Morgunblaðið - 21.09.1965, Síða 1
32 sicíur
Adenauer fyrrum kanzlari, fagnar kosningasigri feftirmanns síns
i embætti. Ludwig Erhard. Myndin er tekin á fundi flokksstjórn-
arinnar í gær. — (AP)
Kosningamar í V-Þýzkalandi:
Flokkur Erhards sigraði
FyEgisaukning Kristilegra demókrata 2.3%
Verður Strauss í sljórniniii?
Bonn, 20. septemlber.
NT,3 — AP.
KltlSTILEGI demókrataflokkur-
inn fór með sigur af hólmi í
kosningunum, sem fram fóru tii
v-]jýzka þingsins í gær, sunnu-
dag, og fékk flokkurinn ásamt
bræðraflokknum í Bæjaralandi
(Bayern), Kristilega sósíalista-
flokknum, 47,6% greiddra atkv.
en hafði 45,3% í síðustu kosn-
ingum. Sósíaldemókratar juku
einnig fylgi sitt úr 36,2% í
39,3%, en Frjálsir demókratar
og smáflokkarnir báru flestir
skarðan hlut frá borði. Kosninga
úrslit þessi eru talin mikill per-
sónulegur sigur fyrir Ludwig
Erhard, kanzlara V-Þýzkalands,
og stefnu hans.
Ljóst varð þégar í nótt
snemma hvert stefndi um kosn-
Atkv.magn
Kristil. demókratar 12.314.290
Kristil. sósíalistar 63.254
Sósíaldemókratar 12.697.992
Frjálsir demókr. 3.058.880
Mende, lýst því yfir, að flokkur
hans vilji enga aðiid eiga að
stjórn sem Strauss eigi sæti í.
í morgun lágu fyrir úrslit
kosninganna í öllum kjördæm-
um landsins, en eftir var að
gefa út tilkynningu um skipt-
ingu uppbótarþingsæta af lands-
lista. Atkvæði féllu sem hér
segir (í svigum eru kosninga-
úrslit 1961):
38,1%
9,5%
39,3%
9,5%
Þingm.fjöldi
(35,0%) 19.5 (192)
( 9,4%) 48 ( 50)
(36,2%) 201 (190)
(12,8%) 48 ( 67)
Pakistanir og Indverjar ræða
tilmæli Oryggisráðsins
„Alvailegar ögranir" á landamærum
Sikkim og Tíbe*"
Nýju Dehli og Rawaipindi,
20. sept. — NTB — AP.
STJÓRNIR Indlands og Pakist-
ans ræddu í dag eindregin til-
mæli Öryggfcráðsins um að ríkin
hættu öllum vopnaviðskiptum
klukkan sjö (að ísl. tíma) að
morgni miðvikudagsins n.k., níu
klukkustundum áður en rennur
út frestur sá, sem Kínverjar
hafa sett Indverjum til að verða
á brott með herlið sitt frá landa
mærunum að Sikkim.
Engar opinberar fregnir er
enn að hafa um afstöðu stjórn-
anna tveggja^ til tilmæla S.Þ.,
en margt er talið benda til þess,
að þær muni verða við þeim.
Shastri, forsætisráðherra Ind-
lands, sagði í Nýju Dehli í dag,
að áiyktun ÖryggisráðSins ætti
skilið vandlega yfirvegun, og lét
að því liggja, að hann myndi
gefa út yfirlýsingu um málið
á morgun. Indverjar eru þó
sagðir hafa að sumu leyti illan
bifur á orðalagi ályktunarinnar,
einkum að því er varðar tilvís-
unina til „stjórnmálavanda þess,
sem að baki liggur átökunum“
og telja að með þessu muni eiga
að koma til móts við óskir
Pakistana um að gert verði út
um framtíð Kasmír, helzt með
þjóðaratkvæðagreiðslu. Indverj-
ar hafa alla tíð verið þeirrar
skoðunar, að Kasmír sé ind-
verskt land, líka sá hluti þess
sem Pakistanar ráða nú, og því
komi ekki til mála að þar fari
fram nein þjóðaratkvæða-
greiðsla.
Pakistanar eru aftur á móti
sagðir vonsviknir yfir ályktun-
inni og þykir hún ekki kveða
nógu fast að orði um Kasmír
og segja að Indland geti enn
sem fyrr haldið áfram að þvers
kallast við að láta fram fara
þjóðaratkvæðagreiðslu í land-
inu. Tilkynnt hefur verið, að
Bhutto, utanríkisráðherra Pak-
istans muni halda til New York
hið bráðasta að leita eftir því
við stórveldin að þau ábyrgist,
að á eftir vopnahléssamningn-
um ko.-ni samningaviðræður sem
miði að lausn Kasmír-málsins
sjálfs.
í Rawalpindi er það einnig
haft á orði, að íhlutun Kína sé
ekki með öllu Pakistan til stuðn
ings, heldur sé það ógnun við
allan Indlandsskaga og hafi
flækt málið mjög, þar sem nú
Framhald á bls. 6.
