Morgunblaðið - 16.09.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.09.1965, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 1«. sept. 1965 MORCUNBLAÐIÐ 15 Forystumenn borgaraflokkanna í Noregl sem hlutu óskorað traust kjósenda í Noregi sl. sunnudag. Frá vinstri: John Lyng (Hægri), Kjell Bondevik (Kristil. fL) Per Borten (Miðfl.) og Bent Röiseland (Vinstri). Þeir hafa sannarlega ástæðu til að vera broshýrir. „Þrjátíu ára stríðiö er unnið“ - segja borgaraflokkarnir, og Noregsbréf frá Skúla Skúlasyni 14. ágúst: — KOSNINGAÚRSLITIN i gær komu flestum á óvart. í her- búðum tveggja höfuðaðila ríkja annarsvegar vonbrigði yfir meiri ósigri en búizt var við, hinsvegar fögnuður yfir meiri sigri en hægt var að gera ráð fyrir. Fyrir kosningarnar gizk- uðu glöggir jnenn á, að meiri- hluti borgaraflokkanna gæti aldrei orðið meiri en 4—5 þing- sæti, en þau urðu tíu. Þessi liðs munur styrkir mikið aðstöðu væntanlegrar nýrrar stjórnar, því að hann gerir einstakling- um innan borgaraflokkanna ó- kleift að hrella stjórn sína og spilla stefnumálum hennar, eða fella stjórn á ágreiningsatrið- um og endurreisa hana síðan, undir því yfirskyni að „kæru- lantinn“ hafi fengið sínu fram- gengt, svo sem Finn Gustavsen gerði um þetta leyti árs 1963. Sá skollaleikur hefur orðið vsrkamannastjórninni dýr, því að hann þjappaði borgaraflokk unum saman til þeirrar sóknar, sem nú hefur borið þann árang- ur er kom í ljós í gær. Og þó að Finn Gustavsen þreyttist ekki á þvi í kosningaumræðun um, að lýsa fylgi flokks síns við verkamannastjórnina þá stoð- aði það lítið. Hann jók að vísu atkvæðamagn sitt úr 2,4 í 3,7% með því að bjóða fram í miklu fleiri kjördæmum en áður, en uppskeran varð þó eins og síð- ast: 2 þingsæti. Líklega er eng- inn vonsviknari yfir kosninga- úrslitunum en einmitt Finn Gustavsen. því að hann mun vissulega hafa gert sér von um *ð verða þyngra lóð á voginni en hann reyndist, og geta jafn- að metin hjá verkamannaráðu- neytinu framvegis, með því að minna stjórnina á þá stefnu- breytingu til vinstri, sem hún lofaði er Gustavsen endurreisti Gerhardsen í september 1963. En nú er ,.stjórnarhatturinn“ fokinn af Gustavsen og það get ur orðið langt þangað til hann finnst aftur. Ósigur hans er í rauninni meiri en Gerhardsens, því að sigurvon hins fyrra var meiri en hins sjðarnefnda. — Um kommúnistaflokkinn er fátt að segja í sambaridi við kosningaúfslitin. Hann hafði að vísu skipt um formann fyrir kosningar, og nýi formaðurinn, Reidar Larsen, ritstjóri, lofaði meiri frávikum frá „línum“ en áður. En Lövlien, hinn gamli foringi var samt boðinn fram í því kjördæmi, á Heiðmörk, sem þótti vænlegast til sigurs, en hann féll eins og síðast, þrátt fyrir þá sveigjanlegu línu, sem Reidar Larsen hafði boðað. Fyr ir kosningarnar var það fullyrt, að ef kosningin gæfi kommún- istum núll í þetta sinn, mundi flokkurinn hætta að starfa. Eigi veit ég hvort það verður, en at- kvæðamagn hans rénaði úr 2,9% í 1.4 í gær. Foringjar vinstriflokkanna, sem útvurpið hafði tal af í nótt, eftir að úrslitin voru orðin aug- ljós, tóku ósigrinum með mik- illi stillingu, þó hann væri meiri en þeir væntu. Gerhard- sen lýsti því yfir, að hann mundi biðjast lausnar undir- eins og