Morgunblaðið - 11.08.1965, Síða 23
Miðvikudagur 11. ágúst 1965
MORGU N BLAÐID
23
Á fundi með blaðamönnum. Frá vinstri: Mr. Walden Moore, Páll Asgeir Tryggvason, deild-
arstjóri, Knútur Hallsson, formaður Samtaka um vestræna samvinnu og Hörður Einarsson,
formaður Varðbergs.
Forstjóri „Vfirlýsingar um samstöðu
Atlantshafsþjóða44 staddur hér
Cassius fær ekki
afgrei5sðu
í Svíþjóð
HEIMSMEISTARANUM í hnefa-
leikum, Cassius Clay, var á dög-
unum neitað um afgreiðslu og
aðgang í tveimur þekktum veit-
ingahúsum í Stokkhólmi. Að
því er Aftonbladet' segir var
Clay stöðvaður af dyrverði veit-.
ingahússins Ambassadeur. Dyra
vörðurinn segir að það hafi ver
ið vegna þessa að Clay hafi yer-
ið bindislaus, en yfirþjónn húss-
ins segir skýringuna vera þá, að
engin borð hafi verið laus. Clay
fékk heldur ekki aðgang að veit
ingahúsinu Cecil.
— Barizt
Framhald af bls. 1.
ings á vistum og vopnum frá
Cambodia.
Bandaríkjamenn halda fast við
þá fullyrðingu sína að hermenn
frá N-Vietnam berjist við hlið
Viet Cong kommúnista við Duc
Co.
Þrír borgarar hlutu í dag
meiðsli við Da Nang, er hópur
um 150 manna vildi komast að
rusiahaug, sem bandarískir her-
menn gættu. Skutu hermennirnir
aðvörunarskotum fyrir framan
mannfjöldann, en nokkrar kúlur
muúu hafa þeytzt af steinum, og
síðan í fólkið með fyrrgreindum
afleiðingum.
- Iþróttir
Framh. af bls. 22
3. R. Skutvedt, Tjalve
UM þessar mundir er staddur
hér á landi Mr. Walden Moore,
forstjóri hreyfingar, sem nefnist
„Yfirlýsing um samstöðu Atlants
hafsþjóða.“. Hreyfing þessi á sér
marga stuðningsmenn meða.1 for-
ystumanna í þjóðum Atlantshafs
bandalagsins.
Blaðamönnum var fyrir
®kemmstu boðið að hitta Mr.
Moore að máli. Viðstaddir voru
við það tækifæri sendiherra
Bandaríkjanna á íslandi, Mr.
Penfield og forystumenn ís-
lenakra áihugamanna um vesf-
ræna samvinnu. Gerði Mr.
Moore lítillega grein fyrir hreyf-
ingu þeirri, sem hann veitir for-
stöðu. Hreyfingin hóf starfsemi
sína árið 1954 með söfnun undir-
skrifta undir eins konar stefnu-
skrá. Nú eru á þeirri skrá um
270 nöfn ýmissa forystumanna í
Atlantshafsríkjunium. Þessir
menn mynda ekki félagslega
heild, að því er Mr. Moore sagði,
heldur veita þeir hver um sig
stefnu hreyfingarinnar stuðninig
á sinn Ihátt.
Starfseimi „Yfirlýsingarinnar
um samistöðu Atlantshafsþjóða"
er að mestu leyti fólgin í bréfa-
samböndum við stuðningsmenn
hreyfingarinnar, svo og
aðra, sem standa í sambandi við
málefni. Atlantshaifsianda. A
þennan hátt er skipzt á skoðun-
um um vandamál Atlantshafs-
ríkja. Starfsemin er í annan stað
fólgin í fundum forstjórans og
forystumanna hreyfingarinnar í
hverju landi með forystumönn-
um í hverju landi. Tilgangurinn
með slíkum funduim er að skipt
ast á skoðunum og koma á fram
færi vilja sfcuðningsmanna hreyf
ingarinnar. Forstjóri Hreyfingar
innar, Mr. Moore, ferðast að auki
um öll Atlantshafsbandalagslönd
in á ári hverju og ræðir þá við
sfcuðningsmenn hreyfingarinnar
á hverjum stað.
— Bjartsýni
Framhald af bls. 1
London á niánudag, er tíðind-
in spurðust um úrsögn Singa-
pore úr Malasíu, en þá féllu
hlutabréf í verði þar.
Á fyrrnefndum blaðamanna-
fundi í Singapore í dag lagði dr.