Skotið á leigubíl í K.höfn
Engan sakaði - Eeyniskytfan fundin
Morð lögreglumannanna óupplýst
Hiileröd, 20. sept. - NTB:
ALLl’ ÞAÐ lögreglulið, sem í
náðist í Danmörku í gær, var
aftur kallað út í nótt og var-
úðarráðstafanir auknar sem
mest mátti verða, er uppvíst
varð að skotið hafði verið á
leigubíl stundu eftir miðnætti
skammt frá Hilleröd, norðan
Kaupmannahafnar. — Að
minnsta kosti tvö skot hittu
bifreiðina, og kom annað í
hægri framliurð en hitt í aftur
bretti sömu megin. Skotin
komu frá Eiat- eða Morris-
bifreið, rauðri að lit, sem
lagt hafði verið á veginum
við Asserbo, að sögn lögregl-
unnar. Farþega í leigubifreið
inni sakaði ekki.
Vopnað lögreglulið, sem var
á vakki um gjörvalla Kaup-
mannahöfn vegna leitarinnar
að morðingjum lögreglu-
mannanna fjögurra, sem
skotnir voru til bana á Amag
er aðfaranótt laugardags, var
þegar í stað látið hefja leit að
rauða bílnum og sleginn var
hringur lögregluliðs um höf
uðborgina, en lögreglumenn
einnig sendir til Norður-Sjá-
lands.
Leigubifreið sú sem fyrir
skothríðinni varð, var full af
farþegum Skotið var á hana,
or bílstiórinn blindaðist af
Ijósum bifreiðarinnar, er kyrr
var. Kvaðst hann hafa heyrt
nokkra hvelli, en ekki gert sér
grein fyrir því af hverju þeir
stöfuðu og ekki hafa komizt
að raun um hið sanna í mál-
inu fyn en hann skilaði far-
þegunum á leiðarenda. Ti'l-
kynnti iiann lögreglunni þeg-
ar í stað um atvik þetta, en
þá hafði leyniskyttan eða
skytturnar fengið 40 mínútna
forskot á flóttanum.
\ Allir rauðir bíiar á vegum
úti á Norður-Sjálandi voru
stöðvaðir og gerð í þeim leit
í nótt og sendar voru út að-
vörunartilkynningar til fólks
um að vera sem minnst á
ferli.
Skömmu fyrir klukkan sex
í moigun tók lögreglan
höndum 35 ára gamlan mann
að heimili hans í Frederiks-
værk, eftir að fylgzt hafði ver
ið með ferðum biíreiðar hans
frá Hilleröd til Frederiksværk
þar sem útliti hennar bar sam
an við lýsingu þé sem gefin
hafði verið á bifreiðinni, sem
lýst var eftir. í fórum manns
þessa fannst hlaðin hríðskota
byssa og var fyrsta ákæra á
Framhald á bls. 31.
ingaúrslitin og að ekkert myndi
verða úr samstarfi Kristilegra
demókrata og Sósíaldemókrata,
sem rætt hafði verið lauslega
fyrir kosningarnar, en allar lík-
ur taldar á því að haldast myndi
samstarf það sem verið hafði
með Kristilegum demókrötum
og bræðraflokknum í Bæjara-
landi og Frjálsum demókrötum.
Erhard kanzlari lét svo ummælt
í nótt, að hann hefði sjálfur full
an hug á að halda áfram sam-
starfinu eftir sem áður og taldi
það litlu skipta, þó Frjálsir
demókratar hefðu tapað fylgi
nú. Kanzlarinn hóf í dag undir-
búningsviðræður að stjórnar-
myndun, og er fylgzt með þeim
viðræðum af miklum áhuga í
V-Þýzkalandi, einkum að því er
varðar leiðtoga kristilegra sósíal
ista í Bæjaralandi, Franz Josef
Strauss, fyrrum varnarmálaráð-
herra. Er mjög um það rætt,
hvort Strauss takist að tryggja
sér sæti í stjórninni þrátt fyrir
mótbárur Frjálsra demókrata.
Hefur leiðtogi þeirra, Erioh
Enginn smærri flokkanna fékk
nokkurn mann kjörinn. Mest
fylgi féll í hlut Þjóðl. þýzkra
demókrata (nýnazista), sem
fengu 2% greiddra atkvæða, en
5% þarf til þess að fá þingmann
kjörinn. Flokkurinn hafði ekki
mann í framboði í síðustu kosn-
ingum. Þýzka friðarsambandið
(DFU) fékk 431.651 atkvæði eða
1,3% og hafði áður 1,9, en aðrir
flokkar fengu samtals 88.277 at-
kvæði eða 0,3%. Tölur þessar
taka til 246 kjördæma af 248,
sem í landinu eru og fara kosn-
ingar ekki fram í þeim tveim
kjördæmum sem eftir eru fyrr
en 3. október, og veldur þessari
töf á kosningum fráfall fram-
bjóðenda þar skömmu fyrir
kosningarnar.
Konrad, fyrrum kanzlari
Adenauer, sem verið hefur óspar
á gagnrýni í garð Erhards und-
anfarin tvö ár, eða allt síðan
hann tók við kanzlaraembætt-
inu, varð til þess fyrstur manna
að óska honum til hamingju
með kosningasigurinn. Var það á
fundi flokksstjórnar Kristilegra
Framhald á bls. 6.
Vopnaðir lögregluþjónar gera leit í ölluin bifreiðum, sem fara
frá Amager til Kaupmannahafna r daginn eftir að lögregluþjónarn
ir fjórir voru myrtir. (Nordfoto).