þing kæmi saman. Hann gat þess að fjárlagafrumvarpið fyrir 1366 væri svo áð segja full samið, og mundi nýja stjórnin fá það til endursamningar. Trygve Brattelie dró ekki dul á, að ósigurinn kæmi ekki á óvart, en þó hefði hann ekki búizt við honum svona mikl- um. Hann gat þess, að það væri einkum nýju kjósendurnir (þeir sem bætzt hafa við síðan 1961). sem hefðu brugðizt vonum stjórnarfljkksins. Og þetta mun vera rétt. Stjórnarflokkur inn hefur ekki náð tökum á yngri kynslóðinni, þrátt fyrir skipulagt starf Æskulýðsfylk- ingarinnar („Arbeidernes Ung domsfyiking" eða ,,AUF“) og yfirleitt eru það eldri árgangar flokksins, sem mest hefur bor- ið á í víglínunni. Bratteli sjálf- ur, sem nú er formaður flokks- ins, er orðinn roskinn maður og mjög fullorðinslegur í ræð- um sínum og alls ekki eins sann færandi og Gerhardsen getur verið þegar honum tekzt upp. En sjálfur var Gerhardsen þreytulegri I síðustu kosninga- baráttu en ég hef heyrt hann nokkurntíma áður, og auk þess orkuðu ýms ummæli hans svo mikils tvímæiis, að andstæðing arnir hentu þau á lofti og báru upp á hann að hann hefði farið með rarigt mál. — — Lesandinn spyr: hvað hrósa meiri sigri er það, sem fyrst og fremst olli ósigri verkamannastjórnarinn- ar? Ég hika ekki við að svara: — Að hún er orðin gömul í sess inum. Síðan 1935 hefur verka- mannastjórn verið ráðandi í Noregi. Það er þessvegna, sem stjórnarandstæðingar segja i dag: „Þrjátíu ára stríðið er unnið“. Og Einar Gerhardsen hefur setið að völdum í 20 ár (að undanteknu stuttu tíma- bili er flokksmaður hans hafði skipti við hann á forsetastól ráðuneytisins og þingsins). Þetta er svo langur tími, að jafnvel sumir flokksmenn stjórnarinnar töldu forvitnilegt að reyna annað. í rauninni hef ir verkamannaflokkurinn haft einræðisstjórn í Noregi síðan 1945, þó hann hafi ekki beitt henni á sama hátt og Argentínu Peron eða Stalín og Hitler. Ger- hardsen hefur farið sér hægt í þjóðnýtingunni, þ.e.a.s. einoka eldri atvinnugreinar undir rík- ið ég man í fljótu bragði ekki eftir öðru en lyfjaverzluninni og innflutningi á efni til veið- arfæra. En hinsvegar hefur stjórn hans verið ótrauð á að fþsta fé ríkisins í ýms fram- leiðslufyrii tæki, sem hafa orð- ið að sýndarbagga en ekki þjóð inni til velfarnaðar, og er þar fyrst að nefna járnbræðsluna í Mo í Rana og koksvinnsluna, sem átti að vinna koks til gas- gerðar úr Svalbarðskolum (en þau reyndust óhæft til þeirrar framleiðslu). Járnbræðslan hef ur kostað ríkið 800 milljón n. kr. eða margfaldan áætlunar- kostnaðinn, og andstöðuflokkar stjórnarinnar hafa margsinnis lagt til að fyrirtækið verði selt, en að svo stöddu hafa ekki boð izt í þáð nema 50 milljónir. — Andstöðuflokkarnir, sem nú eiga að taka við stjórninni telja að þessarí rniklu fjárfestingu væri betur varið til þess að efla framkvæmdir. sem á rikis- stjórnum hvíla, svo sem bygg- ingu skóla og sjúkrahúsa. Beinar árásir fyrir vanrækslu hafa einkum verið gerðar á stjórnina vegna margra mis- taka, sem orðið hafa í iðnaðar- málaráðuneytinu, einkum með- an Kjell Holler stjórnaði því. Þar er sannanlega um að ræða miklar misfellur. ekki sizt óaf sakanlega flaustursmeðferð á undirbúningi ýmissa stórmála. en vonað var Og einn háttsettur embættis- maður þaðan liggur undir á- kæru um glæpsamlega meðferð á opinberu fé. En Holler fyrrv. ráðherra nýtur þú enn þess trausts, að hann var fulltrúi Nor egs, við hvalveiðisamningana í Tókíó nýlega. Misfellurnar í iðn málaráðuneyt.inu hafa eflaust reytt mörg atkvæði af stjórnar- flokknum í gær. Og svo eru skattarnir, við- kvæmasta mál kjósandans. Ekki aðeins útsvar og tekju- og eignaskattur, heldur allskonar aukaskattar, og þá fyrst og fremst sö.'uskatturinn, sem er 12,5% og nær eigi aðeins til al- mennrar vöru heldur og skipa leigu og byggingakostnaðar, en allt þetta hleður undir verð- bólguna — Við hana hefur stjórnin ekki ráðið, og því er ekki leynt. að kaupmáttur krón unnar hafi minnkað um helm- ing síðustu 15 árin. Velheppnað þing Iðnnemn- snmbnnds íslnnds Á ELLEFTA timanum á sunnu- dagskvpld lauk í húsakynnum Slysavarnafélags íslands í Rvík velheppnuðu þingi Iðnnemasam bandsins. Þingið sátu fleiri full- trúar en nokkru sinni fyrr, eða taeplega 60. Umræður um hin ýmsu mál er fyrir þinginu lágu voru mjög miklar, og verður frekar skýrt frá þeim síðar í blaðinu. í stjórn sambandsins fyrir næsta starfsár voru kjorn- ir: Formaður Gylfi Magnússon húsasmíðanemi og auk hans í aðalstjórn Helgi Guðmundsson húsasmíðanemi, Guðný Gunn- laugsdóttir hárgreiðslunemi, — Haukur Már Haraldsson prent- nemi og Magnús Pétursson járn- smíðanemi. í varastjórn voru kjörnir Einar Gunnarsson járn- smíðanemi, Halldór Guðmunds- son húsasmíðanemi, Ingi Torfa- son húsasmíðanemi og Ragnar Snæfells húsasmíðanemi. Getur nýja stjórnin lagfært allt það, sem aflaga hefur far- ið í stjórnarfarinu síðustu 20 ár? Fæstir gera sér von um það, en fleiri ala von um, að sumt verði lagfært. Eftirlaunamálið, sem hefur verið ofarlega á baugi í kosningabaráttunni, siglir heilu skipi í höfn og vænt anlega má fleiri góðra tíðinda vænt’a. En um það tala ég sem fæst fyrr tn í næstu grein. Maður veit ekki ennþá hvern ig stjórnin verður skipuð — ekki einu sinni hver verður höfuð hénnar. John Lyng sett ist í fylkismannsembættið á Akurhusi 1 september sl. — en fylkismehn mega ekki skipta sér af pólitík. Samt virðast nú horfur á, að úr því að kosning- arnar fóru svona verði Lyng í fylkismannsstólnum líkur krí unni, sem sezt á steininn, og að hann hverfi frá Akurhúsi, en setjist í forsætisráðherrabú- staðinn, í sætið, sem Gerhard- sen hefur átt lengi. Slótrun hefst d Hellu og Djúpudal Hellu, 13. september: — Á MORGUN hefst sauðfjárslátr- un hjá sláturhúsum Sláturfélags Suðurlands á Hellu og Djúpadal. Á Hellu er ráðgert að slátra rúm lega 24 þúsund fjár og er það um 3 þúsund kindum fleira, en í fyrra. í Djúpadal er ráðgert að slátra 19 þúsund fjár og er þar um svipaða aukningu að ræða og á Hellu. í sláturhúsunum munu vinna um 100 marms óg er ráðgert að sauðfjárslátrun ljúki 26. októ- ber. Sláturhússtjóri á Hellu er Jón Egilsson, Selalæk, og í Djúpadal Árni Sæmundsson, Stóru-Mörk. — J. Þ. Ölvun við akstur eykst hröð- um skrefuim. Árið 1961 voru tek- in blóðsýnishorn úr 250 ö'kumönn uim, en árið 1963 nam sú tala 5®2 er rannsakaðir voru og árið 1964 sairvtals 677. Er hér um Rieykja- vík eina að ræða. (Áfengisv.n Rivífcur) Skúli Skúlason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.