Toh fram afrit af bréfi, sem hann
kvaðst hafa fengið frá Tunku
Abdpl Rahman, forsætisráðherra
Malasíu. í bréfinu segir að Mal-
asía eigi einskis annars völ en að
segja skilið við Singapore. Dr.
kvaðst hafa svarað bréfi þessu
þannig, að úr því að svo væri í
pottinn búið, ætti Singapore ekki
í önnur hús að venda en að segja
sig úr ríkjasambandinu.
Helzta orsökin til hinnar miklu
bjartsýni, sem nú virðist gæta
í Singapore. er að líkur eru tald-
ar á að Indónesía muni viður-
kenna hið nýja ríki, og láta þann
ig af viðskiptabanni því, sem sett
var á fyrir tveimur árum, er
Singapore gekk í Malasíu. Talið
er að viðskiptabann þetta hafi
kostað Singapore um þriðja hluta
tekna sinna á þessu tímabili.
í morgun kom 70 tonna indó-
nesískt skip til Singapore, hlaðið
grænmeti. Hafnarlögreglan hélt
til móts við skipið og vísaði því
burt úr höfninni. Hér er um ný-
xnæli að ræða, því áður voru slík
skip, sem skipta vildu á græn-
xneti og öðrum vörum, tekin af
lögreglunni og hald lagt á græn-
xnetið.
Forsætisráðherra Singapore,
Lee Kuan Yew sagði á mánudag
að Singapore myndi taka aftur
upp viðskipti við Indónesíu gegn
því skilyrði að Singapore yrði
viðurkennd sem sjálfstætt ríki.
Fyrr í dag lét dr. Subandrio, ut-
anríkisráðherra Indónesíu, svo
um mælt að Indónesía hygðist
viðurkenna hið nýja ríki.
Forsætisráðherra S a r a w a k,
Stephen Kalong Ningkan lýsti
því yfir í dag að Sarawak myndi
ekki segja sig úr Malásíu-ríkja-
sambandinu. Kvað hann sam-
komulagið við stjórnina í Kuala
Lumpur hið ákjósanlegasta.
Þeir, sem með málum fylgjast
í Singapore telja að hin stjórn-
málalega, kynþáttalega og við-
skiptalega samkeppni, sem leitt
hafí til þess að leiðir hafi skilið
með Singapore og Malasíu-
rikjasambandinu, sé alls ekki á
enda. Er þvert á móti talið að
Singapore muni taka enn ákveðn
ari afstöðu í þessum málum en
áður.
Lee Kuen Yew, forsætisráð-
herra Singapore, sem jafnan hef-
ur talið þjóðfélag margra kyn-
þátta einu lausn kynþáttavanda-
málanna í Malasíu, er nú talinn
fyrirhuga að koma á slíku þjóð-
félagsformi í Singapore.
Mörg lönd, þeirra á meðal Bret
land, Japan og Ástralía, hafa
þ e g a r viðurkennt sjálfstæði
Singapore, en Bandaríkin og
Kanada athuga nú málið. Talið
er víst að Bandaríkin muni viður
kenna Singapore.
Sagt hefur verið í London að
Brefcland muni styðja umsókn
Singpore um inngöngu í brezka
samveldið, ef til kæmi.
— 53 farast
Framihald af bls. 1.
valdið eldsvoðanum.
Svæðið var þegar girt af og
björgunaraðgerðir hafnar. —
Slökkviliðsmenn fóru niður í log-
andi gryfjuna íklæddir asbest-
búningum og tókst þeim að ráða
niðurlögum eldsins.
Johnson forseti hefur fyrirskip
að gagngera rannsókn á tildrög-
um slyss þessa.
Mannfjöldinn í stæðinu stafaði
af því, að unnið var að endur-
bótum á þvi. Meðal þeirra, sem
fórust, voru margir tæknifræð-
ingar og vísindamenn, auk fjölda
verkamanna.
Titan II eldflaugagryfjur eru
eins og fyrr getur á þremur stöð-
um í Bandaríkjunum, við Little
Rock, Tucson, Arizona og Wit-
chita, Kapsas. Ekkert á að geta
grandað eldflaugastæðunum í
hernaði, nema því aðeins að
kjarnorkusprengja falli beint á
þau.
— Morbinginn
Framhald af bls. 1.
kennt að hafa drepið alla um
borð nema einn, kokkinn.
Kveðst hann hafa sent kokk-
inn, Geraild Davidson að nafni
niður í vélarrúm eftir ein-
hverju. „Það munu vera fimm
fet af sjó í vólarrúminu, og
við vituim ekki enn hváð við
kunnum að finna þar,“ sagði
talsmaðurinn.
