Morgunblaðið - 16.09.1965, Síða 27

Morgunblaðið - 16.09.1965, Síða 27
MORGUNBLADIÐ 27 Fimmtudagur 16. sept. 1965 Verzlunarskólinn settur í gær Nemendur fleiri en nokkru sinni fyrr r" r 8 fnjff ~~ ‘^1 *"|^i^jiri n ,T^.?p Útför Maríu Andrésdótíur, elzta íslendingsins, var gerð sl. laugardag, og var mjög fjöl menn. Kirkjuathöfnin var í Stykkishólmi og flutti sr. Sig urður Ó. Lárusson, sóknar- prcstur, líkræðuna, en kirkju kór Stykkishólmskirkju söng undir stjórn Þórðar Þórðarson ar. Þá var kistan flutt að Narf eyri þar sem María var jarð- sctt við hlið manns síns, Daða Danielssonar. Sungnir voru sálmar og sóknarprestur flutti bæn. Athöfnin var í senn virðuleg og hátíðleg. María var heiðursborgari Stykkis- hólms, og sá Stykkishólms- hreppur um útför hennar i virðingarskyni við hina látnu. — Myndin sýnir er kistan var var borm úr Stykkishólms- kirkju. VERZLUNARSKÓLI ÍSlands var settur í gær í samkomusal skól- ans. Skólastjóri, dr. Jón Gísla- son, minntist í upphafi Sigríðar Árnadóttur skriftarkennara, sem lézt í sumar. Hafði hún Ikennt í 40 ár við Verzlunarskóíl- ann, eða frá 1909-1949. Bað hann viðstadda að risa úr sætum í virðingarskyni við hina látnu heiðurskonu. Skráðir nemendur eru nú fleiri en nokkru sinni fyrr, eða 527 samtals í 20 bekkjardeildum. Allir bekkir í verzlunardeild eru nú fjórskiptir og 5. bekkur tví- skiptur í fyrsta sinn. Auk þess starfar við skóla,nn námskeið í hagnýtum verzlunar- og skrif- stofugreinum fyrir gagnfræðinga. Við skólann starfa nú samtals 30 kennarar auk skólastjöra. Fast- ráðnir kennarar eru nú að skóla- stjóra meðtöldum 16. Er það í fyrsta skipti í sögu skólans, að fastráðnir kennarar eru fleiri en stundakennarar. Tveir nýir fast- ráðnir kennarar hafa bætzt skól- anum, Friðrik Sigfússon, BA, sem kennir ensku, og Lýður Björnsson, cand. mag., sem kenn ir landafræði . og sögu. Nokkrir nýir stundakennarar hafa einnig verið ráðnir að skólanum. Að lokum ávarpaði skólar stjóri nemendur með ræðu, hvatti þá til ástundunar og reglu semi. — U Thant Framhald af bls. 1. ú Thant sl. laugardag. Eru þau á þá leið, að Indverjar verði á brott með her sinn úr landi Pak- istans — að þegar verði hætt bar- dögum — að hersveitir frá Asíu- og Afríkuríkjum tryggi öryggi Kasmír og — að þjóðaratkvæða- greiðsla verði látin fara þar fram innan þriggaj mánaða. ♦ Ayub Khan, forseti, skýrði frá þessum skilyrðum í dag og bætti því við að Pakistan myndi halda áfram bardögum þar til trygging fengist fyrir þvi, að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram i Kasmír. VÍGSTAÐAN Af hálfu stjórnar Pakistan var sagt í dag, að síðustu-tvo sólar- hringana hafi allt verið með kyrrum kjörum á vígstöðvum í landi, en flugher Pakistans hafi haldið áfram loftárásum á her- stöðvar Indverja. Af hálfu Indverja segir hins vegar, að sókn þeirra hafi hald- ið áfram. Hafi hersveitir þeirra náð á sitt vald járnbrautarlín- unni milli bæjarins Sialkot og Pasrus, sem er 50 km suðaustur af Sialkot. Er lína þessi aðeins hlífðarlína, en mikið notuð til herflutninga. Fylgir fregninni, að her Indverja hafi í dag verið að- eins sex km frá Sialkot og búist nú til að umkringja bæinn. í kvöld viðurkenndi talsmað- ur Pakistana í Rawalpindi, að Indverjar hefðu reynt að sækja fram á ný á Sialkot-svæðinu, en sagði að sóknin hefði verið stöðv- uð í fæðingu. Einnig hefði her Pakistans í dag hrundið árásum Indverja í Punjab og skotið nið- ur þrjár orrustuþotur þeirra. INDVERJAR NÁLGAST LAHORE Þá staðhæfa Indverjar, að her- sveitir þeirra eigi nú aðeins sex kílómetra ófarna til bæjarins Lahore. f fregnum frá AP segir að u.þb. 600 bandarískar konur og börn hafi í dag verið flutt flugleiðis frá Lahore. Hefur fólk þetta beð ið í vikutíma eftir að komast á brott, en til þessa hafa deiluað- ilar ekki fengizt til að tryggja öryggi bandarísku flugvélanna, sem áttu að sækja það. Er fólkið lagði upp frá flugvellinum í La- hore mátti glöggt heyra skothríð í nágrenni borgarinnar. Karl- menn verða eftir í borginni og gegna áfram störfum sínum, unz öðru vísi verður ákveðið. í dag fóru einnig fjöldi brezkra kvenna og barna frá Lahore. — Fóru Bretarnir í 17 bifreiðum til Rawalpindi. Áður voru flú- in frá Lahore um það bil 250 brezkar konur og börn og 142 Þjóðverjar, einnig nær eingöngu konur og börn. Indverska stjórnin birti í dag tölu fallinna í styrjöldinni. Segir þar, að 1847 hermenn hafi fallið úr liði Pakistana en aðeins 612 Indverjar. Þá hafi verið eyði- lagðir 284 skriðdrekar og her- bifreiðar Pakistana en Indverj- ar hafi misst 50—60. Loks hafi 55 flugvélar Pakistana verið eyði lagðar. I kvöld birti stjórnin svo ljós- prentun af bréfi frá yfirmanni 12. herdeildar hers Pakistans, Akhtar Hussein Malik, þar sem getur að líta nákvæmar fyrir- skipanir varðandi undirróðurs- starfsemi í Kasmír. KHAN HVETUR TIL AFSKIPTA USA Ayub Khan, forseti, ræddi í dag við blaðamenn, í fyrsta sinn í sex vikur. Hvatti hann þar stjórn Bandaríkjanna til þess að láta Kasmírdeiluna meira til sín taka — sagði, að Bandaríkja- stjórn hefði fyrr átt að beita á- hrifum sínum til þess að binda enda á bardaga og knýja fram viðunandi lausn. Khan neitaði þeim ummælum Deans Rusks, utanríkisráðherra Bandaríkjanna að Pekingstjórnin kynnti undir eldunum. Kvað Khan Kínverja ekki hafa haft áhrif á afstöðu stjórnar Pakistans í þessu máli og sagði, að þeir hefðu ekki ver- ið beðnir að aðhafazt neitt þar að lútandi. Hins vegar sagði Ayub Khan, það lið í utanríkis- stefnu Indverja, að „limlesta“ Pakistans, „gera það að leppríki“ eða ef þeir gætu, „að svelgja Pakistan í sig“, eins og hann komst að orði. Bætti hann því við, að Indverjar yrðu að láta af þessari stefnu — hún mundi að- eins verða þeim sjálfum til vand- ræða. Indverjum og Pakistönum bæri fremur að berjast sameigin- legri baráttu gegn sjúkdómum, fátækt og fáfræði en að berast á banaspjót. Varðandi ósk Khans um af- skipti Bandaríkjastjórnar sagði talsmaður Lyndons B. Johnsons, forseta í kvöld, að sér væri ljúft að stuðla að friði í Kasmír, ef unnt væri — á hinn bóginn teldi hann heppilegast, að mál þetta væri leyst á vettvangi Samein- uðu þjóðanan og allir hlutaðeig- andi reyndu að styðja friðarvið- leitni U Thants. UMMÆLI KRISHNA MENON í viðtali við AP-fréttastofuna, sagði Krishna Menon, fyrrver- andi landvarnaráðherra Indlands í dag, að brýna nauðsyn bæri til að binda enda á átökin. „Heri Indlands og Pakistans ætti að stöðva þegar í stað, þar sem þeir eru komnir og halda þeim í skefj um þar til einhver lausn er fund- in, hversu skammvinn sem hún kann að vera“ sagði Menon, og bætti við, að hvorki Pakistan né Indland hefði efni á að heyja þetta stríð. Taldi Menon augljóst að Sameinuðu þjóðirnar skorti vald til að stöðva átökin. — og því yrðu deiluaðilar að hafa vit til þess að gera það sjálflr. Þá taldi hann mikilvægt að koma í veg fyrir íhlutun fleiri aðila, t.d. Tyrkja og írana. Síðan sagði Krishna Menon: „Pakistanar eru fasistar. Þeir ætla sér að ná meira en Kasmir. Eins og Hitler eru þeir óseðjandj, vilja smám saman fá meira, þar til þeir hafa fengið allt. Engin indversk stjórn gæti fallizt á að leyfa þjóðar- atkvæðagreiðslu í Kasmír, — engin stjórn mundi lifa slíkt af“. flthugnserad VEGNA ummæla Gunnars Steins sonar í viðtali við Mbl. 14. þ.m. og birtust í greininni: „Hross og lömb flutt úr landi“, kom Skúli Sveinsson varðstjóri hjá lögregl- unni að máli við blaðið og bað um að eftirfarandi athugasemd, sem er frá Dýraverndunarfélag- inu og lögreglunni, yrði birt: „Að gefnu tilefni vil ég mót- mæla því, að betra sé að hafa 5—6 hesta í stíum þeim, sem not- aðar eru til að flytja hesta í milli landa. Hestar þeir, sem þannig hafa verið fluttir, hafa oft stór- slasazt og stundum drepizt eða orðið hefur að aflífa þá. Þess vegna var sá háttur upp tekinn að hafa einn hest í stíu og veit ég ekki til, að neitt verulegt hafi komið fyrir, síðan það var upp tekið. Hins vegar er hrein neyð að þurfa að flytja hesta með svona útbúnaði. Bezt væri ef- laust að flytja hestana með flug- vélum, en kannski er ekki gott að koma því við. Það er unnið að því að fá sér- stök gripaflutningaskip til flutn- inganna og er það sennilega eina lausnin. Hægt mun vera að fá skip af ýmsum stærðum. Það hlýtur að vera áhugamál allra, sem hér eiga hlut að máli, að sem bezt fari um hestana í flutningunum.“ — Slldarfólkið Framhald af bls. 28 — Ég var að salta í gær og (hafði þá fullskipað lið, en í dag I fóru hé’ðan 11 síldarstúlkur. Nú er kominn sá árstími, að skólarn ir eru að byrja. Þá fer miki'll \ fjöldi fólks héðan, hvort sem nokkur söltunarsíld er eða ekki. ] Ef fólikið er ekki sjálft að fara í skóla, þá á það börn í skóla, sem Ihugsa verður um. I dag er saltað hér á 3 plönum. Ég saltáði í gær í 527 tunnur. Það verður varla hægt að salta nokkuð að ráði hérna nema fram til 25- septem- ber eða svo. — Við hér fyrir austan erum mjög óánægðir méð það, að allt virðist vera gert sem hægt er til að draga síldina burtu frá Austfjörðum. Hún er flutt í stór um stíl í síldarverksmiðjur á Suðvesturlandi, og svo er greidd ur 60 króna ríkisstyrkur á sölt unarsíldina á Norðurlandi. Söltuðu 23 þúsund í fyrra, miklu minna núna. Þá hringdum við í Aðalstein Jónsson, forstjóra söltunarstöð- varinnar Auðbjargar á Eskifirði. Hann sagði: — Þetta ætlar ekki að verða gott sumar hjá okkur. Við söltuð um í 23 þúsund tunnur í fyrra, en núna vetður það miklu minna. I gær fengum við samt um 900 tunnur. Á Eskifirði eru 4 sölt- var hgr í sumar af aðkomu/fólki, sem ætlaði að vinna að síldar- söltun. Nú er það flest fari'ð, en við erum ek'ki á flæðiskeri stadd ir samt, því að margt af heima fólkinu getur unnið að söltun- inni. Þess vegna er því ekkert til fyrirstöðu að salta eitbhvað fram eftir hausti, ef við þá bara fáum sild. Fyrsta sumar Sólbrekku á Mjóafirði Þá átti Mbl. tal við Gunnar Ó1 afsson, einn af eigendum hinnar nýju söltunarstöðvar Sólbrekku á Mjóafirði. Það er eina sölfun- arstöðin á Mjóafirði, sett upp sl. vor af eigendum Sólfara frá Akranesi og 'Vilhjálmi Hjálmars syni frá Brekku. — Við byrjuðum 16 júlí í sum ar og erum búnir að salta 2800 tunnur. Það er allt síld af Sól- fara. Þetta hefur engin síld verið og við höfum ekki samninga við fleiri báta. En ætlunin er að taka af fleiri bátum 1 framtíðinni. — Bagar það ykkur ekki, að ekki ef síldarbræðsla á Mjóa- firði? — Við verðum að flytja úr- ganginn til Norðfjarðar. Til þess höfum við innrásarpramma, sem báturinn Guðrún dregur þangað á hálfum öðrum tíma Það hefur gengið ágætlega í sumar. — Síldarstúikur? Bæði af Mjóafirði og aðkomufólk. Og við höfum um 20 stúlkur enn. Sein- ast var saltað hér sl. sunnudag 657 tunnur. Við höldum áfram eitthvað fram eftir mánuðin- um. Fólkið fer að verða órólegt. Þetta er skólafólk og fólk, sem þarf að fara annað. Enga sild í fyrra, lítið nú Ein af gömlu síldarsöltunar- stöðvunum á Siglufirði er stöð Sigfúsar Baldvinssonar. Þar var verið að salta í gær, er Mbl. : hringdi. 1500 tunnur úr Súlunni, 1 en 1700 tunnum sem Lómur KE kom með hafð: verið ráðstafað á aðra söltunarstöð. Þetta var lang bezti dagur sumarsins, því að- eins böfðu fengizt 300 tunnur í söltun 24 júní og 84 tunnur úr Þorsteini þorskabít 10. ágúst, þeg ar skipt var síld milli söltunar stöðvanna. Og í fyrra fékkst eng in síld í sö’tun. — Þetta er þriðja slæma árið í röð, sagði Sigfús. í gær var verið að salta á 4 söltunarstöðvum á Siglufirði. Að komufólk er farið, aðeins Sigl- firðingar eftir. En það ætti að geta gengið, ef sí!d berst ekki nema til 5 stöðva í einu. Sama íólkið gengur þá á milli. Síldin, sem verið var að salta i gær var frekar smá. en bezta síld, sem borizt hefur á sumrinu. Siglfirðingar vondaufir Þá hringdum við að lokum í I Söltunarstöðina Nöf og ræddurp I við Skafta Stefánsson. Hann sagði, að í dag væri von að ' minnsta kosti fjögurra skipa til Siglufjarðar með söltunarsíld, og að í gær hefði hans stöð saltað 465 tunnur, sem Hugrún veiddi norðaustur af Langanesi. Síldina kvað hann hafa verið ágæta, nýt ingu um 55%. — Þessa dagana hefur verið saltað í Urn 6000 tunnur hér á Siglufirði. Við erum : -'V-,;rum vandræðum með að f- því að aðkomufólkið er flest farið héðan. Annars verðum við að styðjast við heimafólkið, ef við skyldum fá ertthvað meira af síld. Konur hér á Siglufirði eru flestar alvanar síldarsöltun, og það er mikill munur að hafa svo góðu fólki á að skipa. Þorsteinn þorskabítur hefur komið hingað einu sinni í sumar með söltunar síld, og var þeim farmi skipt á milli állra stöðvanna. Menn eru nú almennt vondaufir um, að úr rætist á þessu sumri. Annars er síldin kenjafiskur. Ég man t.d. eftir því, að 1949 kom mikið af bráðfallegri söltunarsíld dagana : kringum 20. september. Einu sinni í scptember fyrir mörgum árum var saltað hjá Nöf í meira en 800 tunnur sama daginn, svo að enn getum við kannské feng- ið einhvern reyting, þótt útlitið sé ekki glæsilegt- t Systir mín, JÓIIANNA JÓHANNESDÓTTIR verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 17. þ.m. kl. 10,30 f.h. — Jarðarförinni verður útvarpað. Fyrir hönd vandamanna. Guðmundur J. Breiðfjörð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.