-
geir ÞH 1000, Ólafur Magnússon
EA 1000, Sigrún AK 708, Bjarmi
II EA 1000, Búðaklettur 1000,
Ásþór RE 1500, Framnes ÍS 1100,
Eldey KE 300, Glófaxi NK 390,
Jón Gunnlaugs GK 225, Stein-
unn SH 400, Guðrún GK 900,
Áskell ’&H 200, Sif ÍS 900, Sæ-
þór OF 1000 mál og tunnur, Höfr
ungur II AK 800, Ól. Sigurðsson
Ak 1000, Guðrún Þorkelsdóttir
SU 350, ólafur Bekkur OF 700,
Einar Hálfdáns ÍS 800 tn., Súlan
EA 900, Heimir SU 700, Mummi
GK 400, Hrönn ÍS 1000, Guð-
mundur Péturs ÍS 525 mál, Kefl-
víkingur KE 1100, Pétur Jóns-
son ÞH 312, Freyfaxi NK 335,
Björg II NK 1200 mál, Jón á
Stapa SH 700, Haimravík KE
1100, Inigiber Ólafsson II GK
1050, Sólrún IS 1120, Höfrungur
III AK 900, Garðar GK 500,
Skáilaberg NS 450, Hugrún IS
800, Skírnir AK 20 Sig. Jónsson
SU 800, Húni II HU 1100 tm., Sól-
fari AK 1300 mál og tn., Guðm.
Þórðaraon RE 680, Arnkell SH
500, Gjafar VE 600, Jón Eirikseon
SF 1200 tn. Sæúlfur BA 400,
Gullfaxi NK 500, Blíðfari SH
850, Sunnutindur SU 1000, Akur-
ey SF 500.
1 gærkvöldi átti blaðið samtal
við Raufarhöfn og fékik þær frétt
ir að skipin væru flest á svæði
um 90 mílur austur af Langa-
nesi. Síldin var þar í peðrum
og fremur stygg og fremur lítil
veiði. Miikið kastað þó, en lítill
árangur. Síld sú sem fæst er
ágæt, svonefnd demantesíld. Fer
hún í söltun öll. í gær var kunn
ugt um þessi skip sem fengið
höfðu síld þarna nyðra: Eldborg
700 tunnur, Jón Garðar 350,
Kristján Valgeir 300, Björgvin
250, Ólafur Magnússon, 400, Ingi
ber Ólafss. II 300, Sigurður
Bjarnas. 350 og Straumnes 100.
Tólf lcaxes? lógu
Akranesi, 10. ágúst.
RÉTT fyrir hádegið síðasta föstu
dag gengu tveir menn til dyngju
húsfreyju þar sem hún sat við
sauma meðan var að soðna í pott
inum. — Hafðu til nesti og nýja
skó á nóni, báðu þeir.
— Hvert skal halda?
— í Dal vestur til laxveiða.
— Ekki skal á nestinu standa,
en stærsta laxinn heimta ég í í
pottinn.
— Já. ef við ekki missum i
hann.
— Launhált er loforð það,
kvað húsfreyja og hló við.
Klukkan þrjú settust þeir upp
í bílinn og smá juku ferðina upp
í þriðja og fjórða gír og rakleitt
vestur að Flekkudalsá. Steng-
urnar á loft. Flugurnar snurfus-
aðar og ánamaðkarnir teknir
fr.am. Veitt var um kvöldið,
laugardaginn og fram á hádegi á
sunnudag. 12 laxar lágu, 13
pund sá þyngsti. — Oddur.
Gert er ráð fyrir að flest skip-
in komi til Raufarhafnar og síld-
in fari til söltunar. Fólk var
flutt þangað í gær með bílum
og flugvélum, flest sunnan at
Seyðisfirði og þá fyrst og fremst
frá þeim saltendum, sem hafa
stöðvar bæði þar og á Raufar-
höfn. Tilfinnan-legur fólksskortur
er nú á Raufarhöfn.
Þær stöðvar sem hafa fólk at
Raufarhöfn og úr nærliggjandi
sveitum hafa saltað stanzlausfc
allan sl. sólarhring.
Eitthvað af skipum fer á
Bakkafjörð og suður á Vopna-
fjörð.
Frá Dalatanga voru þær fréttir
að lítil síld eða engin var á suð-
lægari miðum í gær. í fyrrinótt
fékkst eitthvað lítilsháttar við
Hrollaugsey j ar.
Happdrætti Háskti sj
Þriðjudaginn 10. ágúst var
dregið í 8. flokki Happdrættis
Háskóla íslands. Dregnir voru
2.300 vinningar að fjárhæð
4.120.000 krónur.
Hæsti vinningurinn, 200.000
krónur, kom á heilmiða númer
51.681. Báðir heilmiðarnir voru
seldir í umboðinu í Bolungarvík.
Sami maðurinn átti miðana í báð
um flokkunum og fær því krón
ur 400.000.00.
100.000 króna vinningurinn
kom á númer 46,585, sem eru
heilmiðar er seldir voru í um-
boði Frímanns Frímannssonar í
Hafnarhúsinu.
10.000 krónur komu á eftirtal-
in númer:
601 1004 1126 6349 7604
8426 8452 10182 11601 16746
17975 18623 19794 21014 22866
24971 27809 34624 43534 44904
48201 51680 51682 56085 56539
58917 59086 59313.
(Birt án ábyrgðar).