Mörg atriði þessa hroðalega
máls eru enn óljós, og er nú
unnið að frekari rannsókn
þess.
Fyrrnefndur Durywaise,
sem af komst, hefur þegar
borið að hamn hafi séð Ram-
irez myrða 1. stýrimann Seven
Seas.
Hástökk
1. Jón Þ. Ólafsson
2. Svein Hytten Tjalve
200 m hlaup
1. Arne Noriborg KFUM
2. Ólafur Guðmundsson
14.62
2.01
1.98
23.0
23.1
4x100 m boðhlaup
1. Oslo Turn (unglingalið) 43.5
2. Sveit íslands 44.3
3. KFUM 45.8
— Griska
Framhald af bte. 1.
myndaði stjórn, svo sem konung-
ur hafði óskað.
Talið er að konungur hafi beð-
ið algjöran ósigur í dag, hinn ann
an í röðinni síðan stjórnarkrepp-
an í landinu hófst. Sl. fimmtu-
dag neitaði þingið að viðurkenna
Athanasiades Novas sem for-
sætisráðherra.
Miklar getgátur eru nú uppi í
Aþenu um það hvað konungur
hyggist næst fyrir. Ekki er útilok
að talið að konungur reyni að
mynda þjóðstjórn allra flokka í
landinu utan EDA-flokksins, en
hann er mjög vinstrisinnaður.
Segja grísk yfirvöld að EDA sé í
rauninni ekkert annað en dulbú-
in kommúnistahreyfing, en
kommúnistaflokkurinn sjálfur er
bannaðiír í Grikklandi.
Komi til þess, að þjóðstjórn
verði mynduð, koma tveir menn
til greina sem forsætisráðherrar,
að því er talið er. Báðir eru þeir
utanþingsmenn, og vel þekktir í
Grikklandi. Annar er prófessor
Zenophon Zolotas, hinn 61 árs
gamli bankastjóri Þjóðbanka
Grikklands, en hinn Demetrios
Kioussopoulos, 73 ára, fyrrum
ríkissaksóknari. Hann var for-
sætisráðherra 1952.
Hér sést dælan í Reykjaborgu
- Sildardælan
Framhald af bls. 24
dæluna í brælu. Það er alltaf
erfitt að háfa þegar skipið
veltur. Svo hefur dælan þann
kost að enginn sjór kemur inn
í skipið við dælinguna. Það er
sérstakur skiljari í henni, sem
skilur sjóinn frá.
— Hvar eruð þið staddir
nú? spyrjum við.
— Við erum að koma til
Eskifjarðar með 300 mál. Við
höldum síðan norður að Langa
nesi þegar við förum út aftur.
Þar er betri síld og það sem er
aðalkosturinn er, að hún er að
þokast nær landi, sagði Har-
aldur að lokum.
Við náðum í Víði Sveins-
son, skipstjóra á Jóni Garðari,
sem er með norska dælu, þar
sem skipið var statt um 120
mílur austur af Raufarhöfn:
— Við teljum ekki að fengin
sé mikil reynsla á dæluna enn
sem komið er, sagði Víðir, —
en það sem af er hefur allt
gengið vel. Við höfum notað
dæluna 5 eða 6 sinnum. Höf-
um ekki enn verið með hana
í mikilli síld. Við dældum
einu sinni 1000 tunnum með
henni á 40 mínútum og í ann-
að sinn 700—800 tunnum á 23
mínútum. Það hefur alltaf ver
ið gott veður, eins og á heiða-
tjörn, svo við höfum ekki
reynt ágæti dælunnar í brælu,
en þá eru kostir hennar taldir
sérlega miklir.
— Hefur eitthvað farið í
salt af því sem þið hafið dælt
upp?
— Nei, ekki enn. En við
fengum um 350 tunnur í dag
af góðri söltunarsíld og ég sé
ekki að dælan hafi neitt
skemmt hana og tel hana eins
góða til söltunar eins og þó
við hefðum háfað hana, sagði
Víðir Sveinsson að lokum.
í GÆR var austan-sfcinnings- Lægðin suðvestur af land-
kaldi við sðurströndina, en inu færist mjög lítið úr sfcað,
annars sfcaðar á landirnu var en mun sennilega þokast nær ^
hægviðri. Bjartviðri var alls landinu, og má þá búast víð
sfcaðar og víða sólskin og veru allhvassri ausfcanáfct við suð-
loga hlýbt, víða 16 tiil 18 sfcig, uirströndkna, en góðviðri og
einkuim í innsveitium. tolýindiuim